Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 42
42 AUKIN SAM- SKIPTI NORÐUR- LANDANNAI FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM — VIÐ erum mjóg ánægðir með niðurstöður fundarins og þann vilja sem greinilega er nú á þvi að efla norræna samvinnu í frjálsum iþrótt um, sagði Örn Eiðsson, formaður Frjálsiþróttasambands íslands, i við- tali við Morgunblaðið i gær, en Örn sat fyrir skommu þing norrænna frjálsiþróttaleiðtoga, en auk hans sóttu fund þennan af íslands hálfu þeir Sigurður Helgason og Einar Frimannsson. — Á fundinum náðist að okkar mati merkur áfangi, er ákveðið var að íslendingar kæmu meira inn i unglingasamskipti Norðurlandanna i frjálsum iþróttum en verið hefur til þessa Sannast sagna hefur gengið nokkuð erfiðlega að útvega ungl- ingunum verkefni við hæfi, en úr þessu rætist verulega með þeim samningum sem gerðir voru á Norðurlandaþinginu Örn sagði að ákveðið hefði verið að Danir og íslendingar sendu sam- eiginlegt lið i unglingalandskeppni við Norðmenn, Svia og Finna en slik keppni fer fram árlega. Verður lið íslands og Danmerkur með i fyrsta sinn árið 1 978. Þarna er um að ræða landslið karla 20 ára og yngri. í keppni pilta 18 ára og yngri og stúlkna 16 ára og yngri, var ákveðið að ísland, Noregur og Danmork sendu framvegis sameiginlegt lið í keppni sem fram hefur farið árlega milli Svíþjóðar og Finnlands. — Með þessu er tryggt að okkar beztu unglingar fá verkefni við hæfi, sagði Örn Eiðsson Örn sagði að ennfremur hefði verið gengið frá þvt að landskeppni I kastgreinum færi . jm næsta sumar milli islendinga og Dana, og verður sú keppni í Reykjavik Þá voru á þinginu ákveðnir keppnisdagar næstu Kalott keppnj. Verður hún í Finnlandi dagana 23 og 24. júlí. Síðast er Kalott keppni fór fram í Finnlandi dagana 23. og 24. júli Siðast er Kalott keppni fór fram i Finnlandi treystu Finnar sér ekki til þess að bjóða íslendingum að vera þar með, en eftir Kalott- keppnina i Reykjavik í fyrrasumar, breyttust viðhorf þeirra en fáir voru ánægðari með íslandsferðina en finnska iþróttafólkið. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 I ~ Wt \ LAUGARDAGINN 9. október útskrifaði Þjálfaraskóli KSI 23 1. stigs þjálfara, en kennsla þeirra er aðallega miðuð við yngri aldursflokka knattspyrnunnar. Mikil áherzla er lögð á tækniatriði, leikaðferðir og líkamsþjálfun með sérstöku tilliti til knattspyrnu og aldurs (vaxtar- skeiðanna). Kennarar voru átta á hinum ýmsu kennsluþáttum, en skólastjóri Þjálfaraskólans er Karl Guðmundsson. Svo skemmtilega vildi til að nú útskrifaðist fyrsta stúlkan, en það er Guðrún Á Kristjánsdóttir frá Akranesi. Myndin hér að ofan er af hópnum sem útskrifaðist af 1. stigs þjálfaranám- skeiði KSÍ á dögunum. Má þar sjá marga kunna knattspyrnukappa víðs vegar að af landinu og tvo af kennurum skólans, Anton Bjarnason og Sölva Óskarsson. Myndin hér til vinstri er svo af Bjarna Jóhannssyni frá Neskaup- stað og myndin til hægri af Guðrúnu A. Kristjánsdóttur frá Akranesi. 23 útskrifu ðust úr þjálfaraskóia þar af ein kona Undirritaður heimsótti skólann þegar honum var slitið og rabbaði við nemendur og skólastjóra skólans og voru allir mjög ánægðir með námskeiðið en hér á eftir fara viðtöl sem tekin voru: Fyrst var rætt við Guðrúnu. Hún sagðist hafa farið á námskeiðið vegna mikils áhuga á öllu sem viðkemur knattspyrnu og þjálfun og sagðist hún hafa mikinn áhuga á því að þjálfa í framtíðinni og þá bæði pilta og stúlkur, en Guðrún hefur leikið í kvennaliði Skaga- manna í fimm ár. Guðrún sagði að sig langaði til að halda áfram í Þjálfaraskólanum en var þó ekki viss um ð úr því yrði, sagði að það ylti á ýmsu. Hún sagði að skólinn væri mjög skemmtilegur og hún hefði lært ótrúlega mikið og að menn ættu ekki að leggja fyrir sig þjálfun nema þeir hefðu farið í skólann. Að lokum sagði hún að það hefði verið mjög gaman að vera með strákunum þó að það hefði verið dálítið skrítið í fyrstu og þeir hefðu litið hana hornauga til að byrja með. Þá var rætt við Bjarna Jóhanns- son frá Neskaupstað en hann hefur leikið með Þrótti og þjálfað yngri flokkana síðastliðin þrjú ár, þótt ungur sé. Bjarni sagðist vera mjög ánægður með skólann og sagði að það hefði opnast nýr heimur fyrir sér. Sérstaklega var hann ánægður með hve mikil áherzla var lögð á uppbyggingu og þrek og hve mikið var kennt í líffræði og lífeðlisfræði. Bjarni taldi að menn ættu alls ekki að þjálfa án þess að fara á þennan skóla, eða einhvern hliðstæðan þessum. Þá sagði Bjarni að hann hefði áhuga á því að halda áfram í þjálfaraskólanum og vonaðist hann til þess að úr því gæti orðið. Hann sagði einnig að framtak KSl væri lofsvert og að hann vonaðist til að önnur sérsambönd fylgdu fordæmi KSI. Að lokum sagði Bjarni að fyrirkomulag nám- skeiðsins hefði verið afar óhag- stætt fyrir þátttakendur utan af landi, þar sem það stæði frá klukkan 17 og fram eftir kvöldi, hefði ekkert verið fyrir utan- bæjarmennina að gera mestan hlut dagsins. Að lokum var Karl Guðmundsson skólastjóri þjálf- araskólans spurður nokkurra spurninga. Karl sagði að inntöku- skilyrði skólans væru þau að menn þyrftu að vera orðnir 18 ára að hafa leikið knattspyrnu eða hafa einhverja reynslu á því sviði og þá þurftu menn að hafa með- mæli frá íþróttafélagi. Þetta eru inntökuskilyrði á 1. stigs nám- skeiðið en á hin það er 2., 3., og 4. stig taka menn með árs millibili og þurfa þá að hafa þjálfað á því ári. Þá sagði Karl að fjölga þyrfti kennslustundum námskeiðsins um helming og að líklega þyrfti að hafa sérnámskeið fyrir utan- bæjarmenn þar sem tími þeirra væri betur nýttur, það er kennt allan daginn I eina viku og svo annað fyrir menn af höfuðborgar- svæðinu sem fram færi á kvöldin og um helgar. Þá sagði Karl að það væri sin skoðun að Islenzkir þjálfarar væru framtiðartak- markið, þeir þjálfarar sem lokið hafa þjálfaraskóla KSI eru alls ekki verri þjálfarar en þeir er- lendu enda hefði það sýnt sig að þeir erlendu hefðu ekki alltaf reynst eins og skyldi. Þetta er geysileg gjaldeyrissóun og ef Islenzkir þjálfarar fengju svipuð laun og sömu aðstæður og fyrir- greiðslur og þeir erlendu yrði árangurinn ekki siðri. HG. LIÐ Red Boys sem keppir við Val í Evrópubikarkeppni bikarhafa í hand- knattleik. Lið þetta hefur stöðugt verið að sækja f sig veðrið að undanförnu, og er sagt leika sléttan og skemmtilegan handknattleik. Er því Ifklegt að Valsmenn þurfi á „mulningsvélar“ vörn að halda f leikjunum við það á laugardaginn og sunnudag- inn. VALUR Á GÓÐA MÖGULEIKA Á AÐ KOMAST í 2. UMFERÐ UM HELGINA leikur Valur við Luxemburgarliðið Red Boys Differ dange frá Luxemburg í Evrópubikar keppni bikarhafa í handknattleik,.en báðir leikir þessara liða verða hér- lendis, og fara fram í Laugardalshöll- inni. Fyrri leikurinn verður kl. 15.00 á laugardag og seinni leikurinn kl. 20.30 á sunnudag. i Þetta er i annað sinn sem Valur tekur þátt í Evrópubikarkeppni í handknatt- leik. 1973 tók liðið þátt í keppni meistaraliða og mætti þá vestur-þýzku meisturunum Gummersbach Töpuðu Valsmenn báðum þeim leikjum, hér heima 11:12 og ? Þýzkalandi 8:1 6 Nú ættu Valsmenn htns vegar að eiga góða möguleika á því að komast i aðra umferð keppninnar Reyndar er mjög lítið vitað um getu leikmanna Red Boys, en hingað til hefur hand- knattleikur á íslandi verið töluvert betri en i Luxemburg, svo sem sjá má af úrslitum í landsleikjum þjóðanna Handknattleiksfélagið Red Boys Differdange var stofnað árið 1938 og var gullöld félagsins á árunum 1955—1959, en þá varð félagið Luxemburgarmeistari öll árin og náði auk þess jafnan i úrslit i bikarkeppn- inni. Enduruppbygging félagsins hófst fyrir 5 árum er Camille Dimmer, núver- andi forseti Handknattleikssambands- sins i Luxemburg, varð formaður félagsins Hann réð nýjan þjálfara til félagsins, Antoine Halsdorf frá Dude- lange, sem átti eftir að breyta gangi mála á skömmum tima Halsdorf var á sínum tíma snjallasti handknattleiks- maðurinn í Luxemburg og hefur leikið yfir 70 landsleiki fyrir land sitt Hann er aðeins 33 ára og leikur enn með liðinu og reynsla hans hefur oftsinnis komið yngri leikmönnum liðsins til góða Á fimm árum breytti Halsdorf mjög leik Red Boys. Liðið varð í þriðja sæti í meistarakeppninni 1974—1975 og einnig 1975—1 976 og var i úrslitum bikarkeppninnar 1974, 1975 og loks árið 1 976 tókst liðinu i fyrsta skipti að tryggja sér sigur i þeirri keppni Reynd ar keppti liðið i Evrópubikarkeppni bikarmeistara í fyrra, þar sem liðið Eschois-Fola sigraði bæði í deildar- keppninni og i bikarkeppninni 1975 Árangur liðsins i Evrópubikarkeppni bikarmeistara i fyrra varð ekki sem beztur þvi liðið tapaði I fyrstu umferð fyrir AHC Amsterdam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.