Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 Voðalegt að fá þetta mark á sig - sagði Arni Stefánsson — Það var voðalegt að fá þetta mark á sig, sagði Árni Stefánsson eftir leikinn, og var nokkuð niðurdreginn. Hann hafði þó sfzt ástæðu til þess, þar sem frammistaða hans f leiknum var með miklum ágætum, og hvað eftir annað sýndi hann markvörzlu, sem markverðir beztu landsliða hefðu verið hreiknir af. — Eg var á undan Belgfumanninum f knöttinn, en hitti hann illa, þegar ég ætlaði að spyrna frá og hann fór f Ölaf Sigurvinsson og barst sfðan að markinu. Þar með var ég úr leik, og gat ekkert að gert. Hefði ég bara hitt hann betur! Árni sagðist vera ánægður með leikinn að öðru leyti og hann hefði ekki verið mjög erfiður fyrir sig. — Ég átti von á, að Belgfu- mennirnir myndu reyna að skjóta mikið á mig, eins og kom Ifka fljótlega f Ijós. En skot þeirra voru ekki hættuleg. t eina skiptið, sem veruleg hætta var á ferðum, var, er Jacques Teugels komst inn fyrir, en þá hafði ég heppnina með mér og tókst að bjarga með úthlaupi. — Er það ekki kvfðvænlegt að eiga fyrir höndum leik við silfurlið Hollendinga úr sfðustu heimsmeistarakeppni? spurðum við Árna. — Þvf þá það? sagði hann, — við skulum vona að okkur takist jafn vel upp í honum og þessum leik, og fáum ekki slfkt klaufamark á okkur aftur. Völlurinn bauð ekki upp á tilþrif - sagði Asgeir Sigurvinsson — Miðað við aðstæður var þetta hreint ekki lélegur leik- ur, sagði Asgeir Sigurvinsson eftir leikinn á sunnudaginn, en Asgeir var tvfmælalaust bezti maður vallarins f þessum leik og sýndi oft svo stórkostleg til- þrif, að slfkt er ekki á færi nema afburðamanna f fþrótt- inni. Bak við hverja einustu sendingu hans bjó hugsun og oftast voru þær svo nákvæmar, að engu skeikaði. Og Ásgeir átti einnig glæsilegasta skot leiks- ins, á 70. mfnútu. Þá náði fs- lenzka liðið góðri sókn, sem endaði með þvf að knötturinn var sendur inn á vallarmiðj- una, þar sem Ásgeir skaut við- stöðulaust að belgfska mark- inu. Piot markvörður liðsins og félagi Ásgeirs f Standard Liege kastaði sér, en var ekki kominn hálfa leið niður þegar knöttur- inn kom að markinu. En þvf miður. Hann fór aðeins fram- hjá. — Það er ekki nóg að það muni litlu, sagði Ásgeir, — þessi átti sannarlega að vera inni. Knötturinn kom vel fyrir mig og ég hitti hann vel. — Annars var völlurinn þannig, sagði Ásgeir, — að það voru ekki miklir möguleikar á að sýna góða knattspyrnu. Eina ráðið var að gera það sem við gerðum — að spila stffan bolta og kýla fram. Belgíumennirnir áttu í sömu erfiðleikum og við, og ég álft, að fið þeirra hafi verið langt frá því að sýna sitt bezta. Það býr miklu meira f þvf. Ásgeir Sigúrvinsson hefur átt við meiðsli í baki að stríða að undanförnu, en f leiknum á sunnudaginn var ekki að sjá að slíkt háði hinum mikið, þar sem hann beitti sér af mikilli hörku. — Ég er alveg orðinn góður af þessu, sagði Ásgeir, — fann ekki til í leiknum og mér finnst ég vera að komast í ágætt form. Um markið sem Islendingar fengu á sig sagði Ásgeir: — Maður getur grenjað yfir því að fá svona klaufamark á sig. En það þýðir víst ekki mik- ið. Nær er að segja: Svona er knattspyrnan, þar getur ailt hent. - sagði Teitur Þórðarson ekki Vorum óheppnir að skora — Þetta var góður leikur af okkar hálfu og þvf enn gremjulegra að þeir skyldu vinna á svona ódýru marki, sagði Teitur Þórðarson eftir leikinn á sunnudaginn, en Teitur sýndi mikinn baráttukraft f þessum leik. Hann var ófeiminn að ráðast að Belgfumönnunum, þegar þeir voru með knöttinn og ósjaldan náði hann að krækja honum frá þeim. — Það var sannlega óheppni að skora ekki f seinni hálfleiknum, þegar knötturinn kom til mfn vel fyrir belgfska markið. En þá var ég sekúndubroti of seinn og fékk belgfskan varnarleikmann yfir mig í þann mund að ég ætlaði að skjóta. Reyndar rann ég f drullunni, en það skipti þó ekki sköpum þarna, heldur fremur hitt, að ég stóð ekki alveg rétt að þessu. — Ásgeir Sigurvinsson var búinn að segja okkur margt um leikmenn belgfska liðsins, þannig að þeir komu okkur ekki á óvart, sagði Teitur. — Helzt var það baráttan f liðinu sem var öllu meiri en ég átti von á. I liði þeirra eru margir nýir leikmenn og það er oft þannig, að þegar nýir leikmenn koma inn f lið, þá berjast þeir af miklum krafti til þess að reyna að festa sig f sessi. Um leikinn við Hollendinga á morgun sagði Teitur: — Það verður ugglaust erfiðari leikur fyrir okkur en þessi, þar sem segja má, að f hverri stöðu hjá þeim sé stórstjarna. Ég held þó, að við þurfum engu að kvfða. Ef góð barátta næst upp f fsienzka liðinu þá getum við velgt Hollendingunum undir uggum, jafnvel þótt þeir séu silfurliðið frá sfðustu heimsmeistarakeppni. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 21 Atti að reyna að skalla yfir - sagði Jóhannes Eðvaldsson ÞAÐ var. bölvaður Barátta við belgfska markið. Marteinn nær að skalla knöttinn aftur fyrir sig, skalla knöttinn út fyrir endamörk. ■■ w en á sfðustu stundu tókst einum Belgfumannaanna að bjarga með þvf að EINll MISTOKISLENZKA LIOSINS KOSTUÐU ANNAÐ SDGIÐ [ LEKNUM - jafntefli hefði verið sanngjörnust úrslit Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Ragnar Axelsson. EINU alvarlegu mistökin, sem baráttu- glöðu Islenzku landsliði urðu á f lands- leiknum við Belglumenn f heimsmeistara- keppninni f knattspyrnu á Laugardalsvell inum á sunnudaginn, kostuðu mark. Og það mark var Ifka sigurmark Belgtumanna, þar sem úrslit leiksins urðu 1 — 0, þeim f vil. Var sannarlega gremjulegt að þeir skyldu hljóta sigur f leiknum á þessu marki, þar sem jafntefli hefði verið réttlát- ustu úrslitin. Leikurinn var mjög jafn og marktækifæri þau, sem liðin fengu, svip- uð. Ef nokkuð var, þá átti fslenzka liðið öllu hættulegri tækifæri, þegar það komst f námunda við belgfska markið. Markíð, sem Belglumenn skoruðu, kom á 72. minútu. Þá höfðu íslendingar átt góða sókn, sem Belgiumenn bundu enda á með þvi að spyrna knettinum hátt og langt fram á völlinn, þar sem Paul Courant náði til hans og brunaði í átt að islenzka markinu Og aldrei þessu vant urðu Eslenzku varnarmenn- irnir aðeins of seinir Til varnar voru þó Ólafur Sigurvinsson og Jóhannes Eðvalds- son og háðu þeír kapphlaup við Francois van der Erst, sem fékk sendingu frá Courant Árni Stefánsson hljóp út úr markinu og virtist sem hann ætti auðvelt með að ná knettinum. En þegar Árni kom að honum, var hann kominn út fyrir vitateig og því ekki um annað að gera fyrir hann en að reyna að hreinsa frá með spyrnu Lenti knötturinn í Ólafi Sigurvinssyni og þaðan i átt að markinu, þar sem Jóhannes Eðvaldsson stokk upp og skallaði frá beint fyrir fætur Francois van der Erst, sem fylgt hafði vel á eftir Fékk hann góðan tima til að spyrna, enda var skot hans hið glæsilegasta og þandi út netmöskvana f islenzka markinu BARÁTTULEIKUR Gifurleg barátta var I leiknum á sunnu- dagskvöldið, allt frá upphafi til enda, og var þarna um jafna baráttu að ræða. Belgíu- mennirnir voru þó meira með knöttinn, enda bauð leikaðferð íslenzka liðsins upp á slíkt. Komu islenzku leikmennirnir ekki mjög stlft út í Belglumennina fyrr en þeir nálguðust vítateiginn, en þá var lika mjög vel „dekkað upp', oftast svo vel að Belglumennirnir höfðu ekki um annað að gera en að reyna skot af löngu færi, Það gerðu þeir llka óspart, en ekki er unnt að segja, að þeir hafi verið mjög skotvissir, þar sem flest skot þeirra voru langt framhjá Þau sem á annað borð hittu markið varði Árni Stefánsson af öryggi Það segir ef til vill míkla sögu um leik þennan, að fvrsta hornspyrnan kom ekki fyrr en á 5 mlnútu seinni hálfleiks, og var hún þá dæmd á ísland. Upp úr þeirri hornspyrnu fengu Belgiumenn eitt sitt bezta færi í leikn- um, er van der Erst var skyndilega í skotfæri, en Árni Stefánsson varði skot hans stórglæsi- lega Nokkrum sinnum ella varð Árni að taka á honum stóra slnum í leiknum, þó sennilega aðdrei eins og á 65. minútu, er Jaques Teugels komst inn fyrir islenzku vörnina og virtist eiga greiðan aðgang að markinu. Það var ekki hik á Árna er hann kom út og kastaði sér á knöttinn við fætur Belglumannsins langt úti i teig Sllkt var stórglæsileg mark- varzla ÍSLENZKU TÆKIFÆRIN FÁ EN HÆTTU- LEG íslenzka landsliðið átti ekki mörg mark- tækifæri i þessum leik, en þau voru hins vegar stórhættuleg Þannig átti Teitur skalla rétt yfir Belgíska markið á 1 2. minútu eftir góða sókn íslenzka liðsins og á 17. mínútu seinni hálfleiks skapaðist stórhætta við belgíska markið eftir hornspyrnu íslendinga. Tókst Willy Wellens að bjarga Belgfumönn- um á elleftu stundu með því að skalla knött- inn framhjá, en ekki munaði þó nema hárs- breidd, að knötturinn lenti í hans eigin marki. Þarna sluppu Belgfumenn sannarlega fyrir horn. Það gerðu þeir einnig nokkrum mínútum síðar, er Ásgeir Sigurvinsson átti stórkost- lega fallegt skot af löngu færi að belgíska markinu. Smaug knötturinn framhjá mark- stönginni, en hefði hann verið aðeins innar hefði ekki þurft að sökum að spyrja Skotið var það fast, að markvörðurinn hefði enga möguleika átt ERFIÐUR VÖLLUR Greinilegt var, að blautur og þungur Laug- ardalsvöllurinn var báðum liðunum fjötur um fót og setti sfn mörk á leikinn Hvorugt liðið gerði mikið af því að reyna stuttan samleik og snöggar skiptingar, heldur var fremur treyst á langspyrnur og síðan börðust varnar- leikmenn og sóknarleikmenn um að vinna úr þeim Öðru hverju brá þó fyrir Ijómandi skemmtilegum og fallegum samleiksköflum, þar sem knötturinn gekk langtímum saman frá manni til manns. Þar áttu Belgfumenn oftar hlut að máli, enda gáfu íslendingar þeim svigrúm að ákveðnu marki til þess að athafna sig. Slfkt var raunar ekki óskynsam- legt og hefur verið reynt áður af íslenzka landsliðinu og þá gefið góða raun. Sennilega hefur það verið um of hættulegt að sækja meira fram á Belgfumennina, þar sem þeir voru mjög fljótir og snöggir, og því stór- hættulegt að missa þá inn fyrir sig. Ef belglska liðið nú er borið saman við liðið sem lék á Laugardalsvellinum fyrir tveimur árum og sigraði þá íslendinga 2—0, verður ekki annað sagt en að þetta lið stenzt fullkomlega samanburðinn, þótt það hafi ekki á að skipa jafnmörgum stórstjörnum og lið Belgíumannanna þá Það sem kom undir- rituðum einna mest á óvart að þessu sinni var hversu feiknaleg barátta var í belgfska liðinu Það sótti mjög stfft á fslenzku leik- mennina og freistaði þess greinilega að kæfa allar sóknaráðgerðir í fæðingu. Þá var mjög athyglisvert hvernig Belgíumenn nýttu vallar- breiddina, reyndu að dreifa spilinu og tor- velda þannig íslendingum vörnina og draga varnarmennina út. Þetta heppnaðist þó sjald- an og mest fyrir það, hve mikið var um tvöfalda völdun hjá fslenzka liðinu og góða samvinnu og skilning hjá varnarleikmönnun- um. Það kom undirrituðum einnig á óvart. hversu vel íslenzku leikmönnunum gekk í návigi við þá belgísku. Ósjaldan höfðu is- lenzku leikmennirnir betur þegar þeir börðust við Belgíumennina, og stundum þannig, að Belgiumennirnir sátu hreinlega eftir. LIÐ ÍSLANDS: Árni Stefánsson, Ólafur Sigurvinsson, Marteinn Geirsson, Jóhann- es Eðvaldsson, Jón Pétursson, Gfsli Torfa- son, Guðgeir Leifsson, Ásgeir Sigurvins- son, Árni Sveinsson, Teitur Þórðarson, Guðmundur Þorbjörnsson, Ingi Björn Al- bertsson (varamaður) og Ásgeir Ellasson (varamaður). LIÐ BELGÍU: Christian Piot, Ludo Coeck, Paul Courant, Eric Gerets, Maurice Martens, Michel Renquin, Jacques Teugels, Erwin vanden Daele, Francois van der Erst, René Verheyen, Willy Wellens, Julian Cools (varamaður) og Rudi Haleydt (varamaður). DÓMARI: John Capenter, írlandi, og línu- verðir: P. Mulhall og T. McGowen, írlandi. MARK BELGÍU: Francois van der Erst á 72. mín. ÁHORFENDUR: 9650. kiaufaskapur að fá þetta mark á sig, um það er ekk- ert annað að segja, sagði Jóhannes Eðvaldsson eftir leikinn á sunnudaginn. Jó- hannes kom óvænt til landsins á laugardaginn, þar sem hann var settur út úr Celtic-liðinu sem lék við Rangers á laugardaginn. Ekki er ósennilegt að landsleikurinn hafi ráðið þar nokkru um, — að fram- kvæmdastjóri Celtic hafi ekki treyst Jóhannesi til þess að beita sér af fullum krafti f leiknum á móti Rangers vitandi, að hann ætti erfiðan leik með ís- lenzka landsliðinu daginn eftir. Jóhannes kom ágætlega út úr landsleiknum á sunnudagskvöld- ið, barðist vel og átti vandaðar og uppbyggjandi sendingar. Þó virð- ist ekki sami krafturinn í honum og var t.d. f fyrravor, en áreiðan- lega er þarna um að ræða lægð sem stendur ekki lengi hjá hon- — Mér urðu á þau mistök að reyna að skalla knöttinn frá, þeg- ar hann barst að markinu, eftir að Árna hafði misheppnazt að hreinsa, sagði Jóhannes. — Ég átti auðvitað að reyna að skalla hann yfir, en ég vissi hreinlega ekki hvar ég var staddur, hvort ég var nógu nærri markinu til þess JÓhannes Eðvaldsson f baráttu við Belgfumanninn Willy Wellens. að það væri vogandi að reyna að skalla yfir. Jóhannes kvaðst ella vera nokk- uð ánægður með þennan leik. Hann sagði, að leikurinn hefði verulega mótazt af þvi hve völlur- inn var gífurlega þungur og taldi, að það hefði ekki síður bitnað á íslenzka liðinu en þvf belgíska, jafnvel þótt flestir íslenzku leik- mannanna væru vanir að leika við slík skilyrði. — Við eigum ekkert minni möguleika í leiknum við Hollend- inga á miðvikudaginn, sagði Jó- hannes, — útkoman f þeim leik fer nákvæmlega eftir þvf, hvort við náum góðum leik, og hvort baráttan og samstaðan i íslenzka liðinu verður jafngóð og f þessum leik, sem ég efast reyndar ekki umaðverður. —stjl. Ekki hræddur við Hoilendingana - sagði Marteinn Geirsson — ÞETTA var góður leikur af okkar hálfu, a.m.k. þangað til við fengum markið ð okkur, sagði Marteinn Geirsson, sem nú lék f fyrsta sinn með fslenzka landslið- inu eftir að hann gerðist atvinnu- maður f knattspyrnu. Marteinn var mjög treustur f leiknum og sýndi af sér mikinn dugnað bæði f sókn og vörn. — Það var þeim mun gremju- legra að fá þetta mark á sig, að þeir áttu eiginlega engin tækifæri í leiknum, sagði Marteinn, — enga góða sókn. Belgíska liðið var í heild slakara en ég átti von á, eftir að hafa séð til sumra belgísku landsliðsmannanna úti f Belgíu. Vafalaust hefur völlurinn haft sitt að segja — verið þeim erfiður, en hann var okkur það líka. I það minnsta fannst mér geysileg viðbrigði að koma af þeim „teppum" sem við höfum verið að æfa og spila á að undan- förnu á Laugardalsvellinum. Marteinn kvaðst kunna mjög vel við sig f atvinnumennskunni f Belgisu. — Þetta er skemmtilegt og tilbreytingarfkt lif, sagði hann. Um landsleikinn við Hollend- inga á morgun sagði Marteinn: — Ég hef trú á því, að hann verði mjög svipaður þessum. Að vísu eiga Hollendingar betri ein- staklinga en Belgfumenn, og þarf að hafa sérstakar gætur á sumum þeirra. En ef við náum sæmileg- um leik og baráttukraftur ís- lenzka liðsins verður svipaður og hann var í leiknum í dag, þá er ég ekki hræddur. Alla vega er ég viss um, að við fáum ekki slæma útreið í leiknum á morgun. — stjl ISLENZKA LIÐIÐ VAR ERFfTT VIÐUREIGNAR OG ÞVÍ GLEBJUMST VIÐ MJÖG YHR SIGRI sagði Thys, landsliðsþjálfari Belgíu FYRIR okkur var það aðalatr- iðið að sigra f þessum leík, og það tókst, sagði þjálfari belgfska liðsins Thys, f viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn á sunnudaginn. — Við vissum fyrirfram að þetta yrði gffur- lega erffður leikur, og að völl- urinn kynni að setja strik í reíkninginn hjá okkur. Það kom mér nokkuð á ðvart að hann virtist há fslenzka líðinu litlu minna en okkur og fs- lenzku leikmönnunum gekk jafnvel enn verr en okkur að fðta sig á blautu grasinu. — Islenzka liöiðvar mjög svipað þvi sem ég átti von á, sagði Thys. — Það er gífurleg barátta í því og hver eínasti leikmaður harður I horn að taka. Það þýðir þó ekki að þeir séu ódrengilegir knattspyrnu- menn. Þvert á móti voru þeir aldrei grófir og hættulegir. — Jú, við vorum heppnir að ná þessu marki, sagði Thys, þegar hann var að því spurður, hvort honum fyndist ekki markið sem van den Francois skoraði hafa heppnisstimpil á sér. — Ekki þar fyrir, að við áttum fleiri hættuleg mark- tækifæri i leiknum en Islend- ingarnir, sagði hann, — og verðskulduðum að skora. Ann- ars var gífurlega erfitt að eiga við fslenzku vörnina. Hún lék þannig að við gátum lítið annað gert en að reyna skot af svo löngu færi, að hæpið var, að þau heppnuðust. Já, og svo bíða eftir, að henni yrðu á mistök, eins og raunin varð á þegar þið fenguð markið áykkur. Þegar Thys var að þvi spurð- ur, hvern hann teldi hafa verið bezta leikmann Islenzka liðsins f leiknum, þurfti hann ekki langan tíma til að hugsa sig um: — Asgeir Sigurvinsson. Hann er leikmaður sem er ekki bara beztur í íslenzka liðinu, heldur víðast hvar þar sero hann leikur knattspyrnu. Annars áttu allir fslenzku varnarleikmennirnir góðan leik, og kunna greiniiega mikið fyrir sér f knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.