Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 Halldóra Jóna og Valdls rétt gáfu sér tlma fyrir framan myndavélina. Guðmundur verkstjóri, með langa reynslu að baki I verk- stjórn, slðan 1934. Ingólfur „Stemmningin í síldar- söltun engu lík” Oft koma unglingar og jafnvel eiginmenn til að hjálpa slnu fólki I söltuninni. Þarna er Garðar hafnarvörður kominn I söltunina eftir vinnutima sinn til að hjálpa konu sinni. BJÖRN inntökustjóri, inspektor á hátiðarmáli, stóð við slldar- trektina á söltunarhúsinu, mund- aði strákúst sinn fimlega og rak á eftir silfri hafsins inn á færiband- ið. Sól við jökul, silkihaf hjúfraði við fjöru og fyrir þremur dögum hafði kona I bænum séð hafgall I suðri. Sfðan hafði verið þurrt I þrjá daga. Kerlingabækur bók- uðu þvf góðviðri I hálfan mánuð minnst. Hafgallið svlkur ekki, brot af regnboga yfir hafi, kallað gall vegna rlkjandi litar þess gula. Lyktin, þessi eina sanna slldar- söltunarlykt, liðaðist á móti manni I dyrum hússins og um leið hljóp spenningur I skrokk og auga, spennan sem enginn annar fiskur getur kallað. nema há- göfugur fiskur eins og lax fyrir laxveiðimenn og hvalur fyrir hvalaskyttuna. Inn um dyrnar og ekkert þras. Iðandi kös sfldar á borðum og böndum, 120 hendur kvenna I ör- skoti, sfld á bita, hnffur að, sló I rauf, flug I salt, næsta, saltbað og sfðan I tunnu. Lff og fjör sfldarsöltunarinnar á fullu, kryddlykt og kappeygar konur. AÐ BROSA 1 VINNUNNI „Geturðu sagt mér hvað klukk- an er,“ sagði ein lítil hnáta, hreystrug I andliti með slorperlur á vfð og dreif, köflóttan skýluklút og svuntan að leyfðum stíl. Fimm var klukkan, ertu orðin þreytt, spurði ég. Já, svolítið, svaraði hún, ég er búin að vera að vinna frá kl. 1, en svo kom kaffitíminn inn í. Þú saltar, sagði ég á báðum áttum. Já, já, svaraði hún, við erum þrjár saman, tvær fullorðnar og ég. Tvær skera og ein saltar. Og hvað er hún gömul? 10 ára. Búin að salta lengi? Ég byrjaði á mánudaginn og er orðin hálfleið á þessu ati, en ég nenni ekki að húka heima og svo græði ég á þessu. Svo brosti hún sínu blíðasta alveg þangað til ég var búinn að taka mynd af henni, en þá þaut hún fram og kom að vörmu spori með sína myndavél á lofti, smellti af og sagði, ég varð líka að taka mynd af þér. Sfðan hélt vina mín áfram vinn- unni, þvf gróðinn var framundan og bjart bros hennar. „SÉRSTÖK VINNUGLEÐI 1 KRING UM SÍLDINA" —I--- — ■— ■— .. .. „Við erum núna búnir að salta hér i liðlega 3000 tunnur,“ sagði Guðmundur Finnbogason verk- stjóri, „það er með deginum í dag, en þetta er úr liðlega 4500 tunn- um af landaðri síld. Um 10 Hafnarbátar eru nú á síldveiðum og 6 aðkomubátar leggja hér upp. Það var landað um 900 tunnum hér í dag, 1100 í gær. Við byrjuðum að salta 27. ágúst Allt á fullri ferð I söltuninni. Júlfa Imsland. í síld og sveita hversdagsins á Höfn í Homafirði og það er unnið stanzlaust nema á sunnudögum. Þó er þetta ekki daglöng törn, þvf við byrjum venjulega söltun eftir hádegið og söltum til kl. 19.00. 100 tunnur uppsaltaðar á klukkutímanum er meðaltalið að segja. Það vinna hér tæplega 60 konur, allt mjög röskar stelpur, en þær beztu komazt í 15—16 tunnur á dag. Flest allar eru hús- mæður, en þær fá 624 kr. auk orlofs fyrir hverja tunnu hver og 775 kr. auk orlofs fyrir smærri sfldina. Söltunin á að enda 25. nóv. svo það er væntanlega nóg að gera framundan, en f fyrra sölt- uðum við hér 11400 tunnur. Það er búið að salta mun meira nú en á sama tíma og f fyrra. Þá vorum við búnir að salta 700 tunnur alls þann 4. sept. en eins og ég sagði, 3000 nú. Otlitið er gott núna og síldin er mjög miklu betri, rúmlega tveir þriðju hlutar er stórsfld og fita og annað er mun betra. Undirmáls- sfld undir 27 sm sést ekki.“ „Er ekki eitthvað sérstakt sem fylgir síldarsöltuninni"? „Það er sérstök vinnu- stemmning sem fylgir henni, unnið af öllu kappi og þannig teygt úr hverjum og einum það sem unnt er f öllum þáttum söltunarinnar, söltun, pökkun, slá til, þrífa og það sem til fellur og þarf. Ég er búinn að vera verk- stjóri síðan 1934 og hef aldrei kynnzt eins mikilli stemmningu f einnni vinnu eins og síldar- vinnslu. Vinnugleðin er svo mikil í kringum sfldina hún kallar á sérstaka gamansemi og áhrif bæði hjá konum og körlum og ekki vantar hina sérstöku lykt á staðnum. Krakkar koma og hjálpa, hjálpa mæðrum sfnum og skólapiltar vinna hér einnig. 12—15 ára strákar sem hafa gott og gaman af að kynnast þessu. Þeir verða að fá að vinna líka.“ „ENGINN SIGRAR MEÐ BITLAUSU VOPNI“ Taka tunnu, salt, stála, merki í stigvélið, og þannig gengur lífið fyrir sig í söltuninni þar til sfðasta branda er f tunnunni. Það er ekkert spjall manna á milli, hver og einn getur verið f sínum hugarreikningi, en svo er brosað og kapp í auga segir sögu. Miklu máli skiptir að hnífarnir bfti vel og þeir sem stála hnifana ganga stöðugt á milli borða og stálið þýtur við blað. Höfuðkúnstin liggur þó í því að leggja hnffana á og í þvf mektarhlutverki er Ing- ólfur nokkur Guðmundsson til heimilis f vinalegu og sérlega manneskjulegu húsi við Höfðaveg 10. I. brýningarakademíunni leggur hann á hvern dag fýrir hádegi gengur til verks eins og leirkerasmiður í mótun á lista-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.