Morgunblaðið - 28.09.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
3
„Við gerum svo margt,“
sögðu þær þegar við spurðum
þær við hvað þær ynnu. „Núna
erum við að velta tunnum, en
stundum erum við að spyrða
eða rífa upp saltfisk, en þetta
er svo ofsalega fjölbreytt að
það er ómögulegt að telja það
upp.“
Þetta þótti okkur duglegir
kvenmenn og við spurðum
hvort þær ætluðu að vinna í
allan vetur? „Nei, ætli það,“
sagði Hjördís. „Við verðum
svona eftir þvi sem við nenn-
um.“
En langar ykkur ekki til að
salta síld? ,Jú,“ svöruðu þær
einum rómi, „en það er ekki
pláss fyrir fleiri, og svo er þetta
svo sem alveg stórfint hér.“
„Blessaö kvenfólkið
bjargar þessu vel“
Á leiðinni út hittum við verk-
stjórann, Matthías Guðmunds-
son, sem var í þann veginn að
kalla fólkið i kaffi. „Þetta er
bókstaflega eins og heimsstyrj-
öld sé að skella á,“ sagði hann.
„Blessað kvenfólkið bjargar
þessu vel. Við vinnum hér eitt-
hvað fram á kvöld og förum
heim þegar nátthrafnarnir fara
að safnast saman á Hótel-
íslands-planinu. Það þýðir ekki
að halda áfram i alla nótt, þá
mætir enginn á morgunn."
Helga Steinarsdóttir.
„Eins og heimsstyrjöld sé
að skella á”
Guðbjörg Þorsteinsdóttir.
snert vió þessu í 11 ár,“ sagði
Helga, „þannig að það tekur
smátima að komast í fullan
gang. En það var alla vega gott
upp úr þessu að hafa i gamla
daga. Það er líka timafrekt að
þurfa að flokka sildina. Við get-
um náð upp nokkuð miklum
hraða við að raða, en það tefur
mikið að flokka og skera. Það
er líka dálítið þröngt hér, en við
vonum að það verði bætt um
með hærra verði fyrir tunn-
una.“
„Kem beint úr húsverk-
unum.“
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
sagðist aldrei hafa saltað fyrr,
en likaði það mjög vel. „Ég bý
hérna i næsta húsi, þannig að
það er þægilegt að hlaupa i
þetta," sagði hún. „Maður er
ekki enn kominn upp á lag með
þetta, en þetta er þó þriðja
tunnan siðan klukkan eitt. Ég
held að það sé ekki svo ýkja
slæmt. Annars er ég að hugsa
um að taka dóttur mina með
mér eftir kaffi. Skólafólkinu
veitir víst ekki af því að vinna
sér inn nokkrar krónur."
„Ofsalega f jölbreytt“
Uti í sólskininu hittum við
tvær kampakátar stelpur, sem
voru að velta tunnum og hjálpa
til á ýmsan hátt. Þær sögðust
heita Arnhildur Reynisdóttir
og Hjördis Guðmundsdóttir.
Arnhildur og Hjördfs sögðust vera að týnast f tunnunum, þvl það
væri svo mikið að gera.
Ijósm. Friðþjófur.
ÞAÐ rlkti sannkölluð sfldarstemmning hjá Bæjarútgerðinni við
Grandaveg, þegar Morgunblaðið leit þar við 1 gær. Þar var verið að
salta fyrstu sfldina, sem landað var úr Jóni Finnssyni I gærmorgun.
Föngulegt lið af kvenfólki kepptist við að raða I tunnurnar og
strákarnir höfðu varla undan við að færa þeim nýjar tunnur. Við
hálfskömmuðumst okkar fyrir að vera að trufla þetta önnum kafna
fóik, en það reyndist óþarfi, þv( við fengum góðar móttöku.
„Erutn við ekki að bjarga
þjóðarbúinu?“
Það var geinilegt á hand-
bragðinu hjá henni Elvu
Björnsdóttur að hún er þaulvön
síldarsöltuninni. Við spurðum
hana að því.
„Jú, ég hef oft verið í söltun
áður," sagði hún, „en alltaf
sunnanlands. Afköstin? Ja, ætli
ég klári ekki svona 8—10 tunn-
ur fyrir hádegi. Það fer svolftið
eftir sildinni. Þessi síld er alveg
sæmileg, þannig að þetta geng-
ur nokkuð vel. Nei, ég veit ekki
enn hvað við fáum fyrir tunn-
una. Ég er nú að vona að það
verði svona 780 krónur fyrir
hausskornu sildina þvi maður
er nú vfst að bjarga þjóðarbú-
inu, eða hvað?“
Var f síldinni á Raufar-
höfn.
,Jú, ég var í síldinni á
Raufarhöfn í gamla daga,“
svaraði Helga Steinarsdóttir
spurningu blm. „Ég ólst upp á
Melrakkasléttunni og síldin var
þvf allt í kringum mann.“
Er gott upp úr þessu að hafa?
spurðum við. „Ég hef nú ekki
Elva Björnsdóttir.
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI Aðalstræti 9, símar 1 2940 og 11 255
Gler '76
Alþjóðleg sýning
Dússeldorf
7. okt.— 10. okt. '76
SIAL '76
Alþjóðleg
matvælasýning
París
1 5. — 20. nóv. '76
Pantið snemma. Hótelherbergin
verða afpöntuð 7 dögum fyrir sýningu
Alþjóðleg
sýning
á skrif-
stofuvörum
Köln
19. — 24. okt. '76.
IMB '76
Alþjóðleg
vélasýning fyrir fataiðnað
IfllD
Köln
3. — 7. nóv. '76
Pantið snemma Hótelherbergin
verða afpöntuð 7 dögum fyrir sýningu.
Ódýrar
Lundúnaferðir
eru að hefjast aftur.
Brottför hvern laugardag.
MODE-
WOCHE
Alþjóðleg
tískusýning
Munchen
3.— 7. okt. '76
Munchenmacht
MODE
Mode-Woche-
Munchén
14.IKA
Alþjóðleg
matreiðslusýning
Frankfurt
21.-28. okt. '76.
Pantið snemma Hótelherbergin
verða afpöntuð 7 dögum fyrir sýningu
Allt fyrir
barnið
Alþjóðleg
sýning
cologne
international
fair for the ö
child
Köln
8 —10. okt. '76.
Útvegum sýningarskrár, sýningarsvæði, aðgöngumiða, hótelherbergs
Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega
hagkvæmum fargjöldum.