Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 7
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 Þær guðfræðideilur, sem fram hafa farið hér á landi að undan- förnu, hafa í megindráttum verið átök milli tveggja höfuðstefna, sem við getum nefnt nýrétttrúnað og frjálshyggju. Fyrr nefnda stefnan leggur mikið upp úr ákveðinni trúar- legri reynslu svonefndri endurfæð- ingu eða frelsun á stað og stund. Þessi stefna leggur mikla áherzlu á ýmis guðfræðileg hugtök svo sem friðþægingu, endurlausn og endur- fæðingu. í orðinu rétttrúnaður felst eðlilega, að frjáls skoðanamyndun er ekki í hávegum höfð, heldur lögð mest áherzla á ákveðið kenninga- kerfi. Hin stefnan, hin frjálslynda, hefur aftur á móti lagt á það höfuðáherzlu, að hver einstaklingur taki persónu- lega afstöðu til trúaratriða útfrá sinni eigin samvisku. Hún er út- hverfari í afstöðu sinni en hin stefn- an, leggur ekki mikla áherzlu á flók- in guðfræðihugtök, en vill brýna fyrir fólki að það sýni trú sína í verkum sínum, þannig að sú trú sem starfar í kærleika sé hin eina sanna trú. Ýmislegt fleira hefur komið inn í þessar deilur, s s. um lífið eftir dauðann o.fl. Þvi heyrist nú oft haldið fram, að stefna frjálshyggjunnar sé að verða úrelt á vettvangi heimskirkjunnar og jafnvel er talað um „staðnaða hugs- un". Þess vegna langar mig til að draga hér fram nokkrar hlutlausar staðreyndir lesendum minum til íhugunar. Samtök flestra kirkjudeilda heims annarra en hinnar rómversk- kaþólsku, (sem þó hefur nána sam- vinnu við samtökin), nefnast Alkirkjuráðið eða Heimsráð kirkn- anna. Það hélt 5 þing sitt í Nairobi s I. vetur. Þar mætti 741 fulltrúi frá 2 71 kirkjudeild, fólk af öllum kyn- þáttum, og það var áberandi, hve þarna var margt af ungu fólki, kon- um og körlum Þetta fólk var full- trúar um 500 milljóna safnaðar- manna. Yfirskrift þingsins var: Jesús Kristur frelsar og sameinar. Og það var verkefni þingsins að skilgreina, hvað slíkt merkti á raun- verulegan, jarðneskan hátt í nútímanum. Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli Frummælandinn varekki guðfræðingur, heldur liffræðingur. Hann taldi kirkjuna ekki mega beita sér að hinum hefðbundnu andlegu málum einum og því hjálparstarfi, sem þegar hefur unnið sér sess. Kirkjan á líka að sinna vandamálum mannfjölgunar, mengunar og mörgu öðru. Hún verður að átta sig á, að hér í þessum heimi eru ekki tvær hæðir önnur andleg og hin jarðnesk. Hér er allt á sömu hæð. Maðurinn og umhverfi hans verald- legt og andlegt, eru, þegar dýpst er skyggnst, ein heild. Og vandamálin eru að verða risa- vaxin sagði líffræðingurinn. Hann líkti mannkyninu við skipið Titanic. Það stefnir óðfluga á Isjakann. Stefnubreyting er lífsnauðsyn, en ennþá dansa leiðtogar þjóðanna á þilfarinu. Mannkynið stefnir til tortímingar, ef ekki verður breytt um stefnu. Hungur og mengun verða þar sterk- ir þættir og þar við bætast kúgun'og margskonar óréttlæti annað Kirkjan verður þvi að leggja áherzlu á að endurtúlka stöðu mannsins i heiminum, sagði ræðu- maður. Frelsun jarðarinnar og ibúa hennar er eitt heildarátak, sem felur í sér frelsun frá mengun og hungri, frá kúgun og fátækt, frá misrétti kynja og kynþátta Þess vegna verða guðfræðingar að beita sér að hinu lifanda lifi Til þess gefa guðspjöllin þeim nægar fyrirmyndir úr lífi Krists sjálf. — Rikjandi guðfræði dagsins i dag þótti I Nairobi of mikil pappírsguð- fræði, beita sér of mikið að fræðileg- um, ólífrænum vandamálum, en láta sig of litlu skipta hið lifanda lif og heill þess. I Nairobi var rætt um, hvernig menn gætu elskað náungann með áhrifarík- ustum hætti, með þvi að vera gjörend- ur orðsins, með þvi að framkvæma vilja Guðs, að orð hans verði raun- verulegt hold á okkar höndum Trúin á ekki að vera bara persónuleg einkaupplifun, hið innra, heldur einnig samfélagslegt kirkjulegt átak hið ytra. Að feta í fótspor Krists er að koma til hinna sjúku og hrjáðu og boða von- lausum raunverulega von i þessum heimi. — Það er svo lítill hluti mann- kynsins, sem hefur nóg í sig og á Á meðal okkar, sem svo erum þó settir og frekar líðum fyrir ofnægtir en hitt, þá er kannski nægur tími til að glíma við lausn ólífrænna verke/na, en þar sem neyðin kallar, þar er allt annað uppi á teningnum. Þar er líkamleg neyð mannsins stærsta vandamálið Allt mannlegt lif á að vera kirkjunni viðkomandi. Hún er ekki kölluð til að boða trúna i einhverjum óræðum skiln ingi eingöngu Hún er miklu fremur kölluð til að starfa, vinna þau verk, sem húsbóndi hennar, Kristur, kallar hana til á hverjum tíma, og þau verk eru einmitt hvarvetna þar sem neyðin, misréttið, kúgunin, hatrið og vonleysið er. Þannig er í sem stærstum dráttum boðskapur 5. þings Heimsráðs kirkn- anna. Hann segir allt annað en þær raddir, sem vilja halda því fram að hin frjálslynda boðun í Islenskri kirkju sé úrelt orðin og úr takt við tímann. Starfrænn kristindómur er það sem heimurinnhróparmest á í dag. Hitt má og að sjálfsögðu aldrei gleymast, að hjálparstarfið á sina rót i bæn og trúarlifi einstaklingsins og guðsþjón- ustulífi safnaðarins Á þá rót má ekki skera, þá deyr kærleiksandinn. Því er ekki að neita, að innan Heims- ráðs kirknanna var ekki ein rödd Þótt þetta yrði ofan á, þá eru ýmsar ihalds- samari raddir þessari stefnu ósammála og tala um að kljúfaheimsráðið vegna of mikils frjálslyndis. Þar hefur m a.s verið rætt um að taka upp viðræður við önnur æðri trúarbrögð, virða og meta það sem þar er best og heillavænlegast til hjálpar að sameiginlegu marki, sem er frelsun og sameining manns og heims Jesús Kristur gekk alltaf i berhögg við mannlega neyð, hver sem hún var, hverrar trúar eða þjóðar sá var, er þjáðist. Hann skóp ekki mikla guð- fræði, en hann skóp nýja afstöðu til Guðs og hann skóp nýtt mannlif Hann gerði Guð að elskandi föður og gaf þes vegna kærleikanum forgang á öllum sviðum lífsins Og af því að allir menn eru börn föðurins, eiga þeir allir sama rétt til lifsins á þessari jörð Þess vegna getur sú guðfræði sem leggur höfuðáherzlu á trú sem starfar i kærleika aldrei staðnað eða steinrunn- ið Orð Jakobsbréfsins „Verið gjörend- ur orðsins og eigi aðeins heyrendur, svikjandi sjálfa yður ', þau munu eiga sitt erindi við hverja einustu kynslóð Hin frjálslynda boðun á íslandi, hef- ur oft, af andmælendum sinum, verið sökuð um faríseisma, þegar hún legg- ur áherslu á góðverkin, starfsrænan kristindóm. Mór finnst slík á ásökun mjög ósanngjörn. Faríseismi felst í þvi að reyna að afla sjálfum sér sáluhjálp- ar, frelsa sjálfan sig, með hinum góðu verkum. Einhvern veginn finnst mér hitt liggja miklu nær, að með viðleitni okkar til hins kærleiksrika lifs erum við að leggja okkar litla lóð á vogarskál hins góða afls i heiminum Og við gerum það með gleði, af þvi fyrst og fremst, að við erum að vinna fyrir hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lifið Við erum að uppfylla hans ósk og við gerum þetta fyrir hann, af þvl að okkur þykir vænt um hann, við elskum hann og vitum að hann, breytni f hans anda, er eina von mannkynsins á hvaða sviði lífsins sem er. Þess vegna er það breytni að vilja hans, sem alltaf er aðalatriðið i lífi mannanna, að vera gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur Með þeim hætti fyrst og fremst verðum við trúir Jesú Kristi. i-r V •>•’».. . ' 1 .r..?.-ZY- ^'1-V ;••, -t •••: * > •• ■%>. % ■ . • . V:' ' >■'. .? ;*••- . :>*. v • . .• ..V. '• - •• ■ .-i.-'tT’x -. ••.: ■•• t" •••■--•■ AFGREIÐSLU i sunnuw í bFRRARI VIKLJ: I ÞESSARI VIKU: UNGBARN AFATN AÐUR: Bleiur 70x70cm ...........................Centrotex. Bleiubuxur .................................. P'PPV- Néttföt, St. 80—86—92 ........................Pippy. Hosur ........................................ Pippy. Sokkar......................................... K.T. Velúrsamfestingar ......................... Stummer, Frottie samfestingar ........................Stummer. Smekkir ..................................... Pippy. Skór ........................................P;ppy.. Hettuhandklæði .............................,. Pippy. Peysur, St. 74—80 ........................ Chica Loo Frottie peysur St. 68—86 Stummer Bómullarbolir St 0—4 ....................... Pippy. Vettlingar ................................... N.M., Ulpur. St. 1—4 ................................Teddy. Útigallar St. 84—91—98 ................. D.K. Style. TELPU OG DRENGJAFATNAÐUR: Undirbuxur.................................. Pippy, Sokkar ....................................... K.T. Röndóttirbómullarbolir ..................... Lyhne, Velurpeysur St. 6—16 ....................... Pippy. PeysurSt. 116—140 .......................Chica Loo, Flauelsbuxur St. 4—16 ......................Skippy, Denimbuxur St. 4—16 ........................Skíppy, Denim vesti St. 4—16 ...................... Skippy, Terlinbuxur St. 4—16....................... Pardus, Telpnapils + vesti ......................... Hotex. ÚlpurSt. 4—10................................Teddy, ÚlpurSt. 6—12 ..............................Unidex, Vettlingar ................................... N.M. KVENFATNAÐUR: Sokkar ...................................... K.T. Sokkabuxur................................Tauscher, Nðttkjólar .................................. jris, Rúllukragabolir hvitir ...................... íris, Bómullar-bolir ............................ Holtas, Blússur, .................................. Holtas, Terlinbuxur teinóttar................... Fashion, Flauelsbuxur............................... Pardus, Denimbuxur..............................:.. Pardus. HERRAFATNAÐUR: Sokkar ....................................... K.T. Denimbuxur .............,................... Pardus, Denimvesti................................. Pardus. Terlinbuxur .............................. Pardus, HEIMILISDEILD. Handklæði einlit og mynstruð .............. Ashton, Pvottapokar ................................Ashton, Teppi 150X 200 cm ........................Centrotex. Sturtuhengi ................................ P.E.& C. Dúkaefni..................................... Herose GARDÍNUEFNI: Tilbúnar eldhúsgardinur 1 2 gerðir ................................ Gena, Velour-efni ...............................Viersen, Viscose-efni ............................ G.H Export, Dralon efni ............................. G.H. Export, Gardinubönd ................................ Gester, Kögur........................................Gester. BUXNA OG FATAEFNI: 45% Pol. 55% Ull 5 litir ............... Centrotex. 70% Pol. 30% Vis. 4 litir................. Hammerle, Grófriflað flauel 5 litir ............... Centrotex, Finriflað flauel .......................... Centrotex, Denim 4 gerðir ............................. Hammerle, Minstrað Denim ...........................Texoprint. Úlpuefni 4 litir ............................ Norion. KJÓLAEFNI: Mynstruð prjónaefni .................. Schwarzenbach Einlit prjónaefni .................... Schwarzenbach Rifluð prjónaefni Marratex, Mynstruð bómullarefni ......................Texoprint, Kjólavelour ............................... Jenning, Kjólaterelinefni ...........................Jenning, Kjólafóður Japonette ................-..... Colsman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.