Morgunblaðið - 28.09.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28 SEPTEMBER 1976
31
— Hringtenging
Framhald af bls. 28
lendinga fagnar auknum raforku-
framkvæmdum á Norðurlandi.
Treystir þingið því, að ekki verði
látið staðar numið með tilkomu
Kröfluvirkjunar, heldur unnið
markvisst að áframhaldandi
virkjunum í fjórðungnum.
3. UM SAMTENGINGU ORKU-
VEITUSVÆÐA
Fjórðungsþing Norðlendinga
fagnar tengingu raforkuvera á
Norður- og Suðurlandi og telur að
áfram eigi að halda á sömu braut.
Telur þingið að stefna beri að því
að hringtengja orkuveitusvæði
landsins sem fyrst, enda skapar
slík tenging stóraukið öryggi not-
enda raforkunnar og stuðlar að
betri nýtingu nýrra orkuvera.
4. UM DREIFINGU RAFORKU
Fjórðungsþing Norðlendinga
telur, að endurskoða þurfi dreif-
ingu raforku á Norðurlandi, jafn-
hliða endurskipulagningu raf-
orkuframleiðslunnar. Markmið
þessarar endurskoðunar skal
vera, að treysta og bæta núver-
andi dreifikerfi, að tryggja sem
jafnast orkuverð í öllu landinu og
færa stjórnun raforkudreifingar-
innar heim I byggðir Norðurlands
í nánari tengsl við raforkunotend-
ur.
5. UM EFLINGU IÐNAÐAR A
NORÐURLANDI
Fjórðungsþing Norðlendinga
tekur undir þá skoðun fulltrúa í
nefnd um Norðurlandsvirkjun, að
stórefla þurfi iðnað á Norður-
landi I kjölfar aukins framboðs á
raforku í fjórðungnum. Minnir
þingið á, að þegar ráðist var í
byggingu Búrfellsvirkjunar geng-
ust stjórnvöld jafnhliða fyrir upp-
byggingu orkufrekrar stóriðju til
að styrkja raforkumarkaðinn og
halda niðri raforkuverði, jafn-
hliða því sem í tengslum við Búr-
fellsvirkjun var byggð stór vara-
aflsstöð fyrir orkuveitusvæðið.
Þingið telur að eigi að vera sam-
ræmi í vinnubrögðum stjórnvalda
þá og nú beri Iðnaðarráðuneytinu
að hafa forgöngu um eflingu
iðnaðar á Norðurlandi strax I upp-
hafi reksturs Kröfluvirkjunar og
fyrri virkjana á landinu nema
jafnframt sé komið á fót stórum
orkunotendum áNorðurlandi.
— Jafnari
atkvæðisréttur
Framhald af bls. 28
ingu, getur þetta landssvæði
náð undirtökum á Alþingi. Er
ekki tímabært fyrir lands-
byggðarfólk að búa sig undir að
mæta þessu nýja tómarúmi,
sem skapast með minnkandi
áhrifum á Alþingi? Hver verð-
ur staða landsbyggðarinnar eft-
ir þetta? Það er stóra spurning-
in, sem ekki verður komizt hjá
að svara.
Þessi staða getur verið miklu
nær heldur en margur heldur.
Það virðist vera ríkjandi stefna
f öllum stjórnmálaflokkum að
breyta kosningaskipulaginu til
jöfnunar miðað við atkvæða-
magn. Þessi þróun verður tæp-
ast stöðvuð. Spurningin er sú:
Er hægt að koma aukinni valda-
tilfærslu út í landshlutana til
mótvægis, þann veg að hver
landshluti fari í auknum mæli
með sín sérmál? Við ákvörðun
um verkaskiptingu milli ríkis
og sveitarfélaga verður ekki
komizt hjá því að hafa þessar
staðreyndir að leiðarljósi."
— Elztu sveitar-
stjórnarsamtök
Framhald af bls. 28
skoraði þingið og á Alþingi að
samþykkja framkomið frumvarp
á Alþingi um tvö biskupsdæmi og
sérstakt biskupssetur f Norðlend-
ingafjórðungi.
8. Ferðamál. Þar var rætt um
útgáfu samræmdra ferðabækl-
inga fyrir Norðurland í heild og
rekstrarerfiðleika veitingahúsa í
landsfjórðungnum, sem halda
uppi heils árs þjónustu. Þingið
fór þess á leit við samgönguráðu-
neytið að það birti sem allra fyrst
niðurstöður sérstakrar nefndar,
sem fjallað hafi um rekstrarstöðu
þessara stofnana.
9. Vmis mál. Gerðar voru álykt-
anir um eftirtalin efni:a) breytt-
arúthlutunarreglur Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga, b) innheimtu
gjalda til sjúkratrygginga,
c) gatnagerðargjöld, d) endur-
skoðun ' sveitarstjórnarlaga,
e) simagjöld, f f aúkaframlög af
þéttbýlisvegafé, g) byggðaþróun-
aráætlanir o.fl., sem sendar voru
þingmönnum sem vilja yfirlýsing
norðlenzkra sveitarstjórnar-
manna í viðkomandi málaflokk-
um.
Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri
í Siglufirði, var kjörinn formaður
Fjórðungssambands Norðlend-
inga næsta starfsár, en fyrirhug-
að er að halda næsta fjórðungs-
þing að Varmahlíð í Skagafirði að
ári.
— Samgöngu-
áætlun
Framhald af bls. 28
unarinnar, Vegagerð, flugmála-
stjórn og hafnarmálastjóra, gang-
ist fyrir fundum f héruðunum,
þar sem framlögð „Samgöngu-
áætlun Norðurlands" verði kynnt
fyrir sveitarstjórnar- og sýslu-
nefndarmönnum og öðrum þeim,
sem um samgöngumál sýsla á
Norðurlandi, þar sem leitað verði
ftarlegra ummæla heimaaðila.
Þingið leggur til, að fundum þess-
um verði lokið á þessu hausti,
áður en ný vegaáætlun og fjár-
framlög til flugvalla og hafna eru
ákveðin fyrir árið 1977.
Að fengnum tillögum heimaað-
ila heimilar Fjórðungsþingið sam-
göngunefnd, ásamt fjórðungsráði,
að ganga frá endanlegri af-
greiðslu á umsögn Fjórðungssam-
bandsins um samgönguáætlun
fyrir Norðurlandi.
— Könnun á
iðnaði
Framhald af bls. 28
verði lagðar fyrir næsta fjórð
ungsþing.
3. Fjórðungsþing Norðlending;
haldið á Siglufirði, 30. águst til 1
sept. 1976, samþykkir í framhald
af þeirri frumathugun, sen
Framkvæmdastofnun rfkisin
hefur lagt fram, um byggðaþróui
á Norðurlandi vestra að stofna
verði undirbúningshlutafélag
svæðinu um nýtingu jarðefna ti
iðnaðar.
4. Fjórðungsþing Norðlending
haldið á Siglufirði, 30. ágúst til:
sept. 1976, bendir á, að þegar sé
Norðurlandi kominn vlsir a
framleiðslusamstarfi milli fyrii
tækja og vekur þingið athygli
skipulögðu samstarfi prjónastof
og saumastofa. Vitað er að skil
yrði eru fyrir slíku samstarfi
fleiri iðnaðargreinum og æskileg
að það komist á.
5. Fjórðungsþing Norðlending;
haldið á Siglufirði, 30. águst til 1.
sept., telur að verkefni iðn-
þróunarnefndar sé fyrst og
fremst að stuðla að atvinnu- og
iðnaðaruppbyggingu I landshlut-
anum eins og nafn nefndarinnar
gefur til kynna.
6. Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið á Siglufirði, 30. águst til I.
sept. 1976, beinir eftirfarandi at-
hugasemdum til nefndar, sem nú
vinnur að endurskoðun laga um
húsnæðismál:
a. Þar sem afgreiðsla lána úti
á landsbyggðinni hefur verið
mjög þung í vöfum skal ákveðið
stefnt að því að bankastofnanir á
hverjum stað geti á fljótvirkan
hátt afgreitt lán Húsnæðismála-
stofnunar rfkisins.
b. Launaskattur renni óskert-
ur til Byggingasjóðs ríkisins.
c. Upphæð lána úr Bygginga-
sjóði fylgi breytingum á
byggingarvísitölu.
Fjórðungsþingið væntir þess,
að sveitarfélögunum og samtök-
um þeirra verði gefinn kostur á
að fjalla um tillögyr endurskoö-
unarnefndar áður en frágengnar
tillögur verða lagðar fyrir Al-
þingi.
DnnssHðn
sivniossoniiR
SIÐUSTU
INNRITUNARDAGAR
Síðasti innritunardagur er miðvikudaginn 29. sept
Innritun daglega frá kl. 10—1 2 og 1 —7.
REYKJAVÍK
Brautarholt 4 slmar 20345 og 24959.
Breiðbolt. Arbær, sími 38126.
Drafnarfelli 4 simi 74444
KÓPAVOGUR
Félagsheimilið simi 38126
HAFNARFJÖRÐUR
Góðtemplarahúsið simi 38126
SELTJARNARNES
Félagsheimilið simi 381 26.
tT
UNGUNGAR
Allir nýjustu tánmgadansarnir — svo sem
Bus stop, Disco stretch, Footstomper,
Cleveland continental, Rubi reddress,
Crazy fever, Tacatu, Sing sing, Boogie og
margir fleiri. Einnig Rock og Tjútt.