Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 35 Einar Marel Erlends- son — Minning merkismanni, er að vlsu ófull- komin, en þó að ég hygg rétt, svo langt sem hún nær. Veit að fleiri munu verða til að auka drætti í hana. Það verður að vera afsökun mín, að ég hefi áður minnst frú Sigríðar og Þorsteins raunar líka á öðrum vettvangi. „Hafðu þökk fyrir allt“ segir Jónas Hallgrímsson I kvæði til vinar sfns. Ég vil taka þau mér 1 munn, er ég nú kveð Þorstein Jónson van minn hinztu kveðju og bið honum blessunar Guðs. Astvinum hans öllum vottum við hjónin einlæga samúð. Friðrik Jónsson Þorvaldsstöðum. Þann 13. október s.l. andaðist á Landspítalanum Þorsteinn Jóns- son fyrrv. kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég sem þessar línur rita var undir hans stjórn í 29 ár og kynnt- ist ég Þorsteini mæta vel. Hann var að sumu leyti mikill alvörumaður og fastur fyrir, en hann gat líka verið hrókur alls fagnaðar eins og árshátíðir Reyð- firðinga, þorrablótin sýndu bezt f áratugi. Ærið oft kom glettni hans vel fram, en Þorsteinn átti fleiri strengi, hann var ákaflega fróður maður, mjög vel lesin og alveg sérstaklega minnist ég þess, að svo var sem hann kynni islendingasögurnar eins og faðir- vorið. Þorsteinn var mikið glæsi- menni að vallarsýn, bæði karl- mannlegur og frfður maður, hann var sömuleiðis hörkuduglegur, enda var hann um áratugi fcr- ystumaður Reyðfirðinga og raun- ar Héraðsbúa í mörgum málum. Ég man eitt atriði, sem sannar bezt kjark og dug Þorsteins f starfi sínu sem kaupfélagsstjóri. Harðindavetur einn voru bænd- ur í mikilli hættu vegna fóður- skorts. Þá gerði Þorsteinn sér lít- ið fyrir og flaug til Reykjavíkur og sótti snjóbíl, þann fyrsta, sem til Austurlands kom, enda var það eina leiðin til þess að bjarga mál- unum. Hann var einn þeirra manna, sem aldrei gafst upp hvað sem á bjátaði. Þorsteinn var fæddur á Egils- stöðum 20. júli 1889. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Péturs- dóttir og Jón Bergsson kaup- félagsstjóri. Þorsteinn fer í gagn- fræðaskólann á Akureyri og stundar þar nám frá 1909—10. Hann hafði áður 1905—1907 verið við nám í Kaupmannahöfn. Hann var fyrst starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa, en 1917 varð hann kaupfélagsstjóri. Hann gerði kaupfélagið að stórveldi, undir hans stjórn var það eitt traustasta og sterkasta kaupfélag landsins. 1 stjórn Sambands fslenskra samvinnufélaga var hann frá 1923—1964. Hann gegndi fjölmörgum öðr- um trúnaðarstörfum, formaður Búnaðarfélags Reyðarfjarðar og fulltrúi þess á búnaðarþingum Austurlands um áratugi og odd- viti Reyðarfjarðarhrepps um fjölda ára, svo eitthvað sé nefnt. Hann var forystumaður Reyðfirð- inga á flestum sviðum og innilega þótti honum vænt um Reyðar- fjörð, þaóan vildi hann ekki fara, þar vildi hann lifa og deyja. En Þorsteinn stóð ekki einn I lffsbaráttunni. Hann átti sér við hlið mikilhæfa og góða konu, sem stóð eins og klettur úr hafinu við hlið mannsins síns. Sog alþingis- manns. Þau giftu sig 12. ágúst 1916. Gestrisni þeirra var mikil, en gestkvæmt var þar mjög, allttaf opið hús fyrir þá sem þurftu að hitta kaupfélagsstjórann og þeir voru margir. Heimilinu var stjórnað af hinum góða anda hús- móðurinnar og ekki spillti gaman- semi húsbóndans, af þeirra fundi fór margur ánægðari. Á efri árum sfnum fór Þorsteinn ríðandi hringinn í krangum landið. Þau eignuðust 4 börn, 3 syni og eina dóttur, öll eru þau hinir mætustu þjóðfélagþegnar. ■ Auk þess ólu þau upp Ólaf Bjarnason og sonarson sinn Éinar Þor- varðarson umdæmisverkfræðing. Börn þeirra hjóna eru: Þorvarð- ur Kjerúlf sýslumaður á ísafirði, kona hans er Magdalena Thorodd- sen; Jón yfirlæknir á Landspítal- anum, kona hans er Lovfsa Eiríks- dóttir frá Eskifirði; Þorgeir lögreglustjóri á Keflavfkurflug- velli ókvæntur; Margrét, hennar maður er Björn Ingvarsson yfir- borgardómari í Reykjavfk. Ólafur Bjarnason er kvæntur Bergljótu Guttormsdóttur frá Hallormsstað. Þess vil ég geta að sonarsonur þeirra Einar hugsaði ákaflega vel um þau hjónin, þeg- ar aldurinn færðist yfir og ekki síður um afa sinn, eftir að hann varð ekkjumaður og hafi hann þökk fyrir það. Þorstein kveð ég með söknuði og þökk, hann var höfðingi í lund og hans mun ég lengi minnast. Far þú f friði — Friður Guðs þig blessi — hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhann Þórólfsson. E.S. Þorsteinn verður jarðsettur í heimagrafreit á Egilsstöðum föstudaginn þann 22. okt. kl. 2 sfðdegis. I dag verður til moldar borinn hér á Egilsstöðum Þorsteinn Jóns- son fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. Hann var fæddur á Egilsstöðum á Völlum 20. júlí 1889, sonur hjónanna Jóns Bergs- sonar og Margrétar Pétursdóttur sem þar bjuggu vfðfrægu rausnarbúi. Þorsteinn stundaði nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri og síðan f verslunar- skóla í Kaupmannahöfn frá árun- um 1905—1910. Starfssaga Kaupfélags Héraðs- búa og ævisaga Þorsteins er sam- ofin. Hann byrjaði að vinna við kaupfélagið sem aðstoðarmaður föður sfns strax að námi Ioknu, en tók við kaupfélagsstjórastarfi af honum árið 1916 og gegndi því starfi í 45 ár til ársins 1961 og mun það einsdæmi hér á landi. Hann átti sæti í stjórn Sam- bands fsl. samvinnufélaga i 42 ár og var í hreppsnefnd Reyðar- fjarðarhrepps um langt árabil og oddviti hennar lengi. I stjórn Búnaðarsambands Austurlands var hann um langt skeið auk fjöl- margra annarra starfa er honum var trúað fyrir bæði heima og heiman. Þau rækti Þorsteinn með mikilli prýði, enda vel til foringja fallinn. Utlitið var glæsilegt, framkoman frjálsleg og lundin var létt. Góðlátleg kímni og auga fyrir skoplegum hlutum, samfara þvf að koma vel fyrir sig orði hjálpaði honum mikið í lffinu. Þetta er mikil guðsgjöf þeim mönnum sem mikið er lagt á og þurfa að hafa náin samskipti við ólíka menn, eins og mannlffið er. Ég kynntist Þorsteini fyrst sem fulltrúa frá stóru félagi á sam- eiginlegum fundum samvinnu- manna. Þar sópaði af honum f framkomu og í málflutningi. Seinna kynntist ég honum sem forvera mínum í starfi. Það sem ég undraðist mest þá var hve vel hann var heima í málefnum félagsins þótt hann væri þá hætt- ur störfum fyrir nokkru. Það voru ánægjulegar stundir þegar við settumst miður og lét- um allt flakka um menn og mál- efna Þá kynntist ég einni hlið á honum, sem kom mér á óvart. Menn eins og hann sem hafa verið að vinna brautriðjendastörf, þurfa oft að taka ákvarðanir sem öllum lfkar ekki og eignast þá f bili óvildarmenn. Éf talið barst að þessum mönn- um lagði hann aldrei allt til þeirra, og í þessum samtölum okkar lagði hann aldrei illt til nokkurs manns. Þetta kom mér á óvart, en það segir sfna sögu um mannkosti. Kaupfélag Héraðsbúa á Þor- steini Jónssyni mikið að þakka og hans ágætu konu frú Sigrfði Þor- varðardóttir Kjerúlf. Heimili þeirra f Hermes á Reyðarfirði verður lengi f minnum haft fyrir hlýjar móttökur og þann velvildar anda sem þar rfkti. Þaðan hefur margur komið út glaður og með ljúfar minningar um vinafund. t Hermes ólu þau upp fjögur börn sín sem öll eru á lifi. Sigríður lést árið 1973 og verður Þorsteinn jarðsettur við hlið hennar i Egilsstaðagrafreit. Kaupfélag Héraðsbúa þakkar þeim brautriðjendastarfið f upp- byggingu félagsins og ekkert mun gleðja Þorstein meira á nýju til- verustigi en að framgangur þess yrði sem mestur. Þar var hugur hans allt lffið. Börnum hans og systkinum og öðrum aðstandend- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Aðfararnótt 16, okt. andaðist að heimili sfnu, Kleppsvegi 20 hér f bæ, Jón Kristinn Olafsson, 73 ára að aldri. Jón Kristinn var fæddur í Hval- látrum á Breiðafirði 21. febrúar 1903, sonur Ölafs Aðalsteins Bergsveinssonar bónda þar og konu hans Ölínu Jóhönnu Jóns- dóttur. Jón Kristinn ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt átta systkin- um og fimm fóstursystkinum allt til 21 ára aldurs, er hann hleypti heimdraganum og réðst til náms á bændaskólanum á Hvanneyri, en þaðan lauk hann prófi vorið 1925, tuttugu og tveggja ára að aldri. Næsta ár dvaldist Jón Kristinn á heimili foreldra sinn í Hvallátr- um, en vorið 1926 réðst hann sem ráðsmaður til presthjónanna á Stað I Súgandafirði, þeirra séra Halldórs Kolbeins og systur sinn- ar, Láru Kolbeins, og dvaldist hannn með þeim fram til ársins 1933. A Stað kynntist Jón Kristinn eftirlifandi konu sinni Vigdfsi Þjóðbjarnardóttur ættaðri frá Neðra-Skarði í Borgarfirði. Þau gengu í hjónaband 12. sept. 1931 og á Stað fæddist þeirra fyrsta barn, Ólafur, nú tollvörður í Reykjavfk. Vorið 1933 flytjast þau hjónin í Hvallátur og dveljast þar það ár en vorið eftir losnar Svfnanes f Múlasveit úr ábúð og flytjast þau ungu hjónin þá þangað og búa þar næstu tvö ár, eða til vors 1936 er þau fluttu að Reykhólum f Reyk- hólasveit og bjuggu þau þar til næsta vors. Þaðan flytja þau að Grund þar sem þau reistu sér nýbýli. Grund er gömul hjáleiga frá Reykhólum en hafði þá verið f eyði f áraraðir. A Grund bjuggu þau svo samfleytt f 19 ár. Aratug- urinn milli 1930 og -40 varð mörg- um búendum þungur f skauti og þá ekki sfst frumbýlingum, enda sannkölluð kreppuár. Á Grund farnaðist þeim hjónum vel þó engri væri auðsæld að fagna og jörðin fremur kostarýr, en við þann stað tóku þau hjónin ást- fóstri, enda voru þau vió hann kennd æ sfðan. Þeim Jóni Kristni og Vigdfsi varð fjögurra barna auðið og i engu held ég að ofmælt sé þó að ég segi að þau hafi átt barnaláni að fagna. Börn þeirra eru: Ólafur svo sem áður er getið, kvæntur Sigrúnu Bjarnadóttur, Indriði stýrimaður, kvæntur Guðrúnu Marteinsdótt- ur, Lárus, vinnur við landbúnað- ardeild Uppsalaháskóla, kvæntur F, 18,aprfl 1904. D.13.okt. 1976. Foreldrar hans voru þau hjónin Halldóra Jónsdóttir frá Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi og Er- Berit Jónsson, sænskri konu, og eru þau búsett f Svfþjóð, og Dröfn, gift Hrafnkeli Kárasyni vélfræðingi, sem vinnur hjá raf- veitum Austurlands og eru þau búsett á Egilsstöðum. Barnabörn eiga þau Vigdís og Jón tfu. Þetta, sem hér hefur verið rak- ið, er aðeins stutt saga, einskonar annáll langrar en giftudrjúgrar ævi góðs manns. Manns sem aldrei mundi hafa borið afrek sfn á torg. Ég held að ég hafi best kynnst Jóni Kristni, er ég ungl- ingur að árum lenti með honum á sjó f hættuveðri á litlum opnum seglbát. Hann var formaðurinn og sat við stjórn. Mér stendur enn fyrir sjónum, eins og það hefði gerst í gær, sú ró og æðruleysi, sem eins og geislaði frá honum, enda fataðist honum hvergi stjórnin, né heldur ákvarðana- taka og án allra áfalla leiddi hann okkur að landi. Ég held að það sé enmitt á slfkum stundum sem þessari, sem manni lærist að meta og skilja samferðamennina. í raun skal manninn reyna stendur víst einhvers staðar. öll seinni kynni mfn af honum hafa treyst þessa reynslu mfna. Jón Kristinn var að mfnu mati maður sannorður, heiðarlegur og hið mesta prúðmenni. 1 fám orð- um sagt hann var góður drengur. Vinfastur og trygglyndur. Hann var enginn veafiskati. Árið 1956 bregða þau Jón og Vigdfs búi og flytjast til Reykja- víkur og þar stundaði Jón Krist- inn lengst af byggingarvinnu, meðan heilsan éntist, eða þar til fyrir þremur árum. Hann kom oft á heimili mitt hin sfðustu ár mér og mfnum æ til hinnar mestu ánægju. Hann var vel lesinn, hafði stálminni og kunni vel að segja frá. Mig varði það síst, er ég fáum dögum fyrir andlát hans mætti honum glöðum og reifum að það yrðu okkar sfð- ustu samfundir í þessu lífi. En örlög ráða og við engan er að sakast. Góður drengur er geng- inn. Sárast er vegið að eiginkonu hans, börnum, tengda- og barna- börnum. En björt minning lifir um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Megi það verða þeim huggun i harmi, ásamt trú og von um endurfundi. Ég veit að ég mæli fyrir munn systkina hans og minna og fjöl- skyldna okkar, er ég þakka hon- um vináttu, tryggð og samfylgd alla. Vertu sæll bróðir og vinur. Við væntum endurfunda á land- inu, sem við trúum og vonum að bíði bak við gröf og dauða. Og þá er gott til þess að hugsa, „að þar bfða vinir í varpa, sem von er á gesti". 1 guðsfriði. Theodór Danfelsson. lendur Eyjólfsson frá Snorrastöð- um f Laugardal. Einar fæddist að Bollagörðum á Seltjarnarnesi og var elsta barn þeirra. Hin eru þau Jónfna, Aðalheiður og Anna, sem allar eru búsettar I Reykjavfk og Loftur, sem lést 13. nóv. 1974. Einar var snemma tápmikill og liðu æskuár við leik og störf, frammi á Nesinu og sfðah á Laugavega 66. bar sem fjölskyld- an bjó f 36 ár. Ungur hóf hann vörubflaakstur hjá Reykjavfkur- borg. Sfðar vann hann á eigin bfl hjá vörubílastöðinni Þrótti um langt árabil. Einar kvæntist aldrei, en lætur eftir sig tvö börn; Gfsla Valentínus búsettan f Reykjavík og Sigrúnu Ellen, sem býr á Stokkseyri. Frændi eins og ég kallaði hann frá fyrstu tfð, var hávaxinn hvat- legur maður, sem hafði jafnan létta kímni tiltæka. Þegar ég lftil stúlka var með frænda, heyrði ég hann oft minnast á lax. Með árun- um komst ég að raun um, að lax er einhver skemmtilegasti fiskur, sem veiðimenn glfma við. Frændi stundaði laxveiðar sér til ánægju og ferðaðist vfða. í Laxá f Dölum fór hann mörg sumur og hef ég heyrt, að hann hafi þekkt ána eins vel og þeir, sem ólust upp á bökk- um hennar. Fyrir fáum árum varð frændi að hætta akstri vegna veikinda og hófst þar með nýr þáttur i lífi hans, sem hann leysti vel af hendi, þvf kjarkinn og viljaþrekið hafði hann eftir sem áður. Eitt sinn er ég kom til hans, lagði bökunarilm úr eldhúsinu. Var hann frændi minn nú að baka. „Ja, nú er það laglegt lagsmaður. Þú verður að smakka á þessu,“ sagði hann. Reyndist þetta úrvals brauð. Við kveðjustund leitar margt á hugann, þó er áleitin sú minning, þegar lítil stúlka stóð hjá frænda á Laugaveginum og horfði á hann raka sig fyrir framan spegilinn. Þennan skrýtna hlut, sem sýndi allt hið ytra, en duldi það merk- asta. Því innri maður þinn er mér fullorðinni konu enn kærari minning en spegilmyndin var barninu forðum. Með þessum orðum kveð ég elskulegan frænda með vissu um, að Guð veitir látnum ró og hinum likn, sem lifa. Kristfn Garðarsdóttir. t Utför föður og tengdaföður okkar EINARS M. ERLENDSSONAR, bifreiðastjóra, Kóngsbakka 12. fer fram frá Fossvogskirkju i dag föstudaginn 22 október kl 1 5 Sigrún E. Einarsdóttir Einar Þórólfsson Edda I. Eggertsdóttir. Gísli V. Einarsson. Þorsteinn Sveinsson. Jón Kristinn Ólafsson—Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.