Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 29 iðnkynningarvika á AKUREYRI — iðnkynningarvika á AKUREYRI — iðnkynninga „Kvenfólkið vill hafa skóna með útlenzkum nöfnum” Skóverksmidjan Idunn „SKÖGERÐ á tslandi á í mikl- um erfiðleikum og hefur svo verið um nokkuð langan aldur. Við erum eina verksmiðjan sem er eftirlifandi, en þó eigum við i mjög miklum erfiðleikum. Fyrirtækið er rekið með halla, og það er spursmál hversu lengi á að halda því áfram. Jú, við eigum i miklum erfiðleikum með að skrimta, og erum hrein- lega að því komnir að lognast út af“. Efnislega mælti Richard Þór- ólfsson eitthvað á þessa leið þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Akureyri fyrra fimmtu- dag. Aðspurður sagði Richard að skóframleiðslan væri miklu minni nú en verið hefði áður fyrr. Þó væri f ár um að ræða 10% framleiðsluaukningu frá því f fyrra, en samanborið við 1960 sagði Richard að fram- leiðslan í ár yrði ekki nema um helmingur þess sem þá var. Verðum að fylgjast með tfzk- unni — Astæðuna fyrir því að við lifum ennþá tel ég vera þá að við höfum ætíð lagt mikið kapp á að framleiða vandaða vöru og fylgjast vel með öllum nýjung- um í skótisku. í þessu sambandi verðum við að vera mikið á verði gagnvart erlendri skó- tfsku. Við sækjum mest í þessu sambandi til Norðurlandanna, Bretlands, Þýskalands, að ógleymdri Italfu, en Italir eru miklir frumherjar í skótfzku. Það má eiginlega segja að þeir ráði ferðinni í skótískunni f dag. — Praktísku skótízkuna sækjum við mikið til Norður- landanna og Bretlands. 1 þessu sambandi á ég við fótlaga skó. Það sem núna er númer eitt hjá ttalanum f spariskóm o.þ.h. eru támjóir skó, en enn sem komið er vilja þá Bretar og Norður- landabúar þá skó ekki, hvað svo Lögð sfðasta hönd á verkið. Texti og ljósm. r r Agúst Asgeirsson Richard Þórólfsson frkv.stj. sem sfðar verður. Ekki vilja Is- lendingar þessa skó heldur enn- þá. Þetta getur svo allt í einu snúið við, þvf það er einu sinni staðreynd að Italir ráða skótízk- unni afskaplega mikið. — Þjóðverjarnir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, og höfum við stælt þá nokkuð mikið hvað varðar sóla og lag. En fyrir utan þetta þá verðum við alltaf að vera vakandi fyrir því hvað Is- lendingar vilja helst í þessum þá vildi ég nú heldur vinna f skógerð. efnum, því við framleiðum nú einu sinni aðeins fyrir þá. Við eigum þar við ramman reip að draga að því leyti til að svo virðist sem margir, og þá sér- staklega kvenfólkið okkar, vilji helst hafa skóna með einhverj- um útlendum nöfnum. Þetta er nokkuð hvimleitt, því ég held ég megi fullyrða að kvenfólk fylgi miklu betur allri tízku og kaupi fleiri skópör á ári en karlmennirnir. — I þessari framleiðslugrein voru um 6—8 fyrirtæki fyrir nokkrum árum, en nú erum við einir eftirlifandi. Ég tel þetta því að þakka að við höfum reynt að fylgja tízkunni og framleiða góða vöru, eins og ég sagði áðan. Afkastagetan 500 pör — framleiða 200 A árinu 1970 flutti Iðunn i nýtt og fullkomið húsnæði á svæði verksmiðja SlS á Akur- eyri. I því sambandi voru vélar endurnýjaðar að miklu leyti og verksmiðjan skipulögð til að geta framleitt allt að 500 pör á dag. Eftir þessar endurbætur var verksmiðjan talin hafa framleiðsluaðstöðu til jafns við beztu erlendar verksmiðjur svipaðrar stærðar. — — Við framleiðum ekki nema um 200 pör á dag, þrátt fyrir þessar endurbætur. Okkur skortir hreinlega markað fyrir okkar vöru, og höfum þvf miður verið á niðurleið með árunum, þótt árið í ár verði betra en sfðasta ár. Til að við gætum framleitt 500 pör á dag þyrftum við stærri markað, eða alla vega stærri hlutdeild í íslenzka markaðinum, en ég áætla að við seljum um 10% af þeim skó- fatnaði sem Islendingar kaupa árlega. Nú og svo verðum við að Framhald á bls. 25 Landssamband sjálfstæöiskvenna og „Hvöt”, félag sjálfstæöis kvenna í Reykjavík efna til ráöstefnu laugardaginn 23. okt. 1976 í Átthagasal Hótel Sögu Umræðuefni: r Af engis- og fíkniefnamál Dagskrá: Kl. 9.30 Ráðstefnan sett. Framsöguerindi: Jóhannes Bergsveinsson, læknir, Erla Jónsdóttir, fulltr. í Sakadómi Reykjavíkur, Haukur Kristjánsson, læknir, Ásgeir Guðmundsson, skóla- stj., Séra Halldór Gröndal. Jóhannes Erla Haukur Ásgeir Halldór Kl. 12—13,30 Hádegisverðarhlé. Kl. 13.30 Pallborðsumræður með fyrirspurnum og þátttöku úr fundar- sal. Þátttakendur auk framsögumanna: Ásgeir Fiðjónsson, sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum. Halga Gröndal, húsmóðir, Jóhannes Proppé, fulltr., Ólafur Haukur Árnason, form. Áfengisvarnaráðs. Umræðustjórn: Elin Pálmadóttir, blaðamaður. Ásgeir Friðjónsson Helga Elin Jóhannes Proppé Ólafur Kl. 17 Ráðstefnunni slitið. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttaka tilkynnist i síma 82779 eða 82900 fyrir fimmtudagskvöld 21. okt. — Matur á sanngjörnu verði verður framreiddur um hádegið. Undirbúningsnefndin. Bílskúr óskast Rúmgóður bílskúr, helst í Hlíðunum eða nágrenni óskast nú þegar til leigu. Tilboð sendist blaðinu merkt Bílskúr — 2930 Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 16:00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ogábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstima þessa. Laugardaginn 23. október verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Gústaf B. Einarsson, varaborgarfulltrúi Davið Ellert Gústaf VIÐTALSTIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.