Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 26
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
t
MARELJÓNSSON
frá Laugum,
andaðist að Kaldaðarnesi 19 september
Fyrir hönd vandamanna
Eyþór Einarsson.
Móðir okkar
NANNA JÓNSDOTTIR,
andaðist i Landspitalanum 1 7 september
Vigdís Þormóðsdóttir,
Kristbjörg Þormóðsdóttir,
Kolbrún Þormóðsdóttir.
Faðir okkar
HARALDUR GUÐBRANDSSON
Bogahlíð 24.
lést í Borgarspitalanum sunnudaginn 1 9 september
Kristjana Haraldsdóttir, Einar Haraldsson.
Konan min.
SIGRÍÐUR ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR
Mímisvegi 6,
andaðist i Borgarspitalanum föstudagin 1 7 sept s I
Sigurður Hólmsteinn Jónsson.
+
Maðurinn mmn, faðir okkar. tengdafaðir, afi og langafi
ÓLAFURJÓNSSON,
vélstjóri,
Vesturgötu 94, Akranesi,
andaðist 1 9 sept
Sigríður Ornólfsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRIÐUR NORÐMANN.
Fjólugötu 11 a,
lézt i Landspitalanum 1 2 september Útförin hefur farið fram i kyrr|3ey
að ósk hinnar látnu
Kristin Norðmann Oddbjörg Norðmann.
Jón Norðmann
Jónas Thorarensen
og barnabörn
Móðir okkar og tengdamóðir
ELÍN MELSTEÐ
Freyjugötu 42,
verður jarðsett frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 2 1 þ m kl 1 30
Inga Melsteð Borg Ragnar Borg
Bogi Th. Melsteð Ingibjörg Melsteð.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN ÁSGEIRSSON,
verður (arðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22 september
kl 1 30
Hildur R. Kristjánsdóttir,
Már Hallgrímsson,
Sigríður Másdóttir.
Karla Kristjánsdóttir,
Kristján Kristjánsson.
t
Útför föður okkar,
GEIRS JÓNSSONAR.
frá Bjargi.
fer fram frá Akraneskírkju, fimmtudaginn 23 sept kl 2
Alexander Geirsson, Guðmundur Geirsson,
Lúðvik Geirsson, Sigurður Geirsson,
Halldóra Geirsdóttir, Geirlaug Geirsdóttir.
Unnur Jóna Geirsdóttir.
ELÍN MELSTEÐ
— Minningarorð
Fædd 14.3. 1898.
Dáin 14.9. 1976.
Elín Melsteð er dáin. Hún veikt-
ist skyndilega á heimili sfnu 14.
þ.m. og var þá flutt í Landspítal-
ann, þar sem hún andaðist að
kvöldi sama dags. Fullu nafni hét
hún Elín Guðrún Vigfúsfna. Hún
fæddist í Reykjavfk 14. mars 1898
og var þvf á sjötugasta og níunda
aldursári þegar hún kvaddi þenn-
an heim. Foreldrar hennar voru
Jón organisti í Reykjavík, f. 8.6.
1871 d. f maí 1900, Eiríkssonar
bónda í Fossnesi í Gnúpverja-
hreppi, Jónssonar prests á Stóra-
hnúpi, Eirfkssonar og kona hans
Ingiferður, f. 18.9. T872, d. 19.11.
1953, Þorvaldsdóttir, bónda í
Skaftholti, Jónssonar. Stóðu að
Jóni og Ingigerði, foreldrum Elín-
ar, fjölmennar ættir, og er þar á
meðal margt annálað dugnaðar-
fólk, sumt enn búsett í Arnes-
sýslu.
Samvistir foreldra Elínar urðu
skammvinnar, því í maf 1900
drukknaði Jón faðir hennar. Var
sár harmur kveðinn að Ingigerði
og dætrum hennar tveimur, Katr-
fnu og Elínu, en þriðja dóttirin
Jóna, fæddist tveimur mánuðum
sfðar. Á þeim tímum tíðkuðust
ekki slysabætur, ekknalífeyrir
eða aðrar tryggingar, sem að vísu
ná enn næsta skammt f slíkum
tilvikum. Ekkjunni var þvf mikill
vandi á höndum. Hetjusaga Ingi-
gerðar, sem var lfk örlögum
margra kynsystra hennar á þess-
um tímum, verður ekki rakin hér,
en með þrotlausri vinnu, innan og
utan heimilis og nokkurri aðstoð
skyldmenna, tókst henni að sjá
sér og dætrunum farborða. Var
Elin ævilangt minnug þess sem
móðirin hafði á sig lagt hennar
vegna og kom það meðal annars
fram í því, að þær mæðgur voru
samvistum alla tíð, einnig eftir að
Elfn giftist, eða þar til Ingigerður
andaðist árið 1953.
XXX
Árið 1913 urðu nokkrar breyt-
ingar á högum þeirra mæðgna.
Þær fluttust af landi brott til
Kanada, enda sumt af skyldfólki
þeirra flutt þangað áður. Settust
þær að f Calgary í Albertafylki og
dvöldu þar í fjögur ár. Sáu þær
sér þar vel farborða og Elín lærði
málið, sem kom henni sfðar að
góðu haldi, þegar þær mæðgur
fluttust aftur til Islands og Elfn
tók til starfa hjá Landsfma Is-
lands. Elín hefði gjarnan viljað
ílendast í Kanada, en Ingigerður,
móðir hennar hafði sterka heim-
þrá og sama var að segja um Pál
Þorvaldsson múrara, móðurbróð-
ur Elfnar, en hann hafði einnig
flutt vestur um haf og bjó í ná-
grenni þeirra. „Römm er sú taug,
er rekka dregur föðurtúna til“ —
og leiddi það til þess, að aftur var
haldið til Islands, en fjölskylda
Páls og fleiri skyldmenni komu
nokkru síðar.
Þegar heim kom til gamla
landsins var aðstaðan betri, enda
komst Elfn f gott starf hjá Land-
símanum, eins og áður segir.
Vinna og sparsemi hjá þeim
mæðgum var þó enn sem fyrr í
heiðri höfð og mátti hagur þeirra
nú tlejast allgóður. Rétt þykir að
geta þess hér, að í hinu nýja starfi
stofnaði Elín til kynna við nokkr-
ar starfssystur. Varð af þessu
órofa vinátta, sem hvorki mölur
né ryð fékk grandað. Er Elín nú
síðust þessara kvenna, sem kveð-
ur þennan heim. Blessuð sé einn-
ig minning þeirra.
XXX
Enn urðu þáttaskil f lífi Elfnar.
Árið 1925, 31. maí giftist hún Páli
Bjarnason Melsteð, f. 28.10. 1894
d. 4.1. 1961. Foreldrar Páls voru
Bjarni Jónsson Melsteð, bóndi i
Framnesi á Skeiðum og kona
hans Þórunn Guðmundsdóttir,
bónda í Miðengi f Grímsnesi. Að
Páli stóðu landskunnar ættir og
Ástkær eiginmaður minn
CAMILLUS BJARNARSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23 september kl
1 30
Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á
Astmafélagið
Fyrir hönd aðstandenda
ÞuriSur Bjarnarson.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MARÍU SKÚLADÓTTUR THORODDSEN
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 23. þessa mánaðar klukkan
þrjú srðdeqis
Jón Thor Haraldsson Steinunn Stefánsdóttir
Ragnheiður G. Haraldsdóttir Gunnar Ólafsson
og barnabörn.
Móðir okkar
GUÐRÚN FILIPPUSDÓTTIR,
Reynimel 76,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. september kl.
3 síðdegis Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Blindrafélag-
ið
Guðbjörg Einarsdóttir,
Jakobína Björg Einarsdóttir,
Þórunn Einarsdóttir.
t
Einlægar þakkir sendum við fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns mlns, föður, sonar, tengdasonar og bróður
GUÐBJÖRNS GfSLA BALDVINSSONAR.
Stórahjalla 17,
Guðbjörg Þorgeirsdóttir,
Þorgeir Guðbjörnsson, Snjólaug Baldvinsdóttir,
Baldvin Guðbjörnsson, Hólmfriður Guðsteinsdóttir,
Hólmfríður Guðbjörnsdóttir, Þorgeir Þórðarson,
og systkini.
verður það ekki rakið hér. Páll
var verslunarmaður að menntun,
hafði lokið prófi frá Samvinnu-
skólanum 1921, en áður stundað
nám um hrfð f Menntaskólanum f
Reykjavfk og var búfræðingur frá
Hvanneyri.
Um það leyti er þau Elín giftust
stundaði Páll almenn verslunar-
störf hjá fyrirtækjum hér í
Reykjavík, en árið 1930 stofnaði
hann ásamt Guðmundi Helgasyni
firmað G. Helgason og Melsteð
h.f. Páll var ákaflega ötull og hug-
kvæmur kaupsýslumaður, mjög
viðbragðsfljótur er beina þurfti
viðskiptum landsins til nýrra
markaða, eins og oft reyndist
nauðsynlegt á fjórða tug þessarar
aldar. Hann reyndi einnig nýjar
leiðir f sölu Isl. útflutningsafurða.
Hjónaband EUnar og Páls var
farsælt. Hún studdi hann með ráð
og dáð í umfangsmiklu og eril-
sömu starfi, en helgaði sig að öðru
leyti heimilinu og uppeldi barna
þeirra og hún var vissulega góð og
umhyggjusöm móðir. Þeim var
tveggja barna auðið, en þau eru:
Bogi Thorarensen Melsteð, f.
10.6. 1930, nú yfirlæknir við
sjúkrahús f Svfþjóð. Kona hans er
Ingibjörg Þorláksdóttir frá Eski-
firði, f. 9.10. 1934. Eiga þau 3
börn.
Ingigerður Þóranna Melsteð, f.
27.11. 1933. Maður hennar er
Ragnar Borg, f. 4.4. 1931, við-
skiptafræðingur, nú forstjóri G.
Helgason og Meðsteð h.f. Eiga
þau 4 börn.
Á heimili þeirra Elínar og Páls
ríkti jafnan mikil gestrisni og
heimilishald allt með miklum
myndarbrag, enda Elfn frábær
húsmóðir. Nutu þess löngum ætt-
ingjar og vinir svo og vinir og
félagar barna þeirra.
XXX
Kynni mfn af Elínu eru orðin
næsta löng, enda er það svo, að
mfnar fyrstu endurminningar eru
að nokkru tengdar henni. Tildrög
þessa eru þau, að þegar Vífils-
staðahælið var byggt, en faðir
minn veitti þeirri byggingu for-
stöðu, bjuggu foreldrar mínir
sumarlangt f gamla Vffilsstaða-
bænum. Var ég þá þriggja ára, en
Elfn var þá fóstra mín. Alla tíð
sfðan var þessum fyrstu kynnum
viðhaldið. Að ráði voru þau þó
eindurnýjuð á fjórða tug þessarar
aldar er við hjónin fluttum i
Útfaraskreytingar
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770
S. Helgason hf. STEINIÐJA
ílnholti 4 Slmar 7H77 og U2S4