Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
3
Örlög Samtakanna ráðin á
landsfundi í næsta mánuði?
Kjördæmisráð SFV á Vestfjörðum vill
kanna kosningasamstarf við Alþýðuflokkinn
A LANDSFUNDI Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna f næsta
mánuði verður væntanlega tekin
afstaða til þess hvort starfsemi
Samtakanna verður fram haldið I
þeirri mynd sem verið hefur, þ.e.
sem sjálfstæður stjðrnmálaflokk-
ur, eða hvort aðrar leiðir verða
reyndar. 1 samþykkt kjördæmis-
ráðs Samtakanna á Vestfjörðum
kemur fram, að ráðið vill fá úr
þvi skorið hvort Alþýðuflokkur-
inn sem heild eða ( einstökum
kjördæmum er reiðubúinn til
samstarfs við samtökin fyrir
næstu kosningar.
Yfirlýsing kjördæmisráðs Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna á Vestfjörðum er svohljóð-
andi:
„Kjördæmisráðstefna SFV á
Vestfjörðum, heldin 19. septem-
ber 1976, minnir á það uppruna-
lega markmið samtakanna að
sameina alla lýðræðissinnaða
jafnaðar- og samvinnumenn I ein-
um flokki. Allt frá stofnun 1969
hefur þetta verið grundvallað í
stefnuskrá samtakanna. Með
þessu grundvallarsjónarmiði, sem
samþykkt var á stofnfundi I nóv-
ember 1969, var þvi slegið föstu,
að samtökin ættu ekki að vera til
FÉLAGIÐ Réttarvernd efndi
sfðastliðinn laugardag til fundar
um upplýsingaskyldu stjórnvalda
og hafði Baldur Möller ráðu-
neytisstjóri framsögu, en hann er
einmitt formaður nýskipaðrar
nefndar sem fjalla skal um þessi
mál og þá væntanlega til undir-
búnings löggjöf um sama efni.
Auk Andrésar Björnssonar út-
varpsstjóra hafði eftirtöldum
mönnum úr heimi fjölmiðlanna
verið boðið að lýsa skoðunum sfn-
um á upplýsingamiðlun stjórn-
valda eins og hún er nú og hreifa
ef vildu tillögum til úrbóta: Eiði
Guðnasyni (Sjónvarp),
langframa fimmtí stjórnmála-
flokkurinn í landinu heldur tæki í
baráttunni fyrir sameiningu
vinstri aflanna.
Kjördæmisráðstefnan telur, að
I ljósi þeirrar þróunar sem orðið
hefur i islenzkum stjórnmálum á
undanförnum árum, standi sam-
tökin nú á tímamótum varðandi
starf sitt og hlutverk. Það hlýtur
því að verða verkefni landsfund-
ar samtakanna í óktóber næst-
SKAKKEPPNINNI I Bremen I
Vestur-Þýzkalandi, 6-landa
keppninni, lauk aðfararnótt s.l.
laugardags þegar Júllus Friðjóns-
son gaf skák slna við Danann Ros-
enlund. Lokaúrslit I keppninni
urðu þau, að Noregur og Dan-
Freysteini Jóhannssyni (Tím-
inn), Gísla J. Ástþórssyni (Morg-
unblaðið), Jónasi Kristjánssyni
(Dagblaðið), Odda Sigurjónssyni
(Alþýðublaðið) og Svavari Gests-
syni (Þjóðviljinn).
Hjá öllum þessum mönnum
kom fram snörp gagnrýni á þá
leynd sem þeir voru sammála um
að væri langtum of rótgróin og
langtum of algeng í stjórnkerf-
inu.
Að lokinni ræðu frummælanda
og stuttum erindum fyrrgreindra
gesta fóru fram almennar umræð,
ur.
Fundurinn var haldinn að Hót-
el Esju og var f jölsóttur.
komandi að taka afstöðu til þess
hvort halda beri áfram starfi sam-
takanna eða leita nýrri leiða.
Samtökin á Vestfjörðum ítreka
fyrri yfirlýsingar um nauðsyn
sameiningar lýðræðissinnaðra
jafnaðarmanna i einum flokki og
vilja fá úr því skorið hvort Al-
þýðuflokkurinn sem heild eða í
einstökum kjördæmum er reiðu-
búinn til samstarfs við samtökin
fyrir næstu kosningar."
I framhaldi af þessari ályktun
sneri Morgunblaðið sér til Kar-
vels Pálmasonar, alþingismanns
Framhald á bls. 39
mörk voru I efsta sæti meó 12H
vinning, lsland varð I 3. sæti með
12 vinninga og Þýzkaland og Sv(-
þjóð höfnuðu I 4.—5. sæti með
11W vinning. Af þessu sést að
keppnin var mjög jöfn og spenn-
andi.
Að sögn Þráins Guðmundssonar
fararstjóra hafði Júlfus teflt nær
stanztaust frá þvi um morguninn
og var þvi orðinn þreyttur. Skák-
in við Danann var jafnteflisleg en
Július lék af sér peði í riddara-
endatafli, en hann hafði þá setið
yfir skákinni i 13 tfma. Þessi skák
var úr siðustu umferð, en þá
tefldu Islendingar við Dani. Dan-
ir unnu 3H gegn 2Vé vinningi Is-
lendinga. Ingvar Asmundsson
tapaði fyrir öst Hansen, Jón
Kristinsson gerði jafntefli við
Kölbæk, Júlíus tapaði fyrir Ros-
enlund, Ómar gerði jafntefli við
Pedersen og Guðlaug vann Lar-
sen. Var skák hennar glæsilega
tefld, Guðlaug fórnaði hrók og sú
danska átti ekkert svar við þvi og
gaf skákina um siðir.
I næst síðustu umferð var teflt
við Svía og unnu íslendingar þá
viðureign 3Vi—2V4. 1 sömu umferð
skildu Danir og Þjóðverjar jafnir
3:3 og Noregur vann Bremen 4:2.
í síðustu umferðinni vann
Svíþjóð Bremen 3'/i:2lA og Noreg-
Framhald á bls. 39
ísland þriðja í
6-landa keppninni
Guðlaug hlaut lang flesta vinninga
af kvenkeppendum mótsins
„Það opinbera” er
ekki nógu opinskátt
Upplýsingaskylda stjórnvalda rædd í Réttarvernd
FJÖLMENNIR flokkar lögreglumanna leituðu á laugardaginn (
Hafnarfjarðarhrauni og beindist leitin fyrst og fremst að jarðnesk-
um leifum Guðmundar Einarssonar, sem myrtur var (janúar 1974.
Leitinni stjórnaði Þjóðverjinn Karl Schiitz. Leitin bar engan
árangur frekar en fyrri sKkar leitir. A fimmta tug manna tóku þátl
I þessari leit.
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI ^ ^
Auto-
mechanika
'76
Bílavarahlutir, tækninýjungar
varðandi bilaverkstæði,
bensínstöðvar o.fl.
Frankfurt
2 5 — 29 sept '76
Fáein hótelherbergi eftir.
SIAL '76
Alþjóðleg matvælasýning
París
15 — 20 nóv. '76
Takmarkað hótelpláss
Alþjóðleg
sýning
á skrif-
stofuvörum
Köln
19. — 24 okt. '76
IMB '76
imo
Alþjóðleg vélasýning
fyrir fataiðnað
Köln
3 — 7 nóv '76
Takmarkað hótelpláss
Spoga
'76
k*:-
SPOGA
^KOLN
Alþjóðleg sportvörusýning
Köln
26. — 28. sept '76
MODE-
WOCHE
Munchenmacht
MODE
Mode-Woche-
Munchén
Alþjóðleg
tiskusýning
Múnchen
3,-
7. okt. '76
14 IKA
Alþjóðleg matreiðslusýning
Frankfurt
21—28 okt '76
Takmarkað hótelpláss
Allt fyrir
barnið
cologne
international
fair for the ö
child
Alþjóðleg sýning
Köln
8. — 10. okt. '76.
Údýrar
LUNDÚNA
FERÐIR
eru að hefjast aftur
Brottför hvern
laugardag.
Útvegum sýningarskrár, sýningarsvæði, aðgöngumiða, hótelherbergi
Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega
hagkvæmum fargjöldurrí.