Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 29 Einar J. Einarsson —Minningarorð Fæddur 10.11. 1898. Dáinn 9.9.1976. í dag er til moldar borinn dáða- drengurinn og prúðmennið Einar J. Einarsson, Bergþórugötu 9, hér í borg. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu hinn 9. september s.l. Þegar mér barst fregnin sama kvöld, setti mig hljóðan að heyra að þessi elskulegi vinur minn væri allur. Ég vissi að hann hafði áður fengið hjartaáfall, en hann hafði virst nokkuð hress og þess vegna kom mér andlátsfregn hans mjög á óvart. Ég hafði verið hjá þeim hjónum nokkrum dögum áður og sýndist mér hann þá eins og venjulega, léttur I lund og létt- ur á fæti. Aðeins nokkfum dögum síðar er mér tilkynnt lát þessa góða drengs, en við því er ekkert að gera því enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Með Einari J. Einarssyni er genginn einhver sá bezti og heil- steyptasti maður sem ég hefi kynnst á minni löngu ævi. Hann var svo heill I hugsun, orðum og gerðum að af bar. Orð hans og loforð voru jafn áreiðanleg eins og skriflegir samningar nú til dags. Ef maður gæti séð eitthvað fram I framtfðina væri margt öðruvísi en nú er. Á ég þar við fyrstu kynni okkar, er Asta, systurdóttir mín, kynnti hann fyrir okkur hjónunum. Maðurinn virtist svipgóður og snyrtilegur, en eigi mikill að vallarsýn. Hún hafði fundið hve mikill mann- kostamaður hann var, og er ég kynntist honum fann ég að þessi hlédrægi og prúði maður hafði gullhjarta. Frá honum streymdi alla tíð góðvild, ekki eingöngu til hans nánustu vandamanna og vina, heldur einnig til allra þeirra, sem hann komst í snert- ingu við. Sýndi hann mér og fjöl- skyldu minni mikla góðvild frá okkar fyrstu kynnum og vildi allt fyrir okkur gera. Minnist ég sér- staklega eins atviks. Eitt sinn er ég var staddur á heimili þeirra hjóna, gat ég þess, að þar sem ég byggi, gerði fólk sér að leik að stytta sér leið yfir lóð okkar sem ræktuð er með trjágróðri og kom þá fyrir að trén voru brotin og tröðkuð niður. Að fáum dögum liðnum birtist Einar ásamt Krist- leifi syni sínum til að girða hjá okkur lóðina, en efni I girðinguna hafði hann sent á undan. Gengu þeir þannig frá, að fáir gera sér leik að fara yfir girðinguna. Þetta er þó aðeins spegilmynd af öllu því sem ég á honum að þakka. Þannig var hugarfar hans til mín og fjölskyldu minnar meðan líf entist. Einar fæddist hinn 10. nóvem- ber 1898. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson og kona hans Guðrún Eirfksdóttir er bjuggu í Holtahólum á Mýrum I V.- Skaftafellssýslu. Var hann einn úr stórum systkinahópi, en þau voru alls 15. Það er þvl augljóst að ekki hefur verið neinn munaður á því heimili og það hefur þurft mikla þrautseigju og dugnað til að framfleyta hinum stóra barna- hópi og það oft við erfið skilyrði. Þá voru ekki til neinar fjölskyldu- bætur með börnum eins og nú er og fór það því eftir dugnaði for- eldranna hvernig til tækist og það tókst. Öllum þessum barnahópi var framfleytt án nokkurrar aðstoðar unz þau hurfu úr föður- húsum eins og gengur og gerist. Það var því eðlilegt, að börnin þyrftu að taka til hendinni strax og kraftar leyfðu og ekki stóð á Einari að hjálpa til eftir mætti. Kom þá þegar I ljós hin mikla vinnugleði, sem einkenndi hann alla ævi. Er hann var 8 ára gamall var hann látinn vinna fyrir sér á öðrum bæjum og var svo þar til hann var 12 ára gamall. Þá fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Næstu árin á eftir vann hann aðallega við sveita- vinnu til 18 ára aldurs, en þá fór hann að vinna hjá Reykjavíkur- bæ. Fyrstu árin var það almenn verkamannavinna, en síðar varð Kennsla hefst á þriðjudag 5. október Ballett fyrir byrjendur og fram- haldsnemendur. INNRITUN í SlMA 3-21-53, 1—6. BALLETSKOLI SIGRIÐAR ÁRMANN ISKÚLAGÖTU 34—4.HÆÐ. JostiElectronic Höfum opnað nýstárlega verzlun Á lager eru 1 50—200 mismunandi tegundir rafeindabyggi- setta svo sem: Magnarar digital-klukkur Ijósashow sjónvarpsspil og m.m. fl. Uppsett tæki til sýnis á staðnum. Komið, hringið eða skrifið eftir litprentuðum myndalista. Semdum i póstkröfu. Velkomin í sanna JOSTI-verzlun. IVIYCO H HAMRABORG I. KÓR S: 43900 OPIÐ: kl. I7-I9virka daga. laugardaga I0-I2V hann verkstjóri I tugi ára, eða þar til hann varð að hætta fyrir ald- urs sakir 70 ára að aldri. Mér hefur verið sagt að Einar væri hamhleypa til vinnu, svo mikil, að vinnufélagar hans ávítuðu hann fyrir, og sögðu, að ekki yrði honum neitt betur borgar fyrir þetta vinnukapp. Einar hafði svar á reiðum höndum. Hann sagðist vilja vinna fyrir sínu kaupi, því ekki voru vinnusvik eða annað slíkt I hans huga. Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni Astu ‘Guðjónsdóttur 18. október 1930. Þau hefðu því átt 46 ára brúðkaupsafmæli í næsta mánuði. Foreldrar Astu voru Guðjón Tómasson frá Bjargi á Akranesi og systir mín Margrét Helgadóttir frá Litla-Bakka á Akranesi. Er hér var komið höfðu þau flutt frá Akranesi til Reykja- víkur og bjuggu að Bergþórugötu 9. Asta og Einar bjuggu allan sinn búskap að Bergþórugötu 9. Heimili þeirra var snyrtilegt og aðlaðandi, enda sambúð þeirra sem best verður á kosið, og var heimilið þeim báðum fyrir öllu. Ásta og Einar eignuðust þrjú börn. Eitt þeirra, drengur, dó tveggja ára gamall og varð það þeim mikill harmur. Hin tvö sem upp komust eru Margrét, gift Jóni Árnasyni, bifreiðastjóra hjá Reykjavíkurborg og Kristleifur, verkstjóri hjá Isal, kvæntur Önnu Hjálmarsdóttur. Með þessum kveðjuorðum mín- um vil ég þakka Einari J. Einars- syni fyrir allt, einnig vil ég þakka honum þá miklu góðvild og kær- leika er hann sýndi systur minni eftir að hún varð ekkja, og alla tíð á meðan hún lifði. Hún var góð manneskja allt sitt líf og ég veit að hún mun taka á móti honum nú þegar hann er horfinn yfir móðuna miklu. Eg færi Ástu og hennar nán- ustu mína innilegustu samúð og bið þeim öllum Guðs blessunar um alla framtfð. Jón. B. Helgason. Hugleiðing um góðan granna. Sterk vináttubönd hafa tengt heimilin á Bergþórugötu 7 og 9 saman í 45 ár. Þegar ég frétti andlát Einars Einarssonar verk- stjóra, hugsaði ég til þess hve mikill sjónarsviptir það er fyrir gömlu góðu götuna okkar, að Framhald á bls. 31 Barnaflokkar — unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendurog framhald. Innritun daglega frá kl. 10 —12 og 1 —7. REYKJAVÍK Brautarholt 4 simar 20345 og 24959 Drafnarfell 4 (Breiðholti) simi 74444. KÓPAVOGUR Félagsheimilið sími 381 26. HAFNARFJÖRÐUR Góðtemplarahúsið simi 38126. SELTJARNARNES Innritun auglýst siðar. KEFLAVÍK Innritun auglýst siðar. Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Bus stop, Disco stretch, Footstomper, Cleveland Continental, Rubi reddress, Grazy fever, Taca-tu, Sing sing, Boggie og margir fleiri. Einnig Rock og Tjútt. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.