Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 1

Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 1
48 SÍÐUR 205. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ÞAÐ hefur löngum skipzt í tvö horn með veðráttúna sunnanlands og norð- an. Þessi mynd er tekin í Kalmanns- tungu og sést til norðurs. Má segja, að hún sé táknræn fvrir veðrið í sumar. Dumhungur er fremst á myndinni, en í norðrinu í f jarska er bjart yfir. ( J_,jósmynd Ól.K.M. Kissinger um fundinn með Vorster: Þaðverður blóðbað ef ekki miðar í rétta átt 60 börn farast í flug- slysi — Reuter HERFLUTNINGAVÉL frá Venezulea með 60 munaðarlaus börn innanborðs og átta manna áhöfn hrapaði til jarðar á flug- velli nálægt Angra de Heroismo á Azóreyjum f gærkvöldi og fórust allir, sem um borð voru, að þvf er talsmenn flugvallaryfirvalda sögðu f dag. Börnin voru úr skóla f Caracas, höfuðborg Venezuela. Að sögn útvarpsins á Azóreyjum skall flugvélin til jarðar um 200 metra frá flugbrautinni og kom strax upp eldur f henni. Hafði flugmaður vélarinnar, sem var C-130 Hercules- flutningavél, haft samband við flugturn fáum mínútum fyrir slysið og sagðist þá ætla að lenda á venjulegan hátt. Slysið varð kl. 22.40 að ísl.tíma. Vélin var á leið til Barcelona á Spáni. Vindur var mikill og skyggni slæmt. Fyrir utan veður- skilyrði var engin sérstök ástæða fyrir slysinu kunn. Talið var vfst, að allir þeir, sem um borð voru, hefðu verið af venezuelsku þjóð- erni. 68 lík höfðu fundizt í flakinu snemma f dae. Hercules flutningaflugvél eins og sú sem fórst. Kortsnoj sviptur sovézkum titlum Moskvu 4. september — Reuter. SOVEZKA skáksambandið hefur svipt Viktor Kortsnoj, sem leitaði hælis á Vesturlöndum f júlf, öll- um sovézkum heiðurstitlum, þar á meðal stórmeistaratitlinum, að sögn blaðsins Sovetsky Sport f Framhald á bls. 2. London 4. september — Reuter. • BANDARtSKI utanrfk- isráðherrann, Henry Kiss- inger, sagði í London i dag, að hann myndi leggja sig allan fram til að koma f veg fyrir blóðbað í suður- hluta Afríku. Ráðherrann hélt blaðamannafund eftir að hafa átt viðræður við brezka utanrfkisráðherr- ann, Anthony Crossland Hann heldur síðan strax áfram til Ziirich þar sem hann mun þinga með John Vorster forsætisráðherra Suður-Afríku um helgina um Ródesfu, Namibfu og önnur málefni Suður- Afríku. Kissinger sagði m.a. á blaða- mannafundinum: „Ef ekki miðar í rétta átt í viðræðunum, munu blóðsúthellingar aukast i suður- hluta Afríku og núna er tíminn til að koma f veg fyrir það“. Hann sagðist vera vongóður um að ná einhverjum árangri, en það muni kosta erfiðar og langar viðræður. Kissinger sagði, að áætlun sín væri að fara aftur til Washington á þriðjudag, þar sem hann vænti skýrslu frá sendimanni sinum i Dar Es Saalaam i Tanzaniu. Það væri svo eftir niðurstöðum þeirr- ar skýrslu, hvort hann fer til Afríku. Sendimaðurinn, William Schaufele, er nú í Dar Es Salaam til að kanna, hvort afrískir leið- togar, sem hefja toppfund sinn á morgun, telja ástæðu til nýrrar ferðar Kissingers til álfunnar. Bandariskir embættismenn hafa tjáð leiðtogum Afríkuríkja, að Kissinger sé reiðubúinn til að reyna að miðla málum milli hvitra og svartra i Afríku, eins og hann gerði á milli Egypta og ísraels- manna. Það sem Kissinger vill ná fram með viðræðunum við Vorster er að völdin í Rhódesiu verði fengin hinum svarta meirihluta landsins og að sjálfsíæði Namibíu verði tryggt. Getur andlítsfarðinn lengt forsetatíð Gerald Fords? New York 4. sept. — Reuter. GETUR sletta af andlitsfarða tryggt Gerald Ford setu I Hvfta húsinu fjögur ár til vióbótar? Geta Ijós jakkaföt gerð Jimmy Carter að fmynd „góða manns- ins“ og unnið fyrir hann for- setakosningarnar f Bandarfkj- unum f nóvember? Slfkum og þvflfkum spurningum velta að- stoðarmenn Fords og Carters nú fyrir sér. Þeir hafa verið að skoða kvikmyndir af hinum frægu sjónvarpsrökræðum for- setaframbjóðendanna John Kennedy og Richard Nixon ár- ið 1960 gaumgæfilega til þess að reyna að finna svör við spurningum þessum. Ford og Carter hafa ákveðið að eiga þrjú sjónvarpseinvigi á borð við rökræður Nixons og Framhald á bls. 10 Carter - Ford: Þeir heyja einvígin Utópía er stór melur Pasadena 4. september — Reuter •VlKINGUR 2. sendi myndir snemma f morgun af lendingar- stað sínum norðarlega á Mars, þar sem gat að Ifta meli svo langt sem augað eygði. Þessi hluti plánet- unnar, kallaður Utobfa, virðist vera risastór slétta gagnstætt þeim stað þar sem Vfkingur 1. lenti. Hvergi var að sjá eyðimekur- sanda, sem vísindamenn töldu sig sjá á myndum, sem gervitunglið, sem bar Víking til Mars, sendi til jarðar. Þeir höfðu reitt sig á að sandurinn myndi gera lendingu geimfarsins mýkri og auðveldari. Mytldirnar frá Víkingi 2. töfð- ust um 8 klukkustundir vegna bil- unar í gervihnettinum, sem end- Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.