Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Árii Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR OG VEIÐISÓKN Gildi rannsóknastarfa, sem byggjast á vísinda- legum grunni, hefur komið glögglega í Ijós a undanförnum áratugum Flest þjóðfélög, sem lengst hafa náð í velmegun og traustleika atvinnu- og efna- hagsmála, hafa varið veruleg- um fjármi'oum til alhliða rarannsóknastarfa Þetta hefur verið gert i Ijósi þeirrar reynslu, að kostnaður við vísindalegar rannsóknir hefur skilað sér rif- lega i viðkomandi þjóðarbú Þekking á þeim auðlindum, sem afkoma okkar byggist á, vinnslumöguleikum og mark- aðsstaðreyndum, er beinlinis forsenda skynsamlegrar ákvörðunartöku og framtiðarör- yggis. Ef til vill á engin þjóð jafn mikið undir vísindalegum rannsóknum og við Islending- ar Nefna má rannsóknirá nátt- úru landsins, bæði með tilliti til nýtingar tiltækra auðlinda, gróður moldar, jarðvarma og fallvatna — og athuganir á eðlí, orsökum og afleiðingum jarð- hræringa, eldgosa og snjó- flóða Ftannsóknir á auðlindum sjávar, veiðiþoli fiskstofna og öllu því, er að viðkomu þeirra lýtur, skipta okkur ekki síður máli Á þessum tveimur svið- um, sem hér hafa verið nefnd, jarðfræði hvers konar og fiski- fræði, eigum við sérhæfðum mönnum á að skipa, sem tvi- mælalaust eru á heimsmæli- kvarða, ef nota má það orð Nefna mætti fjölmörg dæmi um hreina arðsemi starfs þeirra, þó hér verði látið nægja að minna á verndun og vöxt sildarstofnsins og margþættan árangur í orkuöflun Morgunblaðið hefur margoft áréttað nauðsyn aðhalds i ríkis- útgjöldum við ríkjandi aðstæð- ur i efnahagsmálum þjóðarinn- ar, en jafnframt mmnt á þá staðreynd, að engin þróuð þjóð ver jafn litlum hluta af þjóðar- tekjum sínum í rannsóknastörf og við í þessu efni hefur ekki verið hyggilega að málum staðið, þó rétt sé að viður- kenna, að núverandi ríkisstjórn hefur sýnt þessum málum auk ínn skilning og stuðning, bæði varðandi fiskirannsóknir og orkuoflun Niðurstöður fiskifræðilegra rannsókna hafa mjög sett svip sinn á þróun mála hér á landi Þær vóru meginröksemdir og forsendur útfærslu fiskveiði- landhelginnar, ákvarðanatöku um friðunarsvæði, reglugerðar- ákvæða um veiðarfæri, rann- sókna á fiskstofnum, sem van- nýttir hafa verið, tilraunaveiða og tilraunavinnslu. Engu að siður þykir sumum sem ekki hafi nægilega verið gengið fram í því að takmarka veiði- sókn okkar, einkum í þorsk- stofninn Ákvarðanir um veiðisókn hljóta að grundvallast á tveim- ur meginforsendum: fiskifræði- legum og efnahagslegum Ekki þótti fært að takmarka veiði- sókn okkar frekar en gert hefur verið sökum þess, að frekari takmarkanir hefðu ekki sam- ræmzt efnahagslegum aðstæð- um þjóðarinnar í dag og jafnvel stuðlað að atvinnuleysi í sjávar- plássum landsins Þá hefur og verið haft í huga, að veiðisam.i ingar við Breta renna út 1 desember nk , og þá muni verulega hægt að draga úr heildarsókn í þorskstofninn, sem þeir hafa aðallega sótt í. Veiðar V-Þjóðverja beinast einkum að ufsa og karfa og veiðiheimildir Norðmanna og Belga eru óverulegar Auk Breta eru það einkum Færey- ingar, sem sækja í þorskstofn- inn. Þeir eiga jafnvel enn meira undir fiskveiðum en við og hafa notið sérstöðu í takmörkuðum veiðiheimildum annarra þjóða á Islandsmiðum Þegar mál eru skoðuð frá öllum hliðum er Ijósara en ella, að stefna sú, sem mörkuð hef- ur verið um veiðisókn íslend- inga a þessu ári, gat naumast orðið með öðrum hætti en verið hefur. í þessu efni er eftirtekt- arvert að helztur talsmaður stjórnarandstöðunnar á þingi i fiskveiði- og landhelgismálum, Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hefur lýst samþykki sínu við mótaða stefnu um íslenzka veiðisókn. Hann sagði á Alþingi í fyrra- dag, efnislega að sjávarútvegs- ráðherra og rikisstjórn hefðu ekki getað gengið lengra en gert var til að draga úr veiði- sókn íslenzka fiskiskipaflotans Hann bætti þvi við, að þær ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið til veiðitakmarkana, hefðu verið verulegar, og að hvorki hefði verið rétt né auð- velt að ganga lengra Þannig hefur talsmaður stærsta stjórn- arandstöðuflokksins tjáð sig fylgjandi gjörðum núverandi sjávarútvegsráðherra í þessu efni Það út af fyrir sig segir sina sögu, sem óþarfi er að tíunda frekar Þessi samstaða stjórnar og stjórnarandstöðu dregur hins vegar ekki úr gildi fiskifræðilegra niðurstaðna Þær eru eftir sem áður fyrir hendi, jafnógnvekjaridi og áð- ur Þær eru og rauði þráðurinn i stjórnunaraðgerðum á þess- um vettvangi, þó að ekið hafi verið hægar eftir ójöfnum efna- hagsvegi þjóðarinnar en gert hefði verið, ef vegurinn hefði leyft meiri hraða r Eyjólfur Konrád Jónsson alþir Vegna hmnar miklu og að sumu leyti villandi umræðu. sem orðið hefur um málefm Slátursamlags Skagfirðinga mun ég hér á eftir rekja i eins fáum orðum og unnt er gang mála f h stjórnar félagsins Liklega gefa tvö bréf. sem send voru forsætisráðherra. landbúnaðarráð- herra, dómsmálaráðherra. yfirdýra- lækm og héraðsdýralækm 4 þ m bezta mnsýn i aðdraganda mála, og birtast þau þvi hér á eftir ,,Haustið 1 973 tók fyrst að brydda á alvarlegri tregðu við að veita Slátursamlagi Skagfirðinga leyfi til sauðfjárslátrunar Leyfið var þó veitt um siðir, enda bárust áskoranir þorra bænda i héraðinu þess efnis ráðu- neytinu. En haustið 1974 var neitað um leyfi til sauðfjárslátrunar á þeim forsendum, að sláturhús félagsins uppfyllti ekki heilbrigðisreglur, og á sama veg fór á s.l. hausti. Hinsv^gar var slátrun stórgripa heimiluð bæði haustin Þegar hér var komið, eða nánar tiltekið 30. okt. 1974 ritaði stjórn Slátursamlagsins Kaupfélagi Skag- firðinga bréf þar sem boðið var upp á samvinnu um slátrun i einhverju formi t.d. þannig að Kaupfélag Skag- firðinga tæki að sér slátrun sauðfjár fyrir SS, en hús þess yrði hagnýtt til slátrunar stórgripa. Þessu tilboði svaraði K.S afdráttarlaust neitandi vorið 1 975, sbr. fylgiskjal 1. Tók þá stjórn SS að vinna að undirbúningi þess að lagfæra slátur- húsið þannig að það uppfyllti allar kröfur um aðbúnað og hreinlæti og skylt væri að veita leyfi til slátrunar sbr. 14 gr. 1. 101/1966, þar sem segir: ,,Leyfi til slátrunar skal veita öll- um félögum og einstaklingum, sem slátrunarleyfi höfðu haustið 1965, svo og þeim, sem eignazt hafa sláturhús þessara aðila og tekið við rekstri þeirra." Fullt samráð var að sjálfsögðu haft við yfirdýralækni, sbr. fskj. 2, enda benti hann á arkitektinn, sem verkið annaðist. Þá höfðu forsvarsmenn fyrirtækisins margsinnis samráð við Stein Þ. Steinsson héraðsdýra- lækni, og voru allar ábendingar og athugasemdir dýralæknanna teknar til greina, enda urðu teikningarnar þrjár talsins og hin síðasta ekki ein- ungis samþykkt af yfirdýralækni, heldur beinlinis gerð eftir hans tillög- um. Sveinbirni Dagfinnssyni ráðu- neytisstjóra var jafnharðan greint frá gangi mála, enda skipta samtöl við hann um mál þetta tugum, ef ekki hundruðum og skýrt skal tekið fram, að viðskiptin við hann hafa í einu og öllu verið ánægjuleg. Með hliðsjón af framanrituðu er furðulegt að yfirdýralæknir skuli I bréfi dags 21. sept. s.l. levfa sér að segja: „Erfitt er að átta sig á hvers vegna hafnar eru kostnaðarsamar breyting ar á þessu húsi án þess að fyrir liggi samþykktar teikningar eins og lög mæla fyrir um." Vonandi er þó að ekki þurfi til þess að koma að dómsrannsókn skeri úr um það, hvað hér sé á ferðinni. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir kom í gær til Sauðárkróks og ,,tók húsið út" Skilst forsvarsmönnum Slátur samlagsins, að hann muni láta af andstöðu gegn því að húsið verði löggilt, þannig að nú megi vænta sláturleyfisins. Þess vegna verður málið ekki rakið frekar að þessu sinni, þótt af nægu sé að taka. Nauðsynlegt er þó að taka fram, að fyrra laugardag fórum við Ólafur Sigurðsson, arkitekt, að Keldum og náðum yfirdýral óvörum, en hann stundar þann leik að láta ekki ná til sin. Þar taldi hann upp nokkur atriði, sem gera þyrfti. Ég spurði hann, hvort þetta væri tæmandi talið og svaraði hann þvi afdráttarlaust ját- andi. Allt, sem hann fór fram á hefur nú verið uppfyllt. Virðingarfyllst, f.h. Slátursamlags Skagfirðinga Ey. Kon. Jónsson. Greinargerð v/Slátursamlags Skagfirðinga Sauðárkróki Að áliðnu sumri 1975 var ég beð- inn um að gera tillögu að endurbót- um á sláturhúsi Slátursamlags Skag- firðinga, Sauðárkróki. Þessi beiðni var tilkomin vegna ábendingar Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis. Hann hafði tjáð forsvarsmönnum slátur- samlagsins að ég væri eini aðilinn, utan starfsmanna SIS, sem hefði fengist við byggingar sláturhúsa að einhverju ráði. V_________________________________________ Áður en ég tók verkið að mér ræddi ég við yfirdýralækni um málið og studdi hann beiðni slátursamlags- manna mjög. Um miðjan ágúst 1975 skoðaði ég síðan sláturhúsið, lýsti ástandi þess, teiknaði upp tillögu að endurbótum og lýsti þeim. Þessar tillögur voru skoðaðar bæði af heimamönnum og yf irdýralækni og var óskað eftir nokkrum breytingum. Þar sem ekki varð úr framkvæmd- um þetta haust, dróst frekari teikni- vinna fram í febrúar 1976. Þá er gerð teikning með umbeðnum breyt- ingum (teikn. nr. 2). Þessi teikning fer til umsagnar og skoðunar sömu aðila og áður. Heimamenn gerðu engar athugasemdir, en athuga- semdir yfirdýralæknis berast í bréfi til Landbúnaðarráðuneytisins dags. 18 júni 1976. Strax og þessar athugasemdir ber- ast er gerð ný teikning (teikn. nr. 3) þar sem reynt er að uppfylla allar óskir yfirdýralæknis Þessi teikning er send sömu leið og fyrri teikningar. Engar athugasemdir bárust við þessa teikningu fyrr en 25. sept. sl. þegar ég talaði siðast við yfirdýra- lækni. Gerði hann þá fjórar óveruleg ar athugasemdir, sem auðvelt var að lagfæra i snatri og eina sem erfitt var að framkvæma á skömmum tima, en hefur þó tekist. Þessi sið- búna krafa var um að sett yrði upp s.k. bakkaborð, með tilheyrandi, við innanúrtöku. Nú hefur öllum athugasemdum, sem kunnar eru, verið fullnægt og ætti því ekkert að vera til fyrirstöðu um sláturleyfi. Ólafur Sigurðsson Meðfylgjandi: teikningar nr. 1,2 og 3 afrit af athugun dags. 22.8 1 975 Fjör f ærist í leikinn Þegar við Ólafur Sigurðsson arki- tekt kvöddum yfirdýralækni að Keld- um skömmu fyrir hádegi laugardaginn 25 september eftir ánægjulegar við- ræður. þar sem þeir kunnáttumennirn- ir höfðu farið rækilega yfir fjölmarga liði, vorum við sannfærðir um, að nú yrði mælt með löggildingu hússins, ef tækist að uppfylla öll fimm skilyrði yfirdýralæknis, en vissum ekki hvort unnt yrði að fá „bakkaborðið" smíðað svo timanlega, að slátrun gæti nokkru numið, en miðað hafði verið vi5 að slátra 8 þús fjár Var nú tekið til óspilltra málanna, og með ærnum til- kostnaði tókst að koma borðinu i húsið viku síðar, eða aðfararnótt sunnudags- ins 3 þ.m og setja það upp þann dag Þá hafði öllum athugasemdum yfir- dýralæknis verið fullnægt, og hefði því mátt ætla, að meðmæli með löggild- ingu fengist greiðlega En enginn treysti því þó, þegar hér var komið, þvi að margt hafði gerzt heldur óhugn- anlegt, en hér verður þó aðeins rakið það, sem skjalfest er eða á vitorði margra Eftirfarandi skeyti sendi ég yfirdýra- lækni þriðjudaginn 28 september, þvi að mér tókst ekki venju fremur að ná símasambandi við hann (Þó skal tekið fram, að elskuleg símastúlka kom margsinnis boðum til hans, en án árangurs): 28 9 1976 Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir Keldum, Reykjavík í framhaldi af viðræðum okkar Ól- afs Sigurðssonar, arkitekts, við yður s.l. laugardag leyfi ég mér hér með að skýra yður frá þvi f.h. Slátursaml. Skagfirðinga að tekizt hefur að út- vega öll þau tæki og áhöld, sem þér annars vegar og héraðsdýralæknir hins vegar hafið óskað, að i slátur húsinu verði og er unnið að uppsetn- ingu. Síðasti hluturinn, borðið, sem smiða þurfti, verður settur upp um næstu helgi. Stjórn Samlagsins óskar að fá leyfi til slátrunar hið allra bráðasta, helzt frá n.k. fimmtudegi að þvi áskildu að lagfæringum verði lokið n.k. sunnu- dag en i öllu falli að slátrun verði unnt að hefja n.k. mánudagsmorgun. Með kærri kveðju, Eyjólfur Konráð Jónsson Lögmenn E.K. Jónsson o.fl. Vesturgötu 1 7, R. 11164 Dýralæknir týndur Þegar mér tekst enn ekki næsta dag. miðvikudaginn 29 sept . að ná sam- bandi við yfirdýralækni á starfsstöð hans og engar upplýsingar þar að fá um dvalarstað hans, spyrst ég fyrir um hann á heimili hans og fæ þar þær einu upplýsingar, að hann sé utanbæj- ar og ekki vitað til að hann muni fara norður. Hef ég þá samband við Stein Steinsson, héraðsdýralækni, um há- degisbilið og tjáir hann mér, að yfir- dýralæknir muni koma á Sauðárkrók næsta dag, að mér skildist m.a. til að „taka út" hús Slátursamlagsins. Sömu upplýsingar fékk einn stjórnarmanna SS, sbr útdrátt úr gerðabók SS Þenn- an miðvikudag flaug ég norður, og vorum v.ð nú bjartsýnir á að fá a m k að sjá framan i embættismanninn Hann kom síðan um miðjan dag, fimmtudaginn 30. sept. og renndi sér beint í sláturhús kaupfélagsins, eins og „lög' gera ráð fyrir. Beið ég, ásamt stjórnarmönnum SS á þriðja klukku- tíma í litla húsinu þar til tveir þeirra röltu yfir i stóra sláturhúsið til að afla frétta, en var meinað allt samband við dýralækna Hringdi ég þá í sláturhús K S og bað fyrir skilaboð til yfirdýra- læknis að hringja til mín, þar sem við hefðum beðið hans lengi dags Skömmu fyrir kl 7 upplýsti síma- stúlkan i K S -húsinu, að yfirdýralækn- ir hefði fengið boðin frá mér, en sagt, að hann talaði ekkert við mig. Var hann þá fyrir skömmu farinn út i fylgd kaupfélagsstjórans Um kl. 7 hringdi ég heim til kaupfélagsstjórans, sem svaraði Ég kynnti mig og bað um að fá að tala við yfirdýralækni, sem ég þá vissi að þar var staddur „Hann er að borða var svarið, — e1<kert meir, en hvor skildi annan, enda alllöng þögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.