Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 Hjörleifur Sigurðsson: Bragi Ásgeirs- son og félagsmálin NORRÆNA MYNDLISTAR- BANDALAGIÐ Bragi Ásgeirsson myndlistar- maður — um langt skeið í Félagi íslenskra myndlistarmanna, sýningarnefndarmaður og for- maður sýningarnefndar í nokkur ár, ritstjóri blaðs Norræna mynd- listarbandalagsins af hálfu íslands og þar fram eftir götunum — hefur tekið sér fyrir hendur að gera félag sitt meira en lítið tor- tryggilegt í augum lesenda Morgunblaðsins. Hann ritar langt mál í blaðið fimmtudaginn 23, september sl. en hún á væntan- lega að vera einskonar úttekt á félagsmálum myndlistarmanna á lslandi í dag. Um leið seilist hann langt aftur í timann og getur þess í fjórða dálkinum efst, að „FÍM hefur ekki átt frumkvæði að aðild að Norræna listabandalaginu (sambandi norrænna myndlistar- manna)“ Eigum við að byrja á að líta á þetta atriði. í umræðunni um bandalagið kemur fram ein óvið- felldnasta blekkingártilraun Braga í ailri ritsmíð hans. Fyrst er frá því að segja, að hugmynd- ina að norrænu myndlistarsam- starfi átti sænski gagnrýnandinn Gotthard Johansson. Hann bar hugmynd sína fram í erindi, sem hann flutti í Helsingfors á styrjaldarárunum en erindið sjálft var síðan prentað í tímariti Ottos G. Carlsunds f júní 1943. Sænskir myndlistarfrömuðir skipuðu fljótlega einskonar óopinbera nefnd til að vinna að framgangi málsins en vitaskuld áttu þeir erfitt með á þessum tíma að ná beinum tengslum við starfs- bræður sína og systur i Noregi, Danmörku og á Islandi. Um mitt sumarið 1945 var þó svo komið að efnt var til undirbúningsfundar i Kaupmannahöfn og síðan stofn- fundar i Stokkhólmi 8. nóvember sama ár. I Stokkhólmi voru mætt- ir fulltrúar allra landanna fimm. Af hálfu íslands sat fyndinn Vil- hjálmur Finsen, þáverandi sendi- herra okkar í Stokkhólmi. Við þetta er einungis að bæta, að all- löngu áður hafði borist bréf til undirbúningsnefndarinnar frá Bandalagi íslenskra listamanna um það, að íslenskir myndlistar- menn væru reiðubúnir að taka þátt í hinu norræna samstarfi. Þessi merkilega saga verður Braga Asgeirssyni tilefni til að fara niðrandi orðum um félag sitt í Morgunblaðsgreininni. Við teljum aftur á móti, að viðbrögð íslenskra myndlistarmanna — og fyrir hönd þeirra að formi til: Bandalags íslenskra listamanna — hafi verið hin markverðustu og hljóti að skoðast hlutaðeigandi forustumönnum til hins mesta sóma nú rösklega þrjátíu árum síðar. Islendingar hafa ekki ætíð gerst aðilar að norrænu samstarfi við upphaf þess. Og það hlýtur að liggja nokkurn veginn í augum uppi, að engir gátu átt frumkvæð- ið að hinu norræna myndlistar- samstarfi á þessum tíma nema sænsku forsprakkarnir. Eftir þennan dæmalausa útúr- snúning segir Bragi Ásgeirsson: „Bandalag það hefur reynst svo máttvana að það hefur klúðrað niður bandalagssýningum er haldnar voru á tveggja ára fresti um áratugaskeið. Sem betur fer er bandalag þetta aftur I sókn um þessar mundir a.m.k. hvað sam- skipti listamanna innbyrðis áhrærir, sem einungis fáir sér- vitringar nenna að lesa." Það er hreinn uppspuni að Norræna myndlistarbandalagið hafi klúðr- að niður bandalagssýningum, sem haldnar voru á tveggja ára fresti um áratugaskeið. Reyndar voru sýningarnar haldnar árlega i fyrstu. Ekki getur Bragi farið rétt með það. Hér gætir ónákvæmni eins og víða í skrifum hans. Bandalagið — og um leið fulltrú- ar deildanna fimm — tóku lýð- ræðislega ákvörðun um það að leggja stóru sýningarnar niður, um stund að minnsta kosti. Rökin voru þau í stuttu máli, að menn töldu að sýningarnar væru hættar að vekja verðskuldaða athygli sýningargesta og best væri þess vegna að reyna eitthvað nýtt. En nú er rétt að fræða lesendur um starfsemi bandalagsins og láta þá sjálfa dæma um hvort ummæli Braga hafa við rök að styðjast. HVAÐGERIR BANDALAGIÐ? Norræna myndlistarbandalagið hefur efnt til fjölda myndlistar- sýninga, bæði einstaklinga og hópa um Norðurlöndin öll eftir að stóru sýningarnar voru lagðar niður. Hingað til lands hafa kom- ið að minnsta kosti fjórar sýning- ar á vegum þess: Danskar vatns- litamyndir, bókasafnssýningarn- ar Norræn grafík og Döderhultar- en og von er á einni til viðbótar á næstu dögum:færeyskum grafík- verkum. Þá mun tslandsdeildin senda héðan farandsýningu um „Islensk mónumentalverk '. Þeg- ar bókasafnssýningarnar voru og hétu, fengu íslenskir myndlistar- menn í fyrsta skipti I sögunni greidda nokkra fjárupphæð sem leigugjald fyrir myndir á listsýn- ingu. Þetta gerðist fyrir atbeina Norræna myndlistarbandalags- ins, sem einkum ástundar funda- höld og semur firnalangar álykts- gerðir, sem einungis fáir sérvitr- ingar nenna að lesa, að sögn Braga Ásgeirssonar. Bandalagið gaf út blað sitt um tveggja ára skeið. Blaðið var kost- að af Norræna menningarsjóðn- um í tilraunaskyni. Þetta var hvortveggja í senn upplýsingarit og kynning á norrænni myndlist, málefnum myndlistarmanna og aðstöðu þeirra í samfélagi okkar. Blaðið er nú hætt að koma út. Margir sakna þess og telja að það hafi gert talsvert gagn. Um skeið hefur sérstök nefnd starfað að athugun á útgáfumálum hjá bandalaginu. Hún hefur þegar gert raunhæfar athuganir og sam- ið álitsgerðir en þær eru ekki firnalangar. Sveaborgarmálið hefur lengi verið á dagskrá Norræna mynd- listarbandalagsins. Það snýst í stuttu máli um það hvort rejsa beri sérstaka listdreifingarstöð fyrir norræna myndlist. Flest bendir nú til að þessi miðstöð verði reist í einni eða annarri mynd í náinni framtíð á eyjunni Sveaborg utan við Helsingfors. Bandalagið hefur lengi unnið að undirbúningi og framgangi þessa máls eins og fyrr var nefnt. Deild- ir þess hafa ekki talið eftir sér að sitja marga fundi og gera áætlan- ir, ef hugsýn þeirra um frjórra og traustara samstarf kynni að vera að veruleika. Hér ber einnig að geta þess, að árið 1975 kom út álitsgerð nor- rænnar embættismannanefdar, sem fjallað hafði um myndlitar- samstarfið. Álitsgerðir og for- rannsóknir hennar eru prýðilega unnar og hljóta að tengjast Svea- borgarhugmyndinni. Knútur Hallsson skrifstofustjóri var full- trúi tslands í nefndinni. Nú er unnið að því á vegum bandalagsins að koma upp gesta- vinnustofum myndlistarmanna um öll Norðurlönd og tengja sam- an stjórnun þeirra, sem fyrir eru. Jafnan hefur verið gert ráð fyrir því, að fimm vinnustofur og íbúð- ir risu af grunni á Sveaborg i tengslum við miðstöðina þar. Þá hefur bandalagið nýlega gerst að- ili að rekstri dvalarstaðar vísinda- manna og listamanna I Rómaborg. HVtTBÓK FlM Bragi byrjar ritsmíð sína á að ræða um Hvítbók FlM. Hann eyð- ir undarlega mörgum línum til að velta fyrir sér hvort hún hafi ver- ið ætluð félagsmönnum einum eða fólki utan FlM. Vitaskuld er bókin einkum ætluð fólki utan FlM. Það liggur I hlutarins eðli. Á forsíðu hennar stendur: Hvítbók FlM, greinargerð Félags íslenskra myndlistarmanna um deilu þess og Borgarráðs Reykja- víkur. Svo einfalt er málið. Þegar horfið var að því ráði að gera greinargerð þessa út í ritlings- formi, þótti mönnum rétt að setja hana í stærra samhengi, bæði hvað snerti eðli og markmið myndlistar og félagsmál mynd- listarmanna — einkum vegna þeirra mörgu, sem litið hafa kynnt sér þessa listgrein. Ritling- urinn varð þannig um leið upplýs- inga- og fræðslurit en Braga Ás- geirssyni er stundum — þegar það hentar honum í aðkasti að félagi sinu — meinilla við að FlM skipti sér af slíkum hlutum. Samt stendur skýrum stöfum I lögum félagsins um tilgang þess, að þvi beri: „að kynna Islenska myndlist hérlendis og á erlendum vett- vangi m.a. með því að gangast fyrir myndlistarsýningum og hverskonar fræðslustarfsemi um myndlist" (2. gr. 2, lög FlM). Bragi amast semsé við fræðslunni í bæklingnum og á siðustu Haust- sýningu. I Morgunblaðsgreininni slær hann úr og i en lýsir aftur á móti eftir fræðslu á sýningum septem- bermanna, jafnvel þótt þeir kynnu að bera niður á Kjarvals- stöðum að einu ári liðnu. Hvað á svona grautargerð að þýða? Allt þetta skilst raunar betur, ef menn fletta upp á dómum Braga Ás- geirssonar um Septem. ’76 og Haustsýningu FÍM 1976. Það er rangt hjá Braga, að ekki hafi ver- ið fjallað um greinargerðina hjá félaginu. Hún var margsinnis tek- in til meðferðar á fundum stjórn- ar, sýningarnefndar og á félags- fundum og samþykkt á þann veg, að enginn mælti gegn henni. Þá er ennfremur rangt hjá Braga að upplýsingar til „óbreyttra" félagsmanna eins og hann segir hafi verið í lágmarki meðan á Kjarvalsstaðadeilu stóð og „allt á huldu í svörum ef að var spurt." Fréttum af deilunni var miðlað eins fljótt og unnt var. Bragi As- geirsson mætir sjaldan á félags- fundum. Til þess hefur hann gild- ar ástæður. En þegar hann fer að segja opinberlega frá því hvað þar hafi gerst og hvernig málum hafi verið skipað, ber honum for- takslaust að geta heimilda sinna. FAGFÉLAG EÐA EKKI Braga er mikið i mun að koma þeirri skoðun sinni á framfæri, að FtM geti vart talist fagfélag. Reyndar er þetta fyrst og fremst þáttur herferðar hans gegn Hvít- bókinni. Rök hans eru hinsvegar dálítið þokukennd. Broslegust er þó tilvitnun hans í orðabókina og að FlM geti vart talist fagfélag vegna þess skilnings „sem al- mennt er lagður í fagfélög" Bragi gerir aðeins veikbyggða tilraun til að gera grein fyrir þessum „almenna” skilningi. Helst mætti nefna, að hann segir FlM lokað félag og að margir myndlistar- menn standi utan þess í dag. Sam- kvæmt þessari kenningu greinar- höfundarins er Konstnárnas Riksorganisation i Svfþjóð alls ekki fagfélag, af því að nokkur hundruð myndlistarmanna þar í landi hafa fylkt sér um annað félag. KRO hefur samt innan vé- banda sinna nokkrar þúsundir myndlistarmanna og hefur mjög beitt sér fyrir hagsmunamálum þeirra. Það hlýtur þvl að teljast kjarni samtaka þessarar stéttar. Ef þessi kenning á við gild rök að styðjast, er Bildende kunstneres Forbund I Danmörku heldur ekki fagfélag sakir þess, að margir myndlistarmenn hafa sagt skilið við það, að minnsta kosti um stundarsakir. Engu að síður er BKF langöflugustu samtök stétt- arinnar í Danmörku. Enn skýrari dæmi mætti taka úr verkalýðs- hreyfingu. Hér var á ferðinni um daginn kona úr samtökum verslunarmanna I Svíþjóð. Hún skýrði frá því, að í samtökunum væru aðeins fimmtiu prósent þeirra, sem störfuðu I greininni. Þannig mætti lengi telja. Allir hljóta að sjá, að þessi röksemdar- færsla Braga Ásgeirssonar stang- ast mjög á við raunveruleikann. Honum hefði verið nær að leita upplýsinga hjá vönu félagsmála- fólki en grípa til orðabókarinnar. Um hitt atrið er það að segja, að FlM gerir ekki strangari kröfur um inngöngu en mörg önnur félög. Það setur umsækjendum nokkur grundvallarskilyrði og dæmir síðan sjálft um hæfni þeirra á aðalfundi. Sliku mati má jafna til prófs, til að mynda í frjálsum háskóla, ef menn vilja lita þannig á málið. Þetta er vita- skuld ekki eina aðferðin, sem hægt er að viðhafa til að bæta við nýjum félagsmönnum. Hitt orkar jafnan tvímælis hvort almenn félög einhverrar*stéttar eiga að fá stofnunum utan þeirra nokkurt vald til að hafa áhrif á félagsað- ildina. Þetta er reyndar eitt af fáum atriðum í greininni, sem vert er að ræða nánar. Á siðustu árum hefur FlM ver- ið að stækka og vikka út verksvið sitt. Allmargir myndlistrarmenn — sem um tima mynduðu önnur félög — hafa gengið til liðs við það á nýjan leik og fólk á öllum aldri hefur bæst við. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu, að sem flestir íslenskir myndlistarmenn geti á næstu árum sameinast um það sem allsherjar hagsmunafél- ag sitt. ALÞJÓÐASAMSTARFIÐ Bragi ræðir um „myndlistar- geira UNESCO” og kvartar undan því, að við höfum ekki enn gerst aðilar að honum. Það er kannski ekki alveg út I hött. Aðildin er hins vegar flóknara mál en hann vill vera láta. Bragi segir einnig, að óskiljanleg töf og hik hafi klúðrað boðinu til FlM um að senda tvo fulltrúa á fundinn í Schwerin sumarið 1975. Þetta eru hrein og klár ósannindi. Formað- ur félagsins tilkynnti Braga, að FlM gæti ekki sent viðbótarful! trúa af fjárhagsástæðum end treysti það honum og Gylfa Gísla- syni til að koma fram fyrir hönd félagsins. Við sjáum ekki betur en að Bragi Ásgeirsson sé með hinu barnalega orðalagi að lýsa vantrausti á sjálfan sig og félaga sinn Gylfa Gíslason í ferðinni til Þýska Alþýðulýðveldisins. Boðs- bréfinu var svarað og getið um ástæður þess, að formaður FlM kæmist ekki á fundinn. Eftir- leiknum er svo mjög frjálslega lýst i grein Braga til að fegra hlut hans sjálfs. Við reyndum lengi að fá Braga til að taka saman skýrslu um ferðina og Schwerin-fundinn, sem haldinn var í júlíbyrjun 1975. Það tókst ekki fyrr en eftir meira en hálft ár. Af þessum sökum gat skýrslan ekki birst I Félagsbréf- um FlM fyrr en I marsmánuði 1976. Félagsfundur um málió var hins vegar haldinn 12. febrúar 1976 þegar loks tókst að fá þá stallbræðurnar til að gefa munn- lega skýrslu um ferðalagið, sýn- inguna og Schwerin-fundinn. Þetta kallar Bragi, að skotið hafi verið saman fundi „eftir dúk og disk“. Varla er hægt að komast lengra í rangfærslum. A félags- fundinum var tekin sú lýðræðis- lega ákvörðun að kjósa sérstaka nefnd til að athuga um aðild ís- lenskra myndlistarmanna að fyrr- greindum alþjóðasamtökum. Bragi neitaði staðfastlega að taka sæti i nefndinni, þótt honum væri málið einkar skylt. Fyrir neitun sinni tilgreindi hann hins vegar ekki þær ástæður, sem hann nefn- ir í Morgunblaðsgreininni. Hann kveðst þurfa að vinna óskiptur að list sinni og ekki getum við láð honum það. Áftur á móti situr það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.