Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976
Rúnar sveiflar hassanum yfir höfði sér við mikil fagnaðarlæli
viðsladdra. (I.jósm. Friðþjófur)
'þeir
komu
heim /
Búðar-
dai"
EKKI verður annað sagt
en að þeir félagar í
hljðmsveitinni Lónlf Blú
Bojs hafi fengið hlýjar
móttökur við heimkom-
una í Búðardal á sunnu-
daginn sl. Hreppsnefnd-
in efndi til kaffisamsætis
til heiðurs hljómsveit-
inni og ekki að ástæðu-
lausu þvf segja má að
þeir félagar hafi gert
nafn staðarins ódauðlegt
f vitund þjóðarinnar með
laginu sem hljómaði á
vörum allra landsmanna
í fyrra, „Heim í Búðar-
dal“. í kaffisamsætinu
tóku viðstaddir lagið og
að sjálfsögðu var þar
sungið „Er ég kem heim
í Búðardal“ og í lokin var
svo öllum smalað saman
út á tröppur félagsheim-
ilisins Dalabúðar svo að
blaðaljósmyndarar gætu
fest þennan sérstæða við-
burð á filmu.
Á dansleik sem haldinn var í
Dalabúð um kvöldið ríkti mikil
stemmning og þurfti hljóm-
sveitin að leika fjölmörg auka-
lög áður en henni var hleypt út
af sviðinu. Auk hljómsveitar-
innar komu fram á dansleikn-
um skemmtikraftarnir Halli,
Laddi og Gísli Rúnar og var
þeirra hlutur sfst minnstur við
að gera þessa kvöldstund afar
ánægjulega.
Lónlí Blú Bojs komu við f
Búðardal að lokinni þriggja
daga dansleikjaferð um Norð-
urland þar sem hljómsveitin og
skemmtikraftarnir hafa hvar-
vetna hlotið frábærar viðtökur
og ekki að ástæðulausu. Lónlf
Blú Bojs skipa þeir Gunnar
Þórðarson, Rúnar Júlfusson,
Engilbert Jensen og Björgvin
Halldórsson en auk þeirra eru
með í förinni Þórir Baldursson
hljómborðsleikari sem kom sér-
staklega hingað til lands frá
Þýskalandi til að spila með
strákunum og Enski trommu-
leikarinn Terry Doe sem leikið
hefur á öllum plötum Lónlf Blú
Bojs. Þá eru einnig með í för-
inni framkvæmdastjóri ferðar-
innar Baldvin Jónsson, Tómas
Tómasson sem sér um hljóð-
stjórn og umsjónarmenn hljóð-
færa þeir Ágúst Ágústsson og
Sigurður Lárusson. Dansleikja-
ferð þeirra félaga hefur þótt
með meiriháttar popptónlistar-
viðburðum hér á landi hin sfð-
ari ár og hafa nokkrir blaða-
menn sem sérstaklega f jalla um
þessi mál séð ástæðu til að slást
í förina og fylgjast með því sem
fram fer á hverjum stað. Þess
má að lokum geta, á gárungarn-
ir tala nú um að rétt sé að
breyta nefni hljómsveitarinnar
úr Lónlí Blú Bojs í bara Blú-
bojs því eftir Búðardalsferðina
séu þeir alls ekki einmanna
lengur, eins og reyndar má sjá
á meðfylgjandi myndum sem
Friðþjófur tók f Búðardal á
sunnudaginn.
Gunnar Þórðarson þakkar sveitarstjóranum Haraldi Árnasyni fyrir
frábærar móttökur á tröppum samkomuhóssins að loknu kaffiboð-
inu
Gfsli Rúnar, Laddi og Halli virðast skemmta sér hið besta f
kaffiboðinu.
Þórir Baldursson þenur nikkuna og viðstaddir syngja: „Er ég kem
heim f Búðardal...“
I lokin brutust út mikil fagnaðarlæti og fólkið heimtaði strákana
aftur á sviðið.