Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
39
— Allt við
það sama
Framhald af bls. 40
nú ríkir myndi því ekki geta aflað
fólkinu réttar til verkfallsaðgerða
samkvæmt nýju lögunum, þar
sem aðalkjarasamningur er þegar
gerður, en með honum er samið
um launastigann sjáifan og einnig
yfirvinnuálag, orlof o.fl. Síðan er
félögunum ætlað að raða inn i
þennan ramma. Áður en til verk-
falls BSRB kemur þarf og sátta-
nefnd að leggja fram sáttatilboð
og hafi það verið fellt við allsherj-
aratkvæðagreiðslu, getur komið
til allsherjarverkfalls.
En i tilfelii sjónvarpsins tókst
ekki að raða niður i þann ramma
sem BSRB hafði búið opinberum
starfsmönnum með samningum
við ríkið.
1 ljósi þessarar vitneskju ræddi
Morgunblaðið i gær við þrjá tals-
menn Starfsmannafélags
sjónvarpsins, þá Odd Gústafsson,
Eið Guðnason og örn Sveinsson.
Þeir sögðu að eftir að aðalkjara-
samningur hafði verið undirrit-
aður og komið að niðurröðun i
launaflokka og sérkröfum — en
um það mál eiga aðildarfélög
BSRB við fjármálaráðuneytið —
hefði starfsmannafélagið óskað
eftir fundi um kröfur sínar, sem
yfirleitt voru hækkun um 2 til 3
launaflokka, kröfur um endur-
menntun, um stofnun sérstaks
menningarsjóðs, áhættuþóknun
fyrir störf á hættusvæðum, orlofs-
auka fyrir að hafa ekkert val um
hvenær sumarleyfi er tekið, svo
og um heimild til þess að fá launa-
laust frí hjá stofnuninni. Á þess-
um fundi var flokkabreyting
aldrei rædd, en aðilar skýrðu
aðeins aðrar kröfur. Siðan gerðist
það að starfsmennirnir fengu
bréf, þar sem þeim var boðin
hækkun 1,5 til 1,8% sem þeim
væri heimilt að ráðstafa vegna
sérkrafna og skyldu þær metnar
innan þessa ramma. Þýddi þetta
launahækkun sem að meðaltali
var Vt launaflokkur á mann.
Þessu tilboði, sem afhent var á
stöðluðu eyðublaði, lýsti Starfs-
mannafélagið sem ófullnægjandi
og hafnaði þvi. Fór þá málið fyrir
kjaranefnd, sem úrskurðaði
þannig í málinu að um helmingur
starfsmanna var hækkaður um
einn launaflokk frá og með júli-
mánuði.
Þegar þannig var komið málum
óskaði Starfsmannafélagið eftir
endurskoðun og skrifaði fjár-
málaráðherra bréf. Þar lýsti
félagið því að það teldi úrskurð
kjaranefndar handahófskenndan
— Staksteinar
Framhald af bls. 7
er sem sagt skoðun Ragn-
ars Arnalds, að aðild að
Nato geti verið vörn gegn
upprisu fasisma ■ sumum
Evrópulöndum og hann
segir einnig: „Auk þess er
enginn vafi á því, að hern-
aðar'hlutun Sovétríkjanna
og nokkurra annarra Var-
sjárbandalagsrtkja í
Tékkóslóvakiu 1968 hef-
ur haft mikil áhrif á
stefnumótun italskra
kommúnista."
Skyldi sú afstaða it-
alskra kommúnista gera
Alþýðubandalagsmönnum
hér auðveldara að skilja
þá íslendinga, sem telja.
að sjálfstæði og öryggi fs-
lands stafi hætta af hern-
aðarumsvifum Sovétrikj-
anna á N-Atlantshafi?
Hvað sem þvi liður er Ijóst
af grein formanns Alþýðu-
bandalagsins, að mismun-
andi afstaða til aðildar að
Atlantshafsbandalaginu
þarf ekki i framtiðinni að
verða þröskuldur i vegi
samstarfs Alþýðubanda-
lagsins við aðra stjórn-
málaflokka. Vel má vera,
að grein Ragnars Arnalds
sé visbending um, að þau
öfl séu til i Alþýðubanda
laginu, sem vilji endur-
skoða afstöðu þess til At-
lantshaf sbandalagsins
með svipuð viðhorf i huga
og italskir kommúnistar.
Sé svo er hér um meiri-
háttar tíðindi að ræða i
islenzkum stjórnmálum.
og ófullnægjandi og óskað var
eftir viðræðum fyrir 1. septem-
ber. Þetta bréf var skrifað um
miðjan ágúst. Síðan gerðist
ekkert og að kvöldi 31. ágúst er
fjármálaráðherra tók þátt í sjón-
varpsþætti, var hann inntur eftir
því hvort hann hefði fengið
bréfið. Sagði hann þá að talað yrði
við fulltrúa Starfsmannafélagsins
strax daginn eftir. Kom þá bréf
með frá Höskuldi Jónssyni ráðu-
neytisstjóra'þar sem boðaður var
fundur, sem iialdinn var 2.
september. Á fundinum lýstu
fulltrúar ráðuneytisins því yfir að
heildarendurskoðun kæmi ekki
til greina, en hins vegar væri
ráðuneytið til viðtals um að leið-
rétta einstök störf þar sem unnt
væri að finna algjörlega sambæri-
leg störf hjá rfkinu og mismunur
reyndist á kjörum. Vitnuðu þá
starfsmenn sjónvarps til ríkis-
verksmiðjanna, en fulltrúar fjár-
malaráðuneytisins sögðust þá
ekki taka við neinum samanburði
við þær stofnanir. Þá neituðu þeir
einnig að ræða um möguleika á að
gera skammtímasamninga eins og
gerðir hefðu verið við leikara og
sérfræðinga á sjúkrahúsum.
Starfsmenn sjónvarpsins sögðu
við Morgunblaðið í gær að einu
störfin sem sambærileg væru við
störf annars staðar í rlkiskerfinu,
væru störf húsvarðar og síma-
stúlku. Alls kváðu fulltrúar
starfsmannanna sérkröfur hafa
verið um 15%, þar af um 10%
sem fólust I kröfum um flokka-
hækkanir.
Morgunblaðið spurði þá Odd,
Eið og Örn hvers vegna Starfs-
mannafelag sjónvarpsins hefði
farið þessa leið, að brjóta lög, i
stað þess að segja upp störfum
sínum með þriggja mánaða fyrir-
vara. Þeir sögðu að slíkt væri allt
of seinvirkt, þar sem í lögum um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna segði I 15. gr.: „Nú
vill starfsmaður beiðast lausnar
og skal hann þá gera það skriflega
og með þriggja mánaða fyrirvara
nema ófyrirsjáanleg atvik hafi
gert starfsmanninn ófæran til að
gegna stöðu sinni eða viðkomandi
stjórnvald samþykki skemmri
frest. Skylt er að veita lausn, ef
hennar er löglega beiðzt. Þó er
óskylt að veita starfsmönnum
launs frá þeim tima, sem beiðst
er, ef svo margir leita lausnar
samtimis eða um lfkt leyti í sömu
starfsgrein að til auðnar um starf-
rækslu þar mundi horfa ef beiðni
hvers um sig væri veitt. Getur
stjórnvald þá áskilið lengri
uppsagnarfrest. allt að sex
mánuðum."
Að lokum skal hér birt yfirlýs-
ing frá Starfsmannafélagi sjón-
varpsins og á eftir henni sam-
þykkt stjórnar og launamálaráðs
starfsmannafélags ríkisútvarps-
ins:
„Vegna ummæla Höskuldar
Jónssonar, ráðuneytisstjóra fjár-
málaráðuneytisins, I Morgunblað-
inu síðastliðinn sunnudag telur
launamálanefnd Starfsmanna-
félags Sjónvarpsins sig knúna til
að koma eftirfarandi leiðrétting-
um á framfæri:
1. Launamálanefnd hefur
aldrei gert athugasemdir við aðal-
kjarasamning fjármálaráðherra
og BSRB, þótt vissulega megi
margt að þeim samningi finna,
ekki sízt að þvi er varðar vakta-
vinnufólk. Það er hins vegar hlut-
verk ráðuneytisins og einstakra
starfsmannafélaga að semja um
röðun starfsmanna í launaflokka
innan aðalkjarasamningsins. Að
því er snertir Starfsmannafélag
Sjónvarpsins hafa slíkar samn-
ingaviðræður við ráðuneytið
aldrei átt sér stað. Um röðun i
launaflokka segir svo f aðalkjara-
samningi: „7. gr. Um röðun starfa
(launaflokka.
1. mgr. Við röðun starfa í launa-
flokka skal að meginstefnu til
höfð hliðsjón af röðun skv. sér-
samningum bandalagsfélaga 1974
með síðari breytingum sbr. yfirlit
yfir samsvörun launaflokka á
fylgiskjali nr. 1.
2. mgr. Frá þessari reglu má þó
víkja, ef ástæða ér til vegna
samanburðar við kjör á almenn-
um vinnumarkaði eða af öðrum
gildum orsökum“.
Þennan hluta að.alkjarasamn-
ingsins telur launámálanefnd að
fjármálaráðuneytið hafi ekki
staðið við. Fulltrúar fjármála-
ráðuneytisins hafa einfaldlega
neitað að ræða rök launamála-
nefndar í þessu sambandi.
2. Haft er eftir ráðuneytisstjór-
anum, að ef laun sjónvarpsstarfs-
manna hækkuðu um 10 til 15%
yrðu afnotagjöld einnig að hækka
um 10—15%, eða að auglýsendur
yrðu látnir borga brúsann eins og
hann orðar það. Hér er beinlfnis
farið rangt með og kemur hér enn
einu sinni fram hversu gjörsam-
lega ókunnir starfsmenn ráðu-
neytisins, jafnvel sjálfur ráðu-
neytisstjórinn, er’u rekstri sjón-
varpsins. Tiu prósent launahækk-
un sjónvarpsstarfsmanna mundi
að óbreyttri yfirvinnu í stofnun-
inni miðað við árið 1975, hafa í för
með sér innan við 3 prósent
hækkun afnotagjalda, eða með
öðrum orðum hækkun á afnota-
gjaldi er næmi þrjú til fjögur
hundruð krónum á hvert sjón-
varpstæki í landinu, ef sú leið
yrði valin.
Launamálanefndin telur að
starfsmenn Sjónvarpsins hefi allt-
of lengi sýnt biðlund í launamál-
um í trausti þss að sanngirnis-
kröfur næðu fram að ganga. Fyrr
eða siðar hlaut að skérast í odda
og það hefur nú gerzt. Starfs-
mönnum Sjónvarpsins, öllum sem
einum, þykir miður að það sem nú
er að gerast skuli með nokkrum
hætti bitna á almenningi þar sem
útsendingar hafa fallið niður. Þar
er fyrst og fremst við fjármála-
ráðuneytið að sakast. Ráðuneyt-
inu var fullljóst hvert stefndi í
þessum efnum og þurfti engum
þar að koma á óvart að starfs-
menn skyldu gripa til sinna ráða
til að freista þess að koma í veg
fyrir að stofnunin liðaðist í sund-
ur vegna uppsagna ýmissa reynd-
ustu og hæfustu starfskraftanna.
Starfsmenn Sjónvarpsins vilja
hag sinnar stofnunar sem mestan.
Þeir vilja stuðla að bættum dag-
skrárgæðum i samvinnu yfir-
manna og undirmanna, og slíkt
gerist ekki meðan stefna ráðu-
neytisins virðist sú að flæma
burtu hæft og velþjálfað starfslið.
F.h. launamálanefndar og stjórn-
ar SFS
Oddur Gústafsson
Eiður Guðnason."
„Stjórn og launamálanefnd
Starfsmannafélags Ríkisútvarps-
ins samþykktu eftirfarandi á
fundi sinum í dag:
Stjórn- og launamálanefnd
Starfsmannafélags Ríkisútvarps-
ins telja, að rikisvaldinu beri þeg-
ar í stað að taka upp viðræður við
starfsfólk sjónvarps, svo starf-
semi stofnunarinnar komist i eðli-
legt horf.
Það er staðreynd að fulltrúar
samninganefndar ríkisins og fjár-
málaráðuneytisins hafa ekkert
gert til að kynna sér af eigin raun
störf og starfsskilyrði i ríkisstofn-
unum og skipa starfsmönnum
þeirra I launaflokka samkvæmt
þvi.
Með þessu hefur opinberum
starfsmönnum verið sýnd hrein
lítisvirðing.
Stjórn- og launamálanefnd
Starfsmannafélags Rikisútvarps-
ins lýsa fullum stuðningi við bar-
áttu starfsmanna Sjónvarps fyrir
sanngjörnum launum og bættum
kjörum.
Reykjavík, 20. September 1976
Dóra Ingvadóttir formaður."
— Laxveiði
Framhald af bls. 40
fullnaðarskýrslur um veiðina í
einstökum ám á landinu, en
Einar sagði að samkvæmt þeim
upplýsingum sem þegar hefðu
borizt virtist svo sem sumarið
nú hefði komið ágætlega út
miðað við meðaltal siðustu 10
ára.
Hins vegar kvað Einar ljóst,
að töluvert vantaði upp á að
veiðin nú næði heildaraflanum
í fyrrasumar, en þá veiddust
um 74 þúsund laxar. Einar gat
sér til að veiðin í ár væri um 60
þúsund laxar, og samkvæmt
því væri þetta sumar fjórða
bezta laxveiðisumarið.
Einar sagði að þegar á heild-
ina væri litið mætti segja að
stangaveiðin hefði gengið vel,
en hins vegar hefði netaveiðin
orðið minni en oft áður, Kæmi
þar vafalaust fyrst og fremst
til að mikið vatn hefði verið í
helztu netaveiðiánum. Helzt
væri einkennandi við þetta
sumar, að laxinn hefði gengið
fremur seint í áynar og hefði
það sömuleiðis haft sín áhrif á
netaveiðina. Hins vegar kvað
hann ekki gott að segja hvort
veðurfarið hefði haft mikil
áhrif á stangaveiðina í ánum,
þegar á heildina væri litið. Til
dæmis hefi Laxá I Kjós verið
með albezta móti í sumar þrátt
fyrir mikið vatn, svo og Þverá i
Borgarfirði og i Vopnafirði,
helzta þurrkasvæðinu, hefði
einnig verið metveiði bæði í
Hofsá og Selá. 1 ýmsum öðrum
ám hefði veiðin gengið verr og
væri þar vafalaust veðurfari
að einhverju leyti um að
kenna, miklum vatnavöxtum
viða sunnan- og vestanlands en
þurrkum nyrðra.
Þá sagði Einar að í fiskeldi-
stöðina I Kollafirði hefðu
gengið um 2100 laxar en í
fyrra hefðu gengið um 7 þús-
und laxar í stöðina. Arið áður
hefði hins vegar verið sleppt
mun fleiri seiðum þannig að
heimtur í fyrra urðu um
8—9% en i ár væru
heimturnar um 6%, sem hann
kvað verða að telja þolanlegt.
— Vísindamenn
Framhald af bls. 40
var kallaður heim frá Cambridge
þegar hlaupið varð, Magnús Hall-
grímsson verkfræðingur, Gunnar
Guðmundsson, Hörður Hafliðason
og Ólafur Nielsen. Þeir Helgi og
Magnús dvöldu á Grimsfjalli við
athuganir, í síðasta Skeiðarár-
hlaupi 1972. Hugðust þeir nú fara
með þyrlu upp á jökulinn. Þegar
ekki gaf fyrir þyrluna, fóru Jökla-
félagsmenn með þeim inn í Jökul-
heima á föstudagskvöld, tóku þar
snjóbílinn og héldu upp eftir
Tungnaárjökli. En siðdegis i gær
höfðu þeir ekki enn komist á
áfangastað vegna veðurs. Var ætl-
unin að skilja þá Helga og Magn-
ús eftir í skálanum til að fylgjast
með verksummerkjum á jöklin-
um, en sækja þá síðar.
— Skák
Framhald af bls. 3
ur og Þýzkaland skildu jöfn 3:3.
Bremen kom inn á siðustu stundu
fyrir Finnland, sem heltist úr
lestinni og telst árangur sveitar-
innar ekki með i mótinu.
Guðlaug Þorsteinsdóttir stóð sig
ákaflega vel á þessu móti, vann 3
skákir og gerði 2 jafntefli. Hlaut
hún langflesta vinningana, en
hún var yngsti keppandi mótsins.
Var hún hyllt lengi og innilega í
mótslok, að sögn Þráins farar-
stjóra. Fékk Guðlaug í verðlaun
kaffikvörn og heilmikið af kaffi
og var haft á orði, að mótshaldar-
ar hefðu búizt við eldri sigurveg-
ara en raun varð á.
Á 4. borði fékk Magnús Sói-
mundarson flesta vinninga, 3 af 5
mögulegum.
— Samtökin
Framhald af bls. 3
Samtakanna i Vestfjarðakjör-
dæmi, og leitaði álits hans á þess-
ari samþykkt. Karvel kvað af-
stöðu Samtakamanna á Vestfjörð-
um algjörlega skýra en hún væri
sú, að landsfundurinn skæri úr
um það hvert framhaldið ætti að
vera. Spurningin væri þess vegna
sú hvort landsfundurinn ákvæði
hvort Samtökin á landsmæli-
kvarða yrði ekki lengur til og
kjördæmisráðin i hverju kjör-
dæmi fyrir sig gætu ráðið því
hvað gert yrði eða hvort einhver
önnur leið yrði reynd. Karvel
kvað kjördæmisráðsmenn á Vest-
fjörðum hafa ákveðnar hugmynd-
ir um það hvernig staðið skyldi að
þessu máli en taldi ekki rétt að
flika þeim að svo stöddu.
Karvel var spurður að þvi hvort
hann gæti sjálfur hugsað sér að
ganga til framboðs i Vestfjarða-
kjördæmi með Alþýðuflokknum.
„Ég held að það sé ekki hægt að
svara því á þessari stundu," svar-
aði Karvel. „Það er ýmislegt
óljóst I þeim efnum enn, sem gæti
haft áhrif á mína ákvörðun."
Einnig hafði Morgunblaðið tal
af Magnúsi Torfa Ólafssyni, for-
manni Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, og bar undir hann
efni samþykktar Vestfirðinganna.
„Það er ekki ný til komið,“ sagði
Magnús, „heldur hefur verið svo
frá upphafi samtakanna, að liðs-
menn þeirra á Vestfjörðum hafa
margir haft tilhneigingu til að lita
svo á sameiningarmálin, að það
snúist fyrst og fremst, ef ekki
einvörðungu, um að ná höndum
saman við Alþýðuflokkinn. Ný-
gerð samþykkt kjördæmisráðs
Samtakaanna á Vestfjörðum sæt-
ir því engum sérstökum tíðind-
um.“
Magnús agði ennfremur, að það
lægi í hlutarins eðli að ungur og
smár stjórnmálaflokkur hlyti að
huga að starfsgrundvelli sinum
og tilverurétti frekar en þeir sem
eldri væru og öflugri. „Samtaka-
fólk mun á sinum tima fjalla um
þau atriði sem ályktað er úm í
samþykkt Vestfirðinga og taka þá
ákvörðun sem að athuguðu máli i
þeim hópi þykir í beztu samræmi
við yfirlýsta grundvallarstefnu
Samtakanna — að sameina ís-
lenzka jafnaðar- og samvinnu-
menn í einni, öflugri stjórnmála-
hreyfingu."
— Bandaríski
fiskmarkaðurinn
Framhald af bls. 17.
63,5%. Hlutdeild tslands var
19,6% árið 1961 og 31,9% árið
1975.
Steinbítsflakainnflutningur
hefur verið svo til óbreyttur ár
frá ári tímabilið 1961—1975 eða
um 7,0 millj. pund (3.171 smál.) á
ári. Hlutdeild íslands í þessum
innflutningi var 17,4% árið 1961
og 43,4 % árið 1975.
MIKLIR MÖGULEIKAR
Framangreindar staðreyndir
sýna svo ekki verður um villzt
þýðingu og mikilvægi bandariska
markaðsins fyrir fiskveiðiþjóðir
heims og þar á meðal Island. An
nokkurs vafa eru þarna enn meiri
sölumöguleikar á innfluttum fisk-
afurðum. Aflabrögð, samsetning
afla og góðir sölumöguleikar á
fiski úr annarri vinnslu s.s. söltun
setur því ákveðin takmörk hversu
mikil árleg aukning getur orðið i
framleiðslu og sölu frysts fisks á
bandariska markaðnum. Þá vinn-
ur mikil verðbólga mjög gegn arð-
semi í frystingu fisks samanborið
við saltfisk vegna hins tiltölulega
háa launakostnaðarhlutfalls i
framleiðslukostnaði frystra
sjávarafurða. Þetta, ásamt hag-
stæðum markaðsverðum fyrir
saltfisk á síðustu árum hefur haft
ákveðin áhrif á frystingu fisks.
Framleiðslu aukning hefur ekki
orðið eins mikil og markaðsað-
stæður gefa tilefni til, þótt um
umtalsverða aukningu hafi verið
að ræða.
I greinaflokki þessum um fram-
kvæmd frjálsrar og sjálfstæðrar
utanrikisstefnu frá stofnun lýð-
veldisins, hafa verið dregnar
fram staðreyndir um mikilvægi
útflutnings frystra sjávarafurða
til Bandaríkjanna, fyrir islenzkan
þjóðarbúskap. Þangað fara árlega
75% af allri framleióslu þessara
afurða miðað við verðmæti. I
rúmlega 100 hraðfrystihúsum um
land allt starfa þúsundir manna
árið um kring við framleiðslu
hraðfrystra sjávarafurða fyrir
þennan mikilvæga markað.
ÞJÓÐLEG-
SJALFSTÆÐ
UTANRlKISSTEFNA
Óhrekjanlegt er að hin fastmót-
aða stefna I utanrikismálum, sem
byggist á athafnafrelsi og nánu
samstarfi við vestrænar þjóðir,
hefur gert íslendingum kleift að
eiga mjög hagstæð útflutningsvið-
skipti við bezta markað heims.
Sérhver tilraun til að veikja þann
grundvöll eða raska þeirri upp-
byggingu sem átt hefur sér stað i
þessum efnum, er tilræði vð is-
lenzku þjóðina. Frelsi hennar og
sjálfstæði byggist á áframhaldi
þeirrar utanrikisstefnu, sem Is-
lendingar hafa búið við, að sjálf-
sögðu með eðlilegum breytingum
i samræmi við tíma og aðstæður.
En grundvallarstefnan verður
eftir sem áður sú að treysta náin
tengsl við vestrænar lýðræðis-
þjóðir á grundvelli friðsamlegra,
frjálsra og ábatasamra viðskipta.