Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 37 VELVAKAIVJOI , Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 10—11 f.h. frá mánudegi til föstudags. $ Minnispunktar fyrir umbjóð- endur skatt- ♦ greiðenda 1. Starfsmenn sjónvarpsins eru brotlegir við landslög. I engu ber því að láta undan yfirgangi þeirra. Snúast ber gegn lögbrot- um að lögum. 2. Sjónvarpsstarfsmenn hafa þeg- ar skaðað stofnun sína og ber þeim að greiða þann skaða að fullu, en ekki viðskiptamönnum sjónvarpsins. 3. Þá daga sem sjónvarpsmenn hafa ekki sinnt skyldustörfum sínum ber að draga áð fullu frá launum þeirra. 4. Sjónvarpsmenn, og útvarps- menn fyrr í sumar, hafa gert að engu þær röksemdir, að takmark- aður verkfallsréttur opinberra starfsmanna í höndum heildar- samtaka þeirra verði til að draga úr skæruverkföllum. Að fenginni reynslu verður því að endurskoða lögin nú þegar og í ljósi þess, að opinberir starfsmenn þiggja laun sín frá skattgreiðendum, sem að miklum hluta hafa lægri tekjur en þeir. Verkföll gegn skattgreið- endum er ekki unnt að líða. 5. Hafa ber i huga sigur skatt- greiðenda yfir útvarpsmönnum fyrr í sumar. Yfirvinnuverkfall þeirra hafði aðeins jákvæðar hlið- ar. Þeir gáfust upp. Sparnaður útvarpsins nam 2 milljónum króna á mánuði og hlustendur söknuðu einskis, hvað þá tveggja milljóna virði á mánuði. 6. Hafa ber í huga þessa reynslu. í opinberri stjórnsýslu er unnt að spara milljónatugi, ef ekki hundruð milljóna, með þvi einu að skera niður óþarfa yfirvinnu. 7. Hafa ber að engu hótanir opin- berra starfsmanna um uppsagnir. í fyrsta lagi vantar fólk í fram- leiðslustörf, en þó getur hinn frjálsi vinnumarkaður aðeins tek- ið við litlum hluta opinberra starfsmanna, ef þeir segðu allir upp í einu. 8. Opinberir starfsmenn verða að sjálfsögðu -að fá launahækkanir þegar samningar þeirra renna út. En launahækkanir eiga ekki að gerast með þeim hætti að seilst verði enn dýpra í vasa skattgreið- enda. Launahækkanir mega að- eins koma til fyrir sparnað i opin- berum rekstri, aukinni hag- kvæmni og fækkun opinberra starfsmanna. 9. Skattpíningin er slik, að lengra verður ekki gengið án þess að skrattgreiðendur rísi upp gegn bákninu og þeim sem því stjórna. Þetta hefur gerst annars staðar, t.d. á Norðurlöndum. 10. Brýna nauðsyn ber ekki til að semja við sjónvarpsmenn. Skatt- greiðendur þola auðveldlega lok- un sjónvarpsins. „Skattgreiðandi." • Breyting á vín löggjöf? í umræðum manna á meðal um ólæti unglinga á almannafæri og vöntun á skemmtistað fyrir þá hefur verið vikið að vínlöggjöf- inni og ýmsar spurningar vaknað um hvort hún þurfi einhverrar endurskoðunar við. Hér fara á eftri kaflar úr bréfi frá Jóni Árnasyni: „Það sem þarf að gera er að bæta aðstöðu aldursflokks þessa til áfengiskaupa og neyzlu innan dyra svo þessum ófögnuði linni (þ.e. skrílslátum unglinga). Sam- þykkja tafarlaust löggjöf um öl- knæpur, því það er betra að láta krakkana kaupa alvöru bjór inn- an dyra heldur en að þau þambi 75% vodka af stút utandyra, grýt- andi tómum vinflöskum út um allar götur og gangstíga. Alþingi getur varla verið það blint og rot- ið að það sjái ekki meinsemdina. Þessi már verða aldrei löguð nema að til komi bjórstofur og athvarf fyrir þennan aldurshóp, sem fær ekki inngöngu á vinveit- ingahús enda er það hlægilegt „system" því það þýðir ekkert að banna þessum krökkum að 'drekka, þau gera það fyrir því. Þessi mafiu-vinlöggjöf er sú hlægilegasta sem uppi er í heim- inum, miðað við þróun og tækni- vætt þjóðfélag. Uppeldisfræðing- ar og sálfræðingar ættu ekki að koma nærri svona málum, því út- koman er engin... Það er lág- markskrafa að Alþingi komi með alvörubjór á frjálsan markað.. . Jón Árnason. Meira verður ekki birt úr bréfi Jóns Árnasonar, en það sem hann vill er sem sagt rýmri vinlöggjöf og staði þar sem unglingar geta komið saman á til að setjast að bjórdrykkju. Síðan Tónabæ var lokað hefur komið upp sú umræða og verið skiptar skoðanir um hvort Reykjavíkurborg eigi að reka svona stað eða ekki. Sumir eru á þeirri skoðun að borgin eigi ekki að sjá um neitt æskulýðsstarf, en styrkja heldur hin ýmsu félög i bænum, sem vinna að þeim mál- um. Þeir telja að fé verði betur varið ef félögin ráðstafa því í sinu starfi og geti það jafnvel sparað nokkur útgjöld. Aðrir eru á þeirri skoðun að borgin eigi ein að sjá um þessi mál og hún geti bezt rekið þau með Æskulýðsráði. Ef fleiri vilja leggja hér orð i belg er það velkomið. 0 Um Þistlaþátt. Ctvarpshlustandi hringdi og sagði m.a.: „Eg var að hlusta á þennan þistlaþátt í útvarpinu í gær, sunnudag og mér fannst nú efnis- meðferðin hjá þeim nokkuð svæs- in, þetta er svæsnasti áróður, þarna er fullyrt að hér séu atóm- vopn og annað eftir því. Maður hefur oft orðið var við að fólk sem kemur fram í útvarpi er gagnrýnt en hér hafa fáir séð ástæðu til. Nú, sjónvarpið var ekki í gær svo búast má við að allur landslýður hafi hlustað á þennan þátt og manni finnst þetta heldur hvim- leitt tal.“ — Kannski hefur henni verið bannað að tala við okkur ... Jack reyndi að rifja upp fyrir sér hvort einhver af starfsliðinu hefði verið I grenndinni og hlust- að á samtalið. Kannski karlinn með uppþornaða hausinn. Fjára- kornið hann gat ekki munað það. Hann bætti við: — Þau hefðu heldur ekki getað laumað að okkur bréfmiða eða neinu sllku án þess upp um það hefði komizt. Hann hafði enn ekki sagt henni um hina þöglu bón i sandinum.... — Þér trúið þessu sem sagt? sagði hún og leit fast á hann. Þó hugsaði hann með sér að hún væri ekki að horfa á hann sem slfkan, heldur virtist augnaráð hennar hverfa eitthvað undra- langt (burt. — Haidið þér að hætta sé á að þau séu beitt Ifkamlegum meið- ingum? — Eg hugsa þau séu örugg og ekki f hættu núna. Nema einhver gerist of nærgöngull. Það á sjálf- sagt bæði við um yður og sjálfan mig. — Og lögreglan kannski. — Þér hljótið að sjá að það er ekki minnsta ástæða til að fara til HÖGNI HREKKVÍSI „Ég sé ekkr 'að hingað eigi að fara einn einasti uggi. 4 4 I slátrið FYRSTA FLOKKS RÚGMJÖL FÆST í NÆSTU BÚÐ Dale Carnegie Hérna getur þú dæmt um það, hvort Dale Carnegie námskeiðið gæti komið þér að gagni. Vilhjálmur Vithjálmsson kennari Konráð Adolphsson skölstjóri Stjórnunarskólinn hefur hlotið verSlaun ! alþjóða samkeppni Carnegie manna, þrjú ár I rö8. fyrir árangur I kennslu og starfi. Til þess að gera þetta og áður en þú þiggur boð okkar, að koma á kynning- arfund, legg ég til, að þú spryjir sjálfan þig eftirfar- andi spurninga: if Óskar þú þess oft. a8*þú hefðir betra starf? ★ Ef þú ert ekki stöSugt a8 bæta vi8 þig I starfi, hefur þú kjark til þess a8 ræ8a málin vi8 yfirmann þinn? ★ Ef yfirmaSur þinn biður þig. a8 takast á hendur meiri ábyrgS, ert þú fær um a8 segja já. strax I sta8 þess að hugsa „Skyldi ég geta þetta"? ★ Hefur þú nauSsynlega sjálfsstjórn til þess a8 geta tekiS ákvarðanir? ★ Geturðu tjáð þig af öryggi 1 samræSum eBa á fundum? ★ Finnst konunni þinni (e8a eiginmanni) a8 þú sért „karl f krapinu" og þiS lifið hamingjusömu fjölskyldullfi? if Finnst þér þú hafa of miklar áhyggjur? if Er öll sú ánægja og hamingja ! Ilfi þínu, sem ætti að vera? if Vilt þú frekar hlaupa einn kilómeter heldur en „standa upp og segja nokkur orð? if Hefur þú stjórn á hlutunum. þegar allt fer úr skorðum? if Getur þú fengið fjölskylduna. vini og samstarfsmenn til a8 gera þaðfúslega, sem þú stingur upp á? 64 ára reynsla okkar segir, að vandamál sem þessi, skapa truflun og draga úr afköstum heima og í starfi. Ef að við getum losað okkur við þau, verður llfið þýðingarmeira og ánægjulegra. Dale Carnegie námskeiðin hafa hjálpað tveimur milljónum manna og kvenna ! 50 löndum og eru þátttakendur úr öllum stéttum þjóðfélagsins frá 15—75 ára. Allir þátttakendur hafa eitt sameig- inlegt og það er ósk um meiri hæfni og framfarir. ÞÚ GETUR SJÁLFUR DÆMT um það hvernig Dale Carnegie námskeiðið getur hjálpað þér og hvernig það hefur aðstoðað fjölda manns að fá stöðuhækkun. hærri tekjur, viðurkenningu og meiri hamingju út úr lifinu Þú munt heyra þátttakendur segja frá þvi, hversvegna þeir tókú þátt i námskeiðinu og hver var árangurinn. Þú ert boðinn ásamt vinum og kunningjum. að líta við hjá okkur, án skuldbindinga eða kostnaðar. Þetta verður fræðandi og skemmtilegt kvöld er gæti komið þér að gagni. I DAG ER ÞITT TÆKIFÆRI. Kynningarfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. september kl. 20.30 að Siðumúla 35 uppi. Dale Carnegie námskeiðin Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. SSMI 82411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.