Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 19 SJÖ þeirra leikmanna sem leika með hollenzka landsliðinu gegn fsiendingum á morgun léku með liði Hollands er hreppti silfur- verðlaun (slðustu heimsmeistara- keppni — tapaði þá I úrslitaleik fyrir Vestur-Þjóðverjum 1:2. Meðal þessara ieikmanna eru sumir þeirra er álitnir voru beztu leikmenn Hollendinga ( keppn- inni, ef Johan Cruyff er undan- skilinn, en hann leikur ekki með hollenzka iiðinu að þessu sinni og reyndar er ðvíst hvort hann muni leika meira með þv( ( fram- tfðinni. Frægasti leikmaður hollenzka liðsins sem hingað kemur er sjálf- sagt Rob Rensenbrink, sem að margra mati er einn allra bezti knattspyrnumaður heimsins um þessar mundir. Þá má einnig nefna til stórstjörnurnar Arie Haan og Wim Rijsberger en báðir þeir leikmenn komu mjög við sögu í slðustu heimsmeistara- keppni. Hollendingarnir voru hinir bjartsýnustu er þeir fréttu að Belgiumenn hefðu sigrað íslendinga 1—0, Þá vinnum við þá með mun meiri mun, þar sem við erum nokkrum mörkum betri en Belgfumennirnir sögðu Hollendingarnir er þeir komu til landsiins í gær. Þeir leikmenn hollenzka liðins sem léku úrslitaleik siðustu heimsmeistarakeppni eru eftir- taldir: Willy van de Kerkhof (PSV) Rene van der Kerkhof (PSV), Rob Rensenbrink (Ander- lecht), Arie Haan (Anderlecht), Wim Jansen, (Feyenoord), Wim Rijsberger (Feyenoord) og Theo deJong (Feyenoord). Aðrir leikmenn hollenzka landsliðsins eru eftirtaldir: Jan van Beveren (PSV), Adrie van Kraay (PSV), Jan Ruiter (Ander- lecht), Cees Kist (AZ 67), Ruud Krol (Ajax), Ruud Geels (Ajax), Jan Peters (NEC) og Wim Meutstege( Sparta). Ingi Björn Albertsson (landsleiknum á sunnudagskvöldið. Læt ekki hafa mig að fífli - sagði Ingi Bjöm og verður ekki með á móti Hollandi — Ég hef enga ánægju af þvl að iáta hafa mig að fffli, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að vera ekki með landsliðinu að þessu sinni, sagði Ingi Björn Alberts- son, sem sat heima, er fslenzka landsliðið hélt austur á Þingvöll eftir landsleikinn við Belgfu á sunnudagskvöldið til undirbún- ings fyrir leikinn við Hollendinga á morgun. — Ég held að það hljóti að vera einsdæmi I lands- leik, að leikmaður, sem kemur inn á, sé tekinn út aftur, sagði Ingi Björn, — og ég var satt að segja mjög undrandi, er Tony Knapp kallaði á mig út af. Og það voru örugglega fleiri undrandi á þessari ákvörðun Tony Knapps en Ingi Björn sjálf- ur, þar sem hann stóð mjög vel fyrir sínu þann tfma sem hann var inn á, og tókst nokkrum sinn- um að skapa hættu við beigfska markið. Þannig sagði t.d. Thys, þjálfari Belgiumannanna eftir leikinn að nr. 14, þ.e. Ingi Björn, hefði verið leikmaður sem „þurft hefði að taka stíft“. Flestir áttu von á þvf, að Tony Knapp myndi kalla á Guðgeir Leifsson, er Ásgeir Elfasson tók að hita upp í seinni hálfleiknum. en Guðgeir hefði verið mjög dauf- ur í leiknum lengst af. — Ég tók áhættu með þvf að setja Inga Björn inná f seinni hálfleiknum fyrir Guðmund Þor- björnsson, sagði Tony Knapp, og ég sá fljótlega, að aðstæðurnar voru honum andstæðar. Ingi Björn hafði átt við veikindi að stríða fyrir landsleikinn, og náði sér ekki á strik. Þess vegna kall- aði ég hann út af. — Það er rétt, að ég var lasinn i síðustu viku, sagði Ingi Björn, — en hins vegar var ég alveg búinn að ná mér og fann ekki til í leikn- um. Gat þess vegna leikið á full- um krafti, sem ég tel mig hafa gert. Gerd Miiller skorar úrsiitamark slðustu heimsmeistarakeppni. Hollendingarnir sem hann hefur þarna snúið á eru flestir hinir sömu og leika með holienzka landsliðinu gegn lslendingum annað kvöld. SIGUR BELGIU OSANNGJARN - sagði Knapp — ÞAÐ má ekki gleyma þvl, að Belgla er eitt af knattspyrnustór- Fjölgað í sambandsstjórn ÍSÍ — VEIGAMESTA ákvörðunin sem tekin var á þessu (þrótta- þingi er sennilega sú, að nú voru gerðar breytingar á lögum sambandsins á þá leið að sam- bandsstjórnin var stækkuð og framvegis eiga formenn héraðssambanda sjálfkrafa sæti I henni, auk formanna sér- sambanda og framkvæmda- stjórnar ISl, sagði Sigurður Magnússon, skrifstofustjóri ÍSl, I viðtali við Morgunblaðið I gær, er hann var inntur eftir helztu ákvörðunum sem teknar voru á (þróttaþingi sem fram fór á Akranesi um helgina. — Þessi nýja sambandsstjórn leysir sambandsráð ISÍ af hólmi, sagði Sigurður. í stjórn- inni eiga sæti 50 manns, en framkvæmdastjórnin verður eftir sem áður skipuð fimm mönnum. Framkvæmdastjórn ÍSl var endurkjörin á þinginu með þeirri breytingu þó að Þor- varður Árnason gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Alfreð Þorsteinsson kjörinn I hans stað. Var það kjörnefnd sem gerði tillögu um Alfreð og komu ekki fleiri uppástungur fram. Tillaga sú er laganefnd gerði um þá breytingu á lögum ÍSÍ að íþróttaþing yrði ekki haldið nema á þriggja ára fresti var hins vegar felld með þorra at- kvæða. — Það var greinilega ekki stemmning fyrir þeirri breytingu, sagði Sigurður. Mörg málefni íþróttahreyf- ingarinnar komu til umræðu á íþróttaþingi Meðal þeirra má nefna: Málefni íþróttakennara- skólans voru mjög til umræðu á þinginu og kom fram óánægja hjá þingfulltrúum með hvernig að málefnum hans er staðið. Taldi þingið að til vandræða horfði hversu skólinn tæki við fáum, þrátt fyrir mikla þörf á Iþróttakennurum og leiðbein- endum og áhuga margra á að sækja skólann. Gerð var samþykkt og skorað á menntamálaráðherra að hafa tillögur ISÍ um byggingu íþróttamannvirkja til hliðsjón- ar við ákvarðanatöku I þeim málum, og einnig var samþykkt að skora á menntamálaráðherra að sjá til þess að hin frjálsa íþróttahreyfing fengi afnot af íþróttasölum ríkisskólanna fyr- ir utan skólatima. Fræðslumál iþróttahreyfing- arinnar voru mikið til umræðu og gerð var ályktun um bætt samstarf milli íþróttahreyfing- arinnar og íþróttakennara. Rætt var um almennings- íþróttir. Kom fram ónægja með margt sem gert hefur verið á undanförnum árum til að auka almenningsíþróttir, en jafn- framt var talin nauðsyn á að efla það starf enn til muna og kjörin var þriggja manna nefnd sem á að skila tillögum til næsta sambandsstjórnarfundar um þessi mál. í henni eiga sæti Sigríður Lúthersdóttir, Reykja- vík, Hermann Sigtryggsson, Akureyri, og Hermann Níels- son, Eiðum. Kom fram sem álit þingsins að auka þyrfti íþrótta- starf I fyrirtækjum og ná betra samstarfi við starfsmannafélög í þessum efnum. Að venju urðu miklar um- ræður um fjármál á íþrótta- þinginu, og var m.a. samþykkt áskorun til Alþingis um að breyta reglu um hlut ÍSÍ af vindlingasölu en nú hefur um langt skeið verið óbreytt sú upphæð sem ISÍ hefur fengið af hverjum seldum vindlinga- pakka. Skoraði þingið á Alþingi að beita sér fyrir þvl að fram- vegis fengi ÍSl ákveðinn hundraðshluta í stað ákveðins aurafjölda af hverjum seldum vindlingapakka. Fjárhagsáætlun ÍSÍ fyrir tvö næstu starfsár var samþykkt. Gerir hún ráð fyrir að velta sambandsins verði 32 milljónir króna árið 1977 og 38,4 milljónir króna árið 1978. veldum Evrópu, og þvl getum við verið ánægðir með útkomuna I ieiknum, þegar á heildina er litið, sagði Tony Knapp, landsliðsþjálf- ari eftir leikinn á sunnudaginn. — Hins vegar var hræðilegt að fá þetta mark á sig og sigur Belglu- manna var ekki I samræmi við gang leiksins. Jafntefli hefðu ver- ið einu réttlátu úrslitin I þessum leik. Tony Knapp sagði, að aðalveik- leiki íslenzka liðsins í þessum leik hefði verið sá, að leikmennirnir hefðu misst knöttinn of mikið frá sér, bæði þegar þeir tóku við sendingum og eins þegar þeir voru með knöttinn. — Það var einmitt af þessum ástæðum, sem við fengum markið á okkur, sagði Tony Knapp. — Við misstum knöttinn til Belgiumanna sem náðu skyndiupphlaupi sem við vorum ekki tilbúnir til að mæta. Leikaðferð sú, sem Tony Knapp notaði I leiknum á móti Belgíu- mönnum á sunnudagskvöldið, var mjög svipuð og hann hefur notað I landsleikjum þeim sem hann hef- ur stjórnað íslenzka liðinu í. Hún er tvfmælalaust mjög árangurs- rík, þegar leikið er á móti jafn- sterku liði og Belgíumenn eru, og tókst (slenzka liðinu að útfæra hana bæði vel og skynsamlga I leiknum á sunnudaginn. Að vísu má auðvitað deila um upp- stillingu leikmanna í ákveðnar stöður, en þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að Tony Knapp hafi spilað með miklum ágætum úr þeim spilum sem hann var með á hendi. Aðeins eitt orkaði tvimælis hjá honum i þessum leik, og það mjög mikið — sú ákvörðun að kalla Inga Björn Albertsson út af í seinni hálfleiknum, en Ingi Björn hafði staðið mjög vel fyrir sinu i leiknum og valdið usla í belgisku vörninni. Að mati undirritaðs hefði verið skynsamlegra hjá Knapp að gera aðra breytingu á liðinu. En Tony Knapp telur sig hafa sína skýringu á þvi af hverju hann tók Inga Björn út af og kemur hún fram á öðrum stað hér á siðunni. Þegar Tony Knapp var að því spurður, hvað honum hefði fundizt um frammistöðu ein- stakra leikmanna íslenzka liðsins, svaraði hann því til að allir leik- mennirnir hefðu gert eins og fyr- ir þá var lagt, og staðið vel fyrir sínu. — Árni Stefánsson var þó maður leiksins" sagði Knapp, — honum urðu aldrei á nein mistök og stóð sig frábærlega vel. — stjl FORSALA Forsala aðgöngumiða að landsleik fslands og Hollands f undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu hefst við (Jt- vegsbankann í Reykjavík kl. 13.00 í dag og stendur til kl. 19.00. Á morgun verður svo forsala á Laugardalsvellinum frá kl. 13.00. Auk þess verða svo miðar seldir í Keflavík, Akranesi og í Hafnarfirði á sömu stöðum og fyrir landsleikinn við Belgíu- menn. I IDróttlr | EINVALALIÐ - sjö úr HM-liöi Hollendinga leika hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.