Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 3 NÓTASTÖÐIN FALLIN — Hér er viðgerðarverkstæði Nóta- stöðvarinnar fallið. Geymsluhúsið, sem tókst að bjarga, er til hægri á myndinni en f því munu vera um 20 nætur. Bensíngeymir Olfufélagsins er aðeins f 100 metra fjarlægð frá brunastaðnum eins og glöggt má sjá. Ljósm. Kristinn Benediktsson. Húsið var orðið alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang aðeins nokkrum mfnútum eftir að eldsins varð vart. Slökkviliðsmenn eru hér að gera tæki sfn tilbúin. — segja útgerðarmenn Hilmis SU Ljósmynd Ol.K.M. Slökkviliðsmenn að störfum f rústum Nótastöðvarinnar • OTGERÐIR Hilmis SU frá Fáskrúðsfirði og Arna Sigurðar AK frá Akranesi urðu fyrir hvað mestu tjóni er Nótastöðin h.f. brann. Hvor útgerðin um sig missti tvær nætur. Otgerð Hilmis missti sfldarnót og þorsknót og útgerð Arna Sig- urðar missti sfldarnót og loðnu- nót, sem tekin var f land f gær. Morgunblaðið náði f gærkvöldi tali af þeim Jóhanni Antonfus- syni á Fáskrúðsfirði en hann gerir Hilmir út, og Einari Arnasyni á Akranesi en hann er útgerðarmaður Arna Sig- urðar. Jóhann Antoníusson sagði að Hilmir hefði átt að taka síldar- nótina á næstu dögum og halda til síldveiða f Norðursjó, en það þýddi ekkert að gefast upp og Bruninn á Akranesi Misstu 4 nætur í brunanum: ekkert hefði hann nú augastað á þrem- ur nótum, sem hugsazt gæti að hann gæti fengið leigðar. ,Já, útgerðarmenn eru vanir þvf að verða fyrir áföllum, það fylgir þessu alltaf mikil áhætta," sagði Jóhann. Jóhann sagði að hin nótin sem Hilmir hefði misst hefði verið þorsknót og væri tjónið af missi hennar ekki eins til- finnanlegt. Aðspurður sagði hann, að vissulega hefðu næturnar verið brunatryggðar. „Ég bruna- tryggði næturnar um leið og ég Ljósmynd Ól.K.M. „Það þýðir að gefast upp” keypti þær á sínum tíma og hef nokkrum sinnum hækkað trygginguna á þeim, en því miður hefur tryggingarupp- hæðin ekki fylgt óðaverðbólg- unni að undanförnu." Þá sagði Jóhann, að neta- mennirnir á Akranesi hefðu rétt verið búnir að fara yfir síldarnót Hilmis og gera töluvert mikið fyrir hana. Einar Árnason útgerðarmað- ur og skipstjóri á Árna Sigurði sagði, að hann vissi ekki hvað nú skyldi til bragðs taka eftir missi síldarnótarinnar, en sennilega væri hægt að fá leigða nót til þess að báturinn gæti haldið til veiða í Norðursjó á næstunni. „Það, sem verra var, er að við misstum aðra loðnunótina okkar líka. Við tók- um hana upp úr bátnum í morg- un og stóð hún á vagni fyrir utan verkstæðið. Svona nætur kosta sennilega samtals um 30 millj. króna og ég á ekki von á að tryggingin nái langt upp í verðbólguhækkanirnar að undanförnu, en þó að þetta sé mikið tjón sem við höfum orðið fyrir, þýðir ekkert að gefast upp,“ sagði Einar að lokum. og Ama Sigurðar AK FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI Aðalstræti 9, símar 1 2940 og 11255 m _ ______ Odýru Spánarferðirnar Costa Blanca — Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir í allt sumar. Fjölskylduafsláttur, íslensk hjúkrunarkona og barnfóstra 13. september — Örfá sæti laus photokino Köln World Fair of Photography Brottför 9. september. Frankfurt Alþjóðleg bókasýning Brottför 1 5. september. Ifi Auto- mechanika 76 hifí Bllavarahlutir, tækninýjungar varðandi bllaverkstæði. benslnstöðvar o.fl. Frankfurt Hópferð. Brottför 24. september. HIFI'76 3rd International Exhibition With Festival Dusseldorf Hópferð Brottför 24. september. Alþjóðleg sportvörusýning Köln Hópferð Brottför 25. september SELJUM EINNIG FARSEÐLA MEÐ ÖLLUM FLUGFÉLÖGUM UM ALLAN HEIM Á SÉRSTAKLEGA HAGKVÆMUM FARGJÖLDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.