Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSIVIAL — ATHAFNALÍF. h Norsk Hydro hagn- ast af sölu olíu TEKJUR af olíu frá Ekofisk- olíulindunum norsku áttu mikinn þátt í auknum hagnaði Norsk Hydro í fyrra og bættu upp lélega afkomu annarra framleiðslu- greina fyrirtækisins, þar á meðal áls og áburðarframleiðslu. Olía var ekki nema 20% af sölu fyrirtækisins en samt sem áður kom rúmur þriðjungur af tekjum þess frá þeirri sölu og er búizt við, að olian eigi eftir að verða enn stærri tekjuliður hjá fyrirtækinu. Olíuframleiðslan í fyrra var 800.000 lestir, sem er 2.5 sinnum meira en árið áður og er búizt við að þessi framleiðsla aukist um 50% 1976—77. Þá er búizt við að sala á jarðgasi frá Frigg-svæðinu í Norðursjó verði á þar næsta ári stór tekjulið- ur Norsk Hydro. Markaður hefur batnað veru- lega fyrir alla framleiðsluþætti Norsk Hydro á þessu ári, að und- anteknum tilbúnum áburði. Eru uppi áform hjá fyrirtækinu um að auka álframleiðslu sína, en á henni var tap á síðasta ári. Ætlar fyrirtækið að stækka álverk- smiðju sína á Karmey í Noregi þannig að framleiðslugeta aukist um 75.000 lestir. Þá er uppi áætl- un um að byggja nýja álverk- smiðjju í grennd við áburðarverk- smiðju fyrirtækisins við Glom- fjörð, en sú bygging mun bfða þar til ný vatnsvirkjun verður tekin i notkun á svæðinu. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu, sem Johan Holte, forstjóri Norsk Hydro, héit i síðustu viku i London. Skýrði hann einnig frá því í ræðu sinni að viðræður stæðu yfir um hugsanlega oygg- ingu álverksmiðju á íslandi. Hagnaður Norsk Hydro að ógreiddum skatti var á síðasta ári 499 milljónir norskra króna. r t Dregur úr aukningu áleftirspurnar AÐ undanförnu hefur dregið nokkuð úr eftirspurn eftir áli, samkvæmt sfðustu tölum frá sam- tökum álframleiðenda. Aluminium Federation. A þriggja mánaða tfmabilinu jún' —ágúst voru afhentar 46.744 lest- ir af nýunnuáli miðað við 56.427 lestir næsta þriggja mánaða tíma- bil á undan og 36.416 lestir á tímabilinu júnf-ágúst í fyrra. Kinnig dró úr eftirspurn eftir endurunnu áli á tfmabilinu júnf- ágúst miðað við þriggja mánaða tfmabilið á undan. Þessi minnkun stafar að hluta af minni atvinnustarfsemi yfir sumarmánuðina en einnig er talið Ifklegt að eftirspurn sé að færast f eðlilegt horf eftir miklar enduruppbyggingar birgða fyrr á þessu ári. Sendingar á völsuðu áli eru þó enn fyrstu 8 mánuði ársins um það bil 18% meiri en þær voru á sama tfmahili f fyrra og á steyptu áli eru þær 15% meiri en f fyrra. Innflutningsgjöld af hráefni: Vörugjald óbreytt — tollar í endurskodun MIKIL óánægja er meðal forráða- manna ýmissa iðngreina með þau aðflutningsgjöld, sem iðnaðurinn þarf að greiða af mörgum aðföng- um sinum. Eins og kom fram hér á viðskiptasfðunni sl. sunnudag, er það ekki óalgengt, að málm- iðnaðurinn þurfi að greiða allt a 35% tolla auk 18% vörugjalds af hráefnum á meðan tollur af er- lendum samkeppnisvörum flutt- um inn tilbúnum er aðeins 2% og fellur alvég niður um áramót. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði hjá fjár- mála- og viðskiptaráðuneytinu er ekki búizt við þvf að vörugjaldið verði fellt niður enn um sinn. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skal það vera óbreytt til áramóta 77—78 og er það á valdi Alþingis hvort því verður breytt. Hvað tolla snertir þá er verið að endurskoða tollalöggjöfina en ný tollskrárlög eiga að taka gildi um næstu áramót. Samkvæmt upplýsingum Valgeirs Ársæls- sonar, í viðskiptaáðuneytinu, eru tollar í endurskoðun vegna frum- varpsins, sem væntanlega verður lagt fyrir Alþingi í næsta mánuði, en unnið hefur verið að þessari endurskOðun í tvo mánuði. Hann benti á að þegar hafa verið felldir niður tollar af bein- um hráefnum og vélum til iðn- aðar en oft væri erfitt að gera sér grein fyrir hvort innfluttar vörur ættu að teljast til hrávöru eða fjárfestingarvöru. Þá er aðeins greiddur hálfur söluskattur af beinum hráefnum. Iðnaðurinn fær núendurgreidd aðflutningsgjöld af hráefnum, en þar sem oft vill verða dráttur á þessari endurgreiðslu eiga fslenzk iðnfyrirtæki oft í erfiðleikum með að láta kostnaðaráætlanir standast. Auk þess skapa inn- flutníngsgjöldin erfiðleika við út- vegun fjármagns, til kaupa á inn- lendri framleiðslu þar sem þau geta upp undir tvöfaldað verð vörunnar. ÞAÐ er lítill vafi á þvf, að mörg- um almennum borgaranum er það umhugsunarefni hvernig bezt sé að koma fyrir fé, sem sparast hefur, án þess að það tapi verð- gildi sfnu en beri um leið nokk- urn ávöxt. Geysileg sala á spari- skfrteinum rfkissjóðs og happ- drættisskuldabréfum á undan- förnum árum sýnir að almenning- ur vill gjarnan fjárfesta en ef til vill einnig að hann er leitandi eftir fjárfestingartækifærum. Þar sem ætla má að mörgum sé ekki fullljóst hvaða f járfestingar- möguleikar eru fyrir hendi og hvaða ábata eða áhættu þeir geta haft f för með sér fékk Morgun- blaðið Gunnar Hálfdánarson, starfsmann verðbréfamarkaðs Fjárfestingafélags tslands, f lið með sér til að skýra helztu fjár- festingartækifæri, sem fyrir hendi eru og hugsanlegan ábata eða áhættu. Gert er ráð fyrir að fjárfestir hafi þegar fest kaup á fasteign eða bfl og þvf sé ekki um slfkar fjárfestingar að ræða. Við gerð skýringa sinna gerði Gunnar ráð fyrir að fjárfestirinn hefði nokkra upphæð til ráðstöfunar, t.d. eina milljón króna. Fara skýr- ingar hans hér á eftir: Ekki er hægt að gefa einhlitar leiðbeiningar um hvernig ráð- stafa eigi ákveðinni upphæð, þar Gunnar Hálfdánarson, starfsmaður Verðbréfamarkaðjins, og nokkur f járfestingartækifæri. Ljósm. Mbl. Kristinn Ölafsson. Hvernig á að fjárfesta? — Nokkur f járfestingartækifæri útskýrð sem er um að ræða samverkun margra þátta, svo eem hvaða fjár- festingar fjárfestirinn hefur gert áður, aldur hans og heilsa, hversu stórri fjölskyldu hann þarf að sjá fyrir, hvaða skatt hann þarf að greiða af viðbótartekjum slnum, til hve langs tíma festa má pen- ingana og hver afstaða fjárfestis- ins er til áhættu og fleira. Ég tel, að það sé hyggileg stefna hjá fjárfestum að láta ekki fram- tlð sína eða fjölskyldu sinnar hvíla á neinni einni tegund fjár- festingar, heldur eigi sérhver fjárfestir að velja saman fjárfest- ingar með tilliti til allra þeirra þátta, sem ég nefndi I upphafi. Ég mun telja upp nokkur atriði, sem ég tel hyggilegt að hafa í huga, þegar taka skal ákvörðun um ráðstöfun ákveðinnaf pen- ingaupphæðar. Upptalningin er þannig, að hafi fjárfestir íhugað lið 1 og ákveðið hvernig hann skuli vera, eigi að athuga lið 2, en ekki fyrr o.s.frv. Liðir 1 til 4 lúta að vernd, en liðir 5 til 6 lúta að mögulegum leiðum til fjárhagslegs ávinnings. Fjárfestar haldnir áhættufíkn leggja litla áherslu á liði 1 til 4, en þeir sem eru varkárari vilja gjarnan íhuga liði 1 til 4 vandlega áður en þeir leggja út f áhættu- samar f járfestingar. 1. Llftrygging fjárfestis og maka hans Dauðsfall getur átt sér stað, hvenær sem er, vegna slyss eða skyndilegs heilsubrests. Það væri I hæsta máta kaldhæðnislegt, ef allar fjárfestingar viðkomandi fjárfestis væru þannig, að von- laust væri fyrir þá, sem voru á framfæri hans, að losa fé í náinni framtíð til að mæta brýnustu út- gjöldum. Tryggingarupphæð gæti miðast við t.d. tekjur viðkomandi, stærð fjölskyldunnar, aldur barna og þarfir þeirra til framfærslu, aldur og heils.u þeirra, sem tryggja á. Áhrif á þessa tryggingu geta og haft hugsanleg hlunnindi frá vinnuveitanda, ef dauðsfall ætti sér stað. Trygging þessi er frá- dráttarbær til skatts. 2. Slysa- og sjúkratrygging Bætur þær, sem fást frá Trygg- ingastofnun ríkisins eru það lág- ar, að heppilegt kann að vera að fá sér þessa tryggingu hjá trygg- ingafélögunum, en þau bjóða m.a. tryggingu, sem gildir allan sólar- hringinn. Sömu atriði hafa áhrif á upphæð þessarar tryggingar og upphæð líftryggingarinnar, sem áður var nefnd. Trygging þessi er ekki frádráttarbær til skatts. 3. Lífeyrissjóður Lífeyrissjóðir tryggja mönnum eftirlaunagreiðslur á elliárunum og veita rétt til lántöku. Lífeyris- sjóðsgreiðslur eru frádráttarbær- ar til skatts. 4. Sparisjóðsbækur Fólk verður að hafa einhverja lausa peninga til að mæta óvænt- um neyðartilvikum, t.d. vegna slysa, veikinda, missis atvinnu o.s.frv. Gott er að hafa einhverja upphæð inni á sparisjóðsbók til öryggis, en þessa upphæð er hins vegar hægt að minnka talsvert, ef líf-, slysa- og sjúkratrygging er í lagi. í þessu sambandi getur verið varasamt að láta peninga slna I bundnar innlánsbækur, þar sem t.d. getur tekið 6 mánuði að leysa út úr. Einnig vil ég benda fólki á að vera ekki með meira en nemur máðaðarútgjöldum sínum inni á ávísanareikningi slnum, þar sem vextir hans eru mjög lágir, þ.e. 3%, en sparisjóðsbækur gefa þó 13% á ári. Það leiðir af sér óþarfa vaxtatap að vera með of miklar upphæðir inni á ávísanareikn- ingnum. 5. Verðbréf Þegar fjárfestir er búinn að ihuga vel liði 1 til 4 og á enn einhverja upphæð afgangs, er eðlilegt að álykta, að hann vilji fjárfesta I einhverju, sem gefur meiri arðsemi. Til að geta notið hennar verður hann að vilja og geta bundið peninga sfna til ákveðins langs tlma og/eða tekið á sig áhættu. Hér á Islandi er ekki um marga fjárfestingarvalkosti að" ræða. Þeir helstu eru verðtryggð spari- sklrteini Ríkissjóðs, happdrættis- bréf Ríkissjóðs, veðskuldabréf, innlán á vaxtaaukareikning hjá bönkum og hlutabréf. Aður en fjárfestar fara út I ein- hVerjar þessara fjárfestinga, er gott fyrir þá að hlýða sér yfir með tilliti til eftirfarandi atriða. a. Heildarmarkmið með fjárfestingunni Það er algengt að fólk leggi út I fjárfestingar með þeim orðum einum að það ætli sér að hagnast, en gerir sér um leið ekki ljóst, I hve langan tíma það geti bundið fé og hvaða áhættu það sé tilbúið að taka. Persónuleikaeinkenni viðkomandi fjárfestis ráða því, hversu mikla áhættu hann tekur. Fjárfestar ættu einungis að setja sér takmark, sem þeir hafa góðar líkur á að ná. Fjárfestar tapa oft stórfé á því að ætla sér að verða ríkir á skömmum tfma, og fara þvf út I mjög áhættusamar fjárfestingar. Betra er að setja markið lægra og hafa þá góðar líkur á að ná því, þ.e. á lengri tíma. b. Lengd fjárfestingartímans Þegar fjárfestar eru að íhuga til hve langs tlma þeir eigi að fjár- festa, er einkum tvennt, sem þeir verða að hafa I huga. 1. Hvenær á að nota féð I annað, t.d. að foreldrar, sem ætla að hjálpa barni slnu i dýru námi eftir 3 ár festa ekki fé sitt til 6 ára. 2. Áhættan er meiri eftir þvf, sem fjárfest er til lengri tfma, þar sem spár um framtíðina verða ætíð óöruggari því fleiri ár sem eru með I dæminu, m.ö.o. óvissan um framtíðina eykst. Þegar búið er að íhuga liði 1—3 og 4a—4c, er kominn tími til að íhuga fjárfestingar I fleiru en því, sem ég nefndi I upphafi. Verðtryggð spari- skírteini Ríkissjóðs Fjárfestar ættu ætlð að hafa hluta eigna sinna verndaðan gegn skyndilegri aukningu verðbólg- unnar. Spariskírteini Ríkissjóðs eru verðtryggð með vísitölu bygg- ingarkostnaðar. Þau veita góða vernd gegn verðbólgunni, en gefa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.