Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 14
14 „Frelsi er nokkud, sem við verðum sífelltaó berjast fyrir" ÞAÐ var verið að vinna að uppsetningu sýningarinnar þegar okkur bar að garði. Hér eru þau Erik Söderholm, forstjóri Norræna hússins, Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, Aase Marie, eiginkona Sparres, og listamaðurinn sjálfur. — segir norskimálarinn og mannvinurinn VictorSparre HÉR á landi er nú stadd- ur norski málarinn og mannréttindamaðurinn Victor Sparre. Hann er hingað kominn í boði Norræna hússins, og þar stendur nú yfir sýning á verkum hans. Victor Sparre er fæddur árið 1919 í Bærum í Noregi, en ólst upp í Bergen. Þegar í skóla vakti hann mikla athygli fyrir mynd/istar- hæfileika sína, en hann er kannski ekki síður kunnur fyrir baráttu sína fyrir almennum mann- réttindum og frelsi ein- staklingsins. Hann stundaði mynd- listarnám í Statens Handverks- og kunst- industriskole og Statens kunstakademi í Noregi, þar sem hann vann undir leiðsögn Axels Revo/ds. Snemma fór hann að fást við g/er- og mósaik- myndir og hafa um tuttugu kirkjur í Noregi verið prýddar slíkum myndum eftir hann. Sparre hefur haldið Kristinna áhrifa gætir vfða f verkum Sparres. magnanum og á seinni árum hefur hann helgað sig baráttu gegn hvers kyns kúgun og óréttlæti í heiminum. Hann var einn af stofnendum samtaka í Noregi, sem berjast fyrir tjáningar- frelsi í heiminum og hann á sæti í mannrétt- indanefnd þeirri, sem kennd er við sovézka kjaneðlis fræðinginn Andrej Sakharov. Einnig var hann ritari við Sak- harov-réttarhöldin í Kaupmannahöfn á s. I. ári. Sparre er náinn vinur manna eins og Solsjen- itsýns, Sakharovs, Maksimovs og Galitch, HER er Sparre við eitt verka sinna sem hann nefnir „Dommer Smirnov", en þetta málverk málaði hann árið 1972. Dómari Smirnov var sá,.sem dæmdi f máli Andrei Sinjavskys og sést hann fremst á myndinni. 1 dyrunum sést Sinjavsky og Sparre spyr: „Hvor þeirra er f fangelsi, dðmarinn eða sá dæmdi?“ margar einkasýningar, bæði í Noregi og annars staðar í Evrópu, og tekið þátt í fjölda samsýninga. M.a. sýndi hann nokkur verk á sýningu Norræna myndlis tabandalagsins. sem haldin var á Kjar- va/sstöðum á Listahátíð '72. Þá kom hann í fyrsta skipti ti/ /s/ands og á þá dvöl minnist hann í bók sinni „Stenene skal rope". Þar segir m.a: „Á sögu- eynni býr fólk, sem líkist rýssnesku fólki. Þetta er bókhneigð þjóð, sem á stórkostlegar bókmennt- ir. " Hjá Sparre er að finna ríka samkennd með lítil- og hafa samskipti hans við þessa menn hvatt hann til enn harðari bar- áttu fyrir frelsi og mann- réttindum. Hjá Sparre er einnig að finna mjög ríka Trúar- þörf og trúhneigð, sem kemur víða fram í verk- um hans. Hann segir: „ Tilfinningar mínar segja mér að við lifum ekki eftir daga Krists, heldur á þeim tímum, áður en hann kemur aftur. " I samtali, sem Morgunblaðið átti við Sparre, segir hann frá sjálfum sér og viðhorfi sfnu til listarinnar og þeirra hluta, sem hann telur mikilsverðasta í líf- inu. „Á síðari árum hef ég verið mjög upptekinn við að berjast fyrir rétti mannsins til frelsis," sagði Sparre. „í dag lifa allir undir svo sterkum áhrifum frá hinum tæknivædda heimi, sem er orðinn svo flókinn, að ein- staklingurinn sjálfur nýtur sín ekki. Viða i heiminum er hann kúgaður og einveldisöfl ráða orðum hans og gjörðum. Það er einmitt hér, sem listin hefur möguleika til að hjálpa ein- staklingnum að vera hann.sjálf- ur og lifa sínu eigin lífi. Ég er sannfærður um að listin er orð- in næstum hið sfðasta og eina var fyrir einstaklinginn. Ann- ars eru réttindi einstaklingsins svo yfirgripsmikil að ekki er hægt að takast á við alla þætti þess f einu. Ég hef f þessu sam- bandi mikinn áhuga á ástand- inu i Sovétrikjunum og hef haft mikil afskipti af ýmsum málum er viðkoma Sovétrfkjunum. Þessi afskipti mfn komu mér seinna í kynni við marga stór- merka Rússa, sem voru ofsóttir í sinu heimalandi. Það var haustið 1969 að Solsjenitsyn var rekinn úr rit- höfundasamtökunum i heima- landi sfnu. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Hvað myndi ger- ast? Ég svaf ekki um nóttina, var ekki eitthvað, sem ég gat gert? Svo fékk ég hugmyndina. Ég skrifaði bréf til norsku yfir- valdanna, þar sem ég lagði til að Solsjenitsyn yrði boðið sem heiðursgesti til Noregs, þar sem hann gæti setzt að, ef ómögu- iegt yrði fyrir hann að búa i Rússlandi, þar sem hann vildi . auðvitað helzt lifa og starfa. Solsjenitsyn fékk spurnir af þessu og skömmu seinna fékk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.