Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.10.1976, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 Sendiherrabústaðurinn, sem nú stendur auður. fyrr en á aðfararnótt miðviku- dagsins i sfðustu viku, að sannanirnar lágu á borðinu. Þá fylgdist lögreglan með þvf að miklar hassbirgðir voru fluttar úr bifreið norður-kóreska sendiráðs- ins í aðra bifreið sem síðan ók til Kaupmannahafnar, en þessi at- burður átti sér stað f kyrrlátu íbúðarhverfi f nágrenninu. Tókst að ná ljósmyndum af öllu þvf sem máli skipti, þannig að lögreglan veitti bifreiðinni eftirför og eftir stutta stund var hassið komið á vísan stað og sex manns voru undir lás og slá fyrir þátttöku í mesta eiturlyfjamáli í Danmörku, — þrír Danir, tveir Sýrlendingar og einn Lfbanonsmaður. Finn Diderik Madsen er einn hinna handteknu. Lögreglan hefur lengi haft á honum auga- stað og f júlí 1975 dæmdi dómstóil í Marseille f Frakklandi hann til 10 ára fangelsisvistar fyrir að smygla þangað 112 kílógrömmum af hassi. Meinið var bara það, að Madsen var vfðs fjarri, þannig að ekki var hægt að flytja hann í prísundina. Auk smyglmálsins f Frakklandi höfðu dönsk yfirvöld ákæru á hendur honum vegna smygls á 150 kílógrömmum af hassi, og nú bættust við 147 kflógrömm, sem fundust 'í bifreið samstarfsmanna hans. Þetta er einungis það magn, sem vitað er með vissu að hafi farið um hendur hans, en telja má vfst, að það sé aðeins óverulegur hluti þess sem hann hefur í raun og veru verzlað með. Madsen hefur stundað eituríyfjasmygl og -sölu allt frá árinu 1973 að því er vitað er með vissu. Hann hefur um nokkurt skeið verið eftirlýstur af KIM Sun Gil, þriðji sendiráðsrit- ari við norður-kóreska sendiráðið f Kaupmannahöfn, þrýstir sér skelfingu lostinn upp að luktum dyrum sendiráðsins s.l. sunnu- dagskvöld. Hópur fréttamanna var fyrir utan, og foraði sendi- ráðsritarinn sér að lokum f leigu- bfl. aðir, og nafn og heimilisfang við- takanda var á umbúðunum: Sendiráð Norður-Kóreu í Kaup- mannahöfn. Þegar hér var komið sögu var ljóst, að málið var orðið umfangs- mikið og um geysilegt magn af smyglvarningi var að ræða, þann- ig að lögreglunni hefði verið inn- an handar að láta til skarar skríða á þessu stigi. En annar angi var á þessu máli, — sem sé eiturlyfja- smyglið, en f sambandi við það lágu ekki nægilegar sannanir fyr- ir. Lögreglan f Kaupmannahöfn fékk grunsemdir um hassvið- skipti á vegum sendiráðs Norður- Kóreu þega í mafmánuði s.l. þegar tveir starfsmenn sendiráðs- ins voru gripnir á Kafró-flugvelli með um tvö hundruð kíló af hassi í farangri sfnum. Það var þó ekki GLÆPSAMLEGT athæfi sendiráðsstarfsmanna Norður-Kóreu á öllum Norðurlönd- unum nema Islandi, a.m.k. svo vitað sé, hefur að vonum vakið gffurlega athygli, en með brottrekstri sendiráðsmannanna er málinu þó ekki lokið. Talið er, að þetta sé aðeins upphafið að langtum vfðtækara máli, þar eð vitneskja og rökstuddar grunsemdir eru um sams konar starfsemi f sendiráðum Norður-Kóreu í fleiri löndum. Getur eru jafnvel leiddar að þvf, að utanrfkisþjónusta hins sósfalfska alþýðurfkis sé f rauninni ekkert annað en smyglhringur. Ekki alls fyrir löngu voru starfsmenn f sendiráði Norður-Kóreu f Kaáró reknir úr landi fyrir smygl á hassi og sendiráðsritari í Kuala Lumpur fékk nýlega stranga viðvörun vegna ólöglegrar áfengissölu, auk þess sem lausafregnir eru af sams konar starfsemi f Suður-Amerfku og vfðar. Mikið hefur verið skrifað um þetta mál í blöð á Norðurlöndum undanfarna daga. Af því, sem þegar er komað á daginn, virðist þetta mál vera umfangsmest í Danmörku. Grunsemdir dönsku lögregl- unnar um að eitthvað óhreint væri á seyði í sendiráði Norður- Kóreu í Kaupmannahöfn vökn- uðu fyrir rúmu ári þegar rannsak- að var mál pólsks kaupmanns, sem verzlaði með skartgripi og skrautmuni frá Stóru Kóngsgötu í Kaupmannahöfn. 1 ljós kom, að kaupmaðurinn stundaði ekki að- eins sölu á smygluðum gull- og silfurmunum, heldur komu fram upplýsingar um að kaupmaðurinn og nánasti starfsmaður hans fengju tóbak og áfengi hjá starfs- mönnum norður-kóreska sendi- ráðsins f borginni. Þessar upplýs- ingar fékk lögreglan hjá vinveitt- um aðilum f undirheimum Kaup- mannahafnar. Nú var tekið til við að fylgjast með ferðum sendiráðs- manna. Sendiherrabústaðurinn, húsið, sem sendiráðsskrifstofan er í, og verzlunin við Stóru Kóngs- götu voru undir eftirliti dag og nótt, og f júlfmánuði s.l. sáust starfsmenn sendiráðsins marg- sinnis flytja kassa og böggla úr bifreið merktri sendiráðinu inn i verzlunina. Þegar yfirstjórn lögreglunnar fékk vitneskju um þetta var haft samband við njósnadeild lögregl- unnar, sem sfðan tók til óspilltra málanna f náinni samvinnu við utanríkisráðuneytið og dóms- málaráðuneytið. í upphafi gerðu dönsk yfirvöld sér grein fyrir þvf, að þetta mál kynni að hafa afdrifarík áhrif á samskipti Danmerkur og Norður- Kóreu. Því voru gerðar strangar kröfur til þess, að sannanir gegn Kóreumönnunum yrðu að vera svo afdráttarlausar, að ekki væri hægt að bera á þær neinar brigð- ur. Samskonar áherzla var lögð á það, að ekkert mætti vitnast um málið, og fjölmiðlar fengju ekka veður af því fyrr en staðreyndir málsins lægju fyrir. Méð þessar ófrávíkjanlegu kröf- ur f huga hagaði yfirstjórn lög- reglunnar vali sínu á þeim lög- reglumönnum, er starfa skyldu að rannsókninni. Lögreglan fylgdist með hinum grunuðu allan sólarhringinn og var meðal annars gripið til þess ráðs að hlera samtöl. Hinir grun- uðu voru ljósmyndaðir hvenær sem færi gafst og atferli þeirra gaf til kynna að eitthvað óvenju- legt væri á seyði. Þetta starf leiddi til þess, að f ágústmánuði var ákveðið að láta til skarar skríða. Lögreglan gerði húsrannsókn í verzluninni við Stóru Kóngsgötu. Þar fundurst 160 þúsund ómerktir vindlingar, sem ekki lék vafi á að voru smygl- Fulltrúar Norður-Kóreu f Danmörku, sem allir hafa verið reknir úr landi. Lagaleg undanþága, sem hefur staðið í vegi fyrir rannsókn sakamála STARFSMENN sendi- ráða hafa frá upphafi haft margvfslega sér- stöðu. Þeir hafa sérstök vegabréf — „rauða passa“ — og njóta þann- ig sérstakrar fyrir- greiðslu. Samkvæmt al- þjóðasamningi má ekki leita f farangri þeirra þegar þeir fara á milli landa. Þá eru opinber gjöld ekkj Ipgð á inn- fluttan varning á veg- um sendiráða. Póst- sendingar sendiráða eru einnig undanþegn- ar eftirliti og eru póst- pokar oft sendir með sérstökum sendiboðum. Laun sendiráðsstarfs- manna eru undanþegin sköttum og opinberum gjöldum, þar sem þeir gegna þjónustu utan föðurlandsins, og þeir heyra ekki undir lög- sögu gistilandsins, þar sem yfirráðasvæði sendaráðsins skoðast innan lögsögu rfkisins sem starfrækir það. Sendiráðsstarfsmenn má þvf ekki lögsækja f gistirfkinu, og þeir bera þar ekki vitni fyrir rétti. Brjóti starfsmað- ur sendiráðs lög f gisti- rfkinu bendir utanrfkis- ráðuneyti viðkomandi rfkis kurteislega á, að nærveru hans sé ekki lengur óskað, en slfk ábending þýðir á mæltu máli brottrekstur úr landi. Þessi lagalega undan- þága sendiráðsmanna hefur margsinnis reynzt dönskum yfir- völdum fjötur um fót f rannsókn sakamála, og þá einkum f sambandi við smygl. Árið 1973 sneri ffkniefnadeild lögreglunnar 1 Kaup- mannahöfn sér til tyrk- neska sendiráðsins vejjna meintrar aðildar starfsmanns þar að eit- urlyfjasmygli. Sendi- ráðið ljéði ekki máls á neinni samvinnu f sam- bandi við rannsókn málsins, en viðkomandi starfsmaður þess hvarf úr landi nokkrum dög- um sfðar. Málalok eru enn ókunn. Sama ár settu yfirvöld f Lfbanon dönsku lögreglunni stólinn fyrir dyrnar f meiriháttar eiturlyfja- máli, og f énn einu máli var leitað eftir sam- vinnu sýrlenzka sendi- ráðsins f Kaupmanna- höfn, er slfk fyrir- greiðsla lá ekki á lausu á þeim bæ. Loks má nefna mál, sem var á döfinnni á árunum 1971—72. 1 yfirheyrsl- um kom fram margend- urtekinn vitnisburður, sem leiddi til þess að danska lögreglan tók að fylgjast náið með sendi- ráði ónafngreinds rfkis f norðanverðri Afrfku. I.ögreglan var sannfærð um að eiturlyf jum væri smyglað til Danmerkur f póstpokum sendiráðs- ins, en vegna hinnar lagalegu undanþágu reyndist útilokað að taka sönnunargögn f málinu til meðferðar hjá dómstólum. Eiturlyfjahring- ur í skjóli al- þjóðasamnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.