Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 Herbert Guðmundsson ritstjóri: 23 Þessi loftmynd af Blönduósi og næsta nágrenni sýnir glöggt afstöðu þeirra tveggja veiðisvæða, sem um er að ræða i Blöndu. Þau eru merkt með krossum. Svo vill til og er raunar ekki einkennilegt, að myndin er tekin, þegar Blanda er kolmórauð, en sjá má drullufiákann leggja út í sjó og hvar skilin eru efst f hægra horni á myndinni. Þegar svona er ástatt, er óveiðandi i ánni, nema á spæni með góðum krækjum, helst tveim til þrem. — Ljósm. birt með leyfi Landmælinga tslands. Myndin var tekin 31. ágúst sl. Því er „húkkið” í Blöndu feimnismál? SlÐUSTU daga hafa laxveiði- fregnir dagblaðanna enn á ný vakið mig til umhugsunar um sérstæðan kapftuia f laxveiðum okkar um árabil, þ.e. laxveiðar á stöng f jökulvatninu Blöndu, þeirri kunnu elfi Húnvetninga. Og ég finn hjá mér hvöt til þess að láta mér ekki lengur nægja að velta þessu máli fyrir mér f einrúmi. Ég má auðvitað vera viss um að hljóta Iftið þakklæti ýmissa manna fyrir tiltækið, fljótt á litið, en mig gildir það einu. Annað hefur meira til sfns máls, svo um munar. En hvað er það þá, sem er svo umhugsunarvert varðandi lax- veiðar á stöng í Blöndu? Jú, það er einkum tvennt. 1 fyrsta lagi er þessi veiðiskapur að miklum og líklega langmestum hluta svokallað „húkk“, laxinn er kræktur með því að draga spón í sífellu yfir þrengsli og rennur. í öðru lagi bendir margt til þess, að laxagengd í Svartá í Svartárdal, sem rennur i Blöndu, strandi meira og minna á „húkk“-haftinu. UTGERÐA BLÖNDULAX Áhugi minn á Blöndu og veiðiskap er samantvinnaður frá barnæsku. Um árabil ólst ég upp í svo nánum tengslum við ána, að hún hlaut að eignast í mér ítök. Venjulega átti ég að- eins nokkur skref á árbakkann, en þegar Blanda komst í ham á vorin, flæddi hún um húsið okkar með jakaburði og gaura- gangi. Á sumrin þessi árin voru leyfð nokkur net f ánni fyrir neðan Blöndubrú á hefðbundn- um stöðum, þó aðeins silunga- net og takmarkaðan tlma. Áður höfðu verið lögð net nokkru ofar í ánni og eru kunnastar f minu minni svokallaðar Hnjúkalagnir, sem tilheyrðu næsta bæ ofan Blönduóss sunn- an megin, Hnjúkum. Auk þessa var það látið óátal- ið, þótt hent væri af stöng I ána á þessu svæði fyrir neðan Blöndubú. Eins var ekki amast við færum okkar krakkanna, sem við lögðum hér og hvar á sama svæði frá landi. En þarna var nær eingöngu um silungs- veiði að ræða. Til algerra undantekninga heyrði, ef lax kom f net, og þótti meira að segja vafasamur feng- ur, því hann stórskemmdi gjarnan silunganetin. Enn sjaldgæfara var að lax veiddist á stöng og ekki man ég eftir að hann veiddist á færin okkar. Svo breyttust tímarnir. Allur þessi veiðiskapur var bannað- ur. Blanda varð ein af laxveiði- ám nútímans. Nú voru seld stangveiðileyfi og veiðarnar beindust að tveim- ur örstuttum svæðum skammt ofan Blönduóss fyrst og fremst sunnan megin, þar sem áður voru Hnjúkalagnir, og þó einn- ig norðan megin, þar sem áður voru Ennislagnir eða þar ná- lægt. Þetta eru sem fyrr segir tvö örstutt svæði. Það neðra er á skilum grunnflúða og breiðu, hið efra f þröngum streng, en örstutt er milli svæðanna. Og þarna hófst útgerð á Blöndulax, sem magnaðist smám saman og stendur nú I miklum blóma. „HUKKAГ 1 GRUGGINU Þegar nútfminn var genginn í garð, var ég kominn á þann aldur, að ég hafði bolmagn til þess að kaupa af og til veiði- leyfi þarna uppfrá, enda fór sölumennskan tiltölulega hægt af stað og f fyrstu voru aðeins seldar tvær stengur við frekar vægu verði. Eftirspurn var heldur ekki tiltakanleg. Eink- um man ég eftir einu sumri, an, ég held mest allt sumarið. Hann notaði tvær stengur, aðra með öngli og maðki, hina með flugu. Það sumar reyndi ég að kaupa eins mörg leyfi og ég komst yfir. Aldrei komst ég þó svo langt að reyna flugu. En þetta var dýrlegt sumar og veið- in bærileg. Blanda er jökulá, eins og allir vita. Og meiri eða minni hluta sumarsins er vatnið leirlitað, en á milli er það að mestu eða öllu laust við leirinn. Það kom vit- anlega strax f ljós, og ég vissi það raunar mæta vel frá fyrri tímum, að þegar brúni liturinn varð of brúnn, þýddi ekkert að egna fyrir fisk í Blöndu. Þá létum við einfaldlega veiði- skapinn niður falla. Um annað var ekki að ræða. En nútfminn er samur við sig. Ekki leið á löngu uns menn fundu ráð við þessum náttúru- vanda, sjálfsagt að eigin mati í nauðvörn. Nú var tekin upp sú veiðiaðferð, þegar áin var of gruggug, að draga spón í sífellu yfir rennurnar af flúðinni upp á breiðuna og yfir þrengslin. Og þessi veiðiaðferð magnaðist stig af stigi, enda sífellt meira fé í húfi! Spænirnir stækkuðu, krækjurnar stækkuðu og þeim fjölgaði á hverjum spæni. Á vorin að loknum leysingum, þegar Blanda lagðist jafnan í tæran dvala um sinn, mátti finna frá sumrinu áður ótrúleg- ustu víravirki, sem veiðigarpar höfðu misst klapparnafir og f urðarbotn og áin hafði hulið þessar stórhættur með leir- burði sínum. Þegar ég fylgdist seinast að marki með veiðiskap í Blöndu, var það og svo, að lagnir menn gerðu bókstaflega út á Blöndu- lax, sem eins konar aukatekju- þegar ungur maður að sunnan hafði aðra stöngina vikum sam- von! Og sumum þeirra að minnsta kosti varð vel ágengt. Siðast þegar ég keypti þar veiðileyfi ásamt góðum vini mínum og lífsreyndum í veiði- skap, vildi svo til, að Blanda breyttist um miðjan dag úr tærri á í eins konar drullupytt, eins og oft vill verða. Það stóð ekki á svari veiðifélaga okkar. Þeir skiptu einfaldlega um veiðiaðferð, en við hrökktumst upp á klettabrúnir. Þaðan horfðum við á, hvernig laxinn var kræktur upp einn af öðrum. Og ég minntist þá atviks við lfkar aðstæður þegar aldraður veiðigarpur greip þarna til sama ráðs nokkrum árum áður. Hann krækti f sporðinn á fjör- miklum laxi uppi f þrengslun- um. Laxinn tók strikið niður ána milli klappa og veiðimaður- inn tók á rás eftir laxinum frek- ar en að missa hann og lfnuna með öllu. I ákafanum á hlaup- unum yfir klappirnar niður með ánni gætti hann þess ekki af ókunnugleika, að þar eru sandvíkur allt að tveggja mann- hæða háar og hentist ofan f þá fyrstu. Þar stökk hann I sand- bleytu meðan laxinn fór með lfnuna, spóninn, sökkuna — og stöngina f ofanálag. Með naum- indum tókst okkur að bjarga hetjunni og sfðan að veiða stöngina hans. En laxinn hafði flækt lfnuna um stein eða klöpp og kom aldrei á land. Línuna varð að slfta og enginn vissi afdrif höfðingjans í ánni. Má geta sér til um þau á ýmsan veg. Tæpast er þetta atvik eins- dæmi í „húkkinu", séð neðan úr djúpinu. MEÐ KÍKINN FYRIR BLINDA AUGANU Það, sem að framan er sagt um nútfma veiðiskap f Blöndu, er auðvitað ekkert leyndarmál. En það er á hinn bóginn hið mesta feimnismál, svo að eng- inn hefur látið það til sín taka fram að þessu. Og ekki er vert að hlaupa upp til handa og fóta á þessu sumri, þótt hér sé talað um þetta opinskátt. Þetta er mál framtíðarinnar, næsta árs og þar á eftir. En furðulegt má það teljast, að hér skuli ekki hafa verið spyrnt við fótum áður og fyrr. Svo hefur átt að heita, að varsla hafi verið um veiðiskap í Blöndu, eins og öðrum ám í Húnavatnssýslu, þar sem lax- veiði er stunduð. það hefur ekki komið að haldi. Og al- mannavitorð ekki heldur. Þegar ég af rælni spurði málsmetandi mann innan veggja veiðimálastofnunar um þetta fyrir skömmu, var svarið á þessa leið: Þetta er mál, sem enginn virðist vilja taka á. Hann kannaðist við málið, þekkti það auðheyrilega, en... Og hann sagði meira: Þarna er veiddur laxinn sem annars gengi í Svartá. Þessar stuttu og persónulegu viðræður ýttu mér til að skrifa þetta greinarkorn eftir ailt um- burðarlyndið. Þarna laust upp fyrir mér, að fyrr eða sfðar verður að horfast f augu við þetta mál af fullri alvöru og vfðsýni. ÞVlSVELTA SVARTÁRVEIÐIMENN? Þegar horft er til laxveiðanna f Blöndu úr nokkurri fjarlægð hin seinni ár, líst mér svo á, að þær séu almennt séð ákaflega vafasöm íþrótt, vegna að- stæðna. Miðað við núverandi ástand eru þær alveg fráleitt fyrirbæri. Nokkrir tilburðir hafa verið hafðir i frammi til þess að fjölga veiðistöðum f ánni, en það hefur að engu orð- ið m.a. vegna hinna afskipta- lausu „húkk“-veiða. Auðvitað er sjálfsagt að kanna ána mikl- um mun betur i þessu tilliti, en það verður þá að gera kerfis- bundið og utan við gallhörð gróðasjónarmið. Vissulega er ástæðulaust að amast við eðlilegri nýtingu ár- innar til veiða. Það má sem sagt með fullum rétti veiða lax á stöng f viðteknum stöðum og öðrum með leyfilegum aðferð- um, án þess að komi að sök. Til viðbótar tel ég af gamalli reynslu að leyfa mætti silungs- veiði neðst í ánni upp að Brúar- klöppum og jafnvel allt upp með Hrútey, án þess að það hafði nokkur áhrif á laxgengnd upp ána. En því verður aldrei á móti mælt, að lögleyfðar og raun- hæfar veiðar í Blöndu takmark- ast af ástandi vatnsins frá degi til dags. Við það verða menn að sætta sig, fremur fyrr en seinna. Þvf er það svo, að veiði- skapur í Blöndu er og verður ætíð harla vafasamur, þegar ör- þrifaráðum sleppir. Og er þá komið að öðrum kapftula. Það er Svartá í Svart- árdal, sem áður var minnst á, ein af hinum tæru og feurstu perlum íslenskra fallvatna. Hún rennur f Blöndu skammt fyrir neðan Bólstaðarhlfð, sem stendur sunnan undir Vatns- skarði við þjóðveginn. Kannski þekkja lesendur staðinn betur nú orðið af Húnaveri. Svartá er laxveiðiá, sem hef- ur allt til að bera i því tilliti, nema laxinn. Hann kemst þang- að stundum, stundum ekki, þrátt fyrir viðleitni manna f þá átt með því að sleppa seiðum, og fleiri aðgerðum ár eftir ár. Á leið til heimkynna sinna þarf Svartárlaxinn að fara um 30 kílómetra leið upp Blöndu og á þeirri leið þarf hann að sleppa gegn um hindrun einu veiðistaðanna í Blöndu, sem bæði mótast af náttúrulegum aðstæðum og þeim veiðiaðferð- um, sem þar er nú beitt. Hvaða þýðingu hefur þetta? Eru þau gild orð mannsins í Veiðimála- stofnuninni? Mér er nær að halda, að svo sé. Eða er ekkert samband milli þess, að í fyrra var metveiðiár í Blöndu og ágæt veiði f ár, en ördeyða í Svartá eða þvi sem næst bæði árin? ÞVl EKKI AÐ STOKKA SPILIN? Eins og ráða má af framan- sögðu eru Blanda og Svartá f raun órjúfanlega tengdar sem veiðisvæði. Veiði er þó leyfð f þeim sitt í hvoru lagi án nokk- urra tengsla þar á milli. Svipað hagar til vfða annars staðar, að þverár jökulfljóta eru aðskildar til stangveiða. En ég efa að staðhættir séu þar sambærilegir að nokkru marki. Þar skilur skýrt á milli. Þvf þykir méf það skynsam- legt íhugunarefni, að reynt verði að gera gott veiðisvæði úr tveimur meingölluðum með sameiningu Blöndu og Svartár að þessu leyti og með því að reka þar samræmda og eðlilega veiðistefnu, er miði að þvf að laða fram bestu kosti beggja ánna í einu. Ég sé fyrir mér í fljótu bragði ýmsar auðfarnar leiðir að þessu marki.sem gæfu veiðiréttareig- endum engu minni arð i pen- ingum en leigjendum veiðirétt- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.