Morgunblaðið - 06.10.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 06.10.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÖBER 1976 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Óska að kynnastkonu nálægt miðjum aldri, með sambúð í huga. Tilboð send- ist blaðinu fyrir 10. þ.m. merkt „Einkamál — áhuga- mál — 102-2525." Ung kona óskar eftir vinnu f.h. Margt kemur til greina. Vön afgreiðslu- störfum. Hefur bíl. Sími 32941 frá kl. 1—6 e.h. 21 árs reglusöm stúlka óskar eftir vinnu. Margt kem- ur til greina. Góð sænsku- kunnátta. Upplýsingar í síma 20157. 1 8 ára stúlku með Verzlunarskólapróf vant- ar atvinnu strax. Hefur góða kunnáttu í ensku og dönsku. Flest kemur til greina. Upp- lýsingar í síma 81 033. Maðurmeð reynslu í bifreiðavarahlutaverzlun, með góða ensku kunnáttu óskar eftir verzlunar- eða lagerstörfum. Tilboð sendist til Mbl. merkt: Atvínna — 6247. r til sölu iVerðlistinn auglýsir. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn, Laugarnesvegi 82, sérverzlun, sími 3 1 330. Buxur Terylene dömubuxur, einnig drengjabuxur úr terylene og flaueli. Framleiðsluverð. Saumastofan, Barmahlíð 34, sími 14616. Nýtt Nýtt Blússur í stærðum 36—48. Glæsilegt úrval, gott verð. Dragtin, Klapparstíg 37. Kniplingará upphluti fást í íslenzkum heimilis- iðnaði, Laufásvegi 2. Framburðarkennsla í dönsku Einkatímar. Sími 82226 milli kl. 1 8 og 19. Frtmerkjasafnarar Sel íslenzk frímerki og FCD- útgáfur á lágu verði. Einnig erlend frímerki og heil söfn, Jón H. Magnússon, pósthólf 3371, Reykjavík. Benz 309 22ja manna Viljum kaupa litið notaðan Benz 309 22ja manna. Vélsmiðjan Stál, Seyðisfirði simi 97-2300 eða 2301. íbúð — Vesturbær 4ra herb. ibúð til leigu nú þegar við Háskólann. Tilboð sendist Mbl. fyrir 9. þ.m. merkt „Góð íbúð — 2898". Keflavík Til sölu nýlegt raðhús i mjög góðu ástandi 5 herb. og eld- hús. Girt og ræktuð lóð. Fasteignasalan. Hafnargötu 27. Keflavík simi 1 420. I.O.O.F. 7 = 1581068V2 = RMR — 6 — 10 — 20 — KS — MT — HT I.O.O.F. 9 = 1581068V2 = 9.0. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld miðviku- dag 6. okt. Verið öll velkomin og fjöl- mennið. I.O.G.T. Stúkan Einingin nr. 14. Fundur verður haldinn mið- vikudaginn 6. okt. 1976 kl. 20.30 í-Templarahöllinni við Eiríksgötu. Dagskrá. Að liðnu sumri, Stórstúku- þing, bindindismót í Berlín og fl. Félagar fjölmennið á fyrsta fund vetrarstarfsins. Æ.T. verður til viðtals í síma 81794 milli kl. 17.30—18.30. Æ.T. Kvenfélagið Fjallkon- Fjallkonurnar Breiðholti III. Konur, munið aðalfundinn kl. 20.30 fimmtudagskvöld í Fellahelli. Stjórnin. Hörgshlíð 1 2 Samkoma í kvöld, miðviku- dag kl. 8. Kristniboðssambandið samkoma verður haldin i Kristniboðshúsinu Betanía Laufásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri talar. Fórnarsamkoma. Allir eru velkomnir. SIMAR. 11798 OG 19533. Allir ferðir félagsins falla niður um næstu helgi Ferðafélag íslands. Grensáskirkja Almenn samkoma í safnaðar- heimilinu fimmtudaginn 7. okt. kl. 20.30. Orð drottins boða. Bænir — Fyrirbænir. Mikill söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S. Gröndal. radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir Hafnfirðingar Opið hús með dagskrá fyrir aldraða Hafn- firðinga, hefst að nýju n.k. fimmtudag 7. okt. kl. 2 e.h. í Góðtemplarahúsinu. Styrktarfélag aldraðra. Félag áhugaljósmyndara: Á fundinum 6. október kl. 20.30, að Fríkirkjuveg 1 1 verður Canon F-1 myndavélin kynnt. Sýnd verður kvikmynd, sem fjallar um hina fjölmörgu mögu- leika, sem Canon F-1 býður upp á. Að lokinni sýningu verður svarað fyrirspurnum um hinar ýmsu framleiðsluvörur. Canon. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Týli h.f. Austurstr. 7 Hilmar Helgason h.f. 31 Sundaborg. ln U/Konur Vesturbæ — Miðbæ Frúarleikfimi með tónlist verður í ÍR- húsinu í vetur þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4.20 og 5.10. Kennari: Dóra Emils. ' Upplýsingar í ÍR-húsinu, sími 1 4387. Tilboð óskast í beltagröfu Prestman glussavél. árg. 1968. Með vélinni er grafskófla, fláaskófla og flutningavagn. Vélin er til sýnis að Breiðhöfða 8, móti ísaga. Vélin er hentug fyrir sveitarfélög. Sími 1 4098. Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjar- hverfi verður haldinn fimmtudaginn 7. október í Tjarnarbúð. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið stundvíslega. Stjórnin. — Pallborðs- umræður Framhald af bls. 17. Búast má við, að um 80% landsmanna muni hafa hitaveitu í náinni framtíð Unnið er áfram að rannsókn háhitasvæða landsins og er nýt- ing sumra þeirra þegar hafin eða í undirbúningi eins og t.d. i Námafjalli, Kröflu, Svartsengi og Reykjanesi. Þáttur orkufram- kvæmda í ríkisf jár- málum og erlendum lántökum Stundum heyrast þær stað- hæfingar, að orkuframkvæmd- ir í landínu séu nú allt of mikl- ar, þær eigi mikinn þátt í greiðsluhalla ríkissjóðs á s.l. ári og þyngi stórlega hinn erlenda skuldabagga. Hvorttveggja er misskilningur. Á árinu 1975 nam greiðslu- halli rikissjóðs, skv. ársskýrslu Seðlabankans 5.810 milljónum króna. Af þeirri upphæð eru í mesta lagi rúmar 100 milljónir vegna orkumála. Orkuframkvæmdir voru því ekki orsök halla ríkissjóðs. Þau stórvirki, sem við ráð- umst í á sviði orkumála verða ekki unnin nema með mikilli fjáröflun. Ef gera á stórátak i þessum efnum verður erlent fjármagn að koma til. Því eru þó takmörk sett, hve langt er æskilegt eða unnt að ganga í þeim efnum, eins og ljóst má vera af hinni erfiðu greiðslu- stöðu út á við og skuldasöfnun. Enda er fyllsta ástæða til þess að framkvæmdir verði fjármagnaðar í ríkari mæli af eigin fé fyrirtækjanna en tíðk- ast hefur og að þau setji sér það markmið og fái til þess möguleika að auka eigin fjár- myndun sína stig af stigi, eins og orðið hefur og ásetningur er um hjá Landsvirkjun. Hitaveita Reykjavíkur hefur einnig sett sér markmið að þessu leyti. En lítum nú á erlendar lán- tökur á síðasta ári og þátt orku- mála i þeim. Erlend lán 1975, innkomin og á meðalgengi þess árs, námu alls 20.2 milljörðum króna. Af því munú alls hafa gengið til orkumála 8.1 milljarður. Af þeirri upphæð er nteiri hlutinn til Sigölduvirkjunar, 4.4 milljarðar, — til stækkunar hitaveitu Reykjavíkur 1.6 milljarður, — til Rafmagns- veitna ríkisins (þ.e. Lagarfoss- virkjun, Mjólkárvirkjun, norð- urlína o.fl.) 1 milljarður, — til Kröflu 695 milljónir. Ef frá er talin Sigölduvirkj- un, sem er óumdeild, og hita- veituframkvæmdirnar, sem spara meira í gjaldeyri á ári hverju en nemur vöxtum og afborgunum af lánum til þeirra, þá hafa erlendar lántök- ur til annarra orkumála í heild verið um 2 milljarðar eða 10% af heildarupphæð erlendra lána. Hagræn úttekt á orkubúskap Islendinga Á síðastliðnu ári var hafist handa um hagræna úttekt á orkubúskap íslendinga. Hefur þegar verið lögð mikil vinna í þá rannsókn. Haldgott skipulag er óaðskilj- anlegur þáttur hagkvæmrar öflunar og nýtingar orku. Jafn- framt því sem fylgt er þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins, að íbúar á einstökum landsvæðum ráði um og verði ábyrgir fyrir ákvörðunum í eigun málum ber að sinna samtengingu orku- svæða þannig að heildarnýting verði sem best og öryggissjón- armiða gadt. Landshlutanefndir hafa ver- ið skipaðar til þess að vinna að orkumálum viðkomandi lands- hluta og kanna viðhorf sveitar- félaga þar. Vestfjarðanefndin hefur þeg- ar skilað áliti og heimildarlög um stofnun Orkubús Vest- fjarða verið samþykkt. Nefndir um orkumál Norður- lands og Austurlands hafa skil- að áliti. Á næstunni þarf að koma skipulagsmálum í höfn með nýju heildarskipulagi orku- mála til þess að tryggja ábyrga og hagkvæma öflun og dreif- ingu innlendrar orku. Lögð er áhersla á aukin áhrif sveitarfélaga á ákvarðariir í orkumálum. Það ber að stefna að aukinni nýtingu jarðvarma til húshitun- ar þar sem tök eru á, en að rafhitun þar sem jarðvarma er ekki til að dreifa. Kyndistöðvar gætu komið að góðu haldi sem bráðabirgða- lausn, þar sem hagkvæmt þyk- ir. Auka má raforkunotkun í margs konar iðnaði, þar sem nú er notuð olía. Er hér einkum átt við útrýmingu á olíunotkun til gufuframleiðslu í iðnaði. Auk þess má nota raforku til kjarnfóðurframleiðslu og hey- þurrkunar í miklu sta-rri stil en tíðkast hefur. Leggja ber aukna áherslu á leiðir til sparnaðar og aðferðir til að koma í veg fyrir sóun orku og rétt að örva viðleitni i þá átt. Stefna ber að því að reisa stór raforkuver einnig utan hinna eldvirku svæða og nefni ég þar nú sérstaklega Blöndu i Húna- vatnssýslu og virkjun í Fljóts- dal á Austurlandi. Gjaldskrár rafmagnsveitna þarf að taka til gagngerðrar endurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.