Morgunblaðið - 28.09.1976, Page 13

Morgunblaðið - 28.09.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 13 Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Afleiðingar Hagvaxtar: Gallerí SÚM Ljósbrot: Hamragarðar Á sama tíma og fólk fjöl- mennir að Kjarvalsstöðum á tvær merkar sýningar þar, vilja hinar minni falla í skuggann, — I annan tima hefi ég ekki séð slika aðsókn sem að Kjarv^ls- stöðum, en hins vegar er eftir- tekjan rýr, hvað hinar minni snertir, — örfáir hafa skrifað í gestabækur. Þetta er næsta eðlilegt, þegar tekið er tillit til þess,að um nær óþekkta menn er að ræða, er hér verður fjall- að um. I galleríi SUM sýnir Gunnar Geir Kristjánsson 42 verk. Aðallega eru það eins konar málverk unnin úr plastefnum, er hafa þá náttúru að bólgna út, þegar þeim er blandað saman. Myndirnar eru áferðafallegar og sumar, svo að furðu gegnir, en afturá móti er það misskiln- ingur hjá hinum unga manni, að hér sé um nýstíl að ræða, þvi að þetta hefur verið gert áður á margan hátt og engin nýjung er það heldur að rjúfa hið hefð- bundna form rammanna. Teikningar og grafík benda til, að her skorti á skólun og undir- stöðuþjálfun, og það hefur mörgum orðið hált á þvi að ætla sér að byggja list sina á áferðar- fallegum nýjungum. Hér er því engu hægt að spá um framtið- ina, en myndir, er ég stað- næmdist aðallega við á yfirferð minni sakir áferðar og fjöl- breytilegs forms, voru nr. 8, — 11, — 12, — 13, — og 14... I Hamragörðum sýna fjórir áhugaljósmyndarar viðleitni sína á því sviði að teikna með ljósi. Þeir eru Þorvaldur Jóhannesson, Þorsteinn Ás- geirsson, Gunnar Elfasson og Guðjón Steinsson. Sýna þeir 31 ljósmynd, og er skemmst frá að segja, að hér er um mjög virðingarverða við- leitni að ræða. Vel er gengið frá myndunum og allir virðast þeir hafa næmt auga fyrir viðfangs- efnum sínum og vera merkilega fundvisir á að finna sérkenni- leg mótív. Ég verð að segja fyr- ir mig, að margt gætu ungir myndlistarmenn lært um frá- gang mynda af hinum ungu áhugamönnum. Hinir ungu menn eru ekki síður fundvisir á óhlutlæg form en hlutlæg, og myndir þeirra eru sannarlega ekki neinar heimildarmyndir, heldur til- raunir með möguleika tækninn- ar, og hér rikja engir sýnilegir fordómar. Ég vil telja hér upp nokkrar skemmtilegar myndir svo sem nr. 16 eftir Þorstein Ásgeirsson, nr.ll, eftir Þorvald Jóhannesson nr. 12 eftir Guðjón Steinsson og nr. 29, eft- ir Gunnar Elíasson, Ekki vil ég hér gera upp á milli ljósmynd- aranna né einstakra mynda, en vil vekja athygli á virðingar- verðu framtaki, sem verðskuld- ar athygli. Bragi Ásgeirsson. Tvær sýningar Öánægðir sjómenn „Spyrðu ekki um aflabrögð, við verðum bara vondir. Breiðafjörð- ur fór lang verst út ÚV friðunarað- gerðunum, aflinn hefur verið helmingi verri en í fyrra,“ sagði Þorvaldur. Runólfur tók undir orð Þorvalds. „Og það er það eina, sem þú færð upp úr okkur og hana nú.“ Niðri á bryggjunni var verið að gera að netum af mikilli list og netanálin flaut á meiri hraða en myndavélinni var unnt að festa á filmu. Það var áhöfnin á Farsæl, sem þarna var að undirbúa sig fyrir næsta túr. Skipstjórar í hrókasamræðum Einn af þeim, sem er að byggja, Þórólfur Guðjónsson, verzlunarstjóri í Kaupfélaginu. Hann tók undir orð sveitarstjórans um skort á iðnaðarmönnum. „Allt á fullu” Niðri við höfnina var verið að landa úr Grundfirðingi II. Við frystihús Zophaniasar Cecilsson- ar var ungur maður að moka karf- anum af vörubíl. „Sigurður heiti ég,“ sagði hann hressilega. 16 ára. „Nei ég á nú eiginlega ekki heima hérna. En hér búa ættingjar minir og ég reikna með að vera hér eitthvað áfram.“ Nóg að gera? „Já blessuð vertu, allt á fullu," svaraði hann og tók aftur til við vinnu sina. Það var glampandi sólskin og stelpurnar I frystihúsinu sátu á bekk undir húsveggnum í kaffi- hléinu. Tvær þeirra, Vilborg og Hjördis, færðu sig til, svo blaða- maður mætti líka komast i sólbað og spyrja um tilveruna í Grundar- firði. Hvað gerðu þær á kvöldin? „Við förum á böll, það eru sæta- ferðir í Búðardal, Ólafsvík og Hólminn, alls staðar eiginlega þar sem hægt er að komast. Svo eru bió tvisvar í viku.“ Er sjoppa? ,Já, við hittumst stundum við sjoppuna, en við verðum að standa fyrir utan.það er bara svona gat.“ Langaði þær nokkurn tíma til að fara t.d. til Reykjavikur, þar sem meira fjör er? „Nei, alls ekki“. Um það voru þær alveg sammála. Ekki langt frá voru tveir bílar i gangi hlið við hlið og bilstjórarnir voru með höfuðið út um gluggann að tala saman. Þetta er furðulega algeng sjón í þorpum þar, sem virðist þó varla taka þvi að aka á bifreið á milli húsanna. Bílstjór- arnir kynntu hvor annan fyrir blaðamanninum: „Þetta er verð- andi skuttogaraskipstjóri, Runólf- ur Guðmundsson" (blessuð vertu ekki að taka mynd af mér, það er nóg komið af því, sagði Runólfur nafni þess fræga togara, sem dró kolmunnann) — „og þetta er hann Þvorvaldur Elbergsson skipstjóri áGnýfara". kvæmdir fremst á myndinni „Morgunblaðið, það var nefni-* lega það — þá getum við sagt þér hitt og þetta. Þetta er nú formað- ur sjómannafélagsins hérna, lát- um hann tala fyrir okkar munn..sagði skipstjórinn. Formaðurinn, Ivar Árnason: „Það hljóta allir sjómenn að vera á móti nýju samningunum. Þessi miðlunartillaga, sem þeir koma með núna, felur ekki I sér neinar breytingar fyrir báta undir 300 tonn. Það er gripið inn í þegar engin þörf var á, engin verkföll yfirvofandi. Það hlýtur að koma til aðgerða." Þorbjörn, Sigurður, Arnar „Skrifaðu niður eftir honum og skilaðu þessu i bæinn,“ bætti skipstjórinn við. Að þessu mæltu sneru menn sér aftur að netunum. A Grundarfirði er litill timi aflögu I óþarfa snakk. Jafnvel litlu strákarnir, sem ég hitti, máttu tæpast vera að þvi að nema staðar. Þeir voru með veiði- stangir og sögðust bara hafa feng- ið tvö seiði. „En við reynum aftur i aðfallinu," bættu þeir við ákveðnir í að gefast ekki upp. Flökkusnatar finna vissulega ekki friðland i þeirra hug. Ljósm. texti MS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.