Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976
26
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Framkvæmdastjóri
Togaraafgreiðslan h.f. í Reykjavík auglýs-
ir eftir framkvæmdastjóra. Umsóknir
merktar „framkvæmdastjórn", þurfa að
berast skrifstofu félagsins fyrir 30.
september n k.
Stjórnin.
Kjötbúðin Borg
Aðstoðarfólk óskast í eldhús, verslun og
vöruafgreiðslu. Upplýsingar í síma
1 1 639 fyrir hádegi næstu daga.
Kjötbúðin Borg
Laugavegi 78.
Telpa óskast
til sendiferða á skrifstofu blaðsins.
fttircgttitMiifrife
Afgreiðslumaður
Óskast í verzlun okkar Háteigsvegi 7.
Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf
5091 fyrir 6. september.
H.F. Ofnasm/ð/an.
Hárgreiðslusveinn
óskast
Upplýsingar í síma 1 5777 og 38964 í
vinnutíma.
Hárgreiðslustofan Krista.
Rauðarárstíg 18.
Óskum að ráða
lagtækan aðstoðarmann á verkstæði.
Stundvísi og reglusemi áskilin. Þarf að
geta byrjað fljótlega.
Bílaleigan Geysir h.f.,
Laugavegi 66,
sími 24460 og 28810.
Bókhald — Vélritun
Starfsmaður óskast til starfa við bókhald
og vélritun 4 — 5 tíma á dag.
Upplýsingar gefur
Hallgrímur Þorsteinsson
löggiltur endurskoðandi,
Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu, sími 2 75 75.
Verzlun —
framtíðaratvinna
Óskum eftir að ráða konu til starfa í
verzlun vorri að Snorrabraut 54, Reynsla
í afgreiðslustörfum æskileg. Upplýsingar
gefur skrifstofustjóri.
Osta- og smjörsalan s .f.,
Snorrabraut 54, Reykjavík.
Bifvélavirkjar —
Bifreiðasmiðir
Viljum ráða bifvélavirkja og bifreiðasmiði
á verkstæði okkar. Gott kaup fyrir góða
menn. Uppl. gefur verkstjóri í síma
53450 heimasími 431 55.
Bílaverkstæðið Bretti.
Sendill
Óskum eftir að ráða pilt eða stúlku til
sendiferða. Umsækjandi þarf að hafa vél-
hjól til umráða.
Nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á
skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands.
Skrifstofufólk
óskast strax. Tilboð ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf, sendist afgr.
Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: „Vinna —
6440".
Trésmiðir
Óskum að ráða trésmiði í uppslátt. Mikil
vinna. Símar 75999 og 53270.
Sendill
óskast strax.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Aðalstræti 6, sími 22280.
Múrari
óskar eftir vinnu í Árnes- eða Rangárvalla-
sýslu. íbúð þarf að vera til staðar. Tilboð
sendist Mbl. fyrir 15. sept. merkt: Múrari
— 2992".
Sendill
Óskum eftir að ráða sendil, sem gæti
verið allan daginn.
Landssamband ísl. útvegsmanna
Hafnarhvoti v / Tryggvagötu
sími 16650.
Atvinna
Kona vön matreiðslustörfum óskast.
Einnig vantar vana stúlku við afgreiðslu-
störf. Uppl. á Sæla-Café, Brautarholti 22,
frá kl. 1 0 — 3 í dag og næstu daga.
Afgreiðslustúlka
Dugleg og reglusöm stúlka óskast hálfan
daginn í sérverzlun við Laugaveg. Tilboð
sendist Mbl. strax merkt: „Ábyggileg —
8688".
Verkamenn
járnamaður
óskum eftir að ráða strax nokkra verka-
menn í mótarif og aðra almenna bygg-
ingavinnu.
Einnig viljum við ráða vanan járnamann
sem getur starfað sjálfstætt.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni.
Byggingafélagið Ármannsfell h. f.,
Funahöfða 19, sími 83895.
Iðnaðarstörf
Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suður-
lands óskar eftir að ráða bæði karlmenn
og konur til ýmissa iðnaðarstarfa. Einnig
aðstoðarstúlku í mötuneyti. Hér er um
framtíðarstörf að ræða.
Nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á
skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands.
Járnsmiðir
Viljum ráða nú þegar plötusmiði og raf-
suðumenn.
Landssmiðjan
Sendill
Óskum að ráða pilt eða stúlku til sendi-
starfa allan daginn.
Framkvæmdastofnun ríkisins,
Rauðarárstíg 31,
sími 25133.
Atvinna
Viljum ráða menn til starfa í fóðurverk-
smiðju okkar við Sundahöfn. Upplýsingar
hjá verkstjóra í síma 81 907.
Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Tæknimenntaður
maður
óskast til starfa við innflutningsfyrirtæki í
örum vexti.
Starfið felst m.a. í kynningu á nýjum
tækjum og vörum til að nota við bygging-
ariðnað. Skemmtilegt og áhugavert fram-
tíðarstarf fyrir ungan, duglegan og sam-
viskusaman mann, sem er reiðubúinn og
hefur gaman af að ferðast innanlands
sem utan. Tilboð merkt: „Gullið tækifæri
6439" sendist Morgunblaðinu.
Umboð á íslandi
Ef þér óskið eftir að komast í samband við
virðulegt heimsfyrirtæki, sem selur vörur í
35 löndum, skuluð þér gera okkur grein
fyrir núverandi starfsemi yðar. Við höfum
þrjár nýjar og mjög áhugaverðar vöruteg-
undir, sem ekki eru matvæli, en seljast
kjörbúðum, til garðyrkjumanna og bænda
og flutningsfyrirtækja.
Við viljum helst ná til innflytjenda, sem
hafa birgðaaðstöðu. Góðfúslega skrifið á
ensku til:
Sudbury, Ltd., Scandinavia,
Bondehavevej 10 B,
DK-2880 Köbenhavn Bagsværd.