Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 + Móðir okkar JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR Barónstlg 63 andaðist á Hrafnistu, aðfaranótt 6 sept Börn hinnar látnu t Móðir okkar og tengdamóðir HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, ffrá Súðavík, andaðist að Landakotsspítala, laugardaginn 4 september Jarðarförin auglýst siðar Börn og tengdabörn. + Systir okkar KATRÍN SIGURJÓNSDÓTTIR Hellisgótu 22. Hafnarfirði. andaðist á Landakotsspitala laugardaginn 4 september 19 76 Sofffa Sigurjónsdóttir Jónfna Þ. Sigurjónsdóttir Kristinn Sigurjónsson Einar Sigurjónsson. Eiginmaður mmn + JÓN HINRIK JÓNSSON vélstjóri Álffheimum 64 lézt sunnudaginn 5 sept Fyrir hönd vandamanna Ragnheiður Jóhannsdóttir + Maðurinn minn og faðir okkar HAGERUPISAKSEN Ásvallagötu 63 verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 8 september kl 1 30 Blóm vmsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnastarf Hjálpræðishersins eða Kristniboðsstarfið i Konsó Margrét ísaksen og börn + Útför eiginmanns míns, og föður okkar GUÐBJÖRNS BALDVINSSONAR, Stórahjalla 17, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9 september kl 3 Guðbjörg Þorgeirsdóttir, og börn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ JÓNSSON írabakka 16, Reykjavfk sem andaðist laugardaginn 4 sept að Landspítalanum I Reykjavik, verður jarðsunginn laugardaginn 1 1 sept kl 2 frá Lágafellskirkju Fyrir hönd barna hans, tengdabarna og barnabarna Ásgeir Sigurðsson + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar og systur INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR Skálaheiði 3, Kópavogi. Sveinn Ottósson, Halldór Ottósson, Þröstur Ottósson og systkinin ffrá Tjörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum aðstandendum, vinum og öðrum er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför LOVÍSU KRISTJÁNSDÓTTUR, Eirfksgötu 1 7. Jónatan Hallgrfmsson, systkini og systkinabórn. Sigurjón Sigurðs- son - Minningarorð Fæddur 5. nóvember 1929. Dáinn 27. ágúst 1976. í dag er til moldar borinn Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi bifreiðarstjóri, en hin síðari ár skurðgröfustjóri. Eftirlifandi kona hans er Kristín Aðalheiður Óskarsdóttir, ættuð frá Akureyri. Hann lézt í sólarlandaferð þeirra hjóna hinn 27. ágúst sl. Sigurjón var fæddur 5. nóvember 1929 og því tæplega 47 ára, þegar kallið kom svo óvænt. Við kunningjar hans bjuggumst einmitt við að sjá hann aftur hressilega útitekinn og endur- nærðan eftir skemmtilega ferð með konu sinni. En eigi má sköpum renna, kallið var komið og sjálfsagt hefur forsjónin talið betri skilyrði til þroska í fyrir- heitna landinu. Sigurjón var af góðu bergi brotinn, enda bar hann þess merki. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Bentssonar skipasmiðs og Bjarneyjar Sigríðar Þórðardóttur frá tsafirði, en þau eru nú bæði látin. Sigurjón var um tíma bifreiðarstjóri á Vörubifreiðastöðinni Þrótti, en vann síðar á skruðgröfu við undir- búning á byggingu margra stór- hýsa hér í Reykjavík. Var hann talinn mjög fær í sínu starfi og eftirsóttur, meðan hann hafði fulla starfskrafta. Eg kynntist Sigurjóni fyrir nokkrum árum, þegar sonur minn Guðmundur Þór kynntist og giftist síðar dóttur þeirra hjóna, Vigdísi Ösk. Sigurjón var glæsimenni í sjón, laglegur og vel á sig kominn likamlega, grannur en samsvaraði sér vel. Hann var viðmótsþýður í framkomu og frá honum stafaði hógværð, gleði og vinsemd til allra manna. Hið hlýja viðmót hans og háttprýði aflaði honum vinsælda hvar sem hann fór. Sigurjón var í sjálfu Sér óeigin- gjarn maður, sem vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. En efnin voru af heldur skornum skammti, enda slíkir eiginleikar ekki til þess fallnir að safna veraldarauði. Þeir eigin- Ieikar verða þó ef til vill þyngri á metunum hinum megin landa- mæra lífs og dauða. Sigurjón var manna greiðvikn- astur, og var því gott til hans að leita. Sparaði hann þá hvorki fyrirhöfn né fé. Sjálfsagt hefur Sigurjón ekki verið að öllu leyti ánægður með sjálfan sig, en það — Grænmetis- verzlun Framhald af bls. 29 stórar eða smáar. Það er augljóst mál, að slíkt er ekki framkvæm- anlegt. Það, sem ég tel svara vert af því, sem fram kemur í viðtölun- um, er geymslumálið. Grænmetis- verzlun landbúnaðarins hefur byggt tvö stór geymsluhús og er nú verið að ljúka við það þriðja, og verður það vonandi orðið not- hæft fyrir veturinn. Það, sem mér kemur mest á óvart, er að látið er liggja að því, að við viljum pkki taka kartöflur í geymslur. Mér er minnisstæðast frá síðasta hausti, að við gengum eftir bændum að senda okkur kartöflur, svo að við lentum ekki f vandræðum með að hafa nægilegt magn í söluna, ef örðugleikar yrðu á aðflutningum að vetri til, eins og alltaf getur komið fyrir. Við töluðum þar fyr- ir daufum eyrum og urðum því hvað eftir annað að grípa til þess litla magns, sem við áttum af er- lendum kartöflum, til þess að fylla í skörðin, en þær höfðum við ætlað að geyma til þess tima, er þær íslenzku þrytu. Hinsvegar hefur um árabil ver- ið gott samkomulag við framleið- endur um, að varan Iægi ekki lengi í geymslu, eftir að þeir höfðu flokkað hana til sölu. Það er sannað mál, að sveppasjúkdóm- ar, sem nú í seinni tíð eru orðnir mjög skæðir, spilla vörunni mjög fljótt, eftir að farið er að hreyfa hana í vetrargeymslum. Um þessi atriði höfum við og framleiðend- ur verið alveg sammála. Þess vegna var sá háttur á hafður, að framleiðendur sendu kartöflurn- ar nýflokkaðar til Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins og að þær færu á markaðinn eins fljótt og við yrði komið. Samkvæmt þeim lögum og reglugerðum, sem Grænmetis- verzlun landbúnaðarins starfar eftir, eiga framleiðendur að flokka vöruna, síðan er hún metin af matsmanni ríkisins. Grænmet- isverzlunin kaupir ekki kartöfl- urnar fyrr en það mat hefir farið fram. Það er þvf ekki nema um tvennt að velja, að halda því fyrir- komulagi, sem verið hefur, að bændur flokki heima og noti til þess þann tíma, sem þeir hafa yfir veturinn, eða þeir leggi þær inn í geymslu hér óflokkaðar og við látum síðan flokka þær jafnóðum og þær fara i sölu, með aðkeyptu vinnuafli, á kostnað framleið- enda. Ef það er almenn ósk fram- leiðenda, að þessi háttur verði upp tekinn, þá munum við reyna að koma til móts við þá í þessu efni sem öðrum. Um dylgjur um geymslu á er- lendum kartöflum er það að segja, að Grænmetisverzlunin á eftir megni að sjá um, að alltaf séu til nægar kartöflur í landinu, en þær verða ekki fengnar til landsins frá útlöndum með minna en 3ja vikna til mánaðar fyrir- vara. Að vetri til getur frost hindrað slíkan innflutning, sbr. s.l. vetur, og verður því ekki hjá því komizt að hafa í þessu efni nokkra fyrirhyggju. Um geymsluþol og geymslu- hæfni vöruhúss og verzlana verð- ur ekki rætt hér að sinni, enda standa yfir tilraunir um það atriði, sem ekki eru að fullu upp- gerðar ennþá, en því máli verða gerð skil síðar, þegar niðurstöður liggja fyrir. Reykjavlk, 3. september 1976. Jóhann Jónasson. — Samtök Framhald af bís. 15 Samtökin hafa hvatt til þess, að svipuð samtök verði stofnuð í öðrum aðildarrikjum sáttmál- ans. Að ári verður haldin i Bel- grað ráðstefna, þar sem fjallað verður um framkvæmd sáttmál- ans og er samtökunum greini- lega mikið í mun, að þar verði raunhæfar athuganir lagðar til grundvallar. — Fiskveiði- samskipti Framhald af bls. 39 dag, að honum hefði orðið Ijóst vð síðustu heimsókn sína til Islands að menn væru þar almennt stað- ráðnir i að veita enga slika fram- lengingu samkomulagsins. Hins vegar virtist nú svo að hafréttar- ráðstefnunni í New York lyki inn- an skamms ánþess að samkomulag næðist um alþjóðleg 200 milna mörk, og af þvi leiddi að ýmis riki, þ. á m. Noregur, Bandarikin og Kanada, lýstu senn einhliða yfir útfærslu. Ólíklegt væri að EBE kæmist að samkomulagi um eigin fiskimála- stefnu áður en samkomulag Breta við Islendinga rennur út, og því yrði bandalagið hið skjótasta að grípa til aðgerða til að gæta hags- muna sinna og hefja viðræður við Islendinga fyrir hönd Breta. Prescott sagði að EBE stæði ekki vel að vígi í slikum viðræðum, en þó væru nokkur atriði sem þar kæmu að notum. Þar á meðal væri möguleikinn á þvi að beita íslend- inga tollaþvingunum, þótt á Is- landi væri það skoðun manna að einróma samkomulag væri nauð- synlegt til að fella bókun 6 aftur úr gildi, og Islendingar teldu hugs- anlegt að Danir myndu snúast gegn því. Þá er sú hætta fyrir X er staðreynd, að hann var í sjálfu sér góður eiginmaður og heimilis- faðir og mjög góður dætrum sínum. Börn þeirra Sigurjóns og Kristínar Aðalheiðar eru Vigdís Ósk, Bjarney Sigríður og Sigurrós Matthea, sem er þeirra yngst og ennþá I heimahúsum. Er mikill harmur kveðinn að eiginkonu og dætrum við svo ótímabært fráfall eiginmanns og föður. En drottinn læknar öll sár og er það von og ósk mín og fjölskyldu minnar, að sú lækning verði sem skjótust, jafnframt því sem við vottum eftirlifandi aðstandendum hans okkar innilegu samúð. Þormóður Ögmundsson. hendi fyrir Islendinga að EBE- löndin stundi fiskveiðar í stórum stfl innan nýrra 200 milna marka undan Grænlandsströnd og höggvi þannig stórt skarð í fiskstofna sem fara af Grænlandsmiðum til Is- lands. — Hafréttarmál Framhald af bls.39 þessa óformlegu fundi sem undirbúning að viðræðum sem haldnar verða i Moskvu f október um fiskveiðilögsögu- mál. Það virðist líklegt að þessi mál verði einnig til um- ræðu þegar Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna kemur til Óslóar, en ekki hefur enn verið endanlega ákveðið hvenær af þessari heimsókn verður. Verði reynt að leysa þessi mál á ráðherra- stigi meðan Gromyko verður I Ösló má eflaust álykta sem svo að sérfræðingar telji sig ekki geta fundið lausn á málinu og hana verði að finna á pólitfsk- um grundvelli. — Fyrirlestur Framhald af bls. 5 hingað til lands i mars s.l. og átti viðræður við iðnaðarráðherra og aðra ráðamenn á sviði orkumála hérlendis. Dr. Ehricke hefur siðan gert frumathugun á þvi hvort hug- myndir hans um geimflutning raforku gætu hentað við aðstæður hérlendis. Hefur hann látið iðn- aðarráðuneytinu i té skýrslu um þessar athuganir. 1 fyrirlestri sinum mun dr. EhriGke aðallega fjalla um fræði- legar forsendur orkuflutnings með örbylgjum um gervihnetti. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 í stofu 101 I Lögbergi og er opinn almenningi. S. Holgason hf. STEINIOJA tlnhottl 4 Slmar 1467/ og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.