Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976
— Bruni
Framhald af bls. 40
Norðursjó, Árni Sigurður AK og
Hilmír SU, misstu þarna síldar-
næturnar og ennfremur aðrar
nætur sem þeir áttu hérna.
Það er mesta furða hvað þetta
slapp allt vel, því tjónið hefði
orðið mörgum sinnum meira ef
eldurinn hefði einnig náð að læs-
ast í aðalgeymsluhúsið, sem var
sambyggt. Ekki veit ég um heild-
artjónið, en hver útgerðarmaður
á að sjá um tryggingu á sínum
veiðarfærum", sagði Pétur.
Á Nótastöðínni starfa venjulega
12—13 menn og sagði Pétur að
hann vissi ekki hvernig yrði með
vinnu þessara manna á næstu
dögum.
Pétur sagði, að í brunanum
hefði allur lager fyrirtækisins
brunnið og mætti vafalaust meta
hann á nokkrar milljónir kóna, en
hann væri ekki enn búinn aðgera
sér grein fyrir því. Þá hefðu einn-
ig allar veiðarfærateikningar fyr-
irtækisins brunnið, og væri það
ekki síður tilfinnanlegt tjón.
„Við vorum kallaðir út um tíu
mínútur fyrir sjö og þegar við
komum á staðinn var húsið alelda
og þakið féll á nokkrum mitút-
um,“ sagði Stefán Teitsson
slökkviliðsstjóri á Akranesi þegar
Mbl. ræddi við hann. Sagði hann,
að fólk í næsta húsi hefði tekið
eftir eldinum og ennfremur menn
sem stóðu svo til við hlið þess.
„Skipti það engum togum, að hús-
ið varð alelda á svipstundu," sagði
Stefán.
I slökkviliðinu á Akranesi eru
30 menn og hægt er að kalla út 10
til viðbótar. Var allt slökkviliðið
og fjöldi sjálfboðaliða að störfum
við brunann.
„Við lögðum aðaláherzlu á að
verja aðalgeymsluhúsið, sem er
áfast verkstæðinu og tókst það að
öllu leyti. Ef það hús hefði einnig
brunnið hefði tjónið orðið hreint
óskaplegt. Þá vorum við heppnir
að vindur stóð af norðvestri en
ekki suðaustri, sem er aðalvind-
áttin hér. Ef vindur hefði staðið
af þeirri átt, hefði eldurinn beinzt
að stórum bensíngeymi, sem er
aðeins í 100 metra fjarlægð frá
Nótastöðinni,“ sagði Stefán.
Verkstæði Nótastöðvarinnar
var byggt árið 1947, en síðan hef-
ur það verið stækkað og endur-
nýjað.
— Nýtt frysti-
hús . . .
Framhald af bls. 40
ætti 40% hlutafjár, Kaldrananes-
hreppur 10% og fimm af sjö báts-
eigendum á Drangsnesi 10%.
Hlutafé væri ákveðið 40 milljónir
króna og ætti allt að greiðast á
yfirstandandi ári.
Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri
sagði þegar Morgunblaðið ræddi
við hann, að nýja frystihúsið yrði
röskir 800 fermetrar og yrði það
byggt að grunni gamla frystihúss-
ins.
— Við ætlum að hefjast handa á
næstu dögum, enda er tfminn orð-
inn mjög naumur með að koma
húsinu upp fyrir veturinn. Þá
sagði Jón, að lokið væri við allar
teikningar að húsinu og yrði það
steinsteypt. Enn væri ekki vitað
hvenær hægt yrði að taka það í
notkun, en það myndi eðlilega
velta nokkuð á fjármagnsfyrir-
greiðslu.
Að sögn Hauks Þóris er ákveðið
að stjórn félagsins verði skipuð
fimm mönnum, þremur frá kaup-
félaginu, þar af einum úr
Kaldrananeshreppi, einum frá
hreppnum og einum frá útgerðar-
mönnunum fimm. Yfirstjórn
byggingarinnar verður í höndum
Jóns Alfreðssonar, en honum til
aðstoðar verður bráðabirgða-
stjórn félagsins, en hún er skipuð
þeim Ingimundi Ingimundarsyni,
Hauki Torfasyni, Guðmundi Hall-
dórssyni, Grfmi Benediktssyni og
Magnúsi Gunnlaugssyni.
— Fyrsta síldin
Framhald af bls. 40
miðunum í fyrrinótt. Að sögn
Jens Mikaelssonar, verkstjóra í
frystihúsinu á Höfn í Hornafirði,
var landað um 40 tunnum úr 4
bátum í gær en alls stunda um 20
bátar síldveiðar á svæðinu og
voru þeir allir farnir út í gær-
kvöldi.
— Eftirlýstur
Framhald af bls. 40
neina mótspyrnu, þumbuðust
lítillega við er við vorum að
ganga á þá en tóku því síðan
með jafnaðargeði, þegar við
sögðum þeim að þeir fengju
ekki landvistarleyfi og yrðu að
fara aftur með skipinu.
Rudolf Laritz og Johan Peter
Laritz voru síðan handteknir,
þegar Smyrill kom tii Þórs-
hafnar í Færeyjum.
Við yfirheyrslur í gær neitaði
Rudolf að svara nokkrum
spurningum, en hann var þar
úrskurðaður í gæzluvarðhald í
vikutíma meðan gengið verður
frá framsali hans við sænsk
yfirvöld.
Johan Peter Laritz var hins
vegar úrskurðaður í 3ja daga
gæzluvarðhald. Hann sagði við
yfirheyrslur, að hann hefði
ekki vitað að bróðir hans væri
með vopn meðferðis fyrr en
bróðir hahs hefði sagt honum
það eftir að komið var um borð
í Smyril í Björgvin. H:nn bar
einnig að bróðir hans hefði boð-
ið sér til þessarar sumarleyfis-
ferðar á íslandi og boðizt til að
halda honum uppi meðan á
ferðinni stæði.
Þegar piltarnir komu til Þórs-
hafnar voru þeir með 11 þús-
und sænskar krónur á sér. I
samtali við Morgunblaðið sagði
Jóhann Jóhannsson, að það
gæti ekki talizt óeðlilegur far-
areyrir miðað við að þarna væri
um tvo menn að ræða og að þeir
væru með rekstrarfrekan bíl
meðferðis. Hann kvað piltana
hafa borið við komuna hingað
að þeir hefðu ætlað að dveljast
hér um vikutíma og ferðast um
landið.
Rudolf Laritz er 24ra ára að
aldri. Hann var dæmdur til
fangelsisvistar árið 1971 fyrir
rán, og á hann enn eftir að
afplána tvö ár af þeim fang-
elsisdómi. Eins og áður segir
var hann einn þeirra, sem flýðu
fangelsið í Nörrköping ásamt
Clark Olofsson, einum al-
ræmdasta sakamanni Norður-
landa um þessar mundir.
— Kissinger
Framhald af bls. 1
fyrir að hann fari fyrst til S-
Afríku og sfðan er gert ráð fyrir að
hann fljúgi á milli Afriku-
landanna þar til samkomulag hef-
ur náðst um framtfð Namibíu og
væntanlega einnig um Rhódesíu.
Hins vegar er talið að megin-
áherzla verði lögð á að ná sam-
komulagi um Namibfu, þar sem
þar eru færri sem ræða þarf við og
meiri möguleikar á skjótu sam-
komulagi. Kissinger sagði að
Þjóðarsamtök SV-Afrfku,
SWAPO, myndu verða aðilar að
viðræðunum, en þessi samtök hafa
lýst sig sem hinn ábyrga ríkis-
stjórnaraðila í Namibíu, en Vor-
ster hefur neitað að viðurkenna
tilvist samtakanna þar til nú um
þessa helgi, er hann sagði frétta-
mönnum að fulltrúar SWAPO
gætu tekið þátt f viðræðum ásamt
fulltrúum annarra samtaka f
Namibíu.
Náist samkomulag um Namibíu
vonast Kissinger til að áhrifa þess
muni gæta f Rhódesíu og hvetja til
samkomulags þar. Háttsettur
bandarfskur embættismaður f
föruneyti Kissingers sagði við
fréttamenn að varðandi Rhódesfu
hefðu þeir Vorster og Kissinger
rætt um sjóð til að fjármagna
hugsanlegan brottflutning hvftra
manna frá Rhódesíu og að viðræð-
urnar hefðu snúizt um stjórnar-
farslegar og efnahagslegar leiðir
til að greiða fyrir valdatöku
blökkumanna i Rhódesfu.
Það eru leiðtogar Tanzanfu,
Zambíu, Mósambique, Angóla og
Botswana, sem sitja fundinn f Dar
es S:lam, en einnig eiga fulltrúar
allra þriggja stærstu þjóðernis-
sinnasamtakanna f Rhódesfu full-
trúa á fundinum. Algert bann hef-
ur verið lagt við fréttaflutningi af
þessum fundi og fá fréttamenn
ekki að hitta fulltrúa að máli.
— Flugmaður
Framhald af bls. 1
dateflugvelli hafa fram til
þessa neitað hernaðarsér-
fræðingum að koma nálægt
vélinni, þar sem hún stendur á
brautarenda með yfirbreiðslu
yfir sér og 50 vopnaðir öryggis-
verðir umkringja hana.
Talsmenn bandarfska utan-
ríkisráðuneytisins sögðu í dag,
að það væri á valdi japanskra
stjórnvald hvað gert yrði við
flugvélina, en þeir töldu að
Japanir og Bandaríkjamenn
myndu ekki bfða lengi með að
taka ljósmyndir og kvikmyndir
af þotunni utan sem innan.
Talsmaður sovézka sendiráðs-
ins í Tókfó tilkynnti japanska
utanríkisráðuneytinu f kvöld.
að Sovétstjórnin myndi ekki
þola að Japanir leyfðu flug-
manninum að halda áfram til
Bandarfkjanna og kröfðust
þess að fá að láta fulltrúa sfna
hitta hann að máli. Talsmaður
japanska utanrfkisráðuneytis-
ins sagði að þessi krafa væri til
athugunar, en flugmaðurinn
sjálfur myndi hafa úrslitavald í
því hvort hann hitti landa sfna
eða ekki.
Lending þotunnar hefur
valdið miklu fjaðrafoki meðal
japanskra ráðamanna, þar sem
þotan lenti án þess að nokkrum
vörnum yrði við komið. Sást
hún fyrst í ratsjá yfir japans-
hafi um 300 km fyrir NV Hako-
date og voru tvær bandarísk-
byggðar Phantom F-4 þotur f
eigu japanska flughersins
sendar á loft til að fara til móts
við vélina en þær fundu hana
ekki og hún hvarf af ratsjár-
skermum skömmu áður en hún
lenti og vissu Japanir ekkert
fyrr en hún allt f einu stóð á
flugvellinum. Japanskir lög-
reglumenn þustu út að henni
en sovézki flugmaðurinn, sem
kom vopnaður út, skaut þremur
viðvörunarskotum og stöðvaði
lögreglumennina. Leið nú og
beið nokkra stund unz túlkur
kom og gat talað við flug-
manninn. Bað hann um að yfir-
breiðsla yrði sett yfir vélina þar
sem hún geymdi mörg
hernaðarleyndarmál. Urðu
Japanir við þeirri beiðni, en þá
hafði japanska sjónvarpið náð
að senda út beina útsendingu
frá atburðinum f nokkrar
mfnútur. Flugmaðurinn flaug
vélinni frá herstöð f Síberíu.
Fyrr á þessu ári skýrðu
hernaðaryfirvöld NATO frá því
að MIG-25 þotur væru byrjaðar
reglulegt njósnaflug yfir V-
Evrópu í 55—65 þúsund feta
hæð með þreföldum hljóðhraða
og geta fullkomnustu flugvélar
Vesturlanda ekki flogið f veg
fyrir hana.
— Kórea
Framhald af bls. 1
Kóreumönnum. Bandaríkjamenn
sendu þegar tvær flugsveitir til
S-Kóreu svo og flugvélamóður-
skipið Midway og B-52 sprengju-
þotur fóru I daglegt æfingaflug
yfir S-Kóreu. Þremur dögum eftir
morðin fór sveit S.Þ.-manna og
felldi tréð og nokkrum klst. sfðar
sendi Kim II Sung forseti N-
Kóreu frá sér yfirlýsingu þar sem
hann harmaði atburðinn. Banda-
rfkjamenn vísuðu þessari yfirlýs-
ingu f fyrstu á bug á þeirri for-
sendu að N-Kóreumenn neituðu
ábyrgðinni á morðunum, en sfðan
breyttu Bandarfkjamenn afstöðu
sinni og sögðu yfirlýsinguna
jákvætt skref, sem varð til þess að
greiða fyrir samkomulagsviðræð-
um. Stjórnir Bandarfkjanna og S-
Kóreu hafa fagnað samkomulag-
inu f dag og segja það raunsætt og
jákvætt.
— Mjólkurvörur
hækka
Framhald af bls. 2
Engar breytingar voru gerðar á
niðurgreiðslum mjólkurafurðu
við þessa verðlagningu og
vinnslu- og dreifingarkostnaður
er óbreyttur auk þess sem smá-
söluálagning verður áfram sú
sama að krónutölu.
Þegar verð á landbúnaðarvör-
um var ákveðið 1. september 1975
kostaði hver litri mjólkur i pökk-
um 41 krónu og hefur mjólk i lítra
pökkum því hækkað um 63,4% á
einu ári. Smjör hefur á þessum
sama tima hækkað um 60,4% og
rjómi og ostur hækkað um 45,5%.
— Fordæmir
Framhald af bls. 2
vekni sína gagnvart tilraunum
risaveldanna, Sovétrfkjanna og
Bandarfkjanna, til að skerða
fullveldi annarra ríkja með frek-
legum afskiptum af innanrfkis-
málum þeirra.
— Handtekinn
Framhald af bls. 2
handtók nú um helgina við
hljómleika og ræðuhöld af
svölum Alþingishússins.
Samkvæmt lögregluskýrslu
kveðst mætti hafa verið all-
drukkinn og reikað um mið-
bæinn léttur f lund. Leið hans
hafi legið út á Austurvöll og
hafi þá skyndilega gripið hann
löngun til að standa á svölum
Alþingishússins. Mætti kveðst
hafa klifið upp á svalir Alþing-
ishússins og leikið nokkur lög
á munnhörpu sfna.
Mætti segir þetta mest hafa
verið gert af stráksskap. Hins
vegar hafi þá tekið að safnast
saman nokkur mannfjöldi fyr-
ir neðan svalirnar og hafi hann
gripið áköf löngun til að
ávarpa lýðinn. Mætti bendir á,
að margir gangi með forsetann
f maganum en fáir séu útvaldir
til þess hlutverks. Mætti segist
þar af leiðandi ekki hafa viljað
sleppa þessu einstaka tækifæri
til að feta f fótspor forsetans
og segja nokkur vel valin orð
til lýðsins.
Mætti heitir þvf að láta atvik
af þessu tagi ekki koma fyrir
sig aftur — nema svo óliklega
vilji til að hann komist seinna
meir í hóp hinna útvöldu.
— Spennandi
viðfangsefni . .
Framhald af bls. 2
hefur falið Bryndísi Schram að
gegna embætti skólameistara
þetta skólaár.
Alls munu 150 nemendur
stunda nám við skólann á þess-
um vetri, eða u.þ.b. 15 færri en
á s.l. skólaári; 57 nýir nemend-
ur hafa staðfest umsókn um
skólavist, 40 í fyrsta bekk en 17
í aðra bekki. Jafnræði er með
piltum og stúlkum að fjölda til.
Nemendafjöldi er svipaður á
báður kjörsviðum, félags- og
raungreina, á 2.—4. ári. ísfirð-
ingar eru 65, 55 koma utan
Vestfjarða, en 30 nemendur
koma frá Vestfjörðum utan Isa-
fjarðar, þ.a. einungis 6 nýir í
fyrsta bekk. Ljóst er, að lang-
flestir Vestfirðingar, utan Isa-
fjarðar, sem hyggja á mennta-
skólanám, leita til annarra
skóla, einkum til Reykjavíkur.
Veldur það mestu um minni
aðsókn að skólanum nú en á s.l.
ári. T.d. kemur enginn nýr
nemandi frá Patreksfirði og
Núpi í I. bekk að þessu sinni, og
aðeins 2 frá Bolungarvík.
Talsverðar breytingar verða
á kennaraliði skólans. Þrír fast-
ir kennarar létu af störfum á
s.l. vori: Þuríður Pétursdóttir
B.S., er hlotið hefur ársorlof,
Guðjón Skúlason, cand oekon.,
og Jóhanna Sveinsdóttir, er
kenndi fslenzk fræði. Auk
þeírra láta tveir aðrir kennarar
af störfum við skólann: Hjálm-
ar Helgi Ragnarsson, B.A., er
kenndi tónmenntir við mennta-
skólann, er farinn til Hollands
til framhaldsnáms í tónsmíð-
um. Sigríður Duna Kristmunds-
dóttir, B.Sc, er kenndi mann-
fræði og bókmenntir, er á för-
um til Parísar til framhalds-
náms í mannfræði.
Þrír nýir kennarar hafa verið
ráðnir að skólanum: Ágúst Guð-
mundsson, B.S. til kennslu í
náttúrufræðum, Hannes Guð-
mundsson, viðskiptafræðingur,
til kennslu í hagfræði og við-
skiptagreinum, og Sigurður
Jönsson, B.A., er kennir íslenzk
fræði. Auk þeirra koma nokkrir
nýir stundakennarar til stárfa í
stað annarra, sem hætta.
S.I. sumar kom út 4. útg.
handbókar Menntaskólans á
ísafirði, og nefnist kverið
Leiðarljós. Skv. því er kennslu-
skipan skólans orðin nokkuð
fastmótuð. Kjörsviðin eru þrjú:
Félagsfræðasvið og tvískipt
raungreinasvið, eðlis- og
náttúrufræðasvið. Valgreinar
eru 26 talsins, þ.a. nokkrar, sem
kenndar eru við aðra skóla. Það
'er svo breytilegt frá ári til árs,
hverjar hljóta næga þátttöku.
Byggingaframkvæmdir á veg-
um skólans lágu niðri á s.l. ári,
þar sem engin fjárveiting
fékkst til þeirra. Næsti bygg-
ingaráfangi er nýtt kennsluhús-
næði. Byggingarkostnaður,
miðað við verðlag í marz s.l.,
var áætlaður kr. 330 milljónir.
Mikil óvissa ríkir um, hvort
fjárveiting fáist á fjárlögum
ársins 1977, til byrjunarfram-
kvæmda við skólahúsið.