Morgunblaðið - 28.09.1976, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100
Aðalstræti 6, simi 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Umferðin og
skammdegið
Islendingar eru fámenn
þjóö í stóru landi.
Því hefur á stundum verið
haldið fram, að það liggi á
mörkum hins byggilega
heims. Og einsýnt er, að
þær nytjar, sem lands-
menn hafa af láði og legi
eru með þeim hætti, að
þjóðin þarf að byggja land-
ið allt. Fiskimiðin, sem af-
koma þjóðarinnar og fjár-
hagslegt sjálfstæði hvila
einkum á, umlykja landið
allt, og sjávarplássin, sem
eru hornsteinar útgerðar
og fiskiðnaðar, mynda
keðju byggðarlaga á gjör-
vallri strandlengju ey-
landsins. Eigi þjóðin að
vera sjálfri sér nóg um
neyzluvörur þær, sem land-
búnaðurinn leggur á borð
hennar, er og óhjákvæmi-
legt að nýta takmörkuð
landgæói sem viðast á land-
inu. Báðar þessar hefð-
bundnu atvinnugreinar
þjóðarinnar tengjast og
vaxandi iðnaði í landinu
böndum, sem ekki mega
bresta, bæði sem ómissandi
hráefnagjafar og markað-
ur fyrir margháttaða iðn-
aðarþjónustu.
Sú dreifða byggð, sem
þann veg virðist undir-
staða velmegunar þjóöar-
innar, kallar á traustar og
öruggar samgöngur, sem
einnig þjóna þýðingar-
miklu félagslegu hlutverki.
Sú hefur orðið raunin á að
samgöngur, í lofti, á sjó og
á landi, gegna í æ ríkara
mæli undirstöðuhlutverki í
þjóðlifinu og þjóðar-
búskapnum. Vegna stað-
hátta hefur þessi þróun
leitt til ört vaxandi bif-
reiðaeignar landsmanna.
Bifreiðin er fyrir löngu
orðin helztur farkostur
landsmanna, ekki aðeins
landshluta og byggðarlaga
á milli, heldur einnig í dag-
legu lífi manna í byggðum
landsins, sem oft eiga
langa leið að fara milli
heimilis og vinnustaðar.
Það má vel vera að bifreið-
in sé í mörgum tilfellum
nýtt umfram þörf. Hitt er
þó almannamat, að hún sé i
dag jafnsjálfsagður hlutur
og það þótti fyrir nokkrum
áratugum að eiga hest til
að komast á milli bæja.
Vaxandi bifreiðaeign
landsmanna hefur, þrátt
fyrir marga kosti, einnig
sínar neikvæðu hliðar.
Hún heur vaxið örar en
samfélagsleg geta þjóðar-
innar til að byggja upp
samsvarandi vegakerfi. Og
það hefur sýnt sig að ógæti-
leg meðferð hennar og
skortur á tillitssemi í um-
ferð og hlýðni við um-
ferðarreglur hefur valdið
tjóni langt umfram það
sem vera þyrfti. Morgun-
blaðið birti í gær tölur um
umferöartjón einnar
haustviku liðins árs. Á
þessari einu viku uróu 85
umferðaróhöpp, sem náðu
til 156 ökutækja. Fjórtán
slösuðust meira eða minna,
og tveir létust af völdum
meiðsla. Þessar tölur ná að-
eins til umferðaróhappa í
Reykjavik og segja því
ekki alla söguna.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Reykjavík
hefur nokkuð dregið úr
slysatíðni í umferðinni á
yfirstandandi ári. Fyrstu 8
mánuði ársins slösuðust 69
færri í umferðinni í
Reykjavík en á sama tíma-
biii í fyrra, eóa 150 manns
á móti 219. Árekstrum
fækkaði einnig um 245,
vóru 1926 fyrstu 8 mánuði
þessa árs en 2171 á sama
tíma á liðnu ári. Hliðstæð,
jákvæö þróun hefur einnig
átt sér stað utan höfuó-
borgarsvæðisins. Óskar
Ólason, yfirlögregluþjónn,
hefur nefnt athyglisverðar
tölur í þessu sambandi.
Legudagar á sjúkrahúsi
kosta nú 15.700 krónur. 69
manna hópur, sem sloppið
hefur við meiðsli á þessu
ári, sé samanburður við
fyrra ár notaður, myndi
kosta þjóðfélagið, ef lagður
yrði á sjúkrhús, yfir eina
milljón króna á dag. Meðal-
tjón í árekstri árið 1975 var
nær 60.000 krónur, þannig
að fækkun árekstra um
245, fyrstu 8 mánuði árs-
ins, sparar milli 14 og 15
milljónir króna og raunar
nokkru meira miðað við
verölag i dag. Þó skipta
fjármunir minnstu máli í
þessu sambandi. Þær þján-
ingar, sem fólk líður, þau
örkuml, sem það verður
fyrir og sú röskun á högum
þess, sem oft fylgir í kjöl-
far umferðarslysa, verða
ekki metin i peningum.
Nú fer í hönd sá árstími
— skammdegið —, sem
hefur hæsta slysatíðni.
Verri aksturskilyrði, vegna
myrkurs, hálku og snjóa
kalla því á meiri árvekni,
varúð og tillitssemi í um-
ferðinni. Reynslan hefur
sýnt að hægt er að draga
verulega úr tíðni um-
ferðaróhappa, ef ökumenn
og gangandi vegfarendur
sameinast í viðleitni í þá
átt. í því sambandi gegna
fjölmiðlar veigamiklu hlut-
verki að halda slíkri viö-
leitni vakandi. Því skal enn
heitið á landsmenn alla að
sýna varúð og háttvísi í
umferðinni komandi haust
og vetrarmánuði, minnuga
þess, að það er of seint að
sjá að sér, eftir að óhapp
hefur átt sér stað, sem
kann að hafa í för með sér
óbætanlegar afleiðingar.
Þessi viðvörun nær ekki
einvörðungu til ökumanna,
heldur ekki síður til gang-
andi vegfarenda. Foreldr-
ar og kennarar þurfa og að
leggja hönd á plóginn,
varðandi almenna um-
ferðarfræðslu. Ekkert
barn ætti að vera á stjái við
eða á umferðargötum, eftir
að skyggja tekur, nema
brýna nauðsyn beri til, og
aldrei án endurskinsmerk-
is.
Haldbezta ráðið gegn vá
á vegum er tillitsemin. Lát-
um hana vera vegvísinn í
umferðinni í komandi
skammdegi.
,,Að þetta skulí geta komið fyrir
í jrlandi. Í gær vörpuðu „þeir"
sprengju inn á himili í Belfast og
tóku fótinn af dreng. Skilurðu
þetta? Aldrei mundi þetta geta
komið fyrir á Íslandi". Þessari at-
hugasemd var beint til min í
áætlunarbílnum á leið frá Kefla
víkurflugvelli til Reykjavikur af
manni, sem líka var að koma frá
Írlandi. Við höfðum bæði verið á
ferð i irska lýðveldinu, sem um
þessar mundir er að reyna að verj-
ast þvi að fá slikt yfir sig að
norðan með nýrri og umdeildri
■öggjöf. þar sem lýst er yfir
neyðarástandi og lögreglunni,
„garda". gefin víðtæk heimild til
handtöku og leitar.
Raunar höfðu einhverjir „þeir",
sem reyndust vera 3 ungmenni úr
IRA og tveir félagar þeirra. brennt
upp tvo bari i Dublin 1 — 2 dögum
eftir að ég sótti þá heim. Á sunnu-
dagsnótt höfðu sprungið i þremur
börum og tveimur kvikmyndahús-
um íkveikjusprengjur og garda
fann við leit fleiri ósprungnar á
slikum stöðum i miðborginni.
Þarna var jafn friðsælt sem á
Hressingarskálanum. þegar við
komum til borgarinnar á föstudegi
og römbuðum inn á þennan gull-
fallega Mooneybar i Parnellstræti
með ollum sinum gömlu gegnsósa
brúnu viðarþiljum og koparhand-
föngum. Fengum okkur matarbita
og öl og nutum þess að snusa af
andrúmsloftinu i Dublin. Það var
létt og notalegt. Þarna kom fólk á
öllum aldri, settist og rabbaði og
horfði á fréttirnar i sjónvarpinu.
Hver einasti maður virtist i útliti
dæmigerður islendingur. Sumir
keyptu sér tvo bjóra í einu til
öryggis. Hvergi vottaði þó fyrir
háværri ölvimu. þó írar segi sjálfir
að sérhver Íri mundi hiklaust
klifra yfir 10 naktar konur til að
ná i wiskýflösku, ef hann vissi af
henni þar. En á sunnudagsnótt var
þessi gamli staður orðinn að viður-
styggilegri rúst, þar sem þúsundir
manna höfðu í áratugi notið sam-
skipta.
Sömuleiðis hinn fallegi
Mooneybar skammt frá sem við
dáðumst að á sunnudag. Stóra
kvikmyndahúsið, þar sem við
þetta sama kvöld sáum kvikmynd-
ina um aðra skúrka. „Menn for-
setans" i Bandarikjunum, var þó
ekki eitt þeirra kvikmyndahúsa,
sem brann. Sumar ikveikju-
sprengjurnar, sem fundust
ósprungnar, voru ekki stærri en
sigarettupakki. Og hvernig á að
greina slikt frá öllu draslinu. sem
þekur gólfin i landi. þar sem allir
kasta frá sér drasli — og háma
jafnvel i sig meira sælgæti i leik-
húsum og kvikmyndahúsum en
við.
Slik nálægð kemur óneitanlega
nær sálartötrinu í manni en prent-
aðar fréttir í fjarlægu landi. En
gæti slikt komið fyrir hér? Þegar
spurt er við heimkomuna hvað
hafi gerzt á Fróni meðan maður
var i burtu eða iitið er i blaðabunk-
ann, er svarið:— Þvi miður engar
góðar fréttir! Og svo koma frá-
sagnir af morðum og svikum,
braski og tortryggni. og fylgja
frómar óskir um að þessi eða hinn
reynist nú aldeilis skúrkur. Ja.
hvað getur ekki gerzt hér? frskur
málsháttur segir, að þrenns konar
afl sé sterkast: krafturinn i eldin-
um, orka vatnsins og afl haturs-
ins;
frar — og þá á ég að sjálfsögðu
við þá fra, sem á vegi minum urðu
á akstri um þvert og endilagt
Suður-frland eða irska lýðveldið
— virðast við fyrstu kynni öllu
glaðlegra og Ijúfara fólk i háttum
Eftir
Elínu
Pálmadóttur
sinum en við með okkar ger-
manska stofn. A.m.k. brjótast
koplexarnir ekki út með jafn miklu
brambolti og ofsa, þegar drukkur
losar um stifluna. Þeir eru fljótir
að bregða upp spaugi og eiga
urmul af kimnum og högum orða-
tiltækjum og gamanspeki, sem
raunverulega er höfð til daglegs
brúks. Slik kimni er prentuð á lin,
tré, postulin. tréspjöld og plaköt,
svo menn megi hengja þau upp á
vinnustöðum, i íbúðinni hjá sér og
ekki sist á börunum og brosað
svolitið saman. Sagt er að þarna
sé á ferðinni keltnesk arfleifð.
sem nái allt aftur til 9. aldar.
Semsagt til orðin áður en víking-
arnir tóku að herja á það góða
fólk, flytja með sér til islands og
blanda við það blóði Þykir mér
hálfsúrt i broti hve litið af þessum
erfðaþætti hefur slæðzt hingað og
blandast í þann vefnað. sem
Islendingar eru gerðir úr. Ekki
veitti okkur af svolitið stærri
skammti af græskulausri kimni
hér í skammdeginu. fslenzk
sveitakona, hún Margrét i Dals-
mynni segir i viðtali i blaðinu nú í
vikunni:—Ég hefi verið i vinlaus-
um boðum, þar sem ekki er hægt
að toga orð upp úr nokkrum
manni eða konu. Það er alveg
undarlegt hve flestum virðist
ganga illa að tjá sig og losna við
feimni án áfengis.
Mér þykir hlýleg þessi sigilda
irska ósk. sem þarlendir hafa
gjarnan í frammi um leið og þeir
lyfta glasi:—Megirðu verða kom-
in til himna hálftima áður en djöf-
ullinn veit að þú ert dauður! f
svipinn man ég ekki eftir neinni
ósk með líku orðfæri á íslenzku
annarri en orðunum, sem höfð eru
eftir Oddi lækni Hjaltalin, sem
uppi var á 19. öld og Bjarni Thor-
arensen orti eftir:—Ég vildi að þú
værir horfinn svo langt ofan fyrir
helvíti að djöfullinn sæi þig ekki i
bezta kiki!
Uppi á vegg á förnum vegi rak
ég augun i þessi orð, sem mér
þóttu vel við eiga i þessu landi:
Guð skapaði timann en hann
minnist hvergi á flýti! Það er rétt.
Það er enginn æðibunugangur á
írum. Þegar vesalings útlendur
bílstjóri frá hægri handar landi
slangrar yfir á vinstri vegarbrún
eða stanzar á miðjum gatnamót-
um til að átta sig, flautar enginn
eða sýnir óþolinmæði. Vegir eru
líka góðir, umferð litil og merking-
ar sérlega góðar. Aðvaranir i tæka
tið: Götuviti framundan! Verk-
smiðjuport með umferð! Hliðar
braut í nánd! Kýr á gangi! Þessi
siðasta aðvörun sést viða og forð-
ar manni frá að lenda á kýrröss-
um, þegar þessar hæglátu skepn-
ur eru að labba sér til og frá
mjöltum. f stað hörkulegs hótun-
arorðfæris islenzkra opinberra til-
kynnenda, eru í þessu landi miklu
fremur skilti með góðlátlegum að-
vörunum um hvað eina: Ertu
þreyttur. hvildu þig!, Áfengi skað-
ar aksturinn! eða Viktu! Vertu
ekkert að fara i kapp!
Ekki hefi ég enn gert það upp
við mig hvað það er, sem veitir
þessum skyldmennum okkar i Ira
veldi hinu syðra þessa tiltölulega
Ijúfu sálarró. Hvort það er kirkjan
með skriftum sínum og bænahaldi
eða bjórinn á kránum, sem hleypir
i smáskömmtum þrýstingnum af
streitunni. svo að öll geymd hrell-
ing sálarinnar kemur ekki i einni
gusu. þegar varnarveggurinn bilar
og áheyrandi loks fæst. Þetta
tvennt er mest áberandi i þvisa
landi. f hverju þorpi og á hverju
götuhorni i landinu er bar og i
þeim öllum fólk á öllum aldri að
stunda tjáskipti. eins og spreng-
lærðir sérfræðingar á sálina
mundu sennilega orða það. Sagt
er að einn bar sé á tiunda hvern
ibúa. hvort sem eitthvað er hæft i
því. Ekki er heldur skortur á kirkj-
um, þvi i hverju þorpi eru margar
fallegar kirkjur og ekki léleg
kirkjusókn. Alltaf má þar sjá ein
hverja, unga og gamla, á bæn, að
bera sig upp við guð sinn. Og fullt
hús við messugjörð. Ætli ekki sé
betra að safna ekki of miklu fyrir i
sálina. hvað sem maður geymir
þar. áður en tappað er af.
Samanburður kemur ósjálfrátt i
hugann, þegar ferðast er um fram-
andi land, þar sem hver maður
getur að útliti og fasi verið fslend-
ingur. Ég sá t.d. engan mann á
sveitahátíð i bænum Listowarna i
hinu hrjóstruga Burrenland, sem
ekki var dæmigerður fslendingur i
útliti — svipurinn kannski ivið
hýrari. Kvöld eftir kvöld flykktist
sveitafólkið á skemmtistaðina i
bænum, þar sem ungir og gamlir
dönsuðu og sungu fram á mið-
nætti og hljóðfæraleikarar frömdu
fjöruga irska dansa — einn fiðlar-
inn sat með barnið sitt sofandi i
fanginu — liklega svo mamman
gæti dansað.
Þó notaleg kimni hafi kannski
ekki komið i rikum mæli i okkar
arfahlut frá frum, þá höfum við
fengið annað — draslarahátt i
umgengni. f leikhúsum, bióum og
á götum úti henda menn frá sér
rusli þar sem þeir standa. Kona
við hlið okkar i leikhúsinu át upp
úr heilum konfektkassa og lét
hann svo detta milli sætanna.
Önnur gæddi sér á banana við
strætisvagnastöð og lét hýðið
detta og hinir alkunnu safnarar
gamalla bila. járnarusl og spýtna-
braks eru sýnilega lika til á býlun-
um. Ástæða þykir til að setja upp
skilti með beiðni um að henda
ekki rusli, hvar sem tök væru á að
sturta úr bil eða henda kössum út
fyrir veg — iðulega árangurs-
laust. Þvi lika er verið að reyna að
kippa þessu í liðinn þarna. Það
veitir fslendingi lúmska sjálfs-
ánægju að sjá, að ein þjóð er þó
liklega heldur styttra komin á
þessum vegi en við. En þvi i
ósköpunum gátum við ekki heldur
erft stóran skammt af kimninni og
léttleikanum en þjóðlægan drasl-
araskap úr þessari átt? Kannski
leynist frjóangi kimninnar i þjóð-
arsálinni. ef að er gáð og við
förum að rækta garðinn okkar.
kippa upp illkvittnisgresinu og sá
græskulausu og hlýju gamni. Það
ku vera ennþá betra að hafa
menningu i lifinu en lif i menning-
unni.