Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
Höfrungur áfram
við tilraunaveiðar
TVEIR bátur frá Patreksfirði
stunda enn rækjuveiðar I Táikna-
firði en leggja upp aflanum á
Bfldudal. Gilda sömu reglur um
veiðar þessara báta og gilt hafa I
Arnarfirði, þannig að hvorum bát
er aðeins heimilt að veiða 4 tonn
á viku.
Höfrungur, sem stundað hefur
tilraunaveiðar á djúprækju í sum-
ar, er nú í Grindavík en Hafrann-
sóknastofnunin hefur óskað eftir
því að veiðum þessum verði hald-
ið áfram enn um sinn og mun
Höfrungur fara aftur til veiða fyr-
ir norðan nú næstu daga. Mjög
góður árangur hefur orðið af
þessum veiðum Höfrungs, og i
ljós hefur komið að rækju er að
finna þarna á stærra svæði undan
vestanverðu Norðurlandi en vitað
var áður.
Tveir bátar frá Dalvík hafa ver-
ið við veiðar á djúprækju við Kol-
beinsey og aflað vel, svo og hefur
einn bátur frá Ólafsfirði verið á
rækjuveiðum allt frá Kolbeinsey
að Grimsey og leggur upp hjá
Niðurlagningarverksmiðju K.J. á
Akureyri. Fjóðri báturinn, Langa-
nes frá Þórshöfn, er um þessar
mundir á Seyðisfirði, þar sem ver-
ið er að setja suðu- og flokkunar-
vél um borð i skipið en það fer
væntanlega til veiða einhvern
næstu daga.
Rækjuveiðin almennt hefst i
næsta mánuði, og eru þegar tekn-
ar að berast umsóknir um þessar
veiðar til sjávarútvegsráðuneytis-
Aðstoða nýstúdenta við að
fá skólavist og námsstyrki
lSLENZK-amerlska félagið hefur
undanfarin ár aðstoðað ný-
stúdenta við að fá skðlavist og
námsstyrki við bandaríska
háskóla i samvinnu við stofnun f
New York. Er það m.a. hlutverk
þessarar stofnunar að miðla til-
Réttarhléi
hæstaréttar
lauk í gær
RÉTTARHLÉI hæstaréttar lauk í
gær. Átti þann dag að verða mál-
flutdingur í ákveðnu máli, en
ekkert varð úr því vegna þess að
aðiljar málsins höfðu náð sáttum í
hléi réttarins og látið málið niður
faila.
boðum um bandarfska háskðla
um skðlavist og námsstyrki til
erlendra stúdenta.
I fréttatilkynningu frá Islenzk-
ameríska félaginu segir að félagið
aðstoði í ár 12 stúdenta með slíkri
milligöngu og séu þeir frá M.A. og
M.T. fjórir frá hvorum og einn frá
M.H. M.I, Myndlista- og handiða-
skólanum og Verzlunarskólanum.
Félagið mun jafnframt veita
áfram slíka aðstoð fyrir þá sem
hyggjast hefja háskólanám í
Bandaríkjunum árið 1977 og
skulu styrkþegar ekki vera eldri
en 25 ára að jafnaði. Flestir
styrkir eru á sviði hugvisinda en
erfitt sé að afla styrkja á sviði
raunvisinda og ýmiss konar sér-
náms. Umsóknum um slíka aðstoð
félagsins þarf að skila fyrir 15.
október n.k.
Eltingaleikur
við bílþjófa
LÖGREGLAN í Reykjavík
lenti í miklum eltingaleik við
tvo drukkna bílþjófa, 15 og 16
ára, aðfararnótt s.l. sunnudags.
Endaði leikurinn á Klepps-
vegi, þar sem piltarnir misstu
stjórn á bílnum þannig að
hann fór þvert á veginum.
Hlupu þeir síðan sem fætur
toguðu á brott en lögreglu-
menn fundu piltana fljótlega.
Bíllinn, sem er af ameriskri
gerð, skemmdist töluvert.
Budda tapaðist
UM mánaðamótin ágúst-
september s.l. varð maður einn
fyrir því óhappi að týna buddu
með 30 þúsund krónum. Er
talið líklegast að hann hafi tap-
að buddunni á Túngötu. Budd-
an er dönsk, ljósbrún að lit og
stóð á henni Skat. Þeir, sem
veitt geta upplýsingar um mál-
ið, eru beðnir að snúa sér til
rannsóknarlögreglunnar.
Bifhjóla-
kappi fót-
brotnar
Akureyri — 20. september.
FIMMTÁN ára piltur fótbrotn-
aði illa í gærkvöldi, þegar
hann varð fyrir bíl á horni'
Hafnarstrætis og Kaupvangs-
strætis. Pilturinn var á léttu
bifhjóli, og ók niður eftir
Kaupvangsstræti, sem er aðal-
braut, þegar fólksbill ók í veg
fyfir hann, suður Hafnar-
stræti. Pilturinn hlaut opið fót-
brot á öðrum fæti, en mun ekki
vera teljandi meiddur að öðru
leyti. Slysíð varð um kl. 18.15 i
gær. — Sv. P.
Pétur Thorsteins-
son afhenti trúnað-
arbréf sitt í Kína
PÉTUR Thorsteinsson, sendi-
herra, er nú í Peking en þangað
kom hann 6. september — að því
er AP-fréttastofan skýrir frá í
fréttaskeyti til Morgunblaðsins. 1
gær afhenti Pétur trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra Islands í
Kina. Ulan Fu, varaformaður
fastanefndar „þjóðþings alþýð-
unnar“, veitti skilríkjunum við-
töku.
Formaður fastanefndarinnar,
Chu Teh, lézt í júlí, en hann kom
jafnan fram sem þjóðhöfðingi og
veitti skilríkjum erlendra sendí-
manna viðtöku. Síðan hann féll
frá hafa ýmsir varaformenn
nefndarinnar veitt skilríkjum
sendiherra viðtöku.
STEFAN Olszowski, utanrfkisráðherra Póilands, kom f opinbera heimsókn til Islands f gær ásamt konu
sinni. Á móti hjónunum tóku Einar Ágústsson utanrfkisráðherra og kona hans Þórunn Sigurðardóttir.
Myndin er tekin við komu ráðherranna á Hótel Sögu f gær en þar búa Pófverjarnir meðan á heimsókninni
stendur. Pólski utanrfkisráðherrann mun dveljast hér á landi þar til sfðdegis á miðvikudag.
— Ljósm.: ÓI.K.M.
Allt situr við sama
í siónvarpsdeilunni
„EF ÞAÐ er stefna fjármálaráðu-
neytisins að flæma allt starfsfólk
sjónvarpsins á brott úr starfi, þá
er það á hárréttri leið,“ sagði Eið-
ur Guðnason, formaður launa-
málanefndar sjónvarpsins, er
Mbl. ræddi við hann f gær. Dagur-
inn f gær var fjórði sjónvarps-
lausi dagurinn vegna launadeil-
unnar, sem risið hefur á sjón-
varpinu. 1 gær hafði hvorki geng-
íð né rekið f þessu máli og sat allt
sjónvarpsfólkið aðgerðalaust á
vinnustað. Fulltrúar rfkisvalds-
ins, hins aðilans að þessu deilu-
máli, vildu ekkert tjá sig um mál-
ið f gær.
Starfsfólki sjónvarpsins barst í
gær bréf frá útvarpsstjóra þar
sem hann ftrekaði það að hann
óskaði svars við þeirri spurningu,
hvort starfsfólkið vildi taka upp
störf sín með eðlilegum hætti nú
þegar. Utvarpsstjóri sagði I þessu
bréfi, að hann spyrði einungis
sem forstöðumaður stofnunarinn-
ar, sem hann að lögum bæri
ábyrgð á að væri i eðlilegum
rekstri. Oddur Gústafsson og
Eiður Guðnason svöruðu bréfinu,
en hinn fyrrnefndi er formaður
Starfsmannafélags sjónvarpsins,
en hinn formaður launamála-
nefndar eins og áður er getið. I
bréfinu til útvarpsstjóra segjast
þeir hafa lesið upp bréfið á al-
mennum fundi starfsfólksins oft-
ar en einu sinni og yrði síðan
tíminn aó skera úr um það hver
yrðu viðbrögð starfsmannanna
við tilmælunum.
Það liggur ljóst fyrir að verkfall
sjónvarpsstarfsmannanna er lög-
brot, þar sem opinberir starfs-
menn hafa ekki heimild til þess
að hefja vinnustöðvun. Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, sem
starfsmenn sjónvarpsins eru aðil-
ar að, hefur þegar fengið verk-
fallsrétt, en þau lög taka ekki
gildi hvað varðar verkfallsréttinn
fyrr en 1. júlf 1977. Segir í 46. gr.
laganna: „Lög þessi öðlast gildi 1.
júli 1977 sbr. þó ákvæði til bráða-
birgða" og eru það eingöngu
ákvæði samninganna, sem nýlega
voru gerðir, en síðan segir: „Jafn-
framt falla úr gildi gagnvart fé-
lagsmönnum BSRB og félaga inn-
an vébanda þess ákvæði laga
númer 33 frá 1915,“ en það eru
þau lög sem banna opinberum
starfsmönnum að hefja verkfall.
Eru þau því strangt tiítekið enn í
gildi.
1 sambandi við nýju lögin segir
i 45. gr., að brot á lögum þessum
varði stöðumissi, sektum eða
varðhaldi, en í gömlu lögunum
segir: „Hver sá er sjálfur tekur
þátt í verkfalli, enda skyldi starf-
ið unnið samkvæmt embættis-
skyldu eða sem sýslan f þarfir
landsins, Landsbankans, spítala,
sveitar, sýslu eða kaupstaðar, skal
sæta sektum frá 500—5000 krón-
um eða fangelsi eða embættis- eða
sýslunarmissi,- ef miklar sakir
eru, enda liggi eigi þyngri refsing
við samkvæmt öðrum lögum.“
Samkvæmt nýju lögunum, sem
þó hafa enn ekki tekið gildi, er
BSRB gefinn verkfallsréttur, sem
þó er takmarkaður miðað við
verkfallsrétt almennra verkalýðs-
félaga. Verkfallsrétturinn er tak-
markaður á þann hátt að hann
nær aðeins til aðalkjarasamnings,
sem BSRB gerir, en ekki til sér-
samninga svo sem röðunar í
launaflokka. Þessi óánægja sem
Framhald á bls. 39
Flugleiðir höfnuðu Lockheed-tilboðinu:
Kaupin of risavaxið fyrirtæki
miðað við skamman fyrirvara
STJORN Flugleiða ákvað á fundi
sfnum si. laugardag að hafna til-
boði þvf frá Lockheed-
flugvélaverksmiðjunum, sem
félagið hefur haft til athugunar
undanfarnar vikur, varðandi
kaup á tveimur breiðþotum af
Tri-star gerð ásamt ýmsum vara-
hlutum.
1 samtali við Morgunblaðið i
gær sagði Sigurður Helgason, for-
stjóri hjá Flugleiðum, að ástæðan
fyrir þvi að félagið sá sér ekki
fært að taka þessu tilboði hefði
fyrst og fremst verið sú að félagið
hefði verið orðið svo knappt með
tíma miðað við að taka þessar
vélar í notkun fyrir sumaráætlun
næsta árs og þegar öllu hefði
verið á botninn hvolft hefði
stjórnin ekki talið skynsamlegt að
ráðast í þessi kaup. „Okkur
fannst, að miðað við risavaxið
fyrirtæki eins og það að koma
þessum vélum f gagnið með svona
litlum undirbúningi, þá væri
áhættan meirí en hugsanlegur
ávinningur," sagði Sigurður.
Sigurður sagð, að Flugleiðir
myndu þess vegna nota áfram Dc-
8 vélar á Atlantshafsleiðum
sínum. Ekki væri búið að ganga
endanlega frá sumaráætlun
næsta árs og þar af leiðandi ekki
fullráðið hvort félagið þyrfti eitt-
hvað að auka við þann flugvéla-
kost sem fyrir væri, en miklar
annir hafa verið á flugleiðum
félagsins nú í sumar og sagði Sig-
urður að sá flugvélakostur sem
nú væri fyrir hendi væri full-
nýttur.
Sigurður var þá spurður að því
hvort félagið gæti ekki lent í
erfiðleikum með þann flugvéla-
kost sem nú væri fyrir hendi ef
enn yrði aukning á flugleiðum
félagsins á næsta sumri. Sigurður
kvað það hugsanlegt, en sagði að
það væri þá spurning um það að
hve miklu leyti félagið vildi eltast
við toppana f farþegaflutningun-
um, sem væru bundnir við
háannatímann og stundum gæti
verið álitamál hvort ekki væri far-
sælla að fá jafnari og betri
nýtingu yfir lengra tímabil.
Hvert er
tap sjón-
varpsins?
PÉTUR Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri sjónvarpsins,
sagði f gær að óljóst væri hve
mikið tap það væri fyrir sjón-
varpið að útsendingar féllu
niður. Ekki væri ljóst hvort
auglýsingatekjur töpuðust eða
hvort þær myndu aðeins bfða
og þær auglýsingar, sem átt
hefðu að vera f sjónvarpinu,
skiluðu sér sfðar.
Þá er heldur ekki ljóst, hvort
farið verður út í það að draga
frá þá daga, sem sjónvarpslaus
er, I afnotagjöldum. Afnota-
gjald fyrir sjónvarp er nú 12
þúsund krónur á ári, en 8 þús-
und fyrir útvarp. Miðað er við
að sjónvarpið kosti hið sama og
dagblaö, en áskrift að dagblaði
kostar 12 þúsund krónur á ári.
Þess ber þó að geta, að afnota-
gjöldin hækkuðu á miðju ári
og sé miðað við þetta alman-
aksár er sfðari hlutinn dýrarir
þvf að jafnaðarverð alls ársins
er 12 þúsund krónur. Má þvf
segja að hver dagur kosti not-
anda rúmlega 50 krónur.
Afnotagjöld sjónvarpsins
eru veigamesti þátturinn í
tekjum þess. Að sögn Péturs
Guðfinnssonar eru þar um 70
til 75% af öllum tekjum sjón-
varpsins, auglýsingatekjur eru
um 10 til 15% og afgangurinn
skiptist á tolltekjur af inn-
flutningi sjónvarpstækja og
ýmsar tekjur af þjónustu, sem
sjónvarpið veitir.