Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 13 verki sínu, egg leggst að steini, hverfisteinninn snýst, hönd hag- Ieiksmannsins þenur hnífinn að blaði á báða bóga. Allt getur hann lagt á, sagði Guðmundur verkstjóri, og hann leggur svo vel á að enginn mann- legur máttur gerir betur. Það væri ekki saltað svona mikið ef allt þetta bit væri ekki til staðar og þær eru lika ánægðar stelpurn- ar með hnifana. Til gamans: 1 fyrra brutu strák- arnir óvart úr hverfisteini Ingólfs og ekki likaði honum að leggja á þann grip, en gerði það þó fyrir mig. Sennilega gekk hann þó ekki að verki í það sinnið af með- fæddri gleði.“ „Það er nú likast til ekki,“ skaut Ingólfur inn I. „Því eitthvað var bogið við bit- ið,“ hélt Guðmundur verkstjóri áfram, og stelpurnar ætluðu að hætta. Nú það varð að fá hverfi- steininn i lag, en Ingólfur fékk enga skömm fyrir bitleysið, þvi konurnar trúðu þvi ekki að hann hefði lagt þessa hnífa á, heldur einhver annar.“ Þarna hefur verið tekið til hönd- unum I söltuninni. Fyrir áratugum varð Ingólfur fyrir miklu slysi á vertíðarbát sem hvolfdi I brimlendingu við Bjarnarhraunssand í Suðursveit. Stanzlaus ólög voru við sandinn þegar bátur þeirra kom að og þeg- ar bátnum hvolfdi lenti Inólfur undir bátnum I fjörunni og lær- brotnaði mjög illa á báðum fótum. Bætur fékk hann aldrei eftir þessa hörðu lendingu að loknum 25 vertiðum til sjós. En hugur hans og kraftur létu ekki undan, hann rimaði við örlög sin til leiks mót llfinu. Nú sat hann þarna við hverfi- steininn, knappt 70 ára gamall, eins langt frá raunveruleikanum og blað skilur bakka og egg. Hverfisteinninn spann og spann og gamli maðurinn, svo ungur i auga, hélt áfram að sjá um að bitið væri I lagi fyrir mannskap- inn. „Það þarf sérstakt lag við að leggja á, nærgætni við eggina og hverfisteinninn þarf að vera góð- ur. Það vinnur enginn með slæmu og bitlausu vopni, hvort sem mað- ur slær með ljá eða öðru á öðrum vígstöðvum." „ANNARS FÆRI MAÐUR EKKII ÞETTA“. Heiðrún Þorsteinsdóttir og Anna Birna Benediktsdóttir voru að salta saman á einu borðinu, en tvær konur vinna saman á hverju borði. Heiðrún er kona Hermanns Hanssonar kaupfélagsstjóra og þarna I síldinni vinna þær hinar stelpurnar llka, bankastjórafrúin og aðrar venjulegar húsmæður bæjarins. Titlar, orður og þing þykja ekkert til að státa af þarna fremur en I öðrum sjávarþorpum landsins, eitthvað annað en sums- staðar I heiminum ekkert langt. „Jú, ég er gamalreynd I söltun frá Austfjörðum," sagði Heiðrún, „er frá Vopnafirði, en það er ekki til að tala um.“ „Slldin? jú, síldin kallar á vissa spennu, loftið verður þrungið ein- hverju sérstöku sem laðar að, annars færi maður ekki I þetta.“ Og svo var hún horfin ofan I tunn- una eins og hálfkafari. „MIKIÐ FJÖR MEÐ SlLDINNI“ Valdís Þórarinsdóttir og Hall- dóra Jóna Jónsdóttir salta saman, en þær eru með þeim fljótustu I söltuninni. Einn dag I fyrra kom- ust þær upp i 50 tunnur samtals yfir daginn. Valdis: Við erum 4 I heimili hjá mér, en upp á síðkastið hef ég verið I fastri vinnu. Halldóra: Við erum 5 I heimili, ég var I saltfiskinum I sumar áður en söltunin hófst. Það hefst mikið fjör með síldinni. Valdls: Þetta er spenna að ná sem mestu. Halldóra: Jú, flestar hér eru húsmæður, en þótt vinnudagur- inn sé ekki langur er hægt að komast upp 110 þús. kr. á dag. Valdís: Peningana? Það er nóg að gera við þá, við erum að klára að byggja. Halldóra: Þeir eru fljótir að fara. Blm: Hver er helzti munur á söltun fyrr og nú? Halldóra: Það er ekki unnið stanzlaust nú sólarhringum sam- an eins og I slldinni forðum, nú er þetta sprettur I dagstund og mað- ur getur sinnt heimili fyrir há- degi og eftir kvöldmat. „SPRETTUR I SlLD MILLI MÁLA“ Júlla Imsland er ein sú alsnar- asta I söltuninni á Hornafirði, kláraði liðlega 15 tunnur frá kl. 2 til 6.30. — Það er misjafnt að salta eftir því hvernig síldin er, sagði hún, maður er ánægður ef það liggja þrjár eftir klukkutímann. Ég hleyp svona I þetta rétt til þess að leyfa kallinum mlnum að finna góða lykt þegar hann kemur heim. Ég hef aldrei saltað fyrr en ég kom hingað, en þetta er alveg hörku spennandi, maður þarf ekki að vera að bíða eftir því að mínúturnar sniglist áfram. Það er gott fyrir okkur húsmæðurnar að þetta er I rauninni bara á milli mála og kallar þvl ekki á yfir- þyrmandi þreytu þó það sé törn. Við göngum að vlsu svolítið stirð- ar eftir að hafa tyllt okkur niður eftir vinnu á kvöldin. Síldinni fylgir kapphlaup við sjálfan sig og tunnuna. Þetta er þriggja mán- aða törn, ágætt. Grein og myndir: Árni Johnsen. ÍSOLF er með framhjóladrif og sterka, endingargóða og líflega 50 eða 75 ha, vatnskælda vél, sem er óvenju sparneytin. Benzíneyðsla 7—8 I á 100 km. Uppherzla einu sinni á ári eða eftir 15 þús km akstur. Ársábyrgð, óháð akstri. OOLF er rúmgóður 5 manna bíll með stórt farangursrými (allt að 1000 I). Stórar lúgudyr að aftan, sem auðvelda hleðslu. OOLFer fallegur og hagkvæmur fjölskyldubíll. Komið, skoðið og kynnist GOLF Sýningarbílar á staðnum. FYRIRLIGGJANDI — &OLF® HEKLAhf Laugavegi 1 70—1 72 — Simi 21 240 fSLENSK FYRIRTÆKI '7G-'77 er komin út ÍSLENSK FYRIBTÆKI 76—'77 er komin út. í fyrirtækjaskrá bókarinnar er að finna víðtækustu upplýsingar, sem til eru um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir í einni og sömu bókinni, á öllum sviðum viðskipta um allt land og jafnframt þær aðgengilegustu. föLENSK FYRIRTÆKI 76—77 kemur út í helmingi stærra upplagi en nokkur önnur slík bók hér á landi. sem notaðar eru hjá verslunarráðum og upplýsingaskrifstofum víðs vegar um heim. Þarereinnig að finna upplýsingar um útflytjendur og útflutningsvörur og innflytjendur og innflutningsvörur. fSLENSK FYRIRTÆKI gefur upplýsingar í viðskipta- og þjónustuskrá um fram- leiðendur og seljendur vöru og þjón- ustu um allt land. ÍSLENSK FYRIRTÆKl birtir viðskíptalegar upplýsingar á ensku um ísland í dag, fSLENSK FYRIRTÆKI birtir umboðaskrá, þar sem getið er umboða og umboðs- manna. I „ISLENSK FYRIRTÆKI“ ER AÐ FINNA M.A.: starfsmenn starfsmanna fjöldi Nafn heimilisfang sími, pósthólf stofnár nafnnúmer söluskatts númer símnefni telex menn starfssvið umboð -þjónusta •framleiðandi ■innflytjandi -smásala starfssvið ráðuneyta og embættismenn þeirra. sveitastjórnar stjórnir félaga og samtaka sendiráð og ræðismenn hér og erlendis. ÍSLENSK FYRIRTÆKI er uppseld á hverju ári. fSLENSK FYRIRTÆKI fæst hjá útgefanda. Sendum í póstkröfu Verð kr. 4.500,— Útgefandi:FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178—Símar: 82300 82302

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.