Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
Heimsókn í Hraunsrétt í Aðaldal:
»Þótti víst
ekki kvenlegt
að draga
í þá daga«
• LENGST af hefur það þótt eft
irsótt að komast i réttir hlaðnar úr
íslensku grjóti. Slikar réttir hafa
haft yfir sér ákveðinn blæ is
lenskrar sveitarómantíkur og þar
eru það ekki beinar línur nútím-
ans. sem ráða ríkjum. Heldur gam
alt handbragð sveitamannsins,
sem hefur fylgt íslensku þjóðinni
gegnum aldirnar Hlaðnar réttir
hafa þó stöðugt verið að týna
tölunni. Timbur, járn og stein-
steypa hafa leyst af hólmi grjót og
torf. Enn má þó finna þessar
gömlu rammislensku réttir i stöku
sveitum og laugardag í fyrri viku
heimsótti blaðamaður Mbl. eina
slika rétt, Hraunsrétt í Aðaldal.
Fæstar eru þær hlöðnu réttir, sem
enn eru notaðar í sinu upprunalega
horfi því gegnum árin hafa þær
verið endurbyggðar og víða hefur
timbrið haldið innreið sína Og þvi
miður ekki alltaf með sérlega
skemmtilegum hætti Hraunsrétt i
Aðaldal er gerð um 1830 og er
senmlega elsta hlaðna réttin í land-
inu, sem enn er notuð og það án
verulegra breytinga Elstu hlutar
veggjanna i Stafnsrétt i Svarárdal i
A-Húnavatnssýslu eru þó gerðir
1812, en Stafnsrétt hefur oft verið
lagfærð og timbur og vírnet hafa að
hluta tekið stöðu gömlu grjót- og
torfveggjanna Það sem mestu hefur
ráðið um hversu vel Hraunsrétt hef
ur staðið af sér aldurinn er að hún er
reist á hrauni og hlaðin úr hraun-
grýti Stafnsrétt er hins vegar reist á
eyri við Svara en veggir hennar eru
úr torfi og grjóti sem að miklum
hluta er úr árfarvegum Veggir
Stafnsréttar hafa sigið og færst veru
lega frá sinu upprunalega horfi
FÓLKINU HEFUR
FJÖLGAÐ
Það setur ekki síst svip á Hrauns-
rétt að til hennar koma margir gaml
ir bændur úr aðliggjandi sveitum og
nota þá gjarnan tækifærið til að rifja
upp atburði úr fyrri réttum
Á ísl. hraun-
grýtið að víkja
fyrir stein-
steypu og tímbri?
— Þessar réttir hafa ekki mikið
breyst Það er þá helst að fólkinu
hefur fjölgað en féð er ekki öllu
fleira en það var hér fyrr á árum,
sagði Þórður Jónsson i Laufahlið í
Reykjahverfi er við tókum hann tali
Þórður er 79 ára að aldri og fór fyrst
í Hraunsrétt 1905, en ekki taldi
hann sig hafa frá neinum sérstökum
atvikum að segja úr þeim réttum
sem hann hefur verið við — Rétt-
irnar eru alltaf með liku sniði. og
breytast lítið frá ári til árs Það er þá
helst að veðrið breytist Féð nú er
jafnara en það var upp úr aldamót-
unum. í ár er það heldur lakara, ef
til vill vegna þurrkanna
— Já, það er rétt sumir fara i allar
réttir í nágrannasveitunum Ég fer
stundum i Reykjahliðarrétt og ein-
staka sinnum fer maður i Tjarnarrétt
í Kelduhverfi Ferðirnar eru þó orðn-
ar færri eftir að árin fóru að færast
yfir mann
FLESTIR VILJA HALDA
GÖMLU RÉTTUNUM VIÐ
Siðustu ár hefur fátt verið jafn
umdeilt meðal íbúa Aðaldæla-
hrepps og hvort rétt sé að byggja
nýja rétt fyrir hreppana eða not-
ast enn við gömlu réttina. Eins
og víðar hefur reynst erfitt að ná
samstöðu um hvernig haga skuli
þessum málum og einkum hafa
menn deilt um hvort rétt sé að halda
gömlu réttinni við Þá hefur stað
setning nýju réttarinnar. ef byggð
Gluggað f markaskrána
Já, fólkinu hefur fjölgað, segir Þórður í Laufahlfð
og kvenfólkið stendur ekki lengur upp á hólnum,
sem sést f jærst á myndinni.
Veggir Hraunsréttar eru tvöfaldir eins og sjá má á þessari mynd. Ekki eru
veggirnir veigamiklir ef svo má taka til orða en hraungrýtið hefur þann hæfileika
að loða vel saman.
Þórður Jónsson f Laufa-
hlfð
Dagur Jóhannesson f
Haga
Kjartan Sigtryggsson
réttarstjóri.
Gunnsteinn Sæþórsson f
Presthvammi
Jóhannes Kristjánsson f
Klambraseli
(írein og mvndir:
Trvggvi Gunnarsson
verður, ekki verið ágreiningslaus og
þar hefur sannast að ekki ríða allir
sömu leið Einn vill hafa hana á
þessum stað, annar á öðrum, þvi
þar er hún nær honum og sá þriðji
vill hvorugan þessara staða Menn
deila og gamla Hraunsréttin heldur
áfram að lýjast.
— Ef ný rétt verður byggð þá
verður hún gerð uppi á Klambrasels-
heiði, segir Dagur Jóhannesson i
Haga — Flestir vilja halda gömlu
réttunum við en það dettur engum i
hug að gera nýja rétt hérna Það er
alveg Ijóst að gamla réttin er ekki
nógu fjárheld, þannig að hana verð-
ur að endurbyggja áður en langt um
líður, verði það ofaná að nota hana
áfram, segir Dagur og bendur okkur
á hvar hópur kinda er i þann veginn
að fara yfir réttarvegginn milli
tveggja dilka.
ÓHJÁKVÆMILEGT
AÐ BYGGJA
NÝJA RÉTT
— Það er vist hægt að byggja
kirkju, skóla og félagsheimili en það
er ekki hægt að byggja eina fjárrétt,
þá kvarta allir og kveina, segir Kjart-
an Sigtryggsson, réttarstjóri og
bóndi á Hrauni, er við spyrjum hann
hvað líði ákvörðun um hvort byggja
skuli nýja rétt — Þetta hefur mikið
verið rætt en niðurstaðan hefur eng-
in orðið Þessi rétt er orðin forngrip-
ur og nauðsynlegt að laga hana, þvi
hér er engin aðstaða eftir að farið
var að flytja féð á bilum. Ég tel samt
óhjákvæmilegt að byggja nýja rétt
en hvenær það verður gert veit ég
ekki. Þessi rétt fer lika illa með féð
þvi það merst i hrauninu
— Landið, sem smalað er vegna
þessara rétta er aðallega Þeista-
reykjaland og Reykjaheiði Þetta eru
þriggja daga göngur og menn fara á
hestum Féð hér í dag er um /000
en það er heldur fleira nú en oft
áður. Sennilega er það vegna þess
að féð hefur ekki komið eins mikið
heim og oft áður því tíðin hefur
verið góð
Kristinn Jakobsson frá
Skriðuseli (t.v.) og pró-
fasturinn á Grenjaðar-
stað, sr. Sigurður
Guðmundsson, bera sam-
an bækur sfnar um
óglöggt mark.
— Féð er nú heldur þunnt og
sennilega er það þurrkurinn sem þar
segir til sln Afrétturinn er það þurr
að við urðum að fara með milli 70
og 80 litra af vatni með okkur I
göngurnar og það, sem ekki fór til
matargerðar var gefið hestunjjm
— Þó réttarveggirnir hafi ekki
breyst hefur svipur réttanna breyst
Hér áður sat kvenfólkið upp I hóln-
um fyrir ofan réttina og fylgdist með
drættinum Það þótti vist ekki kven-
legt i þá daga að vera að draga en
þetta hefur allt breyst Annars er það
undarlegt hvað þessi rétt dregur að
sér margt fólk
— Áður var réttardagurinn til
muna lengri Menn voru :ð rétta
fram undir myrkur og siðan tók
réttardansleikurinn við Nú er þessu
öllu lokið upp úr hádegi, segir Kjart-
an, en störf réttarstjórans kalla Það
þarf að fara að reka úr safnhringn-
um inn i almenninginn
Framhald á bls. 25