Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 Hryðjuverkamenn hengdir í Damaskus Fjórir gíslar fallnir og 34 særðir Damaskus, — 27. september. — Reuter. HRYÐJUVERKAMENNIRNIR þrfr, sem sluppu lifandi úr hild- arleiknum í gistihúsi einu i Dam- askus um helgina, voru hengdir á almannafæri í miðborg Dam- askus I dagrenningu ( morgun. Þúsundir manna komu á aftöku- staðinn tii að skoða Kkin, þar á meðal f jöldi skólabarna, sem ekið var á staðinn I strætisvögnum. Hryðjuverkamennirnir, sem tóku 90 manns f gfslingu f Smir- amis-hótelinu f Damaskus um helgina, voru fjórir að tölu, en einn þeirra féll f viðureigninni Gerðu ísrael- ar árás á skip Jumblatts? Kairó 27. september — Reuter. lSRAELSKT herskip gerði árás á skip sem flutti leiðtoga Ifbanskra vinstri manna, Kam- al Jumblatt, frá Lfbanon til Kýpur f gær, að þvf er Ifbanski þingmaðurinn Albert Mansour sem var f föruneyti Jumblatts sagði f Kairó f dag. Hann sagði að tsraelarnir hefðu hafið skothrfð á skipið eftir að hafa siglt á það sex sinnum, en eng- an hefði þó sakað f átökum þessum. Skipstjóri skipsins sem flutti Ifbönsku sendi- nefndina staðfesti f Nikósfu f dag að þessi árás hefði verið gerð, og sagði að frá herskip- inu hefði verið skotið með vél- byssum og hent hefði verið dfnamftsprengjum. Hann kvað skip sitt vera skemmt, en eng- inn þeirra 23 sem um borð voru hefði særzt. Heimildir innan hersins í Tel Aviv neituðu því f dag að ísraelskt herskip hefði átt þátt í slíkum aðgerðum. Jumblatt fór flugleiðis til Kairó í dag frá Nikósíu til viðræðna við eg- ypzka ráðamenn. Hann vildi ekki tjá sig um atburð þennan. við hermenn, sem gerðu áhlaup á hótelið. Fjórir gfslanna létu Iffið f bardaganum, og 34 særðust. Hryjuverkamennirnir þrfr voru látnir koma fram í sjónvarpi í gærkvöldi, og greindu þeir frá því, að þeir væru meðlimir f skæruliðahreyfingu, sem aðsetur hefði í irak. Tveir þeirra voru Jórdaniumenn, en sá þriðji var frá Irak sem og sá, sem talinn er hafa verið fyrirliði hópsins, en hann féll í viðureigninni í gisti- húsinu í gær. Réttur var settur yfir mönnun- um í skyndingu, og í dómsorði er lögð áherzla á, að Sýrlendingar hafi ekki i hyggju á láta óvinum sínum haldast uppi að efna til ofbeldisverka f landinu. Lfklegt er, að sami réttur taki á næstunni fyrir mál þeirra skæruliða, sem hryðjuverkamennirnir kröfðust að látnir yrðu Iausir f skiptum fyrir gfslana í gistihúsinu. Talið er að þeir séu um 30 að tölu, og sitja þeir nú f fangelsi vegna að- ildar að sprengjutilræðunum f júnímánuði s.l. Yfirvöld í Sýrlandi hafa ekki viljað bir.ta nöfn þeirra gísla, sem létu lífið eða særðust f viðureign- inni í gistihúsinu, en vitað er, að einn þeirra fjögurra, sem féllu, var Dani. Þá er einnig vitað að þrír hinna særðu eru Danir, og einn er Norðmaður. Flokkur Mikis sigr- aði í aukakosningum Tókýó — 26. sept. — Reuter. FLOKKUR Takeo Mikis forsætis- ráðherra sigraði f tvennum auka- kosningum til efri deildar jap- anska þingsins, sem haldnar voru um helgina. Urslit kosninganna eru talin gefa vísbendingu um niðurstöðu þingkosninga, sem haldnar verða í landinu 9. desember n.k., og kom niðurstaða þessara aukakosninga nokkuð á óvart, þar sem flokkur forsætisráðherrans hefur legið undir ámæli vegna Lockheedmála að undanförnu. Hreinsanir í Kína: J árnbr autarr áðherr a sviptur embætti Peking —26. september. — Reuter. WAN LI, sá ráðherra, sem fer með málefni járnbrauta f kfn- versku stjórninni, er nýjasta fórnarlamb róttæku aflanna f Kfna, og hefur hann nú verið sviptur embætti sfnu. Wan Li hefur verið hafður að skotspæni á veggspjöldum að undanförnu, og hann var ekki meðal þeirra, sem stóðu fyrir út- för Maó Tse-tungs á dögunum. Hann er þriðji ráðherrann, sem rutt er úr vegi f herferðinni gegn svokölluðum ,,auðvaldssinnum“ á þessu ári. Hinir tveir voru Teng Hsiao Ping varaforsætisráðherra og Chou Jung-Hsin menntamála- ráðherra. Að undanförnu hafa vegg- spjaldaárásir á Chu Mu-Chih, yf- irmann Fréttastofunnar Nýja Kína, bent til þess, að hann hafi einnig verið sviptur embættur. Bretar beiti jafn- vel neitunarvaldi — segir The Sunday Times Lundúnum — 25. sept. — Reuter. THE SUNDAY Times segir f for- ystugrein um helgina, að með til- liti til fiskverndunarsjónarmiða sé það réttmæt krafa Breta að fara fram á 50 mflna einkalög- sögu, og án róttækra friðunarað- gerða sé fyrirsjáanlegt, að ýsu- og sfldarstofnar á Bretlandsmiðum þurrkist út innan skamms tfma. Blaðið lýsir þeirri skoðun sinni, að Bretar eigi að fylgja kröfum sinum um einkalögsögu fast eftir, og ganga jafnvel svo langt að beita neitunarvaldi innan Efna- hagsbandalagsins ef þess gerist þörf. Þá er vikið að hugmyndum þeim, sem uppi eru um misjafna kvótskiptingu aðildarrfkja EBE f efnahagslögsögu bandalagsins. Segir, aó bitur reynsla beri þvf vitni, að einu meiriháttar fisk- veiðiþjóðirnar, sem virði settar kvótareglur, séu Bretar og Norð- menn, þótt hinir sfðarnefndu séu reyndar ekki f Efnahagsbandalag- inu. Kissinger utanrfkisráðherra Bandarfkjanna ásamt Jomo Kenyatta f Nairobi. Með höfðingjunum eru mikilúðlegir þjóðdansarar, sem sýndu listir sfnar við þetta tækifæri. Lusaka-fundurinn hindrar ekki samkomu- lag í Rhodesíumálinu Lundúnum, —27. september. — Reuter — fréttaskýring. HEFUR niðurstaða for- seta fimm Afrfkuríkja orðið til þess að hindra samkomulag f Rhódesfu- málinu og koma jafnvel f veg fyrir það, eða er einungis um að ræða skiptar skoðanir á því hvernig koma eigi á meirihlutastjórn í land- inu innan tveggja ára? Þetta er stóra spurningin, sem vaknað hefur í kjölfar áskorunar forsetanna, að Bret- ar efni til ráðstefnu utan Rhódesfu til að ræða myndun bráðabirgðastjórnar, sem fara á með völd í landinu næstu tvö árin. Bretar og Bandarfkja- menn, sem hlut áttu að sam- komulaginu á dögunum höfðu ekki gert ráð fyrir neinni slfkri ráðstefnu, en nú virðist svo sem þeir telji að niðurstaða forseta- fundarins f Lusaka sé stórt skref í áttina að lausn deilunn- ar um framtfð Rhódesíu. Forsetar Tanzaníu, Zambíu, Botswana, Mosambique og Angóla hafa fallizt á grund- vallaratriði samkomulagsins, sem kveður á um að meirihluta- stjórn verði komið á I Rhódesfu innan tveggja ára, og að bráða- birgðastjórn á breiðum grund- velli verði við völd þar til sú skipan mála kemst f fram- kvæmd. Þeir hafa ekki skellt hurðinni á þær tillögur Breta og Bandarfkjamanna, sem Smith féllst á fyrir helgi, held- ur eru þeir einungis ekki sam- mála þeim f öllum atriðum. Brezka stjórnin telur þessa af- stöðu forsetanna tiltölulega sanngjarna. Nokkrum klukkustundum eftir að niðurstaða fundarins f Lusaka varð kunn gerði brezka stjórnin ráðstafanir til að koma í veg fyrir það, að úr samkomu- lagshorfum drægi, en samþykki Ian Smiths við tillögunum var forsenda þess að takast mætti að ná samkomulagi. Þessar ráðstafanir brezku stjórnar- innar voru gerðar að höfðu samráði við Bandaríkjastjórn. Brezka stjórnin lýsti því yfir, að hún væri sammála því áliti forsetanna fimm, að við núver- andi aðstæður væri mikilvæg- asta verkefnið myndun bráða- birgðastjórnar, sem kæmi á meirihlutastjórn f Rhódesfu, og væri brezka stjórnin reiðubúin að gangast fyrir ráðstefnu þar sem fjallað yrði um skipan slikrar stjórnar og starfshætti hennar. Háttsettur embættis- maður brezka utanrfkisráðu- neytisins Ted Rowlands, er á leiðinni til Afrfku til fundar við forsetana til að ráðgast við þá um hvernig bezt sé að standa að slíkri ráðstefnu, hvenær hún skuli haldin og hverjir eigi að taka þátt í henni. Forsetar Afrfkuríkjanna fimm báru fram gagntillögur sfnar þar eð þeir voru ósammála túlkun þeirri, sem fram kom f máli Ian Smiths f útvarpsræðu um samkomulagið s.l. föstudag. Þar kvað hann m.a. mikilvægt að umræður um drög að stjórnarskránni færu fram í Rhódesfu með þátttöku sérstaks ríkisráðs, sem skipað yrði blökkum og hvítum Rhódesíumönnum, og öðrum ekki, en Bretar segja, að hin Ian Smith veifar til stuðningsmanna sinna á leiðinni til þingfundar- ins þar sem afstaða var tekin til tiflagna Kissingers um lausn Rhodesfumálsins s.l. fimmtudag. Þá hefur brezka stjórnin tek- ið undir yfirlýsta skoðun forset- anna þess efnis, að þessi fyrir- hugaða ráðstefna eigi ennfrem- ur að ræða um undirbúning að samningu stjórnarskrár hins fullvalda ríkis Zimbabwe (Rhódesíu). Rowlands mun m.a. eiga viðræður við forset- ana um það hvenær haldin verði sérstök ráðstefna, sem taka mun afstöðu til draga að stjórnarskrá. Bretar eru því fylgjandi, að byrjunarviðræðurnar, sem fram eiga að fara á næstunni, og stjórnarskrárráðstefnan, fari fram f Afrfku en ekki Lundúnum. Þeir hafa augastað á Zambfu sem fundarstað og telja ávinning að þvf, að sem flest ágreiningsatriði sé hægt að finna lausn á á slóðum, sem nálægar eru deiluaðilum. brezk-bandarfska áætlun hafi ekki kveðið á um, að slíkar við- ræður færu fram í Rhódesíu. Þá sagði Smith að slfkt rfkisráð yrði skipað jafnmörgum hvft- um mönnum og blökkum. Yrði forseti ráðsins úr hópi hvftra, og myndi það hafa úrslitavald um stjórnarskrána. Heimildar- menn innan brezku stjórnar- innar segja hins vegar, að aldrei hafi verið gert ráð fyrir því, að rfkisráðið hefði slfk áhrif i stjómarskrármálinu. Álit sömu heimildarmanna er, að þessi ágreiningur um túíkun samkomulagsins hafi valdið af- skiptum forsetanna af málinu og hafi þessi mismunandi skiln- ingur orðið til þess, að þeir fóru fram á að Bretar, sem löglegir valdhafar f Rhódesfu, tryggðu að hvíta minnihlutastjórnin réði ekki mestu um gerð stjórnarskrárinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.