Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976
I
Að leika tveim
skjöldum.
„Gætið yðar fyrir falsspámönn-
um, er koma til yðar í sauða-
kla'ðum (Matth. 7,15) var hið
fyrsta, sem mér datt í hug, þeg-
ar ég las svargreinir þeirra
Vésteins Ölasonar lektors og
dr. Bjarna Guðnasonar prófess-
ors við grein minni Tilræði við
íslenzkt mál og íslenzkar bók-
menntir, sem birtist i Morgun-
blaðinu 10. október s.l.
Þessir nemendur mínir og
síðar samstarfsmenn hafa unn-
ið ósleitilega að því að kljúfa
námsgreinina íslenzku í Há-
skólanum. Þó segir Vésteinn,
að öldungis óæskilegt sé, að
greinin íslenzka klofni, og
Bjarni Guðnason segir, að ís-
lenzkunni sé haldið sem einni
grein til B.A.-prófs, þó að hann
viti, að tæta má út úr henni á
ýmsa vegu. Hér stangast á orð
og gerðir.
Ég hefi aldrei haldið þvi
fram, að menn geti ekki stund-
að íslcnzku (málfræði og bók-
menntir) til B.A.-prófs sem
aðalgrein eftir reglugerðar-
frumvarpinu. Þetta er náðar-
samlegast leyft og kostaði þó
baráttu.
Kn ég neita þvi, að fyrir þvi
sé nokkur stafur í frumvarp-
inu, að menn með B.A-próf í
íslenzku sem aðalgrein hafi
nokkurn rétt til að stunda
kandidatsnám. Hins vegar eru
nákva*m ákvæði um það, að
þeir, sem hafa íslenzka mál-
fra'ði sem aukagrein og almenn
málvísindi sem aðalgrein, og
sömuleiðís þeir, sem hafa ís-
lenzkar bókmenntir sem auka-
greín og almenn bókmennta-
fra-ði sem aðalgreín, geti hindr-
unarlaust haldið áfram námi til
cand.mag.-prófs. Þeir, sem
stunda islenzku sem aðalgrein
til B.A.-prófs, eru þannig hindr-
aðir að halda áfram námi til
cand.mag.-prófs, en öðrum
fenginn sá réttur í staðinn.
Mér dettur ekki i hug, að
Bjarni Guðnason sé svo grunn-
hygginn, að hann gleymi ís-
lenzkunni, og ég hefi enga
ásta'ðu til að ætla, að háskóla-
ráðsmenn, sem samþykkt hafa
þessa firru með honum, séu það
heldur. En ég get með engu
móti séð, að þetta beri vitni um
áhuga deildarforseta á því að
efla islenzkuna. Kennsla í ís-
lenzku til B.A.-prófs er áætluð
jafnmikil og í öðrum greinum
samkvæmt frumvarpinu.
Má ekki kalla það að bera
kápuna á báðum öxlum að þykj-
ast efla grein, um leið og lagður
er steinn í götu þeirra stúdenta,
sem vilja stunda hana til æðra
náms?
II
Vont plagg
Bjarni Guðnason virðíst hafa
áhuga á því að ra'ða reglu-
gerðarfrumvarpið i hcild. Slikt
var aldrei ætlun mín, en ég skal
taka það fram, svo að ekki verði
um villzt, að ég er sammála
einum af æðstu embættismönn-
um Háskólans um það, sem
hann sagði á fundi, sem
háskölarektor boðaði mig á
ásamt fleirum, að frumvarpið
er „vont plagg“. Áhugi minn
beinist um fram allt að íslenzk-
unni og framtið hennar, og
vona ég, að engum komi það á
óvart, með því að ég hefi allan
minn starfsferil fengizt við
hana. Ég vil ekki hrapa í sömu
ógiftu og þeir, sem vilja gera
íslenzkunni lægra undir höfði
en t.d. ensku.
Þó að Bjarni Guðnason og
Vésteinn Ölason reyni að klóra
í bakkann, eru f frumvarpinu
sérstök ákvæði um klofning ís-
lenzkunnar, en ekki nein sér-
ákvæði um klofning annarra
greina. Hvernig stendur á
þessu? Eftir lestur greina
þeirra félaga mættu ókunnugir
ætla, að þeir hefðu engan
áhuga á klofningi íslenzkunnar.
Ef mönnunum er alvara, verð-
ur að leita annarra skýringa á
því, hvers vegna þeir hafa
gengið fram fyrir skjöldu í
klofningsmálinu. Er þá nær-
ta-kt að láta sér til hugar koma,
að hér séu á ferðinni einhver
innanhússvandamál, sem þeir
telji mikilvægari en framtíð
móðurmálsins. Ef eitthvað slíkt
býr hér undir, va'rí hreinlegast
og heiðarlegast fyrir þá að
skýra frá því, t.d. hvort ein-
hverjir aðrir stjórna gerðum
þeirra og reyna að teyma þá til
óhappaverka.
III
íslenzkan á að
hafa sérstöðu
Ég man svo langt, að íslenzka
var afnumin sem námsgrein til
B.A.-prófs. Ástæðan var sú, að
Heimspekídeild vildi ekki bera
ábyrgð á, að brautskráð yrði
fólk með svo lága gráðu í
móðurmálinu. Síðar var B.A.-
námið endurskipulagt og
þyngt, og þá var islenzka til
B.A.-prófs tekin upp á nýja-
leik. Þeir Vésteinn Olason og
Bjarni Guðnason hafa ekki bor-
ið brigður á þá fullyrðingu
mína, að ísienzkt mál og ís-
lenzkar bókmenntir séu órofa
heild. Rithöfundurinn er þjónn
málsins, og málið er tæki rithöf-
undarins. Af þessum ástæðum
ætti að vera sérákvæði í reglu-
gerð Heimspekideildar, að eng-
inn megi lesa íslenzkar bók-
menntir án þess jafnframt að
lesa íslenzka málfræði og að
enginn megi lesa íslenzka mál-
fra'ði án þess jafnframt að lesa
íslenzkar bókmenntir. Væri
ekki þjóðráð að endurskoða
reglugerðarfrumvarpið með
hliðsjón af þessu?
Þegar ég tala um, að íslenzk-
an eigi að hafa sérstöðu, á ég
við, að henni eigi að gera hærra
undir höfði en öðrum náms-
greinum. Reglugerðarfrum-
varpið stefnir hins vegar í þver-
öfuga átt. Ég minni á eftirfar-
andi atriði:
1. Kandídatspróf í íslenzku er
afnumið, en í þess stað komið á
kandídatsprófi i islenzkri mál-
fræði og öðru í íslenzkum bók-
menntum.
2. Menn með B.A.-próf með
islenzku sem aðalgrein mega
ekki lesa til þessara prófa.
3. Meistarapróf er afnumið.
Samkvæmt frumvarpinu geta
þeir einir lesið íslenzka mál-
fræði til kandídatsprófs, sem
tekið hafa 4 stig (60 ein ) í
almennum málvisindum og 2
stig (30 ein.). í íslenzkri mál-
fra'ði til B.A.-prófs. Eins og
sakir standa, er þessi leið ekki
til, því að almenn málvísindi
eru aðeins kennd til tveggja
stiga (30 ein.). Til þess að þessi
leið yrði fær, þyrfti því að bæta
við 2 stigum (30 ein.) í almenn-
um málvisindum og þá jafn-
framt 2—3 kennurum. Ef þessi
kennaraaukning ætti sér ekki
stað á næstunni, yrði leiðinni til
að taka kandídatspróf í ís-
lenzkri málfræði lokað um sínn
að minnsta kosti, nema breyt-
ing yrði gerð á reglugerðar-
frumvarpinu.
Samkvæmt frumvarpinu geta
þeir einir lesið til kandídats-
prófs i ísienzkum bókmenntum,
sem hafa 4 stig (60 ein.) í al-
mennum bókmenntafræðum og
2 stig (30 ein.) í íslenzkum bók-
menntum til B.A.-prófs. Eins og
sakir standa, er þessi leið ekki
fær, því að almenn bókmennta-
fræði eru aðeins kennd til
þriggja stiga (45 ein.). Til þess
að hægt væri að fara þessa leið,
þyrfti því að bæta við 15 ein. í
almennum bókmenntafræðum
og þá jafnframt 1—2 kennur-
um. Ef þessi kennaraaukning
brygðist á næstunni, yrði leið-
inni til að stunda kandídatsnám
i íslenzkum bókmenntum lok-
að, nema reglugerðarfrumvarp-
inu yrði breytt að öðru leyti.
Það yrði þvi algerlega undír
örlæti stjórnvalda komið, hvort
yrði unnt að taka þessi kandí-
datspróf, sem ég hefi nú minnzt
á.
Ef auka ætti allar kennslu-
greinir I 6 stig (90 ein.) yrði
kennaraaukningin íHeimspeki-
deild, miðað við menn í fullu
starfi, 20—30 nýir kennarar. Ég
tek á þessari stundu ekki
afstöðu til þessara ákvæða í
reglugerðarfrumvarpinu, en
óneitanlega er hér á ferðinni
umhugsunarefni fyrir stjórn-
málamenn. Þessir útreikningar
mínir eru reistir á skýrslu, sem
Vésteinn Ólason hefir tekið
saman.
IV
Hvað eiga menn-
irnir að gera?
Ég er engan veginn hlynntur
því, að Háskólinn einskorði sig
við að búa menn undir tiltekin
og afmörkuð störf. En það er
ekki heldur hlutverk hans að
stuðla að því, að hér vaxi upp
öreigastétt menntamanna. í því
sambandi er rétt að rifja upp
ákvæði um hlutverk Háskóla ís-
lands í 1. gr. háskölalaganna
(nr. 84/1970). Þar segir, að Há-
skóli Íslands skuli veita „nem-
endum sinum menntun til þess
að gegna ýmsum embættum og
störfum í þjóðfélaginu og til
þess að sinna sjálfstætt vísinda-
legum rannsóknum".
Ég fullyrði, að menn með
B.A-próf í almennum málvís-
indum sem aðalgrein og í is-
lenzkri málfræði sem auka-
grein geta ekki kennt íslonzku.
nema þeir hafi á annan hátt
aflað sér þekkingar í íslehzkum
bókmenntum.
Eg fullyrði enn fremur, að
menn með B.A.-próf í almennri
bókmenntafræði sem aðalgrein
og islenzkunt bókmenntum sem
aukagrein geta ekki kennt ís-
lenzku, nema þeir hafi á annan
hátt aflað sér þekkingar í ís-
lenzkri málfræði.
Nákvæmlega sama gildir um
kandidata, sem hafa þessa
undirstöðu.
Og enn fullyrði ég, að kandí-
datar af því tæi, sem um hefir
verið rætt, eru ekki undir það
búnir ,,að sinna sjálfstætt vís-
indalegum verkefnum", nema
þá að mjög takmörkuðu leyti.
Samkvæmt þessum skoðunum
mínum eru framangreind próf í
ósamræmi við það, sem segir í
háskólalögunum um hlutverk
Háskóla Islands.
Þeir félagar báðir, Vésteinn
og Bjarni, viðurkenna óbeint
óhæfi manna með fyrr greind
próf til kennarastarfa í ís-
lenzku, en treysta þvi, að
stjórnvöld annist það, að menn
fái starfsréttindi í samra>mi við
menntun. Mikil er trú þín,
kona, var einhvern tíma sagt.
Vitanlega eru til undantekning-
ar. Vésteinn nefnir Hrein
Benediktsson prófessor í þessu
sambandi. Hann hefði alveg
eins getað nefnt sjálfan sig.
Mér er að minnsta kosti ókunn-
ugt um, að hann hafi lokið há-
skólagráðu i almennri bók-
menntasögu, og er hann þó
lektor í þeirri grein. Enginn
efar, mér vitanlega, að þeir
Hreinn og Vésteinn hafi kynnt
sér þau fræði, sem þeim eru
nauðsynleg til starfa sinna í Há-
skólanum, enda báðir tveir af-
burðanámsmenn.
V
Tilfinningamál.
Vésteinn Ólason telur, að mál
þau, sem hér eru til umræðu,
séu mér „tilfinningamál".
Þarna hitti hann nákvæmlega
naglann á höfuðið. Ég skrifaði
grein mína Tilræði við íslenzkt
mál og íslenzkar bókmenntir af
ræktarsemi við íslenzka tungu.
Ég veit, að ræktarsemi er til-
finningamál, en ég biðst engrar
afsökunar á þeirri ræktarsemi,
og ég vona, að Véstein Ölason
skorti hana ekki. Ég hygg, að
islenzk tunga væri öll önnur og
verri tunga, ef beztu synir
Islands hefðu ekki sýnt henni
ræktarsemi, og í hópi þessarra
manna eru flestir beztu rithöf-
undar þjóðarinnar og ýmsir
bókmenntafræðingar. Ég heiti
á alla að feta í fótspor þessara
manna, eins og ég hefi reynt að
gera. En klofningsmenn innan
Háskolans þurfa ekki að
imynda sér, að ég standi einn
uppi. íslenzk tunga og íslenzkar
bókmenntir eiga sér marga og
öfluga málsvara. Ég hefi oft
orðið þess var, en ekki sízt
núna, eftir að ég skrífaði grein
mína i Morgunblaðið 10. oktö-
ber. Mikill fjöldi manna skilur,
að klofningur íslenzkunnar í
Háskólanum er öþurftarverk,
sem mér þykir leitt, að góðir
drengir eins og Vésteinn Öla-
son skuli reyna að verja.
VI
Tillögur um
ráð út úr
ógöngunum.
Ég hefi, að minnsta kosti enn
sem kemið er, tröllatrú á heil-
brigðri skynsemi núverandi
menntamálaráðherra, þó að
honum geti skjátlazt og hafi
skjátlazt, eins og öðrum
mennskum mönnum. Og mér
þykir ekki ölíklegt, að honum
sé i brjóst lögð ræktarsémi við
íslenzka tungu og íslenzkar
bökmenntir. Með hliðsjón af
þessu vil ég beina til hans’
þeirri tillögu, að hann endur-
sendi Heimspekideild reglu-
gerðarfrumvarpið með eftirfar-
andi fyrirmælum:
1. að numin verði brott úr
reglugerðarfrumvarpinu öll
ákva'ði um klofning islenzk-
unnar, en þess í stað sett
ákvæði um það, að hún skuli
vera ein og óklofin grein, þann-
ig að ekki megi á B.A.-stigum
lesa íslenzkar bókmenntir
nema lesa jafnframt íslenzka
málfræði og ekki megi lesa
íslenzka málfræði á B.A.-
stigum nema lesa jafnframt
íslenzkar bókmenntir.
2. að kandidatsprófi 1
islenzku verði áfram haldið i
reglugerðinni.
3. að ákvæðum um meistara-..
próf í gildandi reglugerð verði
breytt, þannig að unnt verði að
taka slíkt próf. (Ákvæðín um
meistarapróf í gildandi reglu-
gerð eru ekki framkvæman-
leg).
4. að reglugerðarfrumvarpið
verði að öðru leyti þannig úr
garði gert, að það hamli á móti
þeirri lausung í menntakerf-
inu, sem nú tröllríður þjöðinni.
Ég er reiðubúinn að gera
þessum tiliögum nánari skil, en
legg áherzlu á, að nám i íslenzk-
um bókmenntum og islenzku
máli má með engu móti sundur
skilja.
'%-i