Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
33
fclk í
fréttum
Staðgengill ofurhugans
+ Roger Moore leggur þessa
dagana mikla stund á aust-
ræna heimspeki með maga-
dansmeyjar sem sérgrein.
Ástæðan er sú að fyrir dyrum
stendur að gera nýja kvik-
mynd um James Bond þar sem
hann verður að klæðast ara-
bfskum fötum og halda til I
kvennabúri.
+ Susan Backlinie virðist bæði
hress og kát og hin lögulegasta
og er það með mestu ólfkind-
um þvf að eins og margir muna
þá lenti hún f hákarlskjafti og
það ku vfst ekki auka á frfð-
leikann. Það var nefnilega
Susan sem „Ókindin" gerði sér
gott af f samnefndri mynd...
en það er nú reyndar bara
mynd.
+ Flestir muna eftir banda-
rfska ofurhuganum Evei
Knievel sem á sfnum tfma
reyndi að komast yfir gljúfur
eitt mikið vestur f Idaho á mót-
orhjóli, reyndar með hjálp eld-
flaugar. Knievel hafði þó ekki
erindi sem erfiði f það sinn þvf
að hann hafnaði á gljúfurbotn-
inum. Nú er verið að gera
kvikmynd um ævi og uppátæki
Knievels og f myndinni leikur
hann hinar ótrúlegustu listir,
eða öllu heldur á að gera þvf
að framleiðendum myndarinn-
ar þóttu sum atriðin svo
áhættusöm að þeir fengu stað-
gengil fyrir ofurhugann. Stað-
gengill Knievels heitir P.T.
Love er heimsmethafi f mótor-
hjólastökki, hefur stokkið
samtals 42 metra. Á stóru
myndinni sést Love f loftinu á
hjóli sfnu og til þess að gera
atriðið áhrifameira var leik-
konan Mariwin Roberts fengín
til að liggja léttklædd skammt
þar frá sem hjólið átti að koma
niður.
Á minni myndinni sjást þau
saman Mariwin og Love.
P.T. Love hefur ýmislegt á
prjónunum. Nú er hann á för-
um til Englands þar sem hann
ætlar að reyna að komast yfir
16 strætisvagna á hjólinu sfnu
og þaðan heldur hann til Ber-
Ifnar og hyggst stökkva yfir
múrinn, sem skilur austur og
vestur.
+ Þau virðast ekki vera samtaaa i andaktinni þau Kennedyhjónin, Joan og Edward. Myndin var tekin
þegar verið var að minnast Roberts heitins Kennedy jt'tenniskeppni f New York sem árlega er haldin
til minningar um hann. Eitthvað virðist sem sagt hafa'sett Jaon út af laginu og ef að Ifkum lætur eiga
kenjóttir krakkar þar einhverja sök á.
meit
ROCKWELL
í reikniiifiiiiii
í
F/iOsnúJzA.
Rockwell 44 RD
Wrtf kr.1!!ItOO
A%v*IC**<i
ámmmmmmmmmmmmmk.
V/
Hverfisgötu 33 Sími 20560