Morgunblaðið - 24.10.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976
3
Framkvæmdir í Kópa-
vogsgjá tengdar hrað-
braut um Garðabæ
VEGNA samþykktar fundarins
f Garðabæ sneri Mbl. sér til
Björgvins Sæmundssonar
bæjarstjóra ( Kópavogi til að
fræðast um tengsl mann-
virkjanna þar og hraðbrautar
um Garðabæ.
— Jú, ég held að hraðbraut
um Garðabæ sé ábyggilega
framhald af þeim framkvæmd-
um sem hafa átt sér stað f Kópa-
vogi. Ég þori þó ekki beint að
fullyrða hvort i sjálfu sér séu
til einhverjar samþykktir þar
að lútandi. Þó er það hald mitt
að gert hafi verið ráð fyrir að
svo væri. Það er allavega ljóst
að vegur af þeirri stærð sem
um gjarnar hér liggur verður
að minnsta kosti að ná til
Hafnarfjarðar, burtséð frá því
hvort eða hvenær Reykjanes-
brautin kemur. Sá vegur
verður að vera a.m.k. 4 ak-
reinar, en það er svo annað mál
hvort kalla skuli þann veg hrað-
braut eða .ekki. Ég held nú að
menn kalli Hringbrautina yfir-
leitt ekki hraðbraut þótt 4 ak-
reinar séu.
— Ég hef ekki trú á því að
umferð um Hafnarfjarðar-
veginn minnki þótt Reykjanes-
brautin komi. Þá ber að hafa
það sérstaklega í huga að f
framtíðinni á eftir að rísa
byggð á Álftanesinu sem
verður líklega stærri en öll sú
byggð sem fyrir hendi er í
Garðabæ og Hafnarfirði.
Hver er kostnaður við
mannvirki þau f Kópavogi sem
tengd eru væntanlegri hrað-
braut? Er þar um að ræða 1
milljarð eins og stundum er
haldið á loft?
— Það má vel vera að þarna
sé um 1 milljarð að ræða ef
allar krónur sem farið hafa til
verksins eru reiknaðar á
núverandi gengi. Krónutalan
sjálf er þó ekki orðin að einum
milljarði.
Hraðbraut vestan Hrauns-
r
holts út á Alftanes vegna
væntanlegrar byggðar þar
HRAÐBRAUT um Kópavog
Garðabæ o.s.frv. er mikið mál
og á þvf margar hliðar. Fer það
allt eftir þvf hvað verður ofan á
f sambandi við heildarskipulag
alls höfuðborgarsvæðisins. Að
mfnu áliti ætti væntanleg hrað-
braut að koma um Arnarnes-
voginn og vestur fyrir Hraun-
holtið. Þessi braut ættí svo ekki
að tengjast Reykjavfkurvegi
beint, heldur að vera bein hrað-
braut út á Álftanesið, vegna
væntanlegrar byggðarþróunar
þar. Haldi maður svo lengra
fram f tfmann þá ætti brú frá
Álftanesi f Suðurgötu að vera
rökrétt framhald af þessari
hraðbraut. Gallinn er bara sá
að f þessum málum er við
marga hagsmunahópa að ræða,
og hvert bæjarfélag virðist
ekki beint taka mikið tillit til
annarra né taka tillit til
heildarþróunar höfuðborgar-
svæðisins, sagði Gestur Ólafs-
son skipulagsfræðingur f
viðtali við Mbl.
— Hér er enginn sem hefur
neitt ákvörðunarvald vegna
heildarskipulags sagði Gestur
ennfremur. Þá hefur skort á að
stofnanir hafi framkvæmt
vissar rannsóknir varðandi
byggðaþróun, sem þeim er
ætlað. Á sfnum tfma starfaði
samstarfsnefnd bæjar-
félaganna á höfuðborgar-
svæðinu um hugsanlegt sam-
Framhald á bls. 47
Þetta kort sýnir helztu vegi sem tengja sveitarfélög höfuðborgar-
svæðisins. Feita strikalfnan sýnir hvar Garðbæingar vilja fá
hugsanlega hraðbraut f stað þess að hún verði þar sem Hafnar-
fjarðarvegur liggur nú. Aðrar strikalfnur sýna hugmyndir um
þverbrautir milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar en
sá hluti hennar sem ókláraður er er sýndur með strikalfnum.
Vegagerðin vinn-
ur samkvæmt skipu-
lagi hvers og eins
1 TILEFNI samþykktar borg-
arafundsins f Garðabæ leitaði
Mbl. til Vegagerðar rfkisins um
það á hvaða stigi undirbúning-
ur Hafnarf jarðarbrautar, sunn-
an Hraunslækjar, væri.
— Ég er ekki búinn undir til
að segja neitt um hvað verður,
með tilliti til þessarar sam-
þykktar, sagði settur vegamála-
stjóri, Snæbjörn Jónasson.
Snæbjörn sagði að vegagerðin
hefði aðeins áhrif á fram-
kvæmdir við vegagerðina sjálfa
þ.e. á legu vegarins, hvernig
gatnamótum skyldi hagað,
hvaða hús þyrfti að rífa, o.þ.h.
Við höfum ekki undir höndum
neinar tillögur varðandi lagn-
ingu vegarins frá Hraunsholts-
læk um Arnarvoginn og þá
fram hjá Hraunsholti eða yfir
það. Við högum okkar vinnu
alveg eftir því hvað skipulag
viðkomandi bæjar- og sveitarfé-
Framhald á bls. 47
Hafnarfjarð-
arvegurinn
er ekkert
einkamál
Garðbæinga
ÞAÐ er of snemmt að segja
eitthvað um málið á þessu stigi.
Þessi samþykkt Garðbæinga
var aðeins rædd á fundi bæjar-
stjórnar f gær. Þá var að vfsu
engin afstaða til hennar tekin,
heldur var mér og Friðþjófi
Sigurðssyni, formanni skipu-
lagsnefndar bæjarins, falið að
kanna málið betur, þ.e. viðhorf
Garðbæinga til endurbótar á
Hafnarf jarðarveginum, sagði
Björn Arnason, bæjarverk-
fræðingur, f Hafnarfirði.
— Ég reikna með að einhver
afstaða verði tekin i þessu máli
á fundi bæjarstjórnar nk.
þriðjudag. Það er þó mín skoð-
un að það sé alger f jarstæða að
ætlast til að klippt verði á Hafn-
arfjarðarveginn. Sá vegur er
ekkert einkahagsmunamál
Garðbæinga. Vegur þessi er
einnig þjónustubraut fyrir
Hafnfirðinga og Hafnfirðingar
munu leggja leið sina um hann
til Reykjavíkur þótt Reykjanes-
brautin komi en hún er út af
fyrir sig nauðsyn.
Nú samþykkti fundurinn i
Garðabæ, að I væntanlegu
skipulagi bæjarins yrði tekið
frá land fyrir hugsanlega hrað-
braut vestan núverandi Hafn-
arfjarðarvegar með tengingu
við Álftanesveg, vegna væntan-
legrar byggðarþróunar á Alfta-
nesinu. Hvernig kemur þetta
heim og saman við þarfir Hafn-
firðinga, þar sem þetta mundi
sennilega tákna að ekki yrði urh
beina tengingu við miðbæ ykk-
ar að ræða?
— Ég skil þetta sjónarmið, og
það má vel vera að það geti
fallið að okkar hagsmunum í
framtíðinni, ef t.d. Hafnarf jörð-
ur ætti eftir að þróast meir I
norðvestur, en þar er okkar
land svo til klárað nú. Reyndar
er bærinn kominn I allsherjar
plássleysi hvað varðar frekari
stækkun.
hálfsmánaöarlega
frá 24. sept.
til 18. des.
Verð frá
i kr. 35.900.- >
:erðaskrifstofan
AUSTURSTRÆTI 17 — SIMI 26611 OG 20100