Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 15 3gr. af aur í lítra „Við höfum aðeins tekið eitt sýni til nákvæmrar rannsóknar, en það var tekið daginn eftir að við fréttum af hlaupinu. t því reyndust vera um 3 grömm af aur pr. lítra, en þegar hlaupið er í hámarki eru um 10 grömm af aur pr. lítra. Eftir að hlaupið byrjaði að sjatna 1972 kom sérstaklega mikill aurburður og mældust þá um 40 grömm pr. lítra, og er það mesta magn af aur sem mælzt hefur í á á tslandi. Til samanburðar má geta þess, að Jökulsá á Brú er mesta aur- burðará á tslandi i venjulegu ástandi. Samkvæmt mælingum ber hún fram 10 milljón tonn af aur á ári, þannig að Skeiðará með sínum miklu hlaupum nær henni varla. 1—2 grömm mælast venju- lega í hverjum lltra úr Jökulsá á Brú, en I Þjórsá mælist yfirleitt ekki meira en 0,3 grömm pr. litra. Mál: Þórleifur Olafsson Myndir: Friðþjófur Helgason Það telzt mikið ef venjuleg á ber meira en 1 gramm af aur með sér í hverjum litra. Jökulhlaup bera oft með sér 5—10 grömm. Þau rifa úr botnjöklinum, og með því að hirða alla þá ismola, sem við finnum fáum við nokkra hug- mynd um hve mikið af aur er i jöklinum, sem rifnar og brotnar við jökulhlaupið," sagði Haukur. „Við áttum vart von á hlaupinu svona snemma þrátt fyrir allt, þar sem ekki er liðið nema 4lA ár frá siðasta hlaupi á móti 6‘A ári þar áður. Tvö undanfarin úrkomuár hafa örugglega haft sitt að segja til að flýta hlaupinu," sagði Helgi Hallgrimsson verkfræðingur hjá Vegagerð rikisins, en hann hefur sem kunnugt er haft yfirumsjón með mannvirkjagerðinni á Skeið- arársandi frá upphafi. „í sumar mældist vatnsborð í Grímsvötnum 1435 metrar yfir Séð yfir Skeiðará frá Skaftafelli Skeiðará ber með sér 30 millj. tonn af aur Vatnsmagnið álíka og í öllu Þingvallavatni sjó, þannig að við máttum búast við hlaupinu." Hefur grafið sig niður með stöplunum „Finnst þér hlaupið ekki vaxa nokkuð hægt?“ „Utaf fyrir sig er það ágætt, að það vaxi hægt, en það er ekki séð að það vaxi hægar en undanfarin Haukur Tómasson jarðfræðingur að störfum við Skeiðará hlaup. Það verður þó að viður- kenna að vöxturinn hefur verið hægur síðustu daga og ekki nema 200 rúmmetrar pr. sekúndu sið- asta sólarhring." „Nú rennur áin i miklum álum undir brúna á tveiur stöðum, og hefur grafið sig þar niður. Hvern- ig lizt þér á þá þróun? „Frá upphafi þessa hlaups hef- ur áin legið í ál undir brúnni, við endana, fyrst meira við vestur- endann en siðustu daga hefur austurállinn sótt i sig veðrið, og sem stendur renna um það bil % hlutar vatnsins i gegnum 3 aust- ustu höfin en alls eru þau 20. Dýpið hefur mælzt um 4.5 metrar og undir stöplana eru reknir staurar, sem standa 9 metra niður fyrir sökkul stöplanna. Sjálfur stöplasökkullinn nær 2.5 metra niður i sandinn, þannig að sökkl- arnir standa alveg upp úr á 2 yztu bilunum. Enn sem komið er er ekki hægt að segja neitt um hvernig mann- virkin standa sig, þar sem ekki hefur reynt verulega á þau enn. Ef tekið er mið af hlaupum sið- asta áratugar á rennslið eftir að tvö- eða þrefaldast og þá fyrst reynir verulega á mannvirkin — hlaupið verður sem sagt að ná hámarki." „Eruð þið með einhvern sér- stakan viðbúnað, ef eitthvað skyldi bera út af?“ „Nei, viðbúnaður er ekki veru- lega mikill, að visu erum við með fyrirhleðslunet, jarðýtu og moksturstæki, sem eru ekki mjög fjarri." „En hvernig hafa leiðigarðarnir beggja vegna við brúna reynzt það sem af er?“ „Enn sem komið er hafa þeir virkað vel, en þeir eiga að beina ánni undir brúna, þannig að hún renni ekki skáhallt á stöplana, og um leið virka þeir nokkuð til dreifingar á vatninu." Þá sagði Helgi, að miðað við síðustu hlaup kæmi vatn I Sand- gígjukvisl og Súlu nokkuð seint, en ekki væri mikil skjalfest reynsla á hvenær hlaup kæmi þar fram. „Þvi er ekki að neita að eitt- hvert sig hefur orðið á straum- brjótunum, hve mikið vitum við ekki. Þar kemur ekki vatn nema i aftakavatni og grjótið hefur þvi ekki fengið tækifæri til að siga við rólegar aðstæður,“ sagði Helgi Hallgrimsson að lokum. 1 gær byrjaði áin að brjðta stóra jaka úr jöklinum og hér er einn á leið niður ána. *• ' '*y ' » ' tsjaki á ferð skammt frá einum sfmastaurnum. Hætt er við að staurinn hefði brotnað ef jakinn hefði lent á honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.