Morgunblaðið - 06.10.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAf)If). MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglvsingar
Áskriftargjald 1100.00
í lausasölu 60
hf. Árvakur, Reykjavík.
Ha aldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ár ii Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
kr. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
egar válegir atburöi
gerast í veröldinni,
sem greina frá lemstrun og
dauða meðbræðra okkar,
hrökkvum við gjarnan við
og finnum til samkenndar.
Þegar slikir atburöir verða
í hlaðvarpa þjóðfélagsins,
eins og snjóflóðin i Nes-
kaupstað og eldgosið á
Heimaey, finnum við
gjörla, að þjóðin er ein stór
fjölskylda, knýtt böndum
samábyrgðar; að við erum
öll ábekingar á tryggingar-
víxli samfélagsins. íslend-
ingar eru að vísu einstak-
lingshyggjumenn og það
þýddi útþurrkun dýrmæt-
asta þjóðareinkennis okk-
ar, ef frelsi einstaklingsins
í hugsun, orði eða fram-
kvæmd yrði óeðlilega
skert. Engu að siður voru
það fyrstu lög í landi okk-
ar, eldri en stofnun hins
forna þjóðveldis, sem vörð-
uðu veg samtryggingarinn-
ar meðal norrænna þjóða.
Meginefni hinna fornu
hreppalaga var það, að ef
bær brann eða búsmali féll,
þá skyldu búendur allir i
hreppnum bera skaðann
sameiginlega.
Þessi fyrstu lög í landi
komu ósjálfrátt i hugann,
þegar lesnar voru fréttir
Morgunblaðsins í gær af
ársfundi Alþjóðabankans,
sem haldinn var í Manilla.
F’undinn sátu rúmlega
3000 fulltrúar frá 127 ríkj-
um og hlýddu á þann hoð-
skap, sem fjölmiólar berg-
máluðu síðan um gjörvall-
an heim, og hlýtur að
snerta hvert mannsbarn
óþægilega. Robert
McNamara, forseti Al-
þjóðabankans, staðhæfði
við setningu fundarins, að
um 1000 milljónir manna á
jörðinní lifðu í mannlegri
niðurlægingu og algerri ör-
birgð. Þetta þýðir að heilan
milljarð manna skortir
nauðþurftir, heilbrigðis-
þjónustu, menntunar-
möguleika og flestar for-
sendur mannsæmandi lífs.
Þetta er tvímælalaust
mesta vá mannkyns í dag.
Ekki einungis þeirra, sem
örbirgðin bitur dag hvern.
Þetta ástand býður upp á
margvislegar hættur, sem
ógna jafnframt velferð
hinna þróuðu ríkja.
Tvennt annað i ræðu Ro-
berts McNamara vakti sér-
staka eftirtekt. Hann stað-
hæfir, að þjóðir heims búi
yfir þvi fjármagni, sem
nægi til að þurrka út fá-
tækt í heiminum, en að iðn-
aóarþjóðirnar hafi ekki
staóið við loforð um að
leggja fram fé í þeim til-
gangi. Hann sagði einnig,
að nokkuð af sökinni lægi
hjá ríkisstjórnum hinna fá-
tækari rikja vegna þess, að
verulegur hluti fjármagns-
fyrirgreiðslu til þeirra
færu til fárra útvaldra.
Sú staðreynd, að fjár-
magnsfyrirgreiðsla til
hinna fátæku þjóða hefur
verið misnotuð, jafnvel til
vígbúnaðar, réttlætir ekki
sök hinna ríku þjóða, sem
halda að sér hjálparhendi.
Viðreisn hins vanþróaða
heims virðist beinlínis for-
senda þess, að framleiðni
og hagvöxtur hins tækni-
vædda hluta jarðar geti
orðið með eðlilegum hætti.
Og hver er þá hlutur ís-
lands i hjálparstarfinu?
Getur það verið satt, sem
sumir staðhæfa, að við höf-
um á heildina litið þegið
meira úr alþjóðlegum
hjálparsjóðum við vanþró-
uð ríki en við höfum í þá
lagt? Við höfum að visu við
okkar eigin vandamál að
glíma, heimatilbúin og inn-
flutt. Við höfum t.d. lifað
um efni fram og safnað
þungbærum skuldum er-
lendis. Hver starfsstétt
þjóðfélagsins virðist þó
fyrst og fremst hafa hand-
bærar frekari kröfur á
hendur samfélaginu. En
réttlætir eigið sjálfsskap-
arvíti, sem góður vilji get-
ur afmáð alþjóðlegu vanda-
máli, sem örbirgð 1000
milljóna er, og skyldum
okkar sem fullvalda ríkis í
alþjóðlegu samstarfi? Ef
svo er þá er gleymdur
grunnurinn, sem hin fornu
hreppalög voru byggð á, að
allir skuli tjón bera ef bær
brennur eða búsmali fell-
ur.
Ef svo er hefur þjóðin
fleiru týnt en kjarna fyrstu
laga sinna. Þá hefur hún
einnig týnt þeirri siðfræði,
sem kristinn dómur færði
henni. Og þá er tímabært
að hugleiða viðvörun, sem
felst i boðskap þjóðskálds
okkar, Tómasar Guð-
mundssonar:
,,Og vitund þín mun öðlast
sjálfa sig,
er sérðu heiminn farast
kringum þig
og elfur blóðs um borgar-
strætin renna.
Því meðan til er böl, sem
bætt þú gazt,
og barizt var, á meðan hjá
þú sazt,
er ólán heimsins einnig þér
að kenna.“
Hreppalög
og heimsböl
„Tryggingastefnu-
mið geta skert
persónufrelsið,’
— segir Indriði
G. Þorsteinsson
„AÐ MÍNU mati var
þessi ráðstefna um margt
mjög merkileg,“ sagði
Indriði G. Þorsteinsson.
„Kannski hefur hún
fyrst og fremst verið
merkileg vegna þess að
þar kom fram rökstudd
gagnrýni á þá stjórnar-
stefnu, sem hefur verið
ráðandi á Norðurlöndum
undanfarna áratugi."
„Þessi gagnrýni kom meðal
annars fram í ótta Dana vegna
Glistrups og stefnu hans, en
einnig í ræðum Korvalds og
WiIIochs. Svíar höfðu sig aftur
lítið I frammi, ef undan er skil-
in ræða Gunnars Helén. Sú
heildarmynd, sem ég fékk af
þessari ráðstefnu, er, að enda
þótt tryggja beri I grundvallar-
atriðum, að þjóðfélagið skilji
engan einstakling útundan,
heldur séu honum tryggð við-
unandi lifskjör — viðunandi
æska og elli — þá geti slík
tryggingastefnumið gengið svo
tangt að þau beinllnis skerði
persónufrelsið, og þá til dæmis
í mynd of þungrar skattbyrði."
„Hinu er ekki að leyna," hélt
Indriði áfram, „og undir það
má taka með Trygve Bratteli,
að uppbyggingarstefna sósial-
demókratiskra flokka í Skandi-
navíu á sér gullna fortíð, en
eins og mig minnir, að landar
Brattelis hafi bent á á ráðstefn-
unni sumir hverjir, þá má þessi
gullna fortíð ekki hindra nauð-
synlegar lagfæringar til að
tryggja almenningsfrelsi um
leið og tryggður er réttur
þeirra, sem almanna trygginga-
kerfið nær til. Þessi sjónarmið
eru að minu mati svo athyglis-
verð — einkum þar sem þau
koma fram hjá þjóðum. sem
lengi hafa búið við jafnaðar-
mannastjórnir — að ég tel, að
Islendingar eigi að gefa þeim
fullan gaum, og stjórnmála-
menn hér megi gjarnan draga
af þeim sínar ályktanir," sagði
Indriði G. Þorsteinsson að end-
ingu.
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur
MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til nokkurra þátttak-
enda í ráðstefnu Norðurlandaráðs um lýðræði f stjórn-
sýslu, sem nýlokið er f Kristiansandi í Noregi, og birtast
hér svör þeirra Sverris Hermannssonar alþingismanns
og Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar, en hann flutti
sem kunnugt er erindi á ráðstefnunni og birtist það hér í
blaðinu fyrir síðustu helgi.
„Nauðsynlegt að gagnrýna
lýðræðið, en gagnrýnin
verður að vera jákvæð”
— segir Sverrir
Hermannsson
„UMRÆÐUEFNI þess-
arar ráðstefnu var að
sjálfsögðu stórmerkilegt
og mér líkaði stórvel að
hún var haldin. Ég lít
hins vegar aðeins á þessa
ráðstefnu sem upphafið
aó miklu starfi, og er þess
að vænta, að umræður
um lýðræði fari vaxandi
á næstunni,“ sagði Sverr-
ir Hermannsson þegar
Mbl. leitaði álits hans á
störfum ráðstefnunnar.
Um framsögumenn á ráð-
stefnunni má segja, að þar hafi
valinn maður verið í hverju
rúmi. Ég get sagt það eins og er,
að ráðstefnan jók á bjartsýni
mína, en ég er einn þeirra, sem
hafa haft miklar áhyggjur af
því að lýðræðinu sé hætta búin.
En að ráðstefnunni lokinni
held ég, að við séum ekki eins
illa á vegi stödd og oft má til
dæmis skilja á ummælum mis-
jafnlega skreflangra manna í
fjölmiðlum. Auðvitað þarf að
gagnrýna lýðræðið, en gagnrýn-
in verður að vera jákvæð. Menn
leggja sig sífellt f líma við að
finna eitt fölnað laufblað, og
fordæma síðan allan skóginn.
Það er skoðun mfn, að á hin-
um Norðurlöndunum sé þing-
ræðið fastara f formi en hér,
þannig að ríkisstjórnir á
Sverrir Hermannsson alþingis-
maður
Norðurlöndunum hafi meira
aðhald áf þingmönnum en hér
tfðkast. Mér er til dæmis til efs,
að ráðherrar þar komist upp
með að virða að vettugi opin-
berar viljayfirlýsingar, sem
samþykktar eru af þingmönn-
um, en haga sér einfaldlega í
samræmi við geðþótta, eins og
hér eru dæmi um. Oddvar
Nordli, forsætisráðherra Norð-
manna, sagði nýlega, að sá
stjórnmálamaður, sem virti
ekki vilja þingins, ætti ekki fyr-
ir höndum langt stjórnmálalíf,
og þessu er ég sammála," sagði
Sverrir.
„Annað sem mér þótti mark-
vert í þessari ferð var að
þátttakendum f ráðstefnunni
var boðið að skoða járnblendi-
verksmiðju Elkem-
Spiegerverket í nágrenni við
Kristiansand. Verksmiðjan er
mikið mannvirki, og það, sem
einkum vakti athygli okkar ís-
lendinganna, var hinn full-
komni mengunarvarnaútbún-
aður. Ég er á því, að við íslend-
ingar megum teljast heppnir að
vera komnir i bland við Norð-
menn vegna þessarar verk-
smiðju," sagði Sverrir Her-
mannsson að lokum.