Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 Andy Gray, leikmaður með Aston Villa er nú markhæsti ieikmað- ur ensku knattspyrnunnar og hefur hann skorað 7 mörk f sex leikjum. Myndin var tekin er Gray hafði sent knöttinn f mark Queens Park Rangers fyrra laugardag. Þðtt Gray skoraði fyrir Villa f leik liðsins við Birmingham á laugardaginn nægði það ekki til og hefur Villa, sem byrjaði keppnistfmabilið mjög vel, lækkað flugið f sfðustu leikjum sfnum. mistókst hjá og Liverpool forystunni ENSKU meistararnir Liverpool tryggðu stöðu sfna á toppnum f ensku 1. deildinni á laugardaginn er liðið van góðan sigur á heimavelli sínum gegn Lundúnaliðinu Tottenham Hotspur f fjörugum og spennandi leik. Hefur Liverpool nú hlotið 10 stig úr fyrstu sex umferðunum, og verður ekki annað sagt en að byrjunin hjá liðinu sé góð, og bendi til þess að það ætli sér ekkert minna en að verja titilinn, en það er raunar ekki oft sem sama liðið hefur orðið meistari tvö ár f röð f ensku knattspyrnunni. En þetta er nú reyndar bara byrjunin, og þótt hún hafi óneitanlega verið góð hjá meisturunum á enn mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en bikarinn verður afhentur næsta vor. Liverpool hafði betur I leik sín- um gegn Tottenham Hotspur allt frá upphafi til enda, en Lundúna- liðið sýndi þó öðru hverju af- bragðs takta og hefði verðskuldað að skora mark, Til þess fékk Totenham líka gullið tækifæri er dæmd var vitaspyrna á Liverpool en Keit Osgodd sem tók víta- spyrnuna brást illa bogalistin, og skaut framhjá. Pat Jennings, landsliðsmarkvörður Norður- írlands lék að þessu sinni sinn 450, 1. deildar leik fyrir Totten- ham Hotspur, en Jennings hefur verið með liðinu s.l. tólf ár. Hann stóð sig mjög vel í þessum afmælisleik sínum, en réð þó ekki við skot frá David Johnson á 8. mínútu og Steve Heighway á 29. mín. Það þykir í frásögur færandi að nú eru liðin 64 ár síðan Totten- ham vann Liverpool síðast á heimavelli, og lítur út fyrir að Lundúnamenn verði að bíða með það enn um stund. Ef til vill hefst það á sjötugsafmælinu! Mikil athygli beindist að viður- eign Manchester United og Middlesborough, en fyrir þennan leik á Old Trafford var Middles- borough í öðru sæti í deildinni með átta stig eftir fimm leiki. Var greinilegt að leikmenn Middles- brough ætluðu ekki að tefla á tvær hættur í þessum leik, og léku nokkuð stífan varnarleik. Þar kom að Tony McAndrew skor- aði sjálfsmark, og við það breytt- ist leikurinn nokkuð. Míddles- broúgh fór að sækja meira, og jafnframt opnaðist vörn liðsins. Varð það til þess að Stuart Pear- son tókst að innsigla sigur Manchester United með góðu skoti, 14 minútum fyrir leikslok. Mikil harka hljóp I leik þennan eftir að Middlesbrough hafði skorað umrætt sjálfsmark og var einn leikmaður, John Craggs, bókaður fyrir ftrekaðan háska- leik. Manchester City vann langþráð- an sigur á útivelli á laugardaginn, er liðið mætti nýliðunum í deild- inni, Sunderland. Fram til þessa leiks hafði City ekki unnið leik á útivelli í tæpt ár, eða frá þvf að liðið bar sigurorð af Wolver- hampton Wanderes 4—0 í nóvem- ber í fyrra. Lengi vel leit út fyrir að leik þessum myndi lykta með markalausu jafntefli, en á síðustu mínútum leiksins tókst Dennis Tueart og Joe Royle að skora tví- vegis fyrir City, og skjóta þar með liðinu f annað sætið f deildinni, aðeins einu stigi á eftir Liverpool. Um 20.000 áhorfendur fylgdust með viðureign Stoke City og Ips- wíeh Town og urðu þeir vitni að því að sami leikmaðurinn skoraði tvfvegis á tuttugu mfnútum. Sá var Stoke-leimaðurinn skoraði tvívegis á tuttugu mínútum. Sá var Stoke-leikmaðurinn John Trudor sem skoraði þegar eftir 90 sekúndna leik og bætti síðan öðru marki við á 19. mínútu, með skalia af alllöngu færi. Stoke hélt síðan áfram að sækja í leiknum, eða unz Trevor Whymark tókst að skora fyrir Ipswich á 55 mfnútu. Eftir það breyttist leikurinn nokkuð og var greinilegt að Stoke lagði alla áherzlu á að halda fengnum hlut sínum', hvað tókst. Mikil spenna var í leik Leeds United og Newcastle United í Leeds og voru þar skoruð þrjú mörk á fimm mfnútum. David McNiven skoraði fyrir Leeds á fýrstu mínútu seinni hálfleiks og var staðan þannig 1—0 þegar 80 mínútur voru af leik, en þá loks tókst Cassidy að jafna fyrir New- castle. Þvf marki svaraði Carl Harris samstundis fyrir Leeds en á 85. mínútu skoraði Paul Cannell fyrir Newcastle eftir varnarmis- tök hjá Leeds og krækti þar með f annað stigið í leik þessum fyrir lið sitt. Leicester gerði sitt sjötta jafn- tefli í jafnmörgum leikjum í deildinni á laugardaginn. Mót- herjinn var Queens Park Rangers. Leikur þessi var í jafn- vægi allan tfmann, eða unz John HoIIins skoraði fyrir Queens Park Rangers þegar 15 mfnútur voru til leiksloka og breytti stöðunni f 2—1 fyrir Q.P.R. Flestir áttu von á því að mark þetta myndi nægja Lundúnaliðinu til sigurs, en þeir Leicester-leikmenn voru ekki á þvf að gefast upp og mínútu fyrir leikslok tókst Chris Garland að skora og jafna. Áhorfendur að leik þessum voru rúmlega 18.000. Arsenal vann sinn fyrsta sigur á heimavelli síðan Terry Neill tók við framkvæmdastjórn liðsins. Ekki þótti leikur liðsins við Everton á laugardaginn sannfær- andi þótt sigur hefðist 3—1, en öll mörk Arsenal í leik þessum voru fremur ódýr, og vörn Everton- liðsins var allan leikinn mjög óörugg og gaf oft á sér höggstað. Áhorfendur að leik þessum voru 28.932. Tveir leikmanna West Ham United urðu fyrir alvarlegum meiðslum f leik sínum við Bristol City. Frank Lampard varð að yfir- gefa völlinn í fyrri hálfleik, illa meiddur á fæti og í seinni hálf- leiknum fótbrotnaði Pat Holland. Bristol-Iiðið sótti til muna meira í þessum leik og skoraði f fyrri hálfleik. Markið gerði Keith Fear eftir hornspyrnu. Þegar aðeins 20 mfnútur voru eftir af leiknum jafnaði Alan Taylor fyrir West Ham og kom það mark einnig eftir hornspyrnu. Áhorfendur að leik þessum voru 28.932. Hinn marksækni leikmaður Aston Villa Andy Gray færði liði sínu forystu í leiknum við nágrannaliðið Birmingham snemma í leiknum. Það nægði þó ekki til þar sem leikmenn Birminghamliðsins börðust af miklum krafti í leiknum og tókst að skora tvívegis. Gerðu þeir Ken Burns og John Connolly mörkin. í annarri deildinni urðu miklar sviptingar og þau lið sem skipuðu efstu sætin fyrir umferðina töp- uðu leikjum sfnum. Ulfarnir, sem- féllu úr 1. deildinni í fyrra, sýndu hins vegar heldur betur tennurn- ar í leik sínum við Oldham Athlet- ic — eitt af efstu liðunum í deild- inni. Unnu Ulfarnir leikinn 5—0 og skipuðu sér þar með f efsta sætið í deildinni. Þykja Ulfarnir leika hina ágætustu knattspyrnu um þessar mundir og er líklegt að þeir hafi fullan hug á því að endurheimta sæti sitt í 1. deild. t Skotlandi heldur Dundee United sínu striki og er eina liðið sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa og er því með 6 stig. í öðru sæti er Aberdeen með 5 stig, Hearts, Partick og Rangers hafa 3 stig, Celtic, Hibernian, Kilmarnock, Motherwell og Ayr United hafa hlotið 2 stig. ■ 1. DEILD Liverpool 6 3 0 0 6—1 2 0 1 5—4 10 Manchester City 6 3 0 0 4—1 1 2 0 4—2 9 Arsenal 6 1 1 1 3—2 2 1 0 7—3 8 Middlesbrough 6 3 0 0 4—1 0 2 1 0—2 8 Bristol City 6 1 2 0 6—3 1 1 1 2—2 7 Manchester United 6 1 1 1 6—5 1 2 0 4—2 7 Stoke City 6 2 1 0 4—2 0 2 1 1—4 7 Aston Villa 6 2 0 1 10—4 1 0 2 3—4 6 Everton 6 1 1 1 4—3 1 1 1 6—4 6 Newcastle United 6 0 3 0 4—4 1 1 1 4—3 6 West Bromwich Albion 6 1 1 1 3—2 1 1 1 3—3 6 Birmingham City 6 1 1 1 2—2 1 1 1 4—4 6 Leicester City 6 0 3 0 5—5 0 3 0 0—0 6 Queens Park Rangers 6 2 0 1 3—5 0 2 1 4—5 6 Coventry City ^ 6 2 0 1 6—4 0 1 2 2—5 5 Leeds United 6 1 2 0 6—4 0 1 2 2—5 5 Ipswich Town 6 1 2 0 5—3 0 1 2 4—8 5 Tottemham Hotspur 6 1 1 1 1—2 1 0 2 4—7 5 Derby County 6 0 2 1 2—3 0 2 1 2—4 4 West Ham United 6 1 1 1 1—2 0 1 2 2—7 4 Norwich City 6 1 1 1 2—3 0 0 3 0—5 3 Sunderland 6 0 2 1 2—4 0 1 2 2—6 3 2. DEILD Wolverhampton 6 2 1 0 8—0 1 2 0 5—3 9 Chelsea 6 2 1 0 5—3 2 0 1 4—5 9 Bolton Wanderes 6 3 0 0 10—2 1 0 2 3—5 8 Blackpool 6 2 0 1 7—4 2 0 1 5—3 8 Oldham Athletic 6 2 1 0 6—2 111 3—7 8 Millwall 6 2 1 0 6—0 1 0 2 5—8 7 Notts County 6 1 0 2 3—3 2 1 0 6—4 7 Fulham 6 1 2 0 3—2 1 1 1 4—4 7 Hereford United 6 2 0 1 5—2 0 2 1 6—7 6 Hull City 6 2 1 0 8—2 0 1 2 2—7 6 Sheffield United 6 1 2 0 6—3 0 2 1 2—4 6 Notthingham Forest 6 1 1 1 6—7 0 3 0 4—4 6 Bristol Rovers 6 1 1 1 2—4 111 2—2 6 Carlisle United 6 1 2 0 5—4 1 0 2 3—6 6 Charlton Atheltic 6 1 1 1 5—6 1 1 1 3—5 6 Burnley 6 2 0 1 6—3 0 12 1—5 5 Luton Town 6 1 1 2 6—7 1 0 1 3—4 5 Plymouth Argyle 6 1 0 2 7—5 0 2 1 4—7 4 Cardiff City 6 1 0 2 5—6 1 0 2 4—6 4 Orient 6 1 1 1 5—3 0 0 3 0—6 3 Blackburn Rovers 6 1 1 1 3—2 0 0 3 1—8 3 Southampton 6 0 2 1 3—4 0 1 2 0—6 3 Knattspyrnuúrsilt ENGLAND 1. DEILD: Arsenal — Everton 3—1 Aston Villa — Birmingham 1—2 Bristol City — West Ham 1—1 Leeds — Newcastle 2—2 Leicester — 2—2 Liverpool—Tottenham 2—0 Manchester Utd. — Middlesbrough 2—0 Norwich — Derby 0—0 Stoke — Ipswich 2—1 Sunderland — Manchester City 0—2 ENGLAND 2. DEILD: Blackburn Rovers — Bristol Rovers 0—0 Carlisle — Bumley 2—1 Chelsea — Bolton 2—1 Hereford — Charlton 1—2 Luton — Fulham 0—2 Millwall — Plymouth 3—0 Notts County — Blackpool 2—0 Orient — Cardiff 3—0 Southampton — Notthingham 1—1 Wolves — Oldham 5—0 ENGLAND 3. DEILD: Brighton — York 7—2 Bury — Chester 2—0 Gillingham — Portsmouth 2—1 Lincoln—Swindon 0—0 Mansfield—Tranmere 1—1 Oxford — Grimsby 5—2 Peterborough — Crystal Palace 0—0 Preston — Rotherham 0—0 Reading — Port Vale 1—1 Sheffield Wed. — Chesterfield 4—1 Shrewsbury — Northampton 3—0 Wrexham — Walsall 1—0 ENGLAND 4. DEILD: Brentford—Southport 3—0 Cambridge — Bournemouth 2—0 Colchester — Crewe 3—2 Darlington — Huddersfield 2—0 Halifax — Exeter 1—2 Hartlepool — Southend 1—1 Newport — Aldershot 2—1 Rochdale — Watford 3—1 Scunthorpe — Workington 3—1 Swansea — Doncaster 1—1 Torquay — Bradford 0—3 SKOTLAND — tlRVALSDEILD: Aberdeen — Kilmarnock 2—0 AyrUnited — Dundee United 1—4 Celtic — Hearts 2—2 Hiberaian — Rangers 1—1 Partick — Motherwell 2—0 SKOTLAND 1. DEILD: Airdrionians — Morton 3—2 Clydebank — St. Johnstone 1—0 Dundee — Queen of the South 1—1 Hamilton — East Fife 3—1 Montrose — Falkirk 3—2 Rait Rovers — Arbroath 1—0 St. Mirren — Dumbarton 2—1 SKOTLAND 2. DEILD: Berwick Rangers — Albion Rovers 1—3 Dunfermline — Alloa 0—2 East Stirling — Strangaer 2—1 Forfar — Clyde 1—3 Queens Park — Brechin City 3—1 Stenhousemuir — Cowdenbeath 0—2 Stirllng — Meadowbank 2—2 VESTUR- ÞVZKALAND 1. DEILD: Rot-Weiss Essen — Karlsruhe 3—2 Eintracht Braunswick — Schalke 04 1—0 FC Kaiserslautern — Borussia Mönchengladbach 1—2 Fortuna Dtísseldorf — Hamburg SV 2—0 Eintracht Frankfurt — FC Saarbruecken 2—1 Tennis Borussia — FC Köln 3—2 FVL Bochum — Bayern Miinchen 5—6 Borussia Dortmund — Hertha Berlín 2—1 Werden Bremen — MSV Duisburg 2—2 FC Köln hefur nú forystu f þýzku 1. deild- inni með 10 stig eftir 6 leiki. Borussia Mönchengladbacc hefur einnig 10 stig, en næstu lið eru Eintracht Braunswick með 9 stig og Bayern Munchen með 8 stig. AUSTURRtKI 1. DEILD Austria Salzburg — SSW Inssbruck 2—0 Vooest — Sturm 1—0 GAK — Admira Wacker 0—1 SSW Innsbruck hefur forystu f deildinni með 12 stig, en næstu lið eru Austria Salz- burg með 11 stig og Vooest með 10 stig. AUSTUR- ÞVZKALAND 1. DEILD: Dynamo Dresden — FC Vorwaerts Frankfurt 7—1 Sachsenring Zwickau — Carl Zeiss Jena 3—1 Union Berlfn — Karl—Marx Stadt 1—2 Rot—Weiss Erfurt—Chemie Halle 1—0 Hansa Rostock — Dynamo Berlfn 2—3 Lok. Leipzig — Magdeburg 3—3 Stahl Riesa — Wismut Aue 2—0 FRAKKLAND 1. DEILD: Lyons — Nlce 4—1 Nancy — Bordeaux 7—3 Nimes — Lens 0—2 Troyes — Marseilles 0—0 Bastia — Metz 2—0 Sochaux — Valenciennes 2—1 Lille — Saint Etienne 1—0 Rennes — Nantes 2—1 Anger — Laval 1—1 Paris SG — Rheims 2—1 SVISS 1. DEILD: Bellinzona — Neuchatel 2—2 St. Gallen — Chnois 0—3 Servette Geneva — Lausanne 3—0 Slon — Grasshoppers ZUrich 1—3 Young Boys Berae — Winterthur 5—2 Ziirich — Basle 1—0 UNGVERJALAND 1. DEILD: UJpest Dozsa — Honved 4—1 Csepel — Ferencvaros 0—5 Vasas — Kaposvar 0—0 MTK — VM — Szombathely 1—3 RabaEto — Videoton 3—1 Dunaujvaros — Salgotarjan 4—0 Diosgyor — Dorog 1—0 Szeged — Zalaegerszeg 1—1 Bekescaba — Tatabanya 1—0 Ujpest Dozsa hefur forystu f delldinni með 14 stig, en næstu lið eru Ferencvaros með 13 stig og Vasas með 11 stfg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.