Morgunblaðið - 28.09.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
Alfreð Þorsteinsson:
Vilmundur Gylfason
villir á sér heimildir
Pólitískir skúrkar í skikkjum
vandlætara eru engin nýlunda.
Einn slíkur féll af stalli vestur í
Bandaríkjunum fyrir tveimur ár-
um. 1 kosningaáróðri sínum hét
Nixon kjósendum að berjast gegn
glæpastarfsemi og uppræta hvers
kyns spillingu í opinberu lífi, er
átti að hafa þrifizt undir stjórn
demókrata. Raunar var þessi mál-
flutningur hans meginuppistaðan
í baráttu hans fyrir þvf að komast
í Hvfta húsið 1968.
Siðferðispostulinn Richard Nix-
on reyndist sjálfur vera mesti
skúrkur, sem setið hefur á valda-
stóli í Bandaríkjunum.
Adolf Hitler þóttist einnig ætla
að siðbæta þýzk stjórnmál, er
hann var að brjótast til valda.
Gyðingar og sósíaldemókratar
voru úthrópaðir af nazistum sem
glæpamenn og óþjóðalýður.
GETUR HUGSJÓNA-
SMIÐUR FLOKKS
VERIÐ
ÓHÁÐUR HONUM?
Þessi formáli er að ýmsu leyti
nauðsynlegur að svargrein til Vil-
mundar Gylfasonar, ekki vegna
þess, að greinarhöfundur telji
hann jafnilla innrættan og fyrr-
nefnda skúrka, fjarri þvi, en
skyldleiki þeirrar baráttutækni,
sem þeir beittu, og þeirrar, er
Vilmundur Gylfason beitir, leynir
sér ekki. Og sem betur fer er
almenningur í landinu nú farinn
að átta sig á því pólitfska sjónar-
spili, sem þarna býr að baki. Vil-
mundur Gylfason er nefnilega
meira en atvinnublaðamaður,
óháður forskrift nokkurs stjórn-
málaflokks, eins og hann lýsir yf-
ir í Mbl.grein sinni s.l. laugardag.
Hann er einn af áhrifamönnum
Alþýðuflokksins, frambjóðandi
Anti-.
perspirant
creme
Varanleg svitavörn
Kremið á áð bera á sig áður
en lagst er til svefns fjögur
kvöld I röð, siðan aðeins eftir
þörfum, venjulegast tvisvar
til fjórum sinnum í viku.
Kremið er mýkjandi, er án
fítu, gengur vel inn i húðina
og varnar að svitablettir
myndist i fatnaði.
Kremið inniheldur engin ilm-
efni og hentar vel bæði kon-
um og körlum.
KmkKni Endocil
k deodorant
***** Sérstaklega
áhrifaríkur
llmurinn sérstaklega hannað-
ur til að halda ferskleika
sínum allan daginn. Þornar
fljótt og skilur ekki eftur bletti
í fatnaði. Hentaröllum.
Heildsölubirgðir:
Bláfell h.f.
Skipholti 7, sími 27033
flokksins við sfðustu þingkosning-
ar, og sennilega við þær næstu,
auk þess, sem hann var kosinn til
þess af flokki sínum að móta nýja
stefnuskrá hans.
Hvernig í ósköpunum getur
slíkur maður lýst þvf yfir, að
hann sé óháður forskrift stjórn-
málaflokks, sjálfur höfundur
nýrrar stefnuskrár Alþýðuflokks-
ins. Annaðhvort er maðurinn að
gera gys að almenningi með yfir-
lýsingu af þessu tagi, eða gera
grfn að Alþýðuflokknum.
PRÓFSTEINNINN
En þannig er reynt að villa á sér
heimildir. Vinnubrögð af slíku
tagi, ein út af fyrir sig, segja
meira um heiðarleika mannsins
en margt annað. Að vfsu má vel
vera, að Vilmundur Gylfason trúi
því sjálfur, að hann geti aðskilið
hlutverk sitt, verið óháður at-
vinnublaðamaður einn daginn,
óháður forskrift nokkurs stjórn-
málaflokks, og skrifað stefnuskrá
Alþýðuflokksins hinn daginn.
En í þessum efnum hlýtur
reynslan að vera ólygnust. Eða
hver man eftir þvf, að Vilmundur
Gylfason hafi af nokkurri alvöru
blakað við sfnum eigin flokki eða
flokksmönnum f föstudagsgrein-
um sfnum, hvort sem þær hafa
verið f Vfsi eða Dagblaðinu? Er
það ekki einmitt prófsteinninn á
það, hvort blaðamaður er frjáls og
óháður forskrift stjórnmála-
flokks, að hann hafi kjark og getu
til að gagnrýna alla flokka jafnt?
TVENNSKONAR
SIÐGÆÐISMAT
Vilmundur ypptir kannski öxl-
um og segir sem svo, að hans
flokkur hafi hreina samvizku. Þar
sé fátt gagnrýnisvert. Kratar séu
upp til hópa hvftþvegnir englar.
Það séu aðeins Framsóknarmenn,
aðallega ráðherrar flokksins, og
einn eða tveir af ráðherrum Sjálf-
stæðisflokksins, sem hafi óhreina
samvizku.
Að þessu leyti er Vilmundur
ekki hótinu betri en ritstjórar
Þjóðviljans, sem undanfarnar
vikur og mánuði hafa elt uppi
ýmsa einstaklinga utan Alþýðu-
bandalagsins, aðallega f Fram-
sóknarflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum, og bent á þá sem sér-
staka skúrka f skattamálum. Þjóð-
viljinn á hrós skilið fyrir þessa
baráttu sína gegn skattamisrétt-
inu. En svo undarlega bregður
við, að þegar Þjóðviljinn fær að-
stoð f þessum málum og er bent á
það, að formaður þingflokks Al-
þýðubandalagsins, stóreignamað-
urinn Lúðvík Jósepsson, greiði
aðeins 575 krónur í tekjuskatt, þá
hættir Þjóðviljinn baráttu sinni
og þegir þunnu hljóði.
Þetta heitir að hafa tvenns kon-
ar siðgæðismat á hlutunum. „Mór-
allinn“ fyrir Jón og séra Jón er
ekki f sömu skúffunni. En vita-
skuld verða allir að sitja við sama
borð f þessum efnum, hvort sem
um er að ræða aðila í Sjálfstæðis-
flokknum, Framsóknarflokknum,
Alþýðubandalaginu eða Alþýðu-
flokknum, þó að rétt sé að taka
það fram, að vitaskuld geti flokk-
arnir ekki sem slíkir borið ábyrgð
á gerðum fylgismanna sinna.
En þær kröfur verður að gera
til þeirra aðila, sem skrifa greinar
f blöð að staðaldri undir yfirskyni
heiðarleika og hlutleysis, að þeir
skirrist ekki við að benda á mál,
sem eru viðkomandi þeirra eigin
flokki eða flokksbræðrum. Ann-
ars eru þeir ekki trúverðugir. Að
þvf leyti hefur Vilmundur Gylfa-
son algerlega brugðizt hlutverki
sínu. Hann hefur þagað yfir ýms-
um málum, sem snerta Alþýðu-
flokkinn, málum, sem honum er
fullkunnugt um og ætti að hafa
aðstöðu, betri en ýmsir aðrir, til
að upplýsa.
Þau mál verða ekki rakin hér og
bíða betri tfma. En nú skal vikið
að einu máli.
lAntökur
EINARS OG
GYLFA Þ.
Af öllu því moldviðri, sem Vil-
mundur Gylfason hefur þyrlað
upp og reynt að tengja við Fram-
sóknarflokkinn, stendur aðeins
eitt mál eftir. Og það er eina
málið, þar sem Vilmundur hefur
lagt staðreyndir á borðið f stað
skoðana sinna. Hér er átt við lán-
töku Einars Ágústssonar í Lands-
bankanum, 5.7 millj. kr. til átta
ára með 18% vöxtum.
Vissulega nýtur utanrfkisráð-
herra f þessu tilviki óvenjulegrar
fyrirgreiðslu f bankakerfinu, sem
almenningur á ekki kost á. Það
hefur ráðherrann viðurkennt f
viðtali við Þjóðviljann, en jafn-
framt gert grein fyrir ástæðum
þeim, sem lágu að baki. Um þær
verður hver og einn að dæma.
En hvað vakti fyrir Vilmundi
með því að vekja sérstaklega at-
hygli á lántöku Einars Ágústsson-
ar? Jú, ekki aðeins, að hér væri
um „siðlausa“ lánveitingu að
ræða, þó að hún væri lögleg, held-
ur ekki síður hinu, að hér hefði
ráðherra Framsóknarflokksins
brotið f blað og farið inn á nýjar
brautir. Annars hefði þessi frétt
ekki þótt neitt tiltökumál.
En hér rfður siðleysið ekki við
einteyming. Vilmundur vissi af
þvf, áður en hann kastaði þessari
„bombu", að aðrir áhrifamenn f
þjóðfélaginu höfðu notið sam-
bærilegrar lánafyrirgreiðslu, og
meira að segja talsvert stærri að
vöxtum en sú, er utanrfkisráð-
herra fékk.
Nú er það út af fyrir sig engin
vörn fyrir utanrfkisráðherra, að
einhverjir aðrir hafi fengið hag-
stæð lán. En er það ekki siðleysi,
þegar „óhlutdrægur" blaðamaður
eins og Vilmundur, sem veit um
þau mál, skuli þegja yfir þeim?
Beinlfnis hylma yfir með mönn-
um, sem eru tengdir honum?
1 þvf sambandi hefur verið rifj-
að upp, að núverandi formaður
þingflokks Alþýðuflokksins, Gylfi
Þ. Gfslason, fékk árið 1949 lán til
húsbyggingar ásamt nokkrum
öðrum prófessorum við Háskól-
ann. Reiknað hefur verið út, að
þetta lán jafngildi 7—8 millj. kr. í
dag. Þetta þóttu há lán á þessum
tfma og þættu enn í dag. I þessu
sambandi má benda á, að sam-
kvæmt upplýsingum Alþýðu-
blaðsins s.l. laugardag, námu
þessi lán helmingi byggingar-
kostnaðar. Lánin voru ekki til
átta ára með 18% vöxtum heldur
til 30 ára með4%vöxtum.
VILL VILMUNDUR
SVIPTA
HULUNNIAF?
Auðvitað má það vera, að það
stafi af gleymsku, að Vilmundur
nefndi ekki þessi lánamál.
Kannski ætlaði hann að gera það
sfðar, þó að honum hefði ekki
unnizt tími til þess ennþá.
Nú hefur það ómak hins vegar
verið tekið af honum. Hins vegar
er það ómaksins vert fyrir Vil-
mund að fylgja þessu máli ögn
eftir, og það gæti t.d. verið uppi-
staðan f næstu föstudagsgrein
hans. Því hefur verið fleygt, að
vextir af þessu langa og hagstæða
láni hafi verið lækkaðir verulega.
Ég þykist vita, að Vilmundur
Gylfason muni vera mér sammála
um það, að hér sé um einstakt
hneykslismál að ræða, ef satt
reynist, slfkt hneyksli, að lánamál
utanrfkisráðherra blikni í saman-
burði við það. Ekki er að efa, að
allur almenningur f landinu, sem
greiða verður hálfgerða okurvexti
Haesvn húsmóðir
notar
Alfreð Þorsteinsson
af húsnæðislánum, yrði feginn
því að hafa tækifæri til að lækka
vexti af sínum lánum um helm-
ing. Eða hvað heldur Vilmundur
um það?
Nú er spurningin þéssi! Er Vil-
mundur reiðubúinn til að aðstoða
við að upplýsa þetta mál og
kannski önnur viðkomandi Há-
skólanum? Það mætti t.d. spyrja
hvort aðrir starfsmenn Háskólans
hafi sfðar átt kost á sömu fyrir-
greiðslu og Gylfi Þ. og félagar.
Það kann að vísu að koma illa við
einhverja, en um leið gæfist Vil-
mundi tækifæri til að afsanna þá
fullyrðingu, að hann sé háður ein-
um tilteknum stjórnmálaflokki.
UPPBOÐS
VARNINGUR
Sá, sem þessar lfnur skrifar,
hefur leitazt við að benda á,
hvernig Vilmundur villir á sér
heimildir. Á bak við penna at-
vinnublaðamannsins Vilmundar
Gylfasonar leynist hugsjónasvip-
ur Alþýðuflokksins. Ein helzta
sjónhverfing hans hefur auðvitað
verið sú að fá inni með greinar
sínar í önnur blöð en Alþýðublað-
ið. Það hefur honum tekizt, og
raunar meira en það. Honum hef-
ur tekizt að gera skrif sfn að eins
konar uppboðsvarningi. Dagblað-
ið býður hærri ritlaun en Vfsir —
samkvæmt hans eigin upplýsing-
um í Mbl. s.l. laugardag — og þá
er rokið til og skrifað í Dagblaðið.
Dylgjur f garð undirritaðs um
það, að hann hafi skrifað nafn-
lausa grein f Mánudagsblaðið um
lánamál Gylfa Þ. eru út í hött.
Skrif undirritaðs eru enginn upp-
boðsvarningur, hvorki fyrir Vfsi,
Dagblaðið né Mánudagsblaðið. Og
Vilmundi ætti að vera kunnugt
um það, að hver sem er getur
gengið inn á skrifstofur borgar-
fógeta til að verða sér úti um
veðbókarvottorð. Og enginn hefur
fellt neitt niður úr athugasemd-
um hans, er birzt hafa í Tímanum.
LOKAORÐ
Kunnugir brosa, þegar Vil-
mundur Gylfason lfkir skrifum
sfnum við það bezta, sem gerist í
þeim efnum í Bretlandi. Það er
svona álíka og Hilmar Jónsson
sálufélagi Vilmundar færi að
líkja eftir skrifum sfnum við verk
Halldórs Laxness.
Övandaðir menn hafa á öllum
tímum reynt að komast til áhrifa
með þvf að rægja andstæðinga
sfna, opinberlega eða með öðrum
hætti. í nokkrar vikur gengu hér
um borgina, og reyndar vfðar, list-
ar yfir meinta ávísanafalsara.
Nöfn nokkurra helztu trúnaðar-
manna Framsóknarflokksins í
Reykjavfk, þ.á.m. ráðherra og
borgarfulltrúa, voru þar efst á
blaði ásamt nöfnum nokkurra
þekktra fjárglæframanna. Það
skyldi aldrei vera, að Vilmundur
Gylfason og helztu samstarfs-
menn hans þekktu eitthvað til
höfunda þessara lista?
Vonandi gefst tækifæri til þess
fyrr en síðar að ræða þessi mál
við stjórnmálamanninn Vilmund
Gylfason. Framboð Alþýðuflokks-
ins eru óvenju snemmkynnt að
þessu sinni.
NMMMMMMR