Morgunblaðið - 06.10.1976, Síða 30

Morgunblaðið - 06.10.1976, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 IjNGINN UTISIGUR A LAUGARDAG? GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAflSINS Aston Villa — Arsenal 1. Það standast fá lið Villa snúnmg á heimavelli þeirra og þó að Arsenal hafi staðið sig vel það sem af er hausti. þá er liðið samt ekki liklegt til að ógna Aston Villa á laugardag Spám Heima- sigur (3— 1) Derby — Coventry x Þetta er mjog erfiður leikur að spá um. þar sem maður veit ekki hvenær Derby-liðið fer að rétta úr kútnum. eri það hlýtur að fara að koma að þvi Lið Coventry hefur staðið sig betur i haust eri margir bjugyust við og ef heimalið ið hristir ekki af sér sleri síðustu vikna á laugardagmn, er ekkert því til fyrir- stoðu. að Coveritry nái að minnsta kosti stigi úr viðureigriirini Spáin Jafntefli (1—1) Everton — Manchester City 1. Bæði þessi lið eru við toppinn í deildmni og er leikur þessi þvi eftirtekt- arverður Gestirmr eru erm sem komið er ósigraðir á útivelli og er af sem áður var, þegar liðið náði varla stigi á útivollum Hver sem staða Everton er. er liðið ávallt vansigrað. ekki sizt á heimavelli sinum Spám er sú. að Marichester-liðið spili upp á jafntefli. en riái því ekki Heimasigur (1 — 0). Ipswich — Sunderland 1. Þegar allir hinir riýju leikmerm Sunderlandliðsms fara að venjast siri um nýju félögum, má búast við þvi að liðið fari að sýria termurnar og þokast af hættusvæðmu Senmlega sækja þeir þó ekki gull i greipar hiris unga og efrnlega liðs Ipswich, sem bæði er ósigrað á heimavelli og veit það. að ekki má glata stigum, allra sizt heima. ef takast á að riá toppliðunum Spám Heimasigur (3— 1) Leicester — Stoke. Þessum leik er þegar lokið og lauk honum með sigri Leicester 1—0 Harm er því að sjálfsögðu ekki með Manchester Utd. — Liverpool 1 Þetta er hiklaust stórleikur umferðar mnar og verður hann vafalaust mjög tvisýnn Með sigri. er möguleiki fyrir bæði lið að ná hreinni forystu, ef Middlesboro og Man. City glopra niður stigum Gengi Liverpool i siðustu leikj- um hefur ekki verið upp á það allra besta (Eitt stig i tveimur siðustu leikjunum) auk þess sem markaskorur- um liðsins hefur gengið ferkar illa Heimaliðið hefur hins vegar verið í miklu stuði og unnið hvern sigurinn af öðrum yfir erfiðum mótherjum Spáin er sú að Umted haldi áfram sigur- göngu sinni og kræki i tvö stig. en naumt verður það Heimasigur (2- 1) Middlesboro — Norwich x. í þessum leik verður engm áhætta tekin Þar sem framlinur beggja liða eru vitamáttlausar. eru horfur á sterk- um og fjölmerinum varnaleik ásamt miklu brölti á vallarmiðjunni Spáin Jafntefli (0— 0) Newcastle — W.B.A. x. Þetta gæti orðið skemmtilegur leik ur Bæði eru lið þessi sókndjörf og kemur það rnður á varnarleiknum Spáin Jafritefli (2— 2) i fjörugum leik Q.P.R. — Bristol City 1. Bristolliðmu hefur gengið illa í sið- ustu leikjum sinum og eru ekki likur á að þvi takist að velgja Lundúnaliðmu undir uggum Spáin Léttur heimasig- ur (4— 1) Tottenham — Birmingham. x. Þetta gæti orðið mikill markaleikur, þar sem bæði liðin búa yfir góðum sóknarleikmönrium en eru allt annað en föst fyrir í vörninni Spáin jafntefli (3—3) West Ham — Leeds Utd. x. Þessi lið hafa bæði átt við erfiðleika að striða i haust og eru nú meðal neðstu liða deildarmnar Það er mikið i húfi fyrir bæði liðin og verður eflaust hart barist og litið skorað Spám jafn- tefli (1—1) Nott. Forest — Sheffield Utd. 1. Bæði þessi lið eru um miðja aðra deild og hafa þau eriri sem komið er brugðist að mestu þeim vorium sem margir buridu við þau, en bæði ættu þau að hafa burði til að gera betur en rauri ber vitni Spáin Naumur heima- sigur (1 —0) 9U9 ERLENDUR Valdimarsson — greinilega kominn I hörkuform i kringlukastinu. ISLENDINGAR urðu öruggir sig- urvegarar I unglingalandsleik við Noreg I gærkvöldi unnu reyndar aðeins I—0, en hefðu átt að vinna með tveggja til þriggja marka mun. I.eikurinn var þokkalega leikinn, sérstaklega ef miðað er við aðstæður, en þær voru vægast sagt hörmulegar hálfur völlurinn eitt drullusvað. Gangur leiksins var annars sá að Norðmenn byrjuðu með boltann og hófu strax mikla sókn, sem endaði með horni, án þess þó að veruleg hætta skapaðist. íslendingar fóru svo að sækja f sig veðrið og á 9. mín. fengu þeir sína fyrstu hornspyrnu, en alls fengu þeir 5 hornspyrnur í fyrri hálfleik, en þær nýttust allar fremur illa og voru ekki hættu- legar. Á 24. mín átti svo Einar Ólafsson þrumuskot rétt framhjá og rétt á eftir fengu Islendingar sitt bezta tækifæri þegar Þórir Sigfússon komst einn inn fyrir vörn Norðmanna, en markmaður- inn bjargaði vel með úthlaupi. Rétt á eftir fengu Norðmenn svo sitt besta tækifæri þegar Lars Hjort einlék frá miðju inn i víta- teig Islendinga en skot hans fór beint í fang Rúnars Sverrissonar markmanns. Á lokamínútum fyrri hálfleiksins áttu Islendingar svo annað dauðafæri þegar Þórir Sig- fússon sendi boltann fyrir tómt mark Norðmanna, en heppnin var ekki með Islendingum og ekkert varð úr. 1 seinni hálfleik tóku Islendingar svo frumkvæðið strax og sóttu stlft, þó áttu Norðmenn góðan skalla rétt yfir markið en á 10. mín. átti Jón Orri Guðmunds- son skot í stöng eftir þunga pressu Islendinga. Á 23. mín. kom markið svo loksins, Magnús Jóns- son átti fast skot að norska markinu, sem markmaðurinn varði en missti frá sér og Jón Orri kom á fullri ferð og náði að pota boltanum f markið. Eftir markið drógu Islendingar sig svo aftar og hugsuðu meira um að verjast en að sækja og tókst þeim að bægja allri hættu frá marki sinu. Islensku unglingarnir léku þenna leik nokkuð vel góð barátta var í þeim og með svolítilli heppni hefðu þeir átt að vinna leikinn með meiri mun. Bestu menn liðsins voru þeir Börkur Ingvars- son og Guðmundur Kjartansson en þeir voru sterkustu menn varnarinnar og Sigurður Björg- vinsson var sterkur á miðjunni. I framlínunni voru þeir Þórir Sig- fússon Magnús Jónsson og Jón Orri Guðmundsson góðir, annars átti liðið góðan leik þegar á heild- ina er litið og var mun betra en það norska. Beztu menn Norð- manna voru Thor Johannssen, Lars Hjort og Stein Gran. Leikinn dæmdi Brian MCinley og hefði han mátt gera betur. Lfnuverðir voru Magnús Péturs- son og Hreiðar Jónsson. Áhorf- endur voru aðeins 260 og er greinilegt að menn eru búnir að fá nóg af knattspyrnu f haust. HG. JÓN Orri Guðmundsson, sá er skoraði mark Islendinga ( leiknum I gærkvöldi á þarna I baráttu við tvo af varnarleikmönnum Norðmanna. ERLENDUR KASTAÐI KRINGLU 62 M „ÞETTA virðist vera á réttri leið hjá manni, og ég er alls ekki frá þv( að ég geti kastað lengra I ár, en það er auðvitað undir þvf kom- ið hvort maður fær mót eða ekki. Þau mót þyrftu þó að vera á næstu dögum, eða áður en hann tekur að kólna mikið og kyngja niður snjó“. Þannig mælti Er- lendur Valdimarsson þegar við tókum hann tali I gær, en Erlend- ur náði afreki á heimsmæli- kvarða I grein sinni þegar hann kastaði kringlunni 62 metra slétta á kastmóti IR um sfðustu helgi. Erlendur hefur verið í stöðugri sókn seinni hluta sumars og nú f haust, en í upphafi keppnistíma- bils átti hann við erfiðleika að stríða þar sem hann var að jafna sig af meiðslum. Það kom m.a„í veg fyrir að hann treysti sér til þátttöku i Ólympíuleikunum. Aðspurður sagði Erlendur sig óhressan yfir því áhugaleysi sem flest félögin á höfuðborgarsvæð- inu sýndu kösturum um þessar mundir. Þannig væri lítill áhugi hjá hans eigin félagi þótt þar væru nú fremstu kastararnir f landinu samankomnir. „Það er aðeins IR sem sýnir kösturum einhvern áhuga og heldur regluleg kastmót, en það er allt að þakka Guðmundi Þórar- inssyni. Það vantar einhverja hugarfarsbreytingu hjá forráða- mönnum hinna félaganna. Maður á ekki þurfa að vera alltaf nudd- andi f fólki, biðjandi það að halda mót.“ Nokkrir kastarar sem blað- ið hafði samband við í gær tóku undir orð Erlends og voru honum í öllu sammála. Annars hefur árangurinn verið misjafn eins og gerist og gengur, ef undan eru skilin afrek Er- lends. I síðustu viku náði þó Elias Sveinsson sínu bezta i kringlunni með kasti upp á 48,64 metra. Oskar Thorarensen er ungur fþróttamaður sem helzt hefur lagt fyrir sig hlaup, en kastaði kringl- unni þó 38,02 m á sama móti og Erlendur kastaði 62 metrana. I því móti tóku þátt nokkrar gamlar kempur. Þannig kastaði bezti há- stökkvari Islendinga, fyrr og sfð- ar, Jón Þ. Ölafsson kringlu 39,66 m og Ölafur Unnsteinsson 34,40 m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.