Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
5
Beskytteren I Reykjavtkurhöfn (Ljósm. RAX)
FuUkomið danskt varð-
skip í Reykjavíkurhöfn
sérstöku stjórnrúmi eru siðan Ijósatöfl-
ur sem sýna starfsemi hinna einstöku
hluta og einnig hvar og hvers konar
bilun er um að ræða. komi slikt upp.
Vélarrúmið er tviskipt til að starfsemi
þar þurfi ekki að stöðvast þótt leki
komi í vélarrúm. Auk þessa er skipið
mjög vel búið öllum öðrum tækjum,
svo sem rödurum. kafbátaleitartækjum
og fjarskiptatækjum Þá fylgir þyril-
vængja varðskipinu einnig, og getur
hún flutt allt að 6 manns, allt eftir
hversu lengi og langt á að fljúga
Skipið er um 1900 lestir og 75
metra langt, og mjög vel útbúið til
gæslu— og björgunarstarfa. Að sögn
skipherra er það likt m.a. varðskipinu
Ingolf, en þó öllu fullkomnara „Þetta
skip er eiginlega beint framhald af
hinum varðskipunum Hinir ýmsu hlut-
jr sem mönnum hefur þótt mættu vera
fullkomnari hafa verið betrumbættir.
og þvi má segja að þetta skip sé bara í
nokkurs konar tæknilegri þróunarröð' ,
sagði skipherra „Það sem helzt er
ábótavant er meiri hraði, en þyrlan
bætir það þó nokkuð vel upp", sagði
skipherra i lok viðtalsins við okkur.
Skipið er búið einni 7.5 sm fall-
byssu, og auk annars smá-útbúnaðar
þá eru um borð djúpsprengjur sem
hægt er að varpa úr þyrlunni
Vegna hmnar miklu sjálfvirkni,
samanstendur áhöfnin aðeins af 59
mönnum, en svipuð skip dönsku land-
helgisgæslunnar eru með 72 manna
áhöfn Yfirmenn, þ e skipverjar aðrir
en sjóliðar, eru 1 9. en sjóliðar eru 40
talsins Helmingur þeirra gegnir aðeins
skyldukvöðum um hermennsku, en
hinir eru i sióhernum til langtima
„Þótt ekki séu nema 7 mánuðir síðan skipið var tekið í notkun þá er þegar
komin á það hin sæmilegasta reynsla. Það er í alla staði mjög skemmtilegt
sjóskip, og útbúnaður þess hefur reynst vel. Þetta er nýtískulegt skip og að
öllu leyti sjálfvirkt, þ.e. það þarf engan mann í velarrúm þvl þar er um algera
sjálfvirkni að ræða. Það þarf aðeins að ýta á einn takka eða svo í upphafi, og
síðan kemur þar enginn maður, nema um bilun verði að ræða, en það sjáum
við allt á sjálfvirkum stjórntöflum, sem sýna staðsetningu bilunar, komi þær
upp". Þannig mælti J. Thorsen, skipherra á danska varðskipinu Beskytteren,
en skipið liggur nú við Grandagarð.
Beskytteren hefur nýlokið 3 mánaða tekinn að ólöglegum veiðum breskur
gæslustörfum í grænlensku fiskveiði- togari þar við strendur.
landhelginni, en þar áður var skipið við Eins og áður segir er um algera
Færeyjar við sömu störf, og þá var sjálfvirkni að ræða í vélarrúmi. í brú og
Alger sjálfvirkni í vélarrúmi — Góður
búnaður til gæslu- og björgunarstarfa
Roi Jesperson 1. stýrimaður í þyrluþilfari. Roi hóf sjómennsku slna á
islenskum togurum. en gekk svo I danska sjóherinn.
Þa8 var handagangur I öskjunni
þegar vi8 litum viS I eldhúsinu á
Beskytteren. Kokkarnir voru hinir
vlgalegustu. en handbrögS þeirra
voru fagmannleg.
Áður á
íslenskum togurum.
Eftir móttökur í vistarverum skip-
herra var okkur fylgt um skipið af Roi
Jespersen, 1 stýrimanni Roi þessi hóf
sina sjómennsku á islenskum togurum
Var hann á Gylfa frá Patreksfirði og
Hallveigu Fróðadóttur á árunum
1954—1959 Að því búnu hélt hann
til Danmerkur þar sem hann gekk i
danska sjóherinn Roi talaði ágætis
islensku, og var kunnátta hans at-
hyglisverð fyrir þær sakir að hann
hefur ekkert talað islensku siðan
1959
Það kom i Ijós á för okkar um skipið
með Roi, að skipið er vel hannað og
fyrir öllum hlutum séð Vistarverur yfir-
mannanna eru allar vistlegar og þar
séð fyrir bestu þægindum Sjóliðar búa
allir i 2 eða 4 manna káetum sem eru
rúmgóðar Skipslæknirinn hefur góð
starfsskilyrði að sögn, þar sem eru
sérstakt uppskurðarherbergi og svo
annað til almennra lækninga Þá eru
nokkur herbergi útbúin til að skipverjar
geti dundað við einhverja tómstunda-
iðju
I skipinu er einnig fangeísi, en að
sögn Roi hefur það aldrei verið notað
Skipið verður almenningi til sýnis á
miðvikudag (29 sept) frá kl 1 4— 1 7.
VITIÐÞIÐ...?
... HVAÐHÆGT ERAÐ GERA
SVAKALEGA góð kaup á
ÚTSÖL UMARKAÐNUM
Föt m/vesti
frá kr. 12.000,—
Kjólar frá kr. 2.500,—
Peysur frá kr. 1.200.—
Herraskyrtur frá kr. 1.290.—
Kápur frá kr. 6.500.—
Pilsdragtir frá kr. 6.500.—
Buxna fínflauelspils
frá kr. 1.900,—
Stakar terylene-
buxur, bæði dömu
og herra frá kr. 3.000.—
Rifflaðar flauelsbuxur
frá kr. 2.500.—
Herra- og dömubolir
í ofsalegu úrvali
frá kr. 600,—
Skór frá kr. 2.500.—
Allt mjög góðar og nýlegar vörur
Látið ekki happ úr hendi sleppa
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
tjn KARNABÆR
Útsölumarkaöurinn,
Laugavegi 66, sími 28155