Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 39
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 21 Valsmenn úr leik í fyrstu lotu Reykjavíkurmótsins REYKJAVlKURMOTIÐ I hand- knattieik, sem nú stendur yfir, er með greinilegum byrjendabrag, mikið um alls kyns mistök, spil ráðleysislegt, varnir og mark- varsla slök, enda ekki við miklu að búast ( upphafi keppnistfma- bils. Þó eru Valur og Fram slak- ari en við mætti búast, sérstak- lega Valur, sem tapað hefur fyrir Vfkingi og Ármanni. En nú skul- um við snúa okkur að úrslitum einstakra leikja: VALUR — VÍKINGUR 23—24 Þetta var sennilega úrslitaleik- ur þessa riðils, en í honum eru að auki IR, Ármann og Leiknir. Lið- in voru nokkuð jöfn í þessum leik og gat hann farið á hvorn veginn sem var. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka höfðu Víkingar tveggja marka forystu, en þegar ein mínúta var eftir var Valur með eins marks forskot og með boltann en fyrir klaufaskap töp- uðu Valsmenn boltanum tvívegis og Víkingar gerðu sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Flest mörk gerðu Ólafur Einarsson 10 og Þorbergur Aðalsteinsson 6 fyr- ir Víking en fyrir Val gerðu flest mörk: Jón Karlsson 8, Jón Pétur Jónsson 4 og Þorbjörn Guðmunds- son 4. IR—ÁRMANN 25—14 Þetta var slakur leikur og gátu Ármenningar nánast ekki neitt enda var staðan í hálfleik 13—4 ÍR í vil, en ÍR-ingar fóru sér róleg- ar í seinni hálfleik og gerðu Ár- menningar þá 10 mörk. Flest mörk ÍR gerðu Ágúst Svavarsson 6, Brynjólfur Markússon 5 og Höröur Hákonarson 4. Fyrir Ár- mann gerðu Hörður Harðarson 3 og Óskar Ásmundsson 3. KR—FRAM 15—15 Frammarar voru alveg bitlausir í þessum leik og áttu ekki meira skilið en jafntefli, annars voru bæði liðin afar ráðleysisleg í sókn- araðgerðum sinum og gekk illa að opna varnir hvors annars en þær voru það skásta sem sást i leikn- um. Flest mörk KR gerðu Hilmar | Valur og Fram unnu ÍSLANDSMEISTARAR Vals þurftu ekki að leggja hart að sér til þess að sigra 2. deildar lið Selfoss, þar eystra á laugar- daginn, en leikur þessi fór fram í tilefni 40 ára afmælis Ungmennafélagsins. Urslit leiksins urðu 3—0 fyrir Vals- menn, en sigurinn hefði getað orðið mun stærri hefðu Vals- menn haft heppnina með sér og nýtt marktækifæri sem þeim buðust fjölmörg I leikn- um. Einn Valsmanna, Her- mann Gunnarsson, lék þarna afmælisleik, þar sem þetta var 250. leikur hans með meistara- flokki Vals. Hélt Hermann upp á afmælið með því að skora tvö mörk, en markakóngur liðsins, Ingi Björn Albertsson, skoraði þriðja markið. Á laugardaginn fór svo fram á Akureyri minningarleikur um þá Kristján Kristjánsson og Þórarinn Jónsson sem lét- ust af slysförum fyrir allmörg- um árum. Áttust þar við lið Þórs og Fram og lauk leiknum með 2—1 sigri Framara. Mörk Fram skoruðu þeir Trausti Haraldsson og Ásgeir Elíasson en Baldvin Harðarson skoraði fyrir Þór. Björnsson 4 og Haukur Ottesen 4. Flest mörk Fram gerðu Pálmi Pálmason 5 og Gústaf Björnsson 3. ÞRÓTTUR—FYLKIR 21—13 Þróttarar voru ekki í vandræð- um með Fylki þó að þá vantaði Friðrik Friðriksson annars var þessi leikur slakur eins og aðrir leikir mótsins. Fyrir Þrótt gerðu flest mörk þeir Konráð Jónsson 6, Bjarni Jónsson 5 og Sveinlaugur Kristjánsson 5. Einar Einarsson gerði flest mörk Fylkis 4, aðrir minna. VALUR—ÁRMANN 15—16 Valsmenn voru alveg heillum horfnir i þessum leik og höfðu ekkert svar við baráttuglöðum Ármenningum, sem sýndu mun betri leik nú en gegn ÍR kvöldið áður. Ef Valsmenn ætla að standa sig f Islandsmótinu í vetur verður mikið að lagast. Flest mörk Vals gerðu Jón Pétur Jónsson 4 og Þorbjörn Guðmundsson 4. Vil- berg Sigtryggsson gerði 3 mörk fyrir Ármann, en aðrir minna. Alls gerðu 9 menn mörk liðsins. VlKINGUR—LEIKNIR Það er ekki hægt að hæla Vík- ingum fyrir þennan leik; að vinna Leiknf með 4 marka mun 23—19 er ekkert afrek. Það er vissulega vonandi að handknattleikurinn fari batnandi i vetur og I raun og veru held ég að hann geti ekki annað. Flest mörk Vfkings gerðu Ólafur Einarsson 6 og Erlendur Hermannsson 4. Flest mörk Leiknis gerðu Hafliði Pétursson 7 og Gunnar örn Kristjánsson 4. H.G. 63 MORK í TVEIMUR LEIKJUM HJÁ FH REYKJANESMÓTIÐ I hand- knattleik hófst I Iþróttahúsinu f Hafnarfirði á sunnudaginn og var leikið þar frá morgni til kvölds, enda ætlunin að ljúka mótinu af að mestu á tveimur sunnudögum. Ekki buðu leikirnir á sunnudag- inn upp á mikil tilþrif né óvænt úrslit. Helzt var það lið Stjörn- unnar úr Garðabæ, nýliðarnir ( 2. deild, sem kom á óvart. Það veitti 1. deildar Iiði Hauka mikla keppni og vann sfðan yfirburða- sigur yfir 2. deildar liði IBK. Fyrsti leikur mótsins var milli íslandsmeistara FH og liðs UMFN. Ekki þurftu FH-ingar mikið fyrir stórsigri sínum í þess- um leik að hafa, en úrslitín urðu 30—12 fyrir FH. Næsti leikur var milli 1. deildar liðanna Hauka og Gróttu og þar kom hið sama upp á teningnum. Annað liðið, Haukar, hafði algjöra yfirburði og sigraði 27—12. Næsti leikur var milli Aftureld- ingar og Breiðabliks, tveggja 3. deildar liða og lauk þeim leik með sigri Aftureldingar 19—9. Þá léku FH-ingar við 3. deildar lið HK úr Kópavogi og unnu sigur með 12 marka mun 33—21. Þessu næst kom svo leikur Hauka og Stjörnunnar, Hafði Stjarnan í fullu tré við fyrstu deildar liðið lengst af i leiknum, en úrslitin urðu 19—17 fyrir Hauka. Breiðablik vann siðan sigur I leik sínum við UMFN 22—18, HK sigraði Aftureldingu 26—20 og f siðasta leik leik dagsins sigraði Stjarnan lið IBK 25—15. Hugurinn beinist að Moskvu 1980 SPJALLAÐ VIÐ LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR, FREMSTU FRJÁLSÍÞRÓTTAKONU ÍSLENDINGA Þarna var á ferðinni meistara- hlaupari i mörgum skilningi. Hún var óttalaus við keppinauta sfna, hraðinn var yfirvegaður, hlaupið afslappað og stíllinn afar fullkom- inn. Lilja var nú meistarinn sem keppinautarnir báru lotningu fyr- ir. UNDIR 2:10,0 MlN. I byrjun ágúst f fyrra náði Lilja áfanga sem hún hafði þá stefnt lengi að, en l>að var að hlaupa 800 m undir 2:10 mín. Þetta tókst henni f fyrsta sinn á miklu móti á þeim fræga velli, Slottaskogsvall- an í Gautaborg, en á sama móti — Fyrst fór ég til Norrköping f febrúar 1973 og var þá bara f 1V6 mánuð. Þá komst ég að raun um að aðstaða öll til æfinga og keppni var þar miklu betri en hér heima, þótt hún sé þar ekki eins og bezt gerist í Svíþjóð. Þennan stutta tfma kynntist ég forráðafólki og þjálfara IFK Norrköping, en Guðmundur Þórarinsson, sem þjálfaði mig hér heima, kom mér f samband við það. Þetta fólk var mér afar hjálplegt og því ákvað ég að fara út til Norrköping um áramótin 1973/1974, en sfðan hef ég dvalizt þar meira og minna. Þetta voru orð Lilju Guðmundsdóttur, bezta millivegalengdahlaupara Islands í kvennaflokki fyrr og sfðar, en Mbl. tók hana tali nýlega. Lilja hefur vakið óskipta athygli hin síð- ustu ár fyrir góðan árangur sinn á hlaupa- brautinni hér heima og erlendis, en með afrekum sfnum hefur hún skipað sér á bekk meðal beztu millivegalengdahlaupara á Norðurlöndum. Hún hefur orðið fyrsta ís- lenzka konan til að sýna þá ákveðni, ein- lægni og sjálfsaga við æfingar f sinni grein sem þarf til þess að verulegur árangur náist. Stórgóð islandsmet hennar f 800 m og 1500 m er bera þvf bezt vitni hve föstum tökum hún hefur tekið æfingar sínar. BYRJAÐII HLJÓMSKÁLANUM — Ég byrjaði að keppa í Hljómskála- hlaupunum hjá ÍR, en f þá daga var auðvit- að ekki æft neitt. Ég kom svo öðru hverju á völlinn og keppti eitthvað, en árangur lét alveg á sér standa þar til árið 1971, enda ekki skrítið þar sem ég æfði ekki neitt fyrr en svolítið veturinn 1970—71, sagði Lilja. Samkvæmt upplýsingum þeim sem við fengum hjá Guðmundi Þórarinssyni, þeim ötula þjálfara ÍR-inga, þá var það á árinu 1969 að Lilja keppti fyrst í Hljómskála- hlaupunum, en hlaupin byrjuðu einmitt það ár. Guðmundur sagði okkur að ekki hefði farið mikið fyrir árangri Lilju f þess- um hlaupum, þar sem margar stúlkur hefðu þá hlaupið á betri tfma. — En þetta breytt- ist þó sfðar þegar Lilja byrjaði að æfa svolftið með okkur, sagði Guðmundur. ÞJÓÐHÁTIÐARMÓTIÐ KVEIKJAN AÐ 400 M I fyrstu keppti Lilja f 100 og 200 m, enda lftið keppt þá í 400 og 800 m hlaupi, og ungar stúlkur ekki beint hvattar til þátt- töku í þeim vegalengdum f þá daga. Á árinu 1971 vekur hún þó mesta athygli fyrir árangur sinn f 400 m, en vegalengdina hljóp hún bezt á 62,4 sek. það árið og var þá rétt við þágildandi Islandsmet. Þessum árangri náði hún á 17. júnf-mótinu, og varð þetta kveikjan að frekari undirbúningi fyrir 400 metra. Lilja sigraði f 400 m á Þjóðhátfðar- daginn næstu skipti sem hún var hérlendis, en einmitt þann dag 1973 setti hún islands- met (59,3 sek.) á vegalengdinni, og með þeim árangri varð hún fyrst íslenzkra kvenna til að hlaupa 400 metra undir 60 sekúndum. FYRSTA METIÐ — Ég byrjaði að fikta við 800 m 1971, en hafði þó ekkert sérstakan áhuga á þeirri grein. Ég man því ekki beinlínis hvað vakti fyrir mér þegar ég ákvað að taka þátt f þeirri grein á Meistaramótinu 1972. Hlaup- ið sjálft fannst mér frekar rólegt f byrjun og tók ég því forystuna eftir 300 m. Ég leiddi svo þar til að um 100 m voru eftir, en þá fóru bæði Unnur Stefánsdóttir og Ragn- hildur Páisdóttir fram úr mér. Einhvern veginn tókst mér að svara spretti þeirra og ná þeim aftur og vinna hlaupið. Ekki hafði ég búizt við sigri fyrir hlaupið, og þvf varð ég mjög hissa að heyra að ég hefði sett nýtt islandsmet f hlaupinu, en ég hljóp á 2:20.2 mín. Þetta var mitt fyrsta islandsmet og bætti ég fyrra metið um 1.8 sek., en það átti Ragga, sagði þessi geðuga hlaupakona þeg- ar við ræddum við hana nýlega. Lilja sagði okkur að þetta hlaup hefði gert það að verkum að hún hefði ákveðið að einbeita sér að 400 m og 800 m f framtfð- inni. Margt af okkar fremsta frjálsfþróttafólki ( dag hóf feril sinn ( hinum vinsælu Hljómskálahlaupum Guðmundar Þórarinssonar. Lilja Guðmundsdóttir er meðal þeirra og hér má sjá hana fara af stað ( eitt slfkt. Með henni á þessari mynd er einnig Gunnar Páll Jóakimsson einn fremsti millivegalengdahlaupari landsins f dag, en hann er greinilega við upphaf hlaupaferils sfns þegar þessi mynd er tekin. Ur svip þeirra má lesa mikla einbeitingu þótt ekki sé kunnáttan mikil á tfma myndarinnar. gerðist sá markverði viðburður að ein ensk míla var fyrst hlaupin undir 3:50 mfn. — Ég var ekki í sem bestu stuði fyrir hlaupið og eftir 300 metra fannst mér fæturnir ætla að gefa sig því þeir voru eitthvað þungir. Ég þráaðist þó við og barðist af hörku við keppinauta mfna, en hópurinn var vel haldinn rúmlega hring. Ég var í 5. sæti eftir 400 m og fékk 62 sekúndur í millitlma. Barðist ég mikið við sænska stelpu msem heitir Lotta Malm- ström, en svo voru einnig útlend- ar hlaupakonur f keppninni. Þeg- ar 300 metrar voru eftir vann ég mig upp f 4. sæti og hélt því í mark. Ég var illa á mig komin að hlaupi loknu. Fæturnir voru al- veg máttlausir og einnig var ég heltekin af svima. En það var eins og þetta hyrfi allt saman þegar ég heyrði tímann minn, 2:08,5 mfn. Þar með var langþráðu takmarki náð, þ.e. að komast undir 2:10,0 mínútur í 800 metrum. Ég var auðvitað himinlifandi yfir þessu, sagði Lilja, og svo var einnig með þjálfara minn Zicka og forráða- fólk félagsins. ÓLYMPtULEIKAR UNDIRBUN- IR Árangur Lilju á árinu 1975 var rétt við íslenzku lágmörkin sem sett voru sem skilyrði fyrir þátt- töku f Ólympíuleikunum i Mon- treal. Hafði hún hlaupið 1500 m á 4:34.0 mín. og 800 m á 2:08.5 mín., en lágmörkin hljóðuðu upp á 4:30,0 mín og 2:08,5 mfnútur. Markið var þvf sett hátt og þau Lilja og Zicka skipulögðu æfing- arnar veturinn 1975—76 með það f huga að sigrast á lágmörkunum og það þá meira en lítið. Meðal annars fór hún í æfingabúðir til italíu og Júgóslavfu og bjó sig undir sumarið af kostgæfni. Þess er svo skemmst að minnast að Lilja náði lágmarkinu f 1500 m léttilega með glæsilegu nýju Is- landsmeti, 4:26,2 mfn. Þessu náði hún á móti í Gautaborg, en þar finnst henni best að keppa, og eins og áður kemur fram þá hafa mörg met hennar verið sett þar. Ekki tókst Lilju að sigrast á lág- markinu f 800 m, en hún var fremur óheppin meó keppni í þeim greinum. Þar sem hún hafði unnið sér rétt til þátttöku í Ól. i 1500 m var hún einnig valin til að keppa í 800 m I Montreal. 1 MONTREAL Þegar til Montreal var komið var greinilegt að Lilja stefndi að sem bestum árangri, því tíma þann sem hún þurfti að bfða þar til að keppni kom, notaði hún af kostgæfni og undirbjó sig vel. Árangurinn talar bestu máli en tvö ný og glæsileg islandsmet sáu dagsins ljós. 800 metrarnir voru á undan. Þar hljóp Lilja á 2:07,26 mín. Gamla metið var 2:08,5 mín., en best um sumarið var hún búin að hlaupa á 2:11,7 mín., og var það hér heima sem hún náði þeim árangri. Var það f Kalott- keppninni sem hún sigraði með yfirburðum. 1500 metrarnir voru öllu glæsi- legri. Þar hljóp Lilja á stórgóðum tfma, 4:20,27 mín. Var hér um 5.9 sekúndna bætingu á fyrra metinu að ræða, og framfarirnar frá fyrra ári voru orðnar 13.7 sekúndur. Þótt Lilja hafi rekið lestina i sínum riðlum, en hún var óheppin með riðladrátt og lenti f sterkum riðlum, þá var ekki að sjá að hjá henni gætti neins ótta við keppi- nautana og skki var hún með neina sérhlífni, því hún barðist við keppinauta sfna eftir fremsta megni. Óhætt er að fullyrða að Lilja hafi náð bestum árangri ís- lenzka frjálsfþróttafólksins í Montreal. FRAMTÍÐIN I JÁRNUM Þegar við spurðum Lilju hvað nú tæki við, þá sagðist hún vera nokkuð óákveðin með framtíðina. Ahuginn væri þó fyrir hendi og markmiðið er að taka stefnu á Ólympíuleikana í Moskvu, sem verða á árinu 1980. — Það er spurning með það atriði að geta dvalist erlendis við æfingar og keppni. Eigi ég að ná eitthvað lengra þá er ef til vill nauðsynlegt að skipta um umhverfi. Þá eru vandræði með að geta einbeitt sér fullkomlega við æfingar því hing- að til hef ég þurft að stunda at- vinnu til að geta lifað, en fremsta fólk f öðrum löndum býr við alit aðra aðstöðu í þeim efnum, sagði Lilja okkur. — Bestu menn okkar Framhald á bls. 25 HALDIÐ UTAN i janúar 1974 ákveður Lilja að fara til Svfþjóðar til æfinga og keppni. Hún stundaði einnig at- vinnu þar, en félagið sem hún keppti fyrir, IFK Norrköping, út- vegaði henni atvinnu og húsnæði. — Þarna komst ég í kynni við þjálfarann Zivojin Zicka, en frá þeim tfma hefur hann skipulagt æfingaprógrömm mfn. Það er harður maður sem krefst þess að maður leggi sig fram við æfingar. Hann hefur aðeins fáa einstak- linga og sinnir hverjum mjög mikið. Þannig er hann oft f viku viðstaddur mfnar æfingar, og hann lætur til sfn heyra maðurinn sá, hvort sem gengur vel eða illa. Já, hann er harður yfirmaður og hefur litla samúð með þeim sem kveinka sér, en þannig eiga þjálf- arar að vera. Þeir mega ekki láta íþróttamanninn komast upp með leti eða sérhlífni. Sumarsins 1974 er skemmst að minnast, þvf þá bitust Lilja og Ragnhildur um íslandsmetið í 800 m. Skiptust þær á að bæta það og þegar upp var staðið átti Lilja metið, sem hljóðaði upp á 2:15.1 mfnútu. YFIRBURÐIR A MILLIVEGALENGDUNUM Sfðan 1974 hefur Lilja haft yfir- burði f millivegalengdunum hér- lendis, en þegar Lilja tók sem mestum framförum (1975) þá virtist, því miður, sem hennar helzta keppinaut, Ragnhildi Páls- dóttur, færi aftur, en eitt helzta skilyrði góðra framfara er hörð keppni, en á þann hátt hefðu þær getað hjálpað hvor annarri. Sfðustu 2 árin hefur mai’gt drif- ið á daga Lilju. Hvert Islandsmet- ið af öðru, innanhúss og utan, hefur litið dagsins ljós, og hefur hún unnið margan góðan sigur- inn. Hún hefur t.d. verið afar sigursæl f keppnum í Svíþjóð, en þar í landi er hún nú f allra fremstu röð f sínum greinum. í sumar vann hún ásamt stöllum sfnum IIFK Norrköping sænskan meistaratitil, er þær komu fyrstar að marki 13x800 m boðhlaupi. Þar hljóp Lilja endasprettinn, og fékk hún um 2:10.0 mfn., svo til alveg kappnislaust. SIGRAR I KALOTT islenzkir frjálsíþróttaunnendur og landsliðsfélagar Lilju hafa lftið séð hana í keppnum sfðustu 3 árin, þar sem hún hefur dvalizt meira og minna f Svíþjóð, en þangað leitar íslenzkt frjáls- íþróttafólk þó frekar lítið. Lilja hafði sett nokkur met ytra þegar hún kom til móts við félaga sfna í Kalott-keppninni í Tromsö í fyrra, en þá fengu menn heldur betur að sjá þessa afrekskonu f fullu fjöri. Hún var ekkert að tvínóna við hlutina heldur tók forystu í 800 m og 1500 m þegar í upphafi og hljóp frá keppinaut- um sfnum. Henni varð aldrei litið um öxl, heldur hljóp mjög yfir- vegað, réð alveg lögum og lofum f hlaupunum tveimur og sigraði í báðum greinum á tímum við hennar bezta. í keppni þessari kom í ljós að stúlkan sem flestir höfðu þekkt hingað til sem dálítið duttlunga- fulla og óörugga í keppni, hafði Lilja Guðmundsdóttir sigrar með yfirburðum gjörsamlega tekið stakkaskiptum. keppni á Laugardalsvellinum. ( Lauda lætur sig ekki „The show must go on.“ Þannig hugsar greinilega austurr(ski kappakstursmaðurinn Niki Lauda, sem vann það frækilega afrek um fyrri helgi að verða ( fjórða sæti I Monza kappakstrin- um á Italfu, röskum sex vikum eftir að hann lenti f alvarlegu slysi ( kappakstri f Vestur- Þýzkalandi — svo alvarlegum, að honum var ( fyrstu vart hugað lff. Engum datt þá f hug, að Lauda myndi nokkru sinni framar sjást á kappakstursbrautunum, en viljaþrek og kjarkur þessa lág- vaxna Austurrfkismanns virðist vera með ólfkindum. A.m.k. var það ekki að sjá ( kappakstrinum f Monza, að Lauda væri neitt brugð- ið. Fyrir keppnina f Monza lýsti Ferrari-verksmiðjurnar yfir þvi, að Lauda tæki þátt f þessum kapp- akstri algjörlega á eigin ábyrgð, en þær munu hafa verið þvf mót- fallnar, að Lauda hæfi keppni svo fljótt, jafnvel þótt það hafi gífur- lega mikið fyrir fyrirtækið að segja, að Lauda hreppi heims- meistaratitilinn, en sem kunnugt er ekur hann Ferrari-bifreið. — Það var Lauda sjálfur og læknir hans, sem tóku ákvörðunina um keppni hans, ekki við sagði Enzo Ferrari, forstjóri Ferrariverk- smiðjunnar, þegar tilkynnt var, að Lauda myndi keppa í Monza. Þegar Lauda hitti blaðamenn að máli fyrir keppnina brá þeim í brún. Andlit kappaksturhetjunn- ar er mjög illa farið af brunasár- um, sem hann hlaut í slysinu, þrátt fyrir að sérfræðingar hafi gert mikið tii þess að lappa upp á útlit hans. Því verki er þó engan veginn lokið, og telja læknarnir, að unnt verði að laga líkamslýti Lauda að mestu. Kappaksturinn í Monza var hinn sögulegasti, ekki sfzt vegna þess, að helzti keppinautur Lauda um heimsmeistaratitilinn, James Hunt frá Englandi, var staðinn að því að reyna að sniðganga reglur keppninnar. Notaði hann sterk- ara bensfn en heimilt er i undan- keppninni, og var það til þess að hann var dæmdur til þess að vera sfðastur f hópnum, þegar ræst var út f kappaksturinn. Fór líka svo, að James Hunt hætti keppni eftir 12 hringi. Eftir keppnina kærði svo Hunt keppnina, og er enn ekki vitað, hvort mótmæli hans verða tekin til greina. Það var Svíinn Ronnie Peterson, sem varð sigurvegari f Monzakappakstrinum, en í öðru sæti varð félagi Niki Lauda, Clay Niki Lauda á blaðamannafundi fyrir keppnina ( Monza. Svo sem sjá má er andlit hans illa útleikið eftir slysið. Læknar hafa þó gefið honum góða von að takast megi að laga það að mestu. Regazzoni frá Sviss, en hann ekur Ferrari-bifreið. Var þetta fyrsti sigur Petersons í Grand-Prix kappakstri f ár. í frásögn Morgunblaðsins af kappakstri þeim sem fram fór ný- lega var sagt, að þar hefði James Hunt unnið sinn fyrsta sigur í Grand-Prix keppni. Þar var aldeilis ekki farið rétt með, þar sem Hunt hefur oftsinnis sigrað í slíkri keppni, og það oftar en einu sinni f ár. Staðan f keppninni um heims- meistaratitilinn er þannig eftir keppnina i Monza: 1) Niki Lauda, Austurriki (Ferrari) 61 stig 2) James Hunt, Englandi (McLaren) 56 stig 3) Jody Scheckter, S-Afríku (Tyrrell) 38 stig 4) Clay Regazzoni, Sviss (Ferrari) 30 stig 5) Patrick Depailler, Frakklandi (Tyrell) 27 stig 6 Jacques Laffitte, Frakklandi (Ligier-Matra) 20 stig 7) John Watson, írlandi (Penske) 18 stig 8) Jochen Mass, V-Þýzkalandi (McLaren) 14 stig 9) Ronnie Peterson, Svíþjóð (March) lOstig 10) Gunnar Nilsson, Sviþjóð (Lotus) lOstig Ronnie Pettersson — Sigurinn í Monzakappakstrinum var honum mjög kærkominn, eftir misjafnt gengi þaó sem af er þessu keppnistímabili. Boit vann Keníabúinn Mike Boit sigraði i 800 metra hlaupi á miklu frjáls- íþróttamóti sem fram fór í Parfs um helgina. Hljóp Boit á 1:46,5 mfn. og hafði hann forystu f hlaupinu allt frá upphafi til enda. Ætlaði Boit sér að setja heims- met, en var nokkuð langt frá því að þessu sinni. Annar í hlaupinu varð Milovan Savic frá Júgóslaviu sem hljóp á 1:47,1 mfn. og þriðji varð landi Boits, John Kipkurgat, og var tími hans 1:47,2 mín. Margir af beztu frjálsíþrótta- mönnum heims tóku þátt í mótinu og yfirleitt náðist ágætur árangur f öllum keppnisgreinum. í Pads Mike Boit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.