Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976
Ævintýrið um
móða Manga
eftir BEAU BLACKHAM
skemmtunina, höfðu meir en nóg að
gera.
Og svona var það allt kvöldið. Hundruð
barna skemmtu sér á hestunum, en Móöa
Manga fannst sér vel launað, þegar hann
sá bros þeirra og kátínu. Mangi hafði þó
nóg að gera, og sannast að segja létti
honum töluvert, þegar Finnigan til-
kynnti, að vélin í hringekjunni mundi
verða komin í lag daginn eftir.
Það kvöld, þegar hringekjan hafði ver-
ið stöðvuð og ábreiður breiddar yfir hest-
ana og fólkið var haldið heim á leið, kom
Finnigan til Móða Manga.
— Þakka þér kærlega fyrir, Mangi
minn, sagði hann, um leið og hann strauk
hendinni yfir gufuketilinn hans. Þakka
þér voðalega vel fyrir. Þú bjargaðir okk-
ur í kvöld, blessuð eimreiðin min.
Svo tók hann ofan hattinn sinn, sem
hann hafði náð af hestinum, veifaði höf-
uðfatinu og hrópaði:
Þrefalt húrra fyrir Móða Manga!
Húrra, húrra, húrra! Og allt fólkið tók
undir og svo há voru húrrahrópin, að
Mangi roðnaði við. Sannast að segja,
mundi gufuketillinn hans hafa orðið
blóðrauður, ef hann hefði ekki þegar
verið þannig litur.
Eftir að öllu þessu var lokið, ók Mangi
hægt yfir á járnbrautarteinana sína, og
lestarstjórinn og lestarvörðurinn reyktu
gríðarstóra, dökkbrúna vindla, sem
Finnigan hafði gefið þeim.
— Vertu blessaður, Mangi, kallaði fólk-
ið á skemmtistaðnum. Þakka þér fyrir
alla hjálpina. Heimsóttu okkur aftur,
strax og þú getur komið því viö!
Og Móði Mangi þeytti flautuna sína af
öllum mætti, og þeir, sem eftirtektarsam-
astir voru, heyrðu, að hann sagði: „Verið
þið margblessuð, fólk mitt gott.“
Og svo ók hann á brott og var svo
ánægður og kátur yfir því, sem hann
hafði gert, — enda þótt hann yrði að játa
það, að hann var alveg dauðþreyttur,
auminginn.
Endir.
Ef við tökum í
ferðina aðeins
það allra nauð-
synlegasta —
þá skiljum við
þig auðvitað
eftir.
—
KAfp/nu 11 J «•
Hafið þið séð bflinn minn?
t hvert skipti sem hann
kveður, man hann eftir ein-
hverju, sem hann hefur geymt
að fá sér einn gráan út á.
Árfðandi tilkynning tii sjðn-
varpsnotenda á Austurlandi!
Árfðandi tilkynning til sjón-
varpsnotenda á Austurlandi!
Ferðalangurinn: Afsakið
herra minn, er þetta vegurinn
til Blönduóss?
Bóndinn: Já, þetta er vegur-
inn, en ef þú skyldir ætla
þangað, þá er þér betra að aka
f hina áttina.
Ungur maður sótti um stöðu
og fékk áheyrn hjá forstjóran-
um. Hann var spurður ýmissa
spurninga, m.a. hvort hann
væri ekki metnaðargjarn.
Metnaðargjarn, svaraði ungi
maðurinn, — ég get sagt yður
það, að verði ég ráðinn, þá skal
ég ekki hætta fyrr en ég er
búinn að koma yður úr þessu
sæti.
Málarinn var nýbúinn að
gera málverk af sveitasetri
auðkýfings nokkurs eins og
það leit út við sólaruppkomu.
— Myndin er prýðileg, sagði
auðkýfingurinn — en þó hafið
þér gleymt einu.
— Hverju, spurði málarinn.
— Syni mfnum, þar sem
hann er að troða lyklinum í
skráargatið.
Nærsýn öldruð kona hafði
nauðsköllóttan mann fyrir
borðherra f samkvæmi. Án
þess að taka eftir missti hún
serviettuna sfna á gólfið, og
þegar herramaðurinn ætlaði
að beygja sig til að ná f hana
sagði konan: — Nei takk, ekki
melónu.
V,
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
15
inni sem þekkir Whitefjölskyld-
una?
— Það er vfst bara einn eftir
núna. Kona sem býr hérna á móti
og heitir fröken Spense.
t Ijós koma að fröken Spense
var gömul og hvfthærð kona
White-fjölskyldan? Já...
Hún lauk dyrunum upp fyrir
honum. en hafði f fvrstu aðeins
pírt fram og ekki tekið af öryggis-
keðjuna.
Hún bauð honum að setjast f
stóran bólstraðan stól í dagstof-
unni, þar sem rúllutjöld voru fyr-
ir gluggum, svo að húsgögnin
upplituðust ekki af sólskininu.
Kn hún gat ekki sagt honum
ýkja margt. Jamie hafði verið
fjarska rólyndur drengur. Hafði
verið mikið út af fyrir sig. Lá
alltaf f bókum. Hún mundi þó að
hann hafði snemma fengið mikið
dálæti á hestum.
— Will — það var faðir hans —
tók hann stundum með sér út f
sveit og þar fóru þeir á hestbak.
— Kr einhver sem þér munið
eftir sem var vinur hans og ég
gæti rabbað við?
— Hann átti bara einn vin hér,
eftir því sem ég be7,t man. Það var
Iftill Gyðingadrengur og ég man
ekki einu sinni hvað hann hét.
Hann er dáinn fyrir mörgum ár-
um. Systir Jamies átti aftur á
móti vini á hverju strái hérna f
nágrenninu. Kn það var allt löngu
seinna. Þá var Jamie giftur og
farinn héðan. Hann var tvftugur
og giftur þegar Helene var korna-
barn f vöggu.
Hann var dauðþreyttur eftir
flugferðina, þegar hann komst
loks heim sfðla dagsins.
Það var indælt að vera kominn
heim aftur enda þótt honum virt-
ist íbúðin hafa breyt/t f fjarveru
hans. Hann sá að Kldyce hafði
verið daginn áður og gert hreint.
Allar myndirnar á veggjunum
voru rammskakkar og það var
hennar aðferð við að tjá honum
að hún hefði þurrkað af.
Hann tók upp úr töskunni
sinni, sem hann hafði fest kaup á
eftir að öðrum munum hans hafði
verið rænt frá honum á þjóðveg-
inum. Svo skenkti hann sér f
viskfglas og teygaði stórum.
Glápti geðillskulega á tóman is-
skápinn. Máitfðin f flugvélinn
hafði satt að segja verið mjög af
skornum skammti. Kkkert var að
finna f fsskápnum nema köld
skinka eitt egg og gamalt brauð.
Hann varð að láta sig hafa það að
fara matarlaus f rúmið. Hann
fékk sér annan drykk í viðbót og
settist svo niður við giimlu ritvél-
ina sfna til að hreinskrifa punk-
tana sem hann hafði gert f flug-
vélinni.
Fjárinn hirði þann sem hafði
stolið Olivettivéfinni hans. Hann
hafði auðvitað segulband, sem
hann gat tekið með sér á ferðalög-
um, en honum fannst sá kostur
betri að'sjð hvað hann hugsaði en
ekki hlusta á það.
Hann lauk dagsverki sfnu með
nokkrum hugleiðingum og niður-
stöðum, sem hann þóttist geta
dregið af því sem hann hafði upp-
lifað.
Núverandi stöðu Everest virtist
mega rekja aftur f tfmann og virt-
ist hafa komið upp nokkrum mán-
uðum eftir að Walter Carrington
andaðist. Meðan systirin dvaldi á
sjúkrahúsínu hafði Everest enn
verið frjáls maður. en sfðan...
Það höfðu verið gerðar breyt-
ingar á starfsliðinu, en hversu
miklar vissi hann ekki. Tim, sem
hafði verið hjá Kverest meðan
Carrington lifði hafði farið á
braut og við hafði tekið Dan
Bayles. Þjónninn sem hafði verið
þarna f fjölda ára hafði verið
rekinn. Hann hefði vitað um allt
sem gerðist á heimilinu. Við
hafði tekið skorpnaði og skældi
þjónninn við barinn. Skömmu
sfðar hafði gamli þjónninn látíst
mjög sviplega. Það hefði verið
hægur vandi að koma slfku slysi f
kring.
Og kannski höfðu hemlarnir
bilað skyndilega. Ekkert var
heldur auðveldara en koma slfku
f kring.
Og þjófnaðurinn á þjóðvegin-
um,...?
3. Kafli.
Grönn dökkhærð stúlka að
nafni Linnet Emries stóð graf-
kyrr f hjarta New York borgar.
An þess að skeyta um umferðina
á Fifth Avenue og straum vegfar-
enda allt um kring stóð hún og
horfði inn um gluggann á
Scribners bókaverzluninni. Állur
glugginn var undirlagður af við-
hafnarútgáfu af „The Kingdom
Lost“. Tfu eða tuttugu eintök Rit-
dómar og úrklippur til skreyt-
ingar innan um og sömuleiðis
Ijósmyndir úr þeim kvikmyndum
sem höfðu verið gerðar eftir sög-
unni. Og fyrir miðjum gluggan-
um starði á móti henni andlit
James Everest á stórri Ijósmynd.
Hún vissi enda þótt myndin væri f
svarthvftu að augum voru grá og
hún vissi Ifka að hárið var ekki
svart eins og það virtist vera
heldur Ijósbrúnt.
Sársaukinn sem fór um hana
var svo sár að það var engu Ifkara
en þau hefðu kvaðst nýverið. Það