Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976
t
Eiginmaður minn og faðir
SIGURJÓN JÓNSSON
frá Djúpadal
andaðist að Elliheimilinu Grund 2 1 október
Ragnheiður Rógnvaldsdóttir.
Júlíana Sigurjónsdóttir.
t
Bróðir okkar
VALGEIR ÓLI GÍSLASON
Suðurgotu 35
Hafnarfirði
lést miðvikudaginn 20 október
Systkini hins látna.
t
Eiginkona min og móðir okkar
MARGRÉT HERTA FRIORIKSDÓTTIR FÆDD REIHS
Þinghólsbraut 33
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 23 október kl
1 ^ 30 Magnús Ingi Sigurðsson
Sigríður Margrét
Kristín Marfa
Herta Maríanna
t
Útför
INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Vegamótum, Stokkseyri
fer fram laugardagmn 23 okt kl. 2 e h frá Stokkseyrarkirkju
Börn hinnar látnu.
Útför ""l1™
SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Hvarfi, Víðidal.
sem andaðist 1 1 október hefur farið fram
Þórdís Valdemarsdóttir, Kristján Steinsson,
Guðrún Valdemarsdóttir, Agnar Guðmundsson,
Ásgeir Valdemarsson, Jóna Marteinsdóttir,
Erlingur Valdemarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Útför
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
bónda
Vígholtsstöðum
Dalasýslu
er lézt 14 október, fer fram fra Hvammskirkju í Dölum, laugardaginn
23 október kl 14
Sigurborg Sigurbjörnsdóttir
börn og aðrir aðstandendur.
t Útför föður okkar og tengdaföður
MAGNUSAR PÉTURSSONAR
fyrrum kennara
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 23 október kl
1 0 30 árdegis
Sverrir H. Magnússon Erla Haraldsdóttir
Bragi H. Magnússon Gail Magnússon
Ingibjörg R. Magnúsdóttir
Bjarni V. Magnússon Stefaníu Þ. Árnadóttir
Ragnar M. Magnússon Þórunn Ingjaldsdóttir
Gunnar V. Magnússon Jóhanna Haraldsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát oq útför móður minnar, tengdamóður, ömu og systur,
CAMILLU FRIÐBORGAR KRISTJÁNSDÓTTUR
bókavarðar, Stykkishólmi
Gunnfríður Olafsdóttir,
Helgi Runólfsson.
börn og bræður hinnar látnu.
t
Innilegar þakkír fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
MÖRTU BJARNÞÓRSDÓTTUR JÓNSSON
Sigþrúður Friðriksdóttir Sturla Friðriksson
Arinbjörn Kolbeinsson Sigrún Laxdal
og barnabörn
Minning:
Þorsteinn Jónsson
/yrrcerandi kmipfélags-
stjóri, Reyðarfirði
Fæddur 20/7 1889.
Dáinn 13/10 1976.
„Allra daga kemur kvöld“
Þorsteinn í Hermes, eins og
hann var tíðast nefndur austur
hér, er látinn. Einn litríkasti per-
sónuleiki sinnar samtíðar á
Austurlandi, enda stundum í fjar-
lægð kallur „goðinn Austfirð-
inga“. Hann lézt 13. þ.m. í Lang-
legudeild Landspítalans í Reykja-
vík, en verður í dag borinn tíl
hinstu hvíldar i ættargrafreitnum
á Egilsstöðum.
Ég leit inn til hans fyrir tæpum
mánuði síðan og duldist þá ekki,
að óðum dró að leiðarlokum, svo
fannst mér hann hafa látið á sjá.
— Dauðinn, hinn ófrávíkjanlegi
förunautur þessa undarlega jarð-
lífs, kemur ekki alitaf sem óvinur,
heldur miklu frémur sem vinur,
er líkams- og sálarkraftar eru með
öllu þrotnir, eins og mér sýndist
þar. Samt sem áður setti mig
hljóðan og sár söknuður fyllti
huga minn, er útvarpið flutti
dánarfregn Þorsteins Jónssonar
og svo mun mörgum hafa farið,
því hann var með fádæmum vin-
margur austur hér, þó margt af
samferðafólkinu sé óneitanlega
horfið af sjónarsviðinu.
Margt kom vafalaust til um vin-
sældir Þorsteins, en ekki hvað sízt
hans góða hjartalag því það fór
ekki á milli mála, að þeir sem
þekktu hann bezt, mátu hann
mest og segir það meir en mörg
orð.
„Tilfinningin talar heit / talar
margt sem engin veit.“ Lífsstarf
sumra er þannig samansett, að
þeirra eigin tilfinningar eru ekki
alltaf augljósar.
Starf Þorsteins Jónssonar var
margþætt, á langri lifsleið og sem
oddamaður og það var hann
víðast, þar sem hann kom við
sögu, varð hann vitanlega oft á
tíðum að taka ákvarðanir, sem
ekki voru að allra skapi. En allt
um það, fundu menn, að hjartað
var hlýtt er undir sló.
Þorsteinn Jónsson var glæsi-
menni i sjón. Hár vexti og sómdi
sér vel. Léttur í spori og hinn
fyrirmannlegasti í fasi og fram-
göngu. Ræðinn og skemmtilegur,
ósvikinn húmoristi, hvort heldur
var í heimahúsum eða samkvæm-
um. Söngmaður ágætur og hafði
einstaklega gott lag á því að
„hefja gleði hátt á loft“ þar sem
hann var staddur á mannamótum
og þetto var i svo góðu samræmi
við sjálft mannlífið, að fyrir það
var hann aufúsugestur alls staðar,
enda tækifærisræður hans oft
bráð snjallar. Hann var höfðingi
heim að sækja og veitull í bezta
lagi — frjálsmannlegur i allri um-
gengni og lét þá óspart fjúka
gamanmál. Hann var ferðagarpur
mikill og náttúruskoðari. Átti
góða og trausta hesta, sem hann
ferðaðist á um fjöll og öræfi og
var þá hvorki vega né veður vand-
ur. Ég held honum hafi þótt
hressingin bezt að lenda í nokkru
slarki.
Eins og hér að framan er að
vikið, gegndi Þorsteinn mörgum
störfum um ævina og leysti þau af
hendi af mikilli röggsemi. En
kunnastur mun hann þó sem einn
af þeim öndvegismönnum
t
Jarðarför bróður okkar
BJARNA JÓHANNESSONAR
fer fram frá Þjóðkírkjunni í
Hafnarfirði, laugardaginn 23
október kl 10 30 Blóm afþökk-
uð
Guðmundur Jóhannesson
Sveinn Jóhannesson
íslenzku þjóðarinnar, sem gengu
samvinnustefnunni á hönd i ár-
roða þessarar aldar, í beinu fram-
haldi af sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar, en eru nú sem óðast að
hverfa af sjónarsviðinu, með
mikil og farsæl störf að baki, fyrir
land og lýð.
í bókinni íslenzkir samtíðar-
menn er Þorsteinn kynntur á
þessa leið: „Fæddur 20. júlí 1889
á Egilsstöðum á Völlum, S.-Múl.
— Foreldrar Jón Bergsson bóndi
þar og kona hans Margrét Péturs-
dóttir. Nám í Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri 1905—7 og í verzl-
unarskóla í Kaupmannahöfn
1909—10. Kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Héraðsbúa á Reyðarfirði
1917 til ársloka 1961. Áður starfs-
maður félagsins i nokkur ár. — 1
hreppsnefnd Reyðarfjarðar-
hrepps lengi og oddviti um árabil.
— i stjórn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga 1923—64. Formaður
Búnaðarfélags Reyðarfjarðar og
fulltrúi þess á aðalfundum
Búnaðarsambands Austurlands
um langt skeið."
Við Kaupfélag Héraðsbúa lágu
leiðir okkar Þorsteins fyrst saman
fyrir alvöru og er skemmst af því
samstarfi að segja, að því lengur
sem það varaði, því meir mat ég
hann og virti, þó okkur greindi
stundum á um einstök atriði, sem
þó fóru aldrei út fyrir hreinskilin
skoðanaskipti.
Það sem hér verður minnst á,
tengist því nær eingöngu kaup-
félaginu og starfi Þorsteins fyrir
það og viðskiptaheildina.
Eins og hér að framan greinir,
var Þorsteinn Jónsson kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Héraðs-
búa samfellt hálfan fimmta ára-
tug. Hann tók við því ungu og
eignalausu og án tiltrúar fjöldans,
þvi tilraunir þær sem áður höfðu
verið gerðar hér á sviði samvinnu-
mála höfðu mistekist.
Mörg fyrirtæki sem ekki fóru
illa á stað, „gengu fyrir björg
fram“ á þessum árum. En Kaup-
félag Héraðsbúa óx í höndum Þor-
steins á órólegu tímabili í stórt og
fjársterkt fyrirtæki, slungið
mörgum starfsgreinum, er allir
báru tiltrú til. — Auk þess sem
það var um áratugi eins konar
banki bændanna, á þessu við-
lenda svæði og lyftistöng hvers
konar menningarlegra og verk-
legra framfara á félagssvæðinu,
sem spannaði þá yfir 11 sveitar-
félög að Reyðarfirði meðtöldum.
Einn af mörgum erfiðleikum
Kaupfélags Héraðsbúa og
kannski ekki sá veigaminnsti var
að vera í senn neitenda og fram-
leiðslufélag og mætti margt um
það segja. Það hefur alls staðar
reynst þungt í vöfum og hér eng-
an veginn auðvelt, fyrst og fremst
vegna hinna dreifðu byggða og
samgönguerfiðleika fram eftir
öllu. — Tvimælalaust var þetta
meira framfara og velgengnis
timabil en nokkuð annað í sögu
þjóðarinnar, svona í heild. Það
valt þó á ýmsu í atvinnuvegunum
til lands og sjávar og árferði
breytilegt. Verzlunaróáran gekk
yfir oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar og i atvinnuvegi okkar
bændanna urðu erfiðleikarnir sízt
minni en við sjávarsíðuna og
margfallt örðugra að komast yfir
þá, sökum hins takmarkaða fjár-
magns, sem bændur höfðu yfir að
ráða og aðgang að. — Til viðbótar
þessum komu svo ýmsir fleiri
staðbundnir, svo sem yfirgengi-
legir óþurrkar 1950, harðindi og
fjárpestir, sem þjörmuðu svo að
fjölda bænda, að við hreina upp-
lausn lá. Bændur urðu ,nær
búlausir í heilum byggðarlógum
og þar af leiðandi innleggslausir.
— Þegar allt þetta er haft i huga,
gegnir það furðu að félagið skyldi
halda velli og eflast. Því það mun
mála sannast að það var Kaup-
félag Héraðsbúa og Þorsteinn
Jónsson persónulega með
dugnaði sinum og bjartsýni, þess-
um andlega krafti, sem hann var
svo ríkur af, sem bjargaði þessum
málum á úrslitastund.
Þorsteinn var I eðli sínu mikill
bóndi og ræktunarmaður, alinn
upp við stórbúskap, en þó skiln-
ingsrikur I garð þeirra sem minna
máttu sín og vildi efla þá til efna-
legrar velgengni, bæði með hvatn-
ingu og félagslegum stuðningi.
Metnaður hans fyrir þróttmikilli
bændastétt leyndi ekki á sér og
sízt vildi hann hlut austfirzkra
bænda minni en annarra.
Sökum þess hve verzlunarsvæði
Kaupélags Héraðsbúa er víðáttu-
mikið borið saman við fólksfjölda
og ólíka staðhætti, þótti hlýða að
dreifa uppbyggingu og fram-
kvæmdum þess á fleiri staði fólk-
inu til hagræðis og fjárhagslegs
stuðnings, svo sem á Reyðarfjörð,
Egilsstaði og Fossvelli. Það var
sjónarmið þeirra tíma. Þessu
fylgdi auðvitað meiri reksturs-
kostnaður og minni heildarreisn,
en efni stóðu þó til.
Þegar litið er yfir þessar línur,
gætu ókunnugir ef til vill haldið,
að á þessu timabili hefði litið
verið gert, af hálfu félagsins,
annað en berjast við harðindi og
fjárpestir. En þvi fór víðs fjarri,
ótrúlega mikið þokaðist áfram á
öllum þessum stöðum þrátt fyrir
„götu grjóti nokkru stráð." Og
hefði verið gaman og í rauninni
viðeigandi, að geta hins þelzta, en
. rúmsins vegna verður það. ekki
gert hér. Félagið stóð sig furðu
vel, svo ekki séu of sterk orð
notuð, komst aldrei i nein
greiðsluvandræði né vanskil. —
Þrautseigja bændanna, hæfni
Þorsteins og hamingja góðrar ætt-
ar forðaði því. — Ég held að megí
með fullum rétti segja, að Kaup-
félag Héraðsbúa hafi á hverjum
tíma, viljað styðja og styrkja, eftir
fremsta megni efnalega og menn-
ingarlega þróun á félagssvæðinu,
því varla hefur verið svo í meiri
háttar framkvæmd ráðist, að ekki
hafi verið leitað stuðnings K.H.B.
Þegar þróunarsaga Austurlands
verður skráð, mun hlutur Kaup-
félags Héraðsbúa og Þorsteins
Jónssonar verða ósmár. Það rýrir
ekki hlut Þorsteins Jónssonar, þó
stórvel hafi verið á málum haldið
síðan hann lét af störfum, með því
er í rauninni lífsstarf hans bezt
þakkað.
Sem aó líkum lætur var Þor-
steini margvislegur sómi sýndur á
langri og farsælli starfsævi.
Meðal annars var hann gerður
heiðursfélagi Kaupfélags Héraðs-
búa og sæmdur ritarakrossi
hinnar ísl. Fálkaorðu.
Þorsteinn kvæntist 12. ágúst
1916 Sigríði Þorvarðardóttur
læknis og alþingism. Kjerúlfs á
Ormastöðum i Fellum, N-Múl.,
hinni ágætustu konu. Heimili
þeirra var alla tið sannkallaður
friðarreitur og hið glæsilegasta.
Hún lézt árið 1973. Þau eignuðust
fjögur börn: Margrét húsfr.
Reykjavik, Þorvarður bæjarfógeti
og sýslum. Isafirði, Jón yfirlækn-
ir við Landspitalann í Reykjavík
og Þorgeir Iögreglustjóri á Kefla-
víkurflugvelli, einnig áttu þau tv.o
fóstursyni, þá Ölaf Bjarnason
skrifstofum. Reykjavík og Einar
Þorvarðarson verkfræðíng
Reyðarfirði.
Sú mynd, sem hér hefur verið
brugðið upp af hinum látna