Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 31 tiltölulega litla ávöxtun umfram hana, þ.e. meðaltalsvextir þeirra eru 3l/t% til 6%. Vextir þeirra eru lægstir fyrstu 4—5 árin, en fara sihækkandi með árunum, sem á eftir að koma. Árgangar 1965—71 hafa reynst mjög eftirsóknarverðir, enda bera þeir hærri vexti en nýjustu bréf- in. Þessir árgangar eru því mjög auðseljanlegir. Ég tel að það sé sist óhagstæð- ara að fjárfesta i þessum bréfum heldur en I fasteign, sérstaklega ef fólk á fasteign nú þegar. Bréf þessi þarfnast ekki viðhalds, um- stangs eða annarrar umhirðu, sem fylgir fasteignum. Einnig þarf ekki að greiða nein gjöld af þeim, en þau geta að vísu verið skattskyld með sömu skilyrðum og sparifé. Enn einn kostur þess- ara bréfa er, að það er hægt að kaupa jafngildi fasteignar í „hlut- um“, jafnóðum og peningar eru fyrir hendi, en það er dæmigert fyrir fasteignakaup að inna þarf stórar upphæðir af hendi, sem kostað geta viðkomandi miklar áhyggjur og álag. Fasteign getur líka verið erfitt að selja með stutt- um fyrirvara, og ekki er hægt að selja hana í „hlutum“ eins og hægt væri að gera, ef peningarnir væru bundnir í spariskírteinum. Það má einnig hugsa sér þá að- ferð, að fólk, sem ætlar að kaupa sér fasteign 1 framtíðinni, festi fé sitt í spariskírteinum, uns það er komið með nóg fé á milli hand- anna. Það gæti jafnvel slegið lán til að fjármagna kaupin á spari- skírteinunum og látið síðan verð- bólguna hjálpa sér við að greiða niður lánin. Vaxtaaukainnlán Þau gefa 22% vexti. sem stend- ur standast þau ekki samanburð við eldri spariskírteinin. Bæði gefa þau af sér minna, og er féð, sem lagt er inn, fastar bundið. Happdrættisbréf Rfkissjóðs Happdrættisbréf Rikissjóðs eru verðtryggð með vísitölu fram- færslukostnaðar. Þau veita sæmi- lega vernd gegn verðbólgunni. Bréfin bera enga vexti, en gefa möguleika á happdrættisvinningi, sem eru óverðtryggðir. Ráðstafanir ríkisstjórnar, sem hafa áhrif á verðlag, geta svo og haft áhrif á verðtryggingu bréf- anna, ef þær eiga sér stað á svip- uðum tlma og innlausn bréfanna á sér stað. Bréf þessi standast ekki saman- burð við spariskírteinin, nema því að hægt sé að kaupa þau með afföllum. Veðskuldabréf Þegar fjárfestar hafa verð- tryggt hluta eigna sinna, er hyggi- legt að athuga, hvort hægt sé að njóta meiri arósemi en verð- tryggðu bréfin gefa. En hér kem- ur líka áhættan til sögunnar, en hún felst i: 1. Mögulegu greiðslufalli á vöxt- um og afborgunum svo og að sölu- verð eignarinnar, sem veðskulda- bréfið er tryggt með veði í, er lægra heldur en nægir til að greiða upp veðskuldabréfið. 2. Auknum kröfum markaðar- ins um raunvexti, eftir að fjár- festir hefur keypt veðskuldabréf. Bréfið lækkar þá í verði og við- komandi fjárfestir getur þurft að þola tap, ef hann hyggst selja veðskuldabréfið, áður en það er greitt upp. 3. Ef verðbólgan reynist síðar meiri en raunvextir bréfsins, sem keypt er. Veðskuldabréfin geta gefið af sér góða arðsemi á tímum lækk- andi verðbólgu, þar sem kröfur hins ófullkomna markaðar á Is- landi um raunvexti virðast breyt- ast miklu hægar en verðbólgan. Fjárfestar ættu hins vegar að ganga vel úr skugga um, að veð- skuldabréfin séu tryggð með veði i auðseljanlegri fasteign, t.d. irin- an við um 60% af brunabótamati fasteignarinnar, og að skuldari sé traustur. Ennfremur ættu fjár- Framhald á bls. 25 Tolvu- væding stór- verzlana - til hagsbóta fyrir verzlun og vidskiptavíni MARGIR hafa eflaust velt þvi fyrir sér hvað svartar rendur ásamt tölustöfum á umbúðum ýmissa innfluttra matvar a tákni. Hér er um að ræða letur sem tölva les úr en stórverzlanir i Banda- rikjunum og Evrópu eru nú I ríkum mæli að tölvuvæða af- greiðslu vióskiptavina sinna og lagereftirlit. Tölvuauga við kassann í kjörbúðum les úr rákunum verð vörunnar og teg- und og sendir inn i tölvumiðstöð upplýsingar um sölu. Þetta kerfi er talið hraða af- greiðslu í kjörbúðum um 30% !j* I! 0 if ti 2345 67890 Hættan á þvi að rangt verð sé slegið inn, eins og mannshendinni er hætt við minnkar og viðskipta- vinurinn fær kassakvittun með upplýsingum um vörutegundir, verð, afslátt, flöskur sem skilað er og annað sem hefur áhrif á þá upphæð sem greiða skal. Tölvukerfið hefur þvi marga kosti fyrir viðskiptavininn en kostirnir fyrir verzlunina eru ekki minni. Auk þess að minnka vinnuálag á starfsfólki við kassa auðveldar kerfið verulega lager- eftirlit og stýringu. Yfirsýn fæst yfir straum vara I gegnum verzlunina frá innkaupum, i gegnum lager og fram til sölu. Kerfið er byggt upp af litlum kassatölvum, sem eru tengdar tölvumiðstöð, sem geymir upplýsingar um allar vörur í verzluninni og safnar upplýsing- um um vörusölu.Tölvukerfi, sem IBM hefur komið á markað, IBM 3660 stórmarkaðskerfi getur rúmað 40.000 vörunúmer. Mið- stöðin sýnir svo hvenær þörf er á að panta vörur. Sé um verzlana- keðju að ræða með tölvukerfi í einstökum verzlunum, er hægt að yfirfæra upplýsingar frá verzlun- um til birgðastöðvar í gegnum síma, og tryggja þannig að nauð- synlegar vörur í nauðsynlegu magni verði til staðar á réttum tima. Súpurisar í málaferlum RISARNIR tveir á súpu- markaðnum, H.J. Heinz og Campell, eiga nú ( málaferlum, sem varða milljónir Bandarfkja- dala út af tilraunum til einokunar. Heinz hefur lagt fram ákæru á hendur Campell fyrir að hafa brotið bandarfsku iöggjöfina gegn einokun og hringamyndun- um og krefst 105 milljðna dala f skaðabætur. 1 ákærunni, sem lögð var fyrir alríkisrétt f Pennsyl- vanfu sakar Heinz Campell um að hafa reynt að koma á einokun á framleiðslu og sölu á'súpum f dósum. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar tíu ára BLAÐINU hefur borizt í hendur fréttabréf frá Sjálfstæðiskvenna- félagi Borgarfjarðar i tilefni af tiu ára afmæli félagsins, sem verður minnzt á hótelinu i Borgarnesi þann 24. okt. næstk. kl. 3 siðdegis í bréfinu segir ennfremur, að veður- far i Borgarfirði hafi verið með afbrigð- um gott í haust. Kartöfluspretta var vel í meðallagi. Byggingarframkvæmdir eru allnokkrar í héraðinu. Tvö félags- heimili eru í smíðum, annað i Hvítár- síðu og Hálsasveit og er smiði þess nokkuð langt komin. Hitt er að Varma- landi í Stafholtstungum og að þvi standa fjórir hreppar, Stafholtstunga, Hvitársiða. Norðurárdalshreppur og Þvefárhliðarhreppur Óvist er hvenær smíði þessari lýkur, en framkvæmdir hófust fyrir nokkrum árum Ennfremur segir i bréfinu að félagslif hafi verið gott í Borgarfirði undanfarin ár og nú fer vetrarstarfsemin að hefjast. Þá var mikið um iþróttaiðkanir s.l sumar Um heyfeng i héraðinu er það að segja að hey eru mikil og góð hjá mörgum bændum, sem hófu slátt snemma og sér í lagi hjá þeim, sem verkuðu vothey Hjá þeim, sem hófu fyrst sláttinn, var búið að heyja i ágúst Þó eru nokkrir bændur enn að heyja Laxaseiði voru sett i Hvitá (Norðlinga- flót) i sumar eins og undanfarin sumur. Kristjana Leifsdóttir, fréttaritari. OPNUMí DAG Eftir nokkurt hlé opnar nú LAUFIÐ, glæsilega versl- un í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna, sér- staklega okkar fyrri viðskipta- vini. Komið og skoðið kjólana, sem ykkur hefur dreymt um. Aldrei eins mikið úrval. JtJCD IÐNAÐARMANNAHÚSINU VIÐ HALLVEIGARSTÍG. Frönsku húsgögnin Fataskápar, skrifborð, svefnbekkir, hillueiningar, náttborS, kollar og kistlar. Vörumarkaðurinn hf. ] ÁRMÚLI 1 A MATVÖRUDEILD 86-111 — HÚSGAGNADEILD 86-112 HEIMILISTÆKJADEILD 81-680 VÖRUDEILD 86-113 SKRIFSTOFAN 86-114 VEFNAÐAR- „Káetustíl" nýkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.