Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976
. *
37
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar I síma 10-100
kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Um náttúru
vernd
Nú þegar tímum sumarleyfa fer
senn að ljúka og framundan er
haust og vetur, er ekki úr vegi að
líta yfir farinn veg og athuga
hvernig umgengni á ferðamanna-
stöðum hefur verið í sumar, eða
hugleiða að minnsta kosti aðeins
þau mál. Fólk, sem hefur verið á
ferli um landið, hefur haft sam-
band við Velvakanda og talið að
umgengni á ýmsum stöðum á
landinu sé nokkuð ábótavant og
þurfi að gera einhverjar lagfær-
ingar þar á.
Það kannast allir við hvað það
er hvimleitt að þurfa að yfirgefa
fallegan stað, vegna þess að ein-
hverjir óvandaðir menn hafa ekki
gætt þess að koma rusli og úr-
gangi á þar til gerða staði, en þess
í stað skilið það eftir þar sem þeir
hafa t.d. áð. Þegar næstu ferða-
menn hyggjast fá sér nestisbita á
þeim sama stað er ekki verandi
þar fyrir alls kyns rusli og drasli.
Mönnum er ekki ofgott að safna
saman ruslinu eftir sig og koma
því á rétta staði, ef svo skyldi
haga til, að ekki séu ruslafötur við
höndina. Það er alltof landlæg sú
skoðun, að það skipti ekki máli,
hvernig við göngum um fallega
staði, og það er alls ekki ætlazt til
þess að þjóðgarðsverðir eða aðrir
verðir og umsjónarmenn ferða-
mannastaða sjái um sorphreinsun
á þeim, það ber hver og einn
ábyrgð á sinni eigin umgengni.
Það ætti i rauninni ekki að þurfa
svo mikla umsjón og eftirlit með
þessum stöðum ef umgengi væri
góð. Sú hugsun er fremur hvim-
leið, að það sé öðrum óviðkom-
andi, hvernig maður gengur um á
almannafæri, því það er ákaflega
leiðinlegt að þurfa að fara um
staði, sem búið er að sóða út með
rusli. Fólk, sem þannig gengur
um, hugsar sennilega fremur
skammt, það vildi örugglega ekki
sjálft þurfa að koma að stöðum
fullum af drasli.
En þetta er kannski málað of
sterkum litum, það hefur margt
breytzt til hins betra í ferðamál-
um hér á landi, enda er ferða-
mannastraumur hingað vaxandi
og siaukinn ferðamannastraumur
eykur gjaldeyristekjur eins og við
þekkjum.
0 Á að auka
ferðamanna-
strauminn?
1 framhaldi af þessu vaknar sú
spurning, hvort það eigi að leggja
meiri rækt við að auka hingað
straum erlendra ferðamanna.
hafði verið svo óvænt og komið
yfir hana eins og köld gusa að
horfa allt I einu á mynd hans —
það var næstum eins og að horfa á
hann augliti til auglitis.
„Með nýjum formála höf-
undar" stóð á skilti við myndina.
Hún gekk frá glugganum og inn
í búðina. Kannski var eitthvað að
lesa á milli llnanna l formálan-
um.
— Má ég biðja um nýju útgáf-
una af „The Kingdom Lost" sagði
hún við afgrciðslustúlkuna. Eins
og hún ætti ekki þegar eitt eintak
eða jafnvel fleiri heima hjá sér.
Hún borgaði og tók við bókinni.
Þegar hún hafði fengið hana f
hendur færði hún sig út i horn
verzlunarinnar, reif óstyrk silki-
pappírinn utan af bókinni. Hún
fletti upp á formálanum og las.
„Hver skáldsagnahöfundur
hvort sem hann hefur öðlast
frægð og frama eður ei sækist
eftir viðuikenningu. Samtímis
því sem hann leggur ást sfna alla
og iðju í þetta sitt hjartans barn,
dreymir hann um að hljóta frægð
og viðurkenningu. En enginn —
og sfzt allra sá sem þessar lfnur
ritar — dreymdi um að þetta litla
kver — Þegar það var gefið út
Núna er þetta að verða viður-
kenndur iðnaður og hafa viðhorf
manna til erlendra ferðamanna
breytzt nokkuð. Það er alltaf
álitamál hversu mikið á að auka
þennan straum. Margir halda
fram að það verði til þess að spilla
náttúru landsins, að aukinn fjöldi
þeirra, sem ferðast um landið,
geti spillt gróðri og annarri nátt-
úrufegurð. Hinir eru einnig marg-
ir, sem eru þeirrar skoðunar, að
landið þoli vel miklu fleiri ferða-
menn en nú koma á hverju ári og
benda á það, að margir útlending-
ar gangi sennilega betur um land-
ið en fslendingar.
Ekki treystir Velvakandi sér til
að skera úr um, hvor skoðunin á
meiri rétt á sér, en ein leið til að
auka hingað straum erlendra
ferðamanna er ráðstefnuhald.
Augu manna hafa meira og meira
verið að opna$t fyrir þeirri hlið
ferðamálanna og mörg hótel út
um land hafa lagt sig fram um
það að laða til sín ráðstefnur og
með þvi bætt nýtingu sina.
0 Ferðalög
íslendinga
erlendis
Að lokum er kannski rétt :ð
ihuga aðeins ferðalög okkar til
annarra landa, svona úr þvi að
þessi ferðamál eru á dagskránni.
Meginverkefni íslenzkra ferða-
skrifstofa er að sjá um ferðir Is-
lendinga til annarra landa og
einkum hópferðir til sólarlanda
hér og þar svo og ódýrar hópferð-
ir til Norðurlanda og víðar. Þær
hafa hins vegar ekki lagt sig eftir
að standa fyrir ferðum um Island,
nema fyrir erlenda ferðamenn, en
þær hafa látið ferðafélögunum
það eftir. Kemur kannski það til,
að flestir Islendingar eiga sina
eigin bíla og vilja ekki láta setja
sig inn í langferðabíla og aka svo
á fyrirfram ákveðna staði, en geta
engu ráðið sjálfir. En sennilega
leikur enginn vafi á þvi, að marg-
ir okkar hafa séð og ferðazt miklu
meira erlendis en hér innanlands.
Það þykir kannski meira spenn-
andi að ferðast erlendis og geta
sagt frá því en skoða markverða
staði hér. Margir útlendinga hafa
örugglega séð miklu meira af
landinu en sumir innfæddir, og
liggur við, að það sé hálfgerð
skömm að því að hafa ekki séð
nema rétt heimahaga sina og lítið
út fyrir þá. I Hávamálum var tal-
að um, að þeir menn séu heimsk-
ir, sem sitji alltaf heima og geta
sennilega flestir falizt á að menn
verði heimskir eða fávísir á því að
fara lítið um.
En það hafa ekki nærri allir
tækifæri til að skoða landið, ekki
heldur önnur lönd. Það má alveg
hvetja til þess, að við reynum að
kynnast okkar eigin landi eitt-
hvað lika en rápum ekki alltaf út
fyrir landsteinana í ævintýraleit.
Það sparar líka hinn dýrmæta
gjaldeyri, sem alltaf er talað um,
að til sé svo lítð af!
HÖGNI HREKKVÍSI
„Hann er að útbúa kínverska skötustöppu.“.
^ •— ■ , ■***—
GagnvarinnV/lÐVJ R
CL' **• ,...0J f,- ...... . . .:•
•:-" ' ^ ‘
Sérléga hagstætt verð
^ TÍMBURVERZLUNIN VÖIUNDUR hf
Klapparstig 1. Skeifan 19.
Símar 18430 — 85244
miiupa barnamatur
HRAUST OG ÁNÆGÐ BÖRN
HIN FULLKOMNA
VIÐARVÖRN í
15 LITUM
Hin fulikomna viðarvörn heitir Architectural
SOLIGNUM, viðarvörn sem þekur
viðinn varanlega.
Architectural SOLIGNUM kemur í stað
málningar um leið og það ver viðinn
gegn hvers konar fúa.
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF
HÓLMSGÖTU 4. SÍMI 24120
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU