Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
Börnin 1
Bjöllubæ
effir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
— Er einhver þarna? spuröi hún
hræðslulega.
Ekkert svar. Lilla ætlaði að hlaupa
aftur aó borðinu, sem skókassinn var á,
en þá sá hún köngurló koma fram undan
kommóðunni. Lilla varð svo skelfingu
lostin, að hún þorði ekki að hreyfa sig.
Hún gat raunar alls ekki hreyft sig. Hún
var lömuð af ótta.
En hún hélt áfram að hugsa.
— Nú grætur mamma, þegar hún finn-
ur mig ekki á morgun, hugsaði Lilla. —
Hún veit áreiðanlega ekkert, hvað hefur
komið fyrir mig. Henni dettur ekki í hug,
að ég hafi stolist að heiman og köngurló-
in étið mig, en ég trúði því heldur ekki,
að köngurlær væru svona hræðilega stór-
ar og ljótar. Mér var nær.
Köngurlóin skreið í áttina til Lillu og
ræskti sig.
— Ætlarðu að svíkja mig? spurði
köngurlóin.
— Ha, hvað, hver, ég? stundi aumingja
Lilla litla og fálmaði út í loftið. — Ég
held, ég held, að mamma vilji ekki hafa
köngurlær inni í stofunni hjá sér. Við
búum nefnilega hérna hjá vísindamann-
inum.
— Auövitað vildi hún ekki sjá mig
hérna, sagði Köngurlóin fyrirlitlega. —
Það vilja engar konur sjá köngurlær í
stofunni hjá sér og þó ætla ég að láta þig
vita, að ég hef aldrei gert konu neitt illt.
Hvað gæti ég svo sem gert af mér? Hvert
ætti ég að fara? Ég hef alltaf átt heima
hérna og ég veit ekkert, hvert ég ætti svo
sem að fara, ef mér verður sagt upp
horninu mínu.
Ein löppin á Lillu kom við brúðuna
hennar og Lillu jókst kjarkur á stund-
inni. Þarna var Púnti og hann myndi
ekki láta neina köngurló gera henni
mein!
— Vísindamaðurinn bauð okkur hing-
að, sagði Lilla. — Hefur hann boðið þér?
Nei, köngurlóin varð að viðurkenna, að
hún væri þarna óboðin.
— Þarna sérðu, sagði Lilla. — Þetta er
okkar gólf, því að við erum gestir hér og
okkur langar til að ganga á gólfinu.
Hve lengi ætlar
þú að ganga
með þennan
borða?
Mw
MORö-dlv
KAFF/NO
(() ______
4
GRANI göslari
NEI NEI
Þetta er óskiljanlegt. Fyrst er Ég held að það væri ráðlegast
ég látinn læra að tala, en sfðan að hætta þessum bananakúr,
sagt að halda kjafti. læknir.
— Stamar þú alltaf svona
mikið, aumingja drengurinn,
spurði konan sendisvein, sem
var að koma með sendingu til
hennar.
— N-n-n-nei, b-ba-ba-bara, þ-
þe-þegar é-ég t-t-ta-ta-tala.
Sonurinn: Pabbi, ég get ekki
reiknað dæmið mitt. Kennar-
inn sagði mér að finna ein-
hvern samnefnara.
Faðirinn: Hamingjan hjálpi
mér, eru þeir nú ekki búnir að
finna hann ennþá, þeir voru að
leita þegar ég var strákur.
Rússi og Amerfkani voru að
rffast um það, hvor þeirra hefði
verið f kaldara loftslagi.
— Ég hef vitað um vatn, sem
fraus meðan verið var að hella
þvf úr katlinum, sagði Rússinn.
— Það er nú ekki mikið, svar-
aði Amerfkumaðurinn, ég hef
séð kindur stökkva fram af
klettum og stöðvast f loftinu.
■— Það getur nú ekki verið,
það gerir þyngdarlögmálið.
Það var frosið Ifka.
— Þetta var krónubrandari
fyrir strfð.
Sumt fólk heldur að það sé
margra peninga virði, af þvf að
það hefur þá.
Sumt af þessari fyndni hefur
þú ábyggilega séð áður, sumt
ekki ennþá.
Fangelsi
óttans
Framhaldsuga aftir
Rosamary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
26
Sfðustu orðin voru sögð á
angurværan hátt.
— Þér farið þangað áður en
langt um Ifður Dwight. Ilafið nú
engar áhyggjur. Ég skal svo sann-
arlega leyfa yður að fylgjast með
framvindu mála.
Þvf næst hringdi hann til Linn
Emries og spurði, hvort hann
mætti koma og skila bréfunum
aftur.
Yður hefði verið f lófa lagið að
senda bréfin, sagði Linn
Hún var klædd f gulan kjól,
sem undirstrikaði enn betur en
fyrr blá, stór augun og dökkt hár-
ið.
— Já. það er öldungis rétt.
Hann braut regnfrakkann sam-
an og lagðí hann á sætið á hvft-
máluðum stól.
— Segið mér, hvað þér hafið
ákveðið að gera? Hafið þér komizt
á snoðir um eitthvað annað?
Hann hafði ekki sagt henni að
ákveðnar grunsemdir hefðu vakn-
að hjá honum við sfðustu bréfin.
Hann skýrði málið nú fyrir henni
og sagði henni að þau væru ekkí
fölsuð.
Fölsuð? Hún hrukkaði ennið.
— Hélduð þér virkilega að bréfin
væru fölsuð?
— Það var minnsta kosti mögu-
leiki. Én mér skjátlaðist.
Hún gekk út að glugganum og
leit niður f dimma götuna.
— Ég veit ekki hvað ég á að
halda um þennan leik sem þér
leikið. Haldið þér með Everest
eða haldið þér með mér’’
Hún sneri sér að honum og
horfði ásakandi augnaráði á
hann.
— Hvað vakir eiginlega fyrir
yður? Haldið þér með honum?
Já, svo mikið get ég sagt yður,
að ég held með honum.
— Kinmitt?
Reiðin gerði rödd hennar eilft-
ið óstyrka.
— Allt þetta skraf um Éverest.
Þér hafið bara spurt mig f þaula.
Þér segið mér ekki neitt. Þér vitið
nóg til að gruna einhvern um
fölsun, en auðvitað viljið þér ekki
segja mér ástæðuna.
— Ég veit ekkert. Ég er aðeíns
að reyna að nota útilokunarað-
ferðina.
— Hún stóð grafkyrr um stund
og bærði ekki á sér.
— Jæja, sagði hún að lokum.
— Hvað eigið þér með þvf að
segja þetta svona?
— Það gæti skýrt svo margt.
Allt. Jamie er óskaplega rfkur og
það væri sjálfsagt ómaksins vert
að gera þetta. Og hann hefur
sjálfur leitað út fyrir vernd lag-
anna, ekki satt ?
— Rétt.
— Og nú þegar Qalter er dá-
inn....
Það var eins og rynni upp fyrir
henni Ijós og hún þagnaði.
— Það er þannig f pottinn
búið? Hún gekk nær honum til að
geta eiginlega þvingað svar frá
honum með sérstæðum bláum
augunum. Hann fann geðshrær-
ingu hennar eins og rafmagns-
straum.
— Ég veit ekki hvað þér eruð
að reyna að segja, svaraði hann
varfærnislega.
— Það er samsæri til að ná
tangarhaldi á peningunum hans
Jamies. Þeir halda honum þarna
til að hann skrifi og skrifí og mali
stöðugt meiri peninga fyrir þá.
Eruð þér ekki að gera yður eitt-
hvað slfkt f hugarlund?
Þegar hann svaraði ekki að
bragði greip hún f jakkann hans
og togaði f.
— Erþaðekki?
Vfst hafði þessi hugsun hvarfl-
að að honum. Hún hafði sjálf
reiknað þetta út. Hann hafðí ekk-
ert sagt henni. Hann hefði ekki
átt að minnast á fölsunina.
— Ég er að gera mér getgátur
og
— EG er að gera mér getgátur
og ÞÉR hafið grun.
Hún hagræddi sér f gluggakist-
unni.
— Kemur mfn kenning heim
og saman við yðar?
— Já, sagði hann dapurlega.
Hann vissi að Dwigth Percy
myndi ekki verða hress ef hann
vissi að hann viðurkenndi þetta.
En nú var of seint að lemja
hausnum við steininn.
— Voru þau bæði undir eftir-
liti allan tfmann sem þér voruð
það um daginn?
— Já, það var óhugsandi að
tala undir f jögur augu víð þau.
Alltaf var vörður f sjónmáli.
Við náðum nú reyndar fjarska
litlu sambandi við Helene og
reyndum kannski ekkert til þess.
Hún var alltaf á þönum f kringum
Everest. Svo tókst mér að króa
hana af fáeinar mfnútur og ég
ætlaði að tala víð hana. En hún
skalf og nötraði af óstyrk og svo
alft f einu f miðri setningu nánast
stakk hún bara af ....
— Það er afskaplega ólfkt
henni. Hún er mjög hispurslaus
og skemmtileg. Ég er viss um hún
hefði gripið þetta tækifæri tveim
höndum til að hitta einhvern —
um New York, vinnuna ykkar —
eða bara eitthvað.