Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 Friðrik—„tefli til sig- urs, en þó með aðgát” Endasprettur Reykjavíkurmótsins í aðsigi I GÆR voru tefldar biðskákir á Reykjavfkurskákmótinu I húsa- kynnum Taflfélags Reykjavfkur á Grensásvegi 46. Það voru alls 14 skákir sem voru óútkljáðar frá fyrri umferðum, og ekki tókst að leiða nema átta þeirra til lykta. Það var að vonum nokkur spenna meðal keppenda og áhorfenda um hvernig til tækist með biðskák- irnar þvf úrslit þeirra hafa nokkra þýðingu fyrir stöðu kepp- enda, bæði á toppi, miðju og botni. t keppnissal virtust kepp- endur misjafnlega léttir f lund allt eftir þvf hvernig staðan f skákum þeirra var. 1 hliðarsal var andrúmsloftið ekki alveg eins þrúgandi. Þar voru saman komnír keppendur sem ekki þurftu að tefla og nokkr- ir af áhorfendum. Þar var gjarn- an setið að tafli, og fóru meistar- arnir ýmist í gegnum skákir er þeir höfðu teflt sín á milli í fyrri umferðum, eða að einhverjar bið- skákirnar voru skoðaðar. GUÐMUNDUR —„ÉG ER UR LEIK“ Fyrstan keppenda tókum við Guðmund Sigurjónsson tali. Guð- mundur hafði þá rétt verið að ljúka við biðskák sina gegn Rúss- anum Antoshin. Þeir stórmeistar- arnir sömdu um jafntefli en Guð- mundur var nokkuð óánægður með sína taflmennsku. „Mér tókst að fá betra tafl í byrjun, og einnig þrengdi ég nokkúð að honum í miðtaflinu og var kominn með nærri unna skák. En einhvers staðar undir lokin i gær hef ég gert skyssu sem olli því að Antoshin náði að jafna spilið og úrslitin voru þvi réttlát þótt ég hefði gert mér vonir um sigur framan af,“ sagði Guðmundur i viðtalinu við Mbl. Guðmundur taldi sig vera úr leik hvað baráttuna um efstu sæt- in snertir og þyrfti meira en góða lukku til i þeim skákum sem eftir eru ef hann ætti að blanda sér í þá baráttu. „Ég hef tapað 2 skák- um og það eru of margir á undan núna og geri ég mér því ekki frekari vonir," sagði Guðmundur okkur. Hvað næst væri á döfinni tjáði Guðmundur okkur að hann tæki þátt í móti I Júgóslavíu ásamt Friðriki Ólafssyni. Guð- mundur sagði það vera sterkt mót og vel skipað. Yrði það sterkara mót en yfirstandandi Reykjavík- urmót, sem hann sagði vera sterk- asta mót hingað til, hérlendis. „AFGLÖPI HVERRISKAK“ Næst tókum við tali Helga Ólafsson, hinn unga og efnilega skákmann, sem nýlega vann sér 'á titil alþjóðameistara með góðri frammistöðu á skákmóti f Banda- rfkjunum. Helgi hafði nýlokið biðskák við Bandarfkjamanninn Matera og þeirra viðureign lauk einnig með jafntefli. Helgi sagðist vera óánægður með árangur sinn f mótinu og ekki gerði hann sér Það var sem þeir ættu enn eitthvað óútkljáð eftir að samið hafði verið um jafntefli, þvf þeir Najdorf (t.v.) og Antoshin héldu rakleiðis inn í hliðarsal og reyndu með sér frekar. Meðal þeirra sem fylgjast með má greina þá Tukmakov og Guðmund Sigurjónsson. (Ljósm. ÓI.K.M.) Friðrik Ólafsson skoðar hér skák Najdorfs og Antoshins. miklar vonir um framhaldið þar sem hann á eftir að tefla við stór- meistara f öllum viðureignunum sem eftir eru, en þeir eru (f réttri röð) Timman, Guðmundur, Frið- rik, Najdorf og Tukmakov. Eins og vafalaust flestir þá hafði Helgi gert sér vonir um betri frammi- stöðu í þessu móti, og hafði ekki á takteinum neina skýringu á slæmri taflmennsku. „Ég hef gert afglöp f hverri skák og veit alls ekki hvað veldur,“ sagði þessi ungi skákmaður f samræðum okk- ar. Ef til vill hefur þar eitthvað að segja að reynsla Helga f stórum mótum er ekki mikil, og það var ekki laust við að taugaóstyrks gætti hjá honum er við tókum hann tali. NAJDORF— „JAFNTEFLI ÓUMFLÝ J ANLEGT" Að vonum rfkti mikil spenna þegar þeir Antoshin og Najdorf settust niður til að útkljá deilu- mál sín úr 7. umferðinni. Virtist mönnum Sovétmaðurinn hafa ör- lftið betri stöðu og sigur hans í skákinni hefði haft mikil áhrif á stöðu efstu manna, en þar er Frið- rik á meðal. En kapparnir höfðu ekki setið lengi að tafli þegar samið var um jafntefli. „öldung- urinn“ Najdorf hafði fundið eitt- hvert snillibragð en það er sem honum vaxi ásmegin með aldrin- um og kemur hann nokkuð á óvart með leikgleði sinni á þessu móti. Najdorf og Antoshin fóru beint fram í hliðarsal og skoðuðu skák þeirra, en svo virtist sem Sovétmaðurinn hefði eitthvað við taflið að athuga og taldi hann í fyrstu að of mikið væri eftir af skákinni til að halda þvf fram að ekkert yrði úr henni nema jafn- tefli. Hann sættist þó á jafnteflið og eftir smá „rannsókn" var hann á sama máli og Najdorf að jafn- tefli hefði verið óumflýjanlegt. Najdorf sagði um skákina að hún hefði verið bæði athyglisverð og skemmtileg. „Það var ekki hægt að halda neitt áfram úr því sem komið var því þetta var orðið að jafntefli," sagði þessi aldna kempa eftir að hafa rennt f gegn- um skákina með nokkrum við- stöddum. FRIÐRIK — „ MUN TEFLA TIL VINNINGS, EN AF VARFÆRNI ÞÓ“ Friðrik Ólafsson er með I bar- áttunni um efsta sætið á mótinu, og í 11. umferðinni sem tefld verður f dag munu hann og Naj- Najdorf í ham, teflir við Friðrik í kvöld Najdorf sigraði Timman. Þannig hljóðaði aðalfréttin úr Hagaskólanum á laugardaginn. Og það var eins og öllum létti, blaðamönnum, áhorfendum, og ekki sízt stjórnarmönnum T.R. Og hvers vegna létti öllum, unna mennirnir ekki Timman sigurs, maðurinn er afar geð- þekkur, teflir skínandi vel og hefur auk þess hrifizt svo af landinu og fósturlandsins freyju, að hann er jafnvel að hugsa um að flytjast hingað, að því sagt er. Jú, svo sannarlega unna allir Timman sigurs, en hefði hann nú unnið Najdorf, hefði hann haft eins til eins og hálfs vinnings forskot yfir næstu menn og þá hefði öll spenna verið úr mótinu.Blaða- menn og áhorfendur hafa ekki ýkjamikinn áhuga á því hverjir verða f 2. eða 3. sæti, ef sigur- vegarinn er öruggur, og stjórnarmenn T.R. vilja auð- vitað fá sem flesta áhorfendur — og blaðamenn, ef þeir haga sér með skikk. Af skák Najdorfs og Timmans er annars það að segja, að maður gat haldið að Najdorf væri ungi stór- meistarinn á uppleið, en Timman hinn aldni nestor. Svo fjörlega og skemmtilega tefldi meistarinn frá Buenos Aires. Timman tefldi skákina hins vegar fremur slaklega og miklu veikar en hann hefur sýnt í flestum skákunum i þessu móti. Skákin fer hér á eftir: Hvftt: J. H. Timman Svart: M. Najdorf Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4,4. Bg5 (Þetta er hið svonefnda Leningradafbrigði, sem þeir Spassky og Kortsnoj hafa mikið rannsakað). 4. — h6, 5. Bh4 — c5, 6. d5 — d6, (Annar möguleiki er hér 6. — e5 og þá hefur Spassky gjarnan svarað með 7. d6!?) 7. e3 — exd5, 8. cxd5 — 0-0, 9. Bd3 — Rbd7, 10. Re2 (I stöðum sem þessari hafa menn stundum leikið f4 til þess að taka e5 reitinn af riddaran- um). 10. — Re5, 11 0-0 — Rg6, 12. Bg3 — Rh5, 13. Dc2 — f5! (Nú hefur svartur jafnað taflið fyllilega). 14. f4 — Bd7, (önnur leið er hér 14. — a6 en þessi leikur er ekki sfðri). 15. Bf2 — Re7, 16. e4 — Bxc3!, 17. bxc3 — fxe4, 18. Bxe4 — Rf6, 19. Bh4 — De8, 20. Bxf6 — Hxf6, 21. Rg3 — Df7, (Þrýstir óþægilega á hvfta peðið á f4). 22. Bh7+ — Kh8, 23. Re4? (Ekki veit ég hvers vegna Timman lék þessum leik sem leiðir óhjákvæmilega til liðs- taps. Var það skákblinda, — eða bjartsýni?) 23. —g6, 24. Rxf6 — Dxf6, 25. Bxg6 — Rxg6, 26. Hael — Hg8, 27. Khl — Rh4, 28. g3 — Rf5, 29. Dd3 — Df7! (Beinir spjótum sfnum að peðinu á d5, sem er veiki punkturinn í hvftu stöðunni). 30. Hf2 Svart: Najdorf Hvltt: Timman 30. — Re7! (Sækir enn að d-peðinu hvfta). 31. c4 — Rf5! (Þetta vildi Najdorf. Nú kemst riddarinn til d4). 32. Hfe2 — b5! (Grefur enn undan d- peðinu). 33. Dc3+ — Hg7,34.He6 (Örvænting!) 34. — Bxe6, 35. dxe6 — Db7+, 36. Kgl — Rd4, 37. Kf2 — bxc4, 38. f5 — Rxf5, 39. Df6 — Re7 og hvftur gafst upp. Og við skulum lfta á fleiri skákir úr þessari umferð. Hér kemur skák Westerinens og Margeirs. Hvftt: H. Westerinen Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, 8. Df3 — Dc7 9. 0-0-0 — Rbd7, (Þessi staða er forvitnileg frá skákfræðilegu sjónarmiði. Hér greinir á milli margra helztu afbrigða Najdorfafbrigðisins. Lengi léku menn hér helzt 10. g4, og í heimsmeistaraeinvíginu 1972 lék Spassky 10. Bd3. Westerinen velur annan leik, sem hann beitti einnig gegn Gunnari Gunnarssyni f þessu móti). 10. Dg3 —h6, (Byrjanabækur mæla með þessum leik, en Gunnar lék hér 10. — b6). II. Bh5 — g5,12. fxg5 — Rh5, (I skákinni Tal — Fischer, Bled 1961 lék svartur 12. — Hg8, 13. Be2 — Re5, 14. g6 — Rxg6 o. sv. frv. Þessum leik beitti Beljawsky hins vegar fyrst árið 1974, og nú hafa menn fyrir satt, að hann sé bezti leikurinn í stöðunni). 13. De3! (Sterkara en 13. Dh3 — Rf4, 14. Dg4 — Rg6 o.sv. frv.) 13. — Dc5, 14. Kbl — hxg5, 15. Bf2 — Re5, 16. Dd2 — Dc7, 17. Rf3-Rxf3, 18. gxf3 — Bd7, 19. h4! (Sterkara en 19. Re2, eða 19. Hgl, sem einnig hefur verið leikið hér). 19. — gxh4, 20. Be2 (Auðvitað ekki 20 Bxh4? — Rg3, 21. Bxe7 — Hxhl, 22. Bxd6 — Rxfl, 23. Dg5 — Dxd6, 24. Hxd6 — Rd2 mát). 20. — 0-0-0, 21. Bxh4 — Bc6, 22. Bf2 — b5?! (Of glæfralegt. Betra var ein- faldlega 22. — Rf6). 23. a3 — Db7? (Betra var 23. — Kb8, en Margeiri yfirsást næsti leikur hvíts). 24. Ra2! — Kb8, 25. Rb4 — Rf6, 26. Dc3 — Bd7, 27. Hxh8, — Hxh8, 28. Bg3 — e5, (Eða 28. — Hc8, 29. Hxd6 og vinnur). 29. Bxe5 — Hh6, 30. Dd2 — Hg6, 31. Bxd6+ — Bxd6, 32. Dxd6+ — Kc8, 33. Df8+ og svartur gaf. (Og þá koma tvær stuttar skákir. Fyrst lítum við á viður- eign Helga Ólafssonar og sovézka stórmeistarans Antoshins. Hvftt: V.S. Antoshin Svart: Helgi Ólafsson Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. Bf4 — Bg7, 5. e3 — 0-0, 6. Be2 — b6, 7. 0-0 — Rh5?! (Betra var 7. — Bb7 og síðan c5). 8. Bg5 — h6(?)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.