Morgunblaðið - 06.10.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 06.10.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 31 Kortið sýnir styrkleikahlutföll vestur-þýzku flokkanna frá 1949—1972. (Jrslitin f kosningunum um helgina urðu þessi: Kristil demókratar 48,6%^ sósíaldemókratar 42.6% og frjálsir demókratar 7.9%. — Dietrich Framhald af bls. 1 og við I dag og Genscher sendi bréf til Helmut Kohl formanns kristilegra demókrata þar sem hann hafnaði boði hans um aðild að samsteypustjórn, sem kristi- legir demókratar myndu veita forstöðu. Genscher mun hitta Kohl að máli á morgun, miðvikudag, til að skýra afstöðu sfna og flokks sfns. Willy Brandt sagði á blaða- mannafundi eftir fund í helztu stjórnunarnefndum jafnaðar- manna að sá naumi meirihluti sem stjórnin hefði fengið í kosningunum, myndi ekki gera henni auðvelt um vik að ýmsu leyti en af reynslu sem fengist hefði vissi hann einnig að naumur meirihluti á þingi gæti einnig stuðlað að einurð og festu I stjórn- un, Brandt sagði að frjálsir demókratar væru einhuga í stuðningi slnum við jafnaðar- menn, en það þýddi hins vegar ekki að jafnaðarmenn, myndu í neinu slaka á því að framfylgja sósíaldemókratfskri stefnu. Frelsi og sósíalismi væri og yrði mikil- vægara öðru fyrir jafnaðarmenn. Talsmaður CDU-Kristilegra demókrataflokksins Wolfgang Wiedmeyer sagði í kvöld að hann væri ekki hissa á því að frjálsir demófcratar hefðu tekið ofan- greinda ákvörðun. Hann sagði að CDU yrði nú I stjórnarandstöðu gegn veikustu ríkisstjórn sem nokkurn tíma hafi setið að völd- um í Vestur-Þýzkalandi. Jafnaðarmenn hafa lagt áherzlu á að ríkisstjórnarinnar bíði meðal annars það verkefni að berjast gegn atvinnuleysi, og fást við margvíslegar umbætur í felags- og heilbirgðismálum. Moersch féll í kvöld kom í ljós að Karl Moersch, sem hefur gegnt embætti aðstoðarutanríkisráð- herra hafi fallið í kjördæmi sínu fyrir ungum frambjóðanda kristi- legra demókrata Matthiasi Wiss- mann sem er aðeins 27 ára að aldri. Moersch er félagi f Frjálsa demókrataflokknum. — Enn engin Framhald af bls. 2 um leið og þeir hefðu áhuga á eða væru tilbúnir til slíks. Garðar Ingvarsson sagði að Norsk Hydro væri fyrirtæki sem hefði mjög gott orð á sér á Islandi. Aburðarverksmiðja ríisins hefur átt náið samstarf við það um mjög mörg ár. Hefur verksmiðjan keypt allt það ammoniak, sem hún hefur ekki getað famleitt sjálf frá Norsk Hydro og enn- fremur tilbúinn áburð. Þá eru rafgreinitæki verksmiðjunnar einnig keypt af Norsk Hydro, en þau eru forsenda þess að unnt er að framleiða áburð hér. Er þar notuð þeirra aðferð og hugvit. Ennfremur reyndi Norsk Hydro að aðstoða Áburðarverksmiðjuna er erfiðleikarnir voru sem mestir viðvíkjandi kornastærð kjarnans á sínum tima. Ennfremur hafa þeir haft með höndum rannsóknir á sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi á vegum Rannsóknaráös ríkisins. Hafa þeir sýnt því máli mikinn áhuga og í gegnum þetta allt haft náið samstarf við Islendinga. Eyjafjörður hefur ekki endan- lega verið valinn.sem vettvangur fyrir byggingu álvers. Þegar Norsk Hydro sýndi málinu fyrst áhuga 1971, en þá fóru fram við- ræður sem einna helzt miðuðu að þvi að menn kynntust hver öðr- um, Norðmenn lýstu hugmyndum sínum um stærðir verksmiðja og annað slíkt og tímasetningar, sem þá voru 1979 en koma ekki til greina nú, þá var þeim bent á að fyrirsjáanlegt væri að stóriðju yrði næst fundinn staður utan Reykjavíkursvæðisins, samanber samningurinn við Alusuisse, þar sem hið svissneska fyrirtæki skuldbatt sig til þess að láta fara fram könnun á byggingu annars álvers á Norðurlandi, i Eyjafirði. Um þá verksmiðju var gerð sér- stök áætlun og var sú verksmiðja raunar staðsett á Gáseyri mjög nærri þeim stað sem nú hefur helzt verið rætt um. Ekkert var siðan úr þeim áformum. Þar sem álmarkaðurinn versnaði mjög rétt á eftir og ekki var talið ráðlegt að reisa álver. Garðar Ingvarsson sagði að við- ræðuhópurinn nú hefði bent Norsk Hydro á nokkra staði, sem komið gætu til greina utan Reykjavikursvæðisins. Bent var á Eyjafjörð, Húsavík — þar sem Húsvíkingar hafa fyrir löngu lýst áhuga sínum á að fá stóriðju — og Reyðarfjörð, en það var gert með tilliti til þess að þá var ekkert vitað hvar ráðist yrði i næstu virkjanir. Hefði það alveg eins getað orðið Fljótsdalsvirkjun á þeim tima eins og Blanda. Eftir að Norsk Hydro hafði gert sinar at- huganir komu þeir aftur og sögðu að þeim litist bezt á Eyjafjörð. I fyrra var svo settur á fót starfs- hópur skipaður sérfræðingum frá viðræðunefnd um stóriðju og Norsk Hydro, tveir menn frá hvorum aðila. Garðar Ingvarsson sagði að þessum starfshópi hafði verið fal- ið að gera athugun á ýmsum for- sendum þess að staðsetja álver við Eyjafjörð, því að það er sá staður, sem Islendingar hafa oft- ast nefnt í sambandi við stóriðju. I umræðum á Alþingi er það t.d. eins og rauður þráður i gegnum ræður um byggðamál, að Eyja- fjörðurinn sé sá staður, sem helzt geti keppt við Reykjavíkursvæð- ið. Morgunblaðið spurði þá um mengunarmál í sambandi við þetta álver og hvort náttúra Eyja- fjarðar gæti ekki spillzt af nær- veru þess. Hvort Húsavík væri t.d. ekki betri staður, þar sem hún stendur ekki eins inni í þröngum firði. Garðar sagði að gallinn við Húsavík og stóriðju sem þessa væri sá að þar væru ekki öll skil- yrði uppfyllt, og þá einkum vegna þess að Skjálfandi væri ekki mjög djúpur. Þannig væri viðhorfið i dag a.m.k. Garðar sagði að ein- hvers staðar yrði að hefja rann- sóknir og þar með væri ekki sagt að Eyjafjörður yrði fyrir valinu, þótt þar væri byrjað. Verið væri aðeins að gera tillögur og láta fara fram athuganir á ýmsum hliðum málsins. Enn hefur t.d. ekki verið beðið um umsögn hreppsins, þar sem álverið gæti verið byggt. Hins vegar hafa fulltrúar bæjar- stjórnar Akureyrar komið á við- ræðufund með nefndinni að eigin ósk og einnig gerði það Fjórð- ungssamband Norðlendinga og voru þá þessir aðilar settir inn i málin. Ef hins vegar á að staðsetja stóriðju við Eyjafjörð, er ljóst að fyrst verður að fara fram rann- sókn á umhverfinu og ennfremur þarf að kanna hver áhrif slik starfsemi hefur á byggðina, sem fyrir er. Nú fyrst verður farið af stað með gróðurfars- og veður- farsrannsóknir. Mun Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Veð- urstofan fengin til samstarfs um það og verður i þvi sambandi enn- fremur rætt við fleiri aðila. Kem- ur þá Náttúruverndarráð einnig inn í myndina. Þessir aðilar hafa enn ekkert ákveðið fengið, þar sem enn er ekkert til, sem unnt er að láta þá fá — málið er á algjöru frumstigi. Enn eru ótal óvissuþættir, sem svara þarf. Hvað kemur t.d. kílówattstundin til með að kosta fyrir þessa virkjun. Ákveða þarf hvernig eignarhlutfalli eigi að vera háttað. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili áliti um ára- mótin, en Garðar tók fram að allt það starf, sem fram færi væri án nokkurra skuldbindinga fyrir Is- land og Islendinga. Þá sagði Garðar Ingvarsson að lokum að Norsk Hydro væri reiðubúið að koma til móts við Islendinga um stærð álversins — ef af byggingu þess yrði. Talið er að hagkvæmasta stærð álbræðslna í dag séu verksmiðjur, sem framleiða 200 þúsund tonn á ári, en i þessu tilfelli gæti verið um að ræða 100 þúsund tonna álver. Er þar um að ræða algjöra lágmarksstærð, en sú hefur þró- unin orðið frá þvf er Straumsvík- urverksmiðjan var byggð að álverksmiðjur hafa sifellt verið að stækka. — Togveiðibann FrnmhalH nf hl« 1 ila yrði sett á fót og henni fengið það verkefni að ákveða hvar tog- veiðibannið skyldi gilda og hve lengi. En formaður landsráðsins, Lars Chmenitz, lagði til að við- skiptanefnd ráðsins tæki að sér þetta verkefni þegar í stað. „Þetta mál þolir enga bið“, sagði Lars Chmenitz. „Ástand þorskstofnsins er mjög alvarlegt." Niels Carlo Heilman skýrði frá því að á fundi fiskifræðinga N- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (ICNF) hefði verið stungið up á algeru banni við öllum þorskveið- um, meðal annars á grænlenzkum miðum, f óákveðinn tíma. Jafn- framt hefðu fiskifræðingarnir lát- ið i það skína að jafnvel slíkt bann gæti ekki bjargað þorskin- um ef nota ætti hann til manneld- is. Stofninn væri orðinn svo litill að vafasamt væri hvort hægt væri að efla hann. Niels Carlo Heilmann tók fram að Grænlendingar ættu ekki að beita sér fyrir algerra friðun þorsksins þar sem það mundi koma mjög hart niður á fiskveið- um Grænlendinga og veiðarnar væru I lægð um þessar mundir. — Noregur Framhald af bls. 1 mundi á næstunni halda áfram þeirri viðleitni sinni að tryggja fiskveiðihagsmuni Norðmanna við strendur annarra ríkja með samningum þar sem slíkt ætti við, auk þess sem áfram yrði freistað að ná samningum við þau ríki, sem útfærslan hefði sérstaklega áhrif á. Brezka stjórnin lýsti því yfir í dag, að nauðsynlegt væri að koma á samningaviðræðum Efna- hagsbandalagsins við Norðmenn sem allra fyrst. I yfirlýsingu Breta sagði meðal annars, að von- andi kæmu utanrikisráðherrar EBE-ríkjanna sér saman um aðila, sem gætti hagsmuna banda- lagsins í slíkum viðræðum á fundi sínum í Luxembourg 18. og 19. þessa mánaðar. um leið og itrekað var að brezka stjórnin hefði marg- sinnis vakið athygli á þvi, að slík- ar samningaviðræður við Norð- menn og aðrar fiskveiðiþjóðir væru löngu límabærar — Greiddu 5,3 millj. Framhald af bls. 2 sem sagt stofnað sameignarfélag til að styrkja það og skattfróðir menn bentu síðan á þennan frá- fráttarmöguleika og því þótti sjálfsagt að láta reyna á það hjá réttum aðilum. Þetta er ekkert launungarmál, því félagið var skráð formlega." — Lánastefna Framhald af bls. 15 lendar skuldir afríkuþjóða hefðu aukist úr 9.2 milljörðum dollara 1967 í 28.5 milljarða dollara 1974 og vaxtabyrðin af þessum lánum væri að nálgast 20% af útflutningstekjum nokkurra þjóða. — Við gluggann Framhald af bls. 22 sjúklingunum að litast um algjörlega með sjálfum sér. Og þessa daga og nætur verður hann auðvitað að fylgja fyrir- mælum stofnunarinnar i einu og öllu. Oft eru slik gistiherbergi ekki á sama stað og leið- beiningastöðin sjálf, heldur er gestunum ráðstafað til annarra stofnana til afvötnunar. Sé stofnunarinnar leitað að staðaldri sem göngudeildar og það gera flestir einn mánuð sem lágmark, þá kostar hjálpin 20 f.m. yfir mánuðinn og annað eins ef heilar fjölskyldur fylgja í kjölfarið. Sumir og raunar margir borga þetta úr eigin vasa. En fyrir aðra er greitt af trygging- um og hjálparstofnunum, sem varðstöðin gefur upplýsingar um. Og þeir sem gista sjúkra- hús og hjúkrunarhæli njóta að sjálfsögðu sömu kjara og aðrir þar. Aðalatriði á þessu sviði er að allir geti notið þarna hjálpar án tillits til greiðslugetu. I vissum tilfellum verður að leita til borgarsjóðs. Margir hafa áhuga á þjonustu þessarar stofnunar. Þar eru einnig veittar upplýsingar fyrir þá sem ekki geta mætt i eigin persónu: Vinnufélaga, vini, vinnuveitendur og þá auðvitað ættingja og aðstandendur. I desember 1972 jókst starf- semin með nýrri starfsskrá og reglugjörð þar eð verkamanna- félög gerðu samþykktir um að mega visa þangað mönnum, sem gætu átt á hættu að missa atvinnu sína vegna ofdrykkju. Þetta hefur gefið góða raun og bjargað mörgum frá snögg- um brottrekstri. Margir vinnu- veitendur lita nú verkamenn sína allt öðrum augum en áður, og veita þeim margs konar stuðning, sem aldrei kom áður til greina. Nú þykir ekki lengur nein skömm að leita slikrar hjálpar til lausnar vandamálum sinum. Þvert á móti þykir sómi að þvi sem gæti veitzt og veitist bæði einstaklingum og sam- félaginu öllu, með þeirri við- leitni, sem sparar þannig þjóð- félaginu milljónir og milljarða, með þvi að veita þeim styrk til að vinna, framleiða og sjá sér og sínum farborða, sem annars væru byrði og ógæfa, sem kostar samfélagið milljarða I sköttum og útlátum. Sumir þessara manna og kvenna veita siðar öðrum hin beztu ráð og hagkvæmustu hjálp. 5/9 1976 — Eigumaðselja Framhald af bls. 2 sagði Magnús, „sem krefst þess að minnstu kartöflurnar fari í I. verðflokk, en þær munu víst fara í 2. verðflokk sem er 25% hærri en 3. verðfl. Okkur þykir þetta einkennileg lausn. Við erum bún- ir :ð berjast í mörg ár vegna álagningar á landbúnaðarvörum, sem er með því lægsta sem til er, allt niður í 5%, en svo fá ræktend- ur lausn sinna mála á 2—3 dögum í gegn um ráðuneytið með þvi að léleg vara er flokkuð i hærri gæðaflokk og við eigum því að selja lélega vöru fyrir hærra verð.“ — Ródesía Framhald af bls. 15 segjast njóta stuðnings skæru- liða.En meirihlut nýliðanna sem eru allt að 20.000 talsins fóru frá Rhódesíu þegar Muzorewa biskup stóð á hátindi vinsælda sinna. Nöfn herfor- ingjanna eru dulnefni: Rex Nhongo (Zanu) og Mangena (Zapu) þar á meðal. Óbreyttur borgari, dr. Taderera, er einnig athafnasamur í búðum skæru- liða og sumir telja að hann sé keppinautur Mugabe. Ættflokkahöfðingjarnir sem stjórnin skipar, og ráðherrar blökkumanna hafa lítið fylgi meðal almennings. En Mangwende höfðingi, sem er í framkvæmdastjórn Nkomo, og Rekavi Tangwena höfðingi, sem er nú i Mozambique, gætu fengið sæti í ríkisstjórn. Nafnið Zimbabwe er heiti á stórmerkum og glæsilegum rústum rúmlega 20 km frá Fort Victoria I Mashonalandi. íbúarnir yfirgáfu þorpið á fimmtándu öld og það hefur síðan haft mikla trúarlega þýðingu. Þar eru stundaðar ein- hverjar merkustu fornleifa- rannsóknir sem um getur í Afriku og snilldarhandbragð á því sem þar hefur fundizt var til þess að ýmsir töldu að Arabar, Indverjar eða jafnvel Portúgalar hefðu reist bæinn. En í sjötíu ár hefur enginn fornleifafræðingur verið i vafa um að byggingarnar voru verk Bantumanna á steinaldarstigi. Zimbabwe lá á leiðinni frá gullnámunum I Matabelelandi til Indlandshafs og íbúarnir bjuggu við mikla velsæld á fjórtándu og fimmtándu öld. auk þess sem Zimbabwe var mikilvæg trúarmiðstöð. Ut- lendingar virðast hafa keypt gull, kopar, salt og ef til vill baðmull en þegar landið blés upp, skógar eyddust og salt hvarf fluttust Ibúar Zimbabwe burtu margir yfir Zambesifljót þar sem stofnað var annað stórveldi, kennt við Monomata- pas. En minningin um Zimbabwe hefur lifað. a\cj> >C3®(U)Í?ÖC!0 o o SUÐURLANDSBRAUT32 SKÓLI FYRIR AHUGAFÓLK JAFNT SEM SKÓLAFÓLK SÁLARFRÆÐI F(J%^T0RFRm SKRIFT OG LETURGERÐ SKÓLI ÞAR SEM ÞÚ Akveðlh HVAÐ ÞÚ LÆRIR "SUs? SKÓU sem starfar allt Arið SKÓU SEM HEFUR 36 NÁMSGREINAR AÐ BJÓÐA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.